2024
ár
(Endurbeint frá Ágúst 2024)
Árið 2024 (MMXXIV í rómverskum tölum) var í gregoríanska tímatalinu hlaupár sem byrjar á mánudegi.
Árþúsund: | 3. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Atburðir
breytaJanúar
breyta- 1. janúar:
- Egyptaland, Eþíópía, Íran, Sádi-Arabía og Sameinuðu arabísku furstadæmin gerðust aðilar að BRICS.
- Fylkið Vestfold og Þelamörk í suður-Noregi var lagt niður og skiptist í Vestfold og Þelamörk eins og fyrir 2020.
- Artsak-lýðveldið var leyst upp og landsvæði þess að fullu limað inn í Aserbaísjan.
- Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ákvað að bjóða sig ekki fram í komandi forsetakosningum.
- Landgræðslan og Skógræktin sameinuðust í stofnunina Land og skógur.
- 2. janúar - Ísraelsher réð næstráðanda Hamas-samtakana, Saleh Al-Arouri, af dögum í drónaárás í Beirút, Líbanon.
- 3. janúar - 84 létust í sprengjuárás í Íran við minningarathöfn helgaðri hershöfðingjanum Qasem Soleimani. Íslamska ríkið lýsti yfir ábyrgð.
- 4. janúar - Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður Magdeburg og íslenska handboltalandsliðsins, var kjörinn Íþróttamaður ársins 2023 af Samtökum íþróttafréttamanna.
- 5. janúar - Lægsta hitastigið á Norðurlöndum í 25 ár mældist í norður-Svíþjóð þegar hitinn fór niður fyrir -44 C°.
- 9. janúar - Gabriel Attal var útnefndur forsætisráðherra Frakklands. Hann tók við af Élisabeth Borne sem sagði af sér. Attal varð yngsti forsætisráðherra í sögu landsins og fyrsti samkynhneigði maðurinn til að gegna embættinu.
- 10. janúar – 28. janúar: Evrópumótið í handbolta karla hófst í Þýskalandi.
- 11. janúar - Jökulhlaup varð í Grímsvötnum.
- 12. janúar - Bandaríkin og Bretland gerðu loftárásir á Jemen vegna árása Hútí-fylkingarinnar á vöruflutningaskip á Rauðahafi.
- 13. janúar - Lai Ching-te var kosinn forseti Taívans.
- 14. janúar –
- Eldgos hófst að nýju við Sundhnúksgíga/Hagafell. Önnur sprunga opnaðist nær Grindavík og eyðilagði hraun nokkur hús.
- Margrét Þórhildur Danadrottning afsalaði sér krúnunni og Friðrik Danakrónprins varð konungur Danmerkur.
- 16. janúar –
- Einar Þorsteinsson varð borgarstjóri Reykjavíkur. Dagur B. Eggertsson lét af störfum.
- Engin gosvirkni sást í gosinu í námunda við Grindavík.
- 19. janúar: Fyrsta geimfar Japans lenti á tunglinu.
- 26. janúar - Fyrsta aftakan fór fram í Bandaríkjunum þar sem niturgas var notað.
Febrúar
breyta- 3. febrúar: Bandaríkin gerðu árásir á 85 skotmörk í Sýrlandi og Írak eftir að sveitir hliðhollar Íran gerðu árás á bandaríska herstöð í Jórdaníu.
- 4. febrúar: Nayib Bukele var endurkjörinn forseti El Salvador.
- 6. febrúar: Skógareldar í Chile; yfir 100 létust.
- 8. febrúar: Eldgos hófst við Sundhnúk á svipuðum stað og í desember árið áður. Hraun fór yfir hitaveitulögn og urðu Suðurnes heitavatnslaus. Gosinu lauk eftir sólarhring.
- 10. febrúar: Katarska karlalandsliðið í knattspyrnu vann Asíukeppni karla í knattspyrnu þegar liðið sigraði Jórdaníu í úrslitum.
- 11. febrúar:
- Karlalandslið Fílabeinsstrandarinnar í knattspyrnu vann Afríkukeppnina þegar liðið lagði Nígeríu 2:1 í úrslitum.
- Alexander Stubb var kjörinn forseti Finnlands.
- Kansas City Chiefs sigruðu Ofurskálina í amerískum fótbolta eftir sigur á San Fransisco 49ers 25-22. Patrick Mahomes, leikstjórnandi Chiefs var valinn besti leikmaðurinn.
- 12. febrúar: Heitt vatn komst á á Suðurnesjum eftir að ný heitavatnslögn var lögð eftir að hraun skemmdi fyrri lögn.
- 16. febrúar: Aleksej Navalnyj, rússneskur stjórnmálamaður og andstæðingur Vladímír Pútín lést í fangelsi.
- 29. febrúar: Ísraelsher gerði árás á fólk í Gasa sem hópaðist að bílum sem dreifðu matvælum.
Mars
breyta- 2. mars: Hera Björk Þórhallsdóttir vann Söngvakeppnina 2024 með lagið Scared of Heights.
- 3. mars: Stjórnvöld á Haítí lýstu yfir neyðarástandi eftir að gengi náð yfirráðum yfir svæðum í höfuðborginni. Þau kröfðust uppsagnar forsætisráðherrans Ariel Henry.
- 7. mars: Svíþjóð gekk formlega í NATÓ.
- 16. mars: Eldgos hófst á milli Hagafells og Stóra Skógfells, norðan Grindavíkur.
- 15.-17. mars: Forsetakosningar voru haldnar í Rússlandi. Vladimír Pútín hlaut 87% atkvæða í kosningunum sem voru taldar ólýðræðislegar af vestrænum leiðtogum.
- 20. mars: Leo Varadkar tilkynnti afsögn sína sem forsætisráðherra Írlands.
- 22. mars: Hryðjuverkaárás var gerð á tónleikahöll nálægt Moskvu. Nálægt 140 létust. Íslamska ríkið í Khorasan lýsti yfir ábyrgð. Rússar bendluðu Úkraínu við árásina.
- 26. mars: Gámaskip sem varð rafmagnslaust sigldi á Francis Scott Key-brúna í Baltimore í Bandaríkjunum með þeim afleiðingum að brúin hrundi og sex létust.
- 28. mars: Ísrael gerði árásir á Líbanon og Sýrland. Þeir beindust gegn Hezbollah-samtökunum.
- 31. mars: Búlgaría og Rúmenía urðu aðilar að Schengen-samstarfið í gegnum flug- og siglingaleiðir.
Apríl
breyta- 1. apríl: Þýskaland lögleiddi einkaneyslu á 25 grömmum á kannabis.
- 3. apríl: Stærsti jarðskjálfti í 25 ár varð í Taívan, 7,4 að stærð.
- 5. apríl- 7. apríl: Katrín Jakobsdóttir gaf kost á sér í komandi forsetakosningunum. Hún baðst lausnar sem forsætisráðherra Íslands og gekk á fund forsetans 7. apríl.
- 6. apríl: Íbúar í Kristjaníu í Kaupmannahöfn hófu að rífa upp götuna í táknrænum tilgangi og í mótmælum gegn fíkniefnagengjum.
- 9. apríl: Simon Harris varð forsætisráðherra Írlands.
- 10. apríl: Annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar tók við völdum.
- 13. apríl: Íran gerði drónaárás á Ísrael.
- 16. apríl: Bruni varð í gömlu kauphöllinni, Børsen, einni elstu byggingu Kaupmannahafnar.
- 19. apríl: Íran skaut niður þrjá ísraelska dróna yfir borginni Isfahan í miðhluta landsins.
- 20. apríl: Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti áframhaldandi fjárhagsstuðning við Úkraínu vegna innrásar Rússlands.
- 25. apríl: Bráðabirgðastjórn tók við völdum á Haítí eftir afsögn Ariel Henry, forseta og forsætisráðherra.
- 29. apríl: Humza Yousaf sagði af sér sem fyrsti ráðherra Skotlands og formaður Skoska þjóðarflokksins.
Maí
breyta- 3. maí - Tyrkland setti viðskiptabann á Ísrael vegna ástandsins á Gasa.
- 4. maí - Sadiq Khan var endurkjörinn borgarstjóri London í þriðja skipti.
- 7. maí - Guðrún Karls Helgudóttir, var kosin biskup Íslands.
- 7. maí - 11. maí: Eurovision var haldið í Malmö, Svíþjóð. Svissneski rapparinn Nemo vann keppnina með laginu „The Code“.
- 14. maí - Grindavíkurnefnd var stofnuð til að skipuleggja viðbrögð við jarðhræringum í Grindavík.
- 15. maí - Skotárás var gerð á Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, sem særðist lífshættulega.
- 19. maí -
- Forseti Írans, Ebrahim Raisi fórst í þyrluslysi ásamt utanríkisráðherra landsins, héraðsstjóra Austur-Aserbaísjan og fleirum.
- Tálknafjarðarhreppur sameinaðist Vesturbyggð.
- 20. maí - Lai Ching-te tók við embætti forseta Taívans.
- 24. maí - Yfir 2.000 létust í skriðuhlaupi í Papúa Nýju-Gíneu.
- 26. maí - Gitanas Nausėda var endurkjörinn forseti Litáens.
- 28. maí - Ísraelsher réðst inn í miðborg Rafah í suður-Gasa.
- 29. maí: Eldgos hófst að nýju við Sundhnúksgíga.
Júní
breyta- 1. júní - Forsetakosningar fóru fram á Íslandi. Halla Tómasdóttir var kjörin 7. forseti Íslands.
- 2. júní - Claudia Sheinbaum var kosin fyrsti kvenforseti Mexíkó.
- 6. júní - 9. júní: Kosningar til Evrópuþingsins voru haldnar. Mið- og hægriflokkar hlutu mest fylgi.
- 9. júní - Mánaðarverkfalli í Færeyjum var afstýrt með samningum.
- 11. júní - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra leyfði hvalveiðar á ný.
- 14. júní - 14. júlí: Evrópukeppnin í knattspyrnu og Copa América voru haldnar á svipuðum tíma.
- 18. júní - Boston Celtics unnu sinn 18. NBA-titil eftir 4-1 sigur á Dallas Mavericks í úrslitaviðureign. Jaylen Brown var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar.
- 22. júní:
- Engin virkni sást í gígnum við Sundhnúksgíga.
- Skagabyggð og Húnabyggð sameinuðust.
- 24. júní - Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var leystur úr fangelsi í Englandi eftir dómssátt við bandarísk yfirvöld.
- 26. júní - Herinn í Bólivíu gerði misheppnaða tilraun til valdaráns gegn ríkisstjórn forsetans Luis Arce.
- 30. júní - 7. júlí: Þingkosningar voru haldnar í Frakklandi. Nýja alþýðufylkingin stóð uppi sem sigurvegari meðan bandalag flokka sem studdu Emmanuel Macron forseta töpuðu miklu fylgi.
Júlí
breyta- 2. júlí - Dick Schoof tók við embætti forsætisráðherra Hollands.
- 4. júlí - Þingkosningar voru haldnar í Bretlandi. Verkamannaflokkurinn undir forystu Keir Starmer vann afgerandi sigur.
- 5. júlí - Masoud Pezeshkian var kosinn forseti Írans.
- 8. júlí - Rússland gerði víðtækar árásir á Úkraínu, þ. á m. á orkuinnviði og barnaspítala.
- 13. júlí - Skotið var á Donald Trump á kosningafundi í Pennsylvaníu sem særðist á eyra. Skotmaðurinn var drepinn og lést einn í áhorfendaskaranum.
- 14. júlí - Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu sigraði England í úrslitum EM 2024.
- 15. júlí - Argentína sigraði Kólumbíu í úrslitum Copa America.
- 20. júlí - Ísraelsher gerði árás á Hodeida í Jemen sem andsvar við drónaárás Húta á Ísrael.
- 21. júlí - Joe Biden dró forsetaframboð sitt fyrir komandi kosningar til baka. Kamala Harris varð stuttu síðar frambjóðandi Demókrata í kosningunum.
- 22. júlí - Um 25.000 manns var gert að flýja bæinn Jasper og nágrenni í Alberta, Kanada, vegna skógarelda. Allt að þriðjungur húsa bæjarins eyðilagðist.
- 26. júlí - 11. ágúst: Sumarólympíuleikarnir fóru fram í París.
- 27. júlí - Jökulhlaup hófst í Mýrdalsjökli. Hringveginum var lokað við fljótið Skálm. Skemmdir urðu á veginum á 700 metra kafla.
- 28. júlí - Nicolás Maduro var endurkjörinn forseti Venesúela. Stjórnarandsstaðan lýsti einnig yfir sigri og sagði að kosningasvindl hafði átt sér stað.
- 30. júlí -
- Ísrael varpaði sprengjum á úthverfi Beirút, Líbanon, í hefndarskyni fyrir árás sem gerð var á Gólanhæðir í Ísrael. Háttsettur leiðtogi Hizbollah-samtakanna, Fuad Shukr, lést í árásinni.
- Yfir 350 létust í skriðum í Kerala, Indlandi, eftir úrhelli.
- 31. júlí -
- Guðni Th. Jóhannesson lét af embætti forseta Íslands.
- Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas var ráðinn af dögum með sprengju í Íran.
Ágúst
breyta- 1. ágúst:
- Halla Tómasdóttir tók við embætti forseta Íslands.
- 26 fangar voru látnir lausir í fangaskiptum Rússland og Vesturlanda.
- 3. ágúst: Yfir 35 voru drepnir í hryðjuverkaárás Al-Shabaab í Mogadishu Sómalíu.
- 5. ágúst: Sheikh Hasina, forsætisráðherra Bangladess, sagði af sér í kjölfar mótmæla þar sem um 300 létust.
- 6. ágúst:
- Úkraínuher réðst inn í Kúrskfylki í Rússlandi í hernaðaraðgerð.
- Meira en 400 voru handtekin í óeirðum í Bretlandi sem beindust gegn innflytjendum og hælisleitendum. Þær voru í kjölfar morða á 3 ungum stúlkum í Southport sem táningspiltur, sonur innflytjanda, framdi.
- 10. ágúst: Ísrael gerði árás á skóla á Gasa þar sem allt að 100 létust.
- 14. ágúst:
- Neyðarástandi var lýst yfir í Belgorodfylki í Rússlandi eftir árásir Úkraínuhers.
- Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lýsti yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna dreifingar nýs afbrigðis MPX-veirunnar eða apabólu.
- 16. ágúst: Paetongtarn Shinawatra varð forsætisráðherra Taílands.
- 17. ágúst: Nusantara varð höfuðborg Indónesíu og tók við af Jakarta.
- 22. ágúst: Enn eitt eldgosið hófst við Sundhnúksgíga.
- 23. ágúst: Íslamska ríkið lýsti yfir ábyrgð á árás í Solingen í Þýskalandi þegar árásarmaður, sýrlenskur flóttamaður, stakk þrjá til bana og særði fleiri á bæjarhátíð.
- 24. ágúst: Ísrael og Hezbollah í Líbanon skiptust á hundruðum loftárása.
- 25. ágúst: Hópslys varð við íshelli á Breiðamerkurjökli. Einn ferðamaður lést og slasaðist annar alvarlega.
- 26. ágúst: Rússland gerði árásir á orkuinnviði um alla Úkraínu.
- 28. ágúst: Ísraelsher réðst inn í borgir á Vesturbakkanum, þar á meðal Jenín og Nablus.
- 29. ágúst: Fellibylur fór um suður-Japan og olli skemmdum og mannskaða.
September
breyta- 1. september: Guðrún Karls Helgudóttir var vígð biskup Íslands.
- 3. september: Rússland gerði loftárásir á úkraínsku borgina Poltava. Þar á meðal herþjálfunarstöð og spítala. Yfir 50 létust.
- 4. september: Skotárás var gerð í menntaskóla nálægt Atlanta, Georgíu, í Bandaríkjunum. 4 létust.
- 5. september: Michel Barnier varð forsætisráðherra Frakklands.
- 7. september: Abdelmadjid Tebboune var endurkjörinn forseti Alsírs.
- 9. september: Ísrael gerði loftárásir í Sýrland. Yfir 25 létust.
- 12. september: Fyrsta keypta geimgangan var farin þegar frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Jared Isaacman fór út fyrir geimfar.
- 14. september: Flóð í mið- og austur-Evrópu. Skemmdir urðu á innviðum og mannfall.
- 17. september-18. september: Tugir létu lífið og þúsundir slösuðust í Líbanon þegar símboðar og talstöðvar sem meðlimir Hezbollah báru sprungu. Ísrael var ætlað ódæðið.
- 18. september: Úkraínumenn gerðu drónaárás á rússneska vopnabirgðastöð í Tverfylki Rússlands og þremur dögum síðar í Krasnodarfylki.
- 19. september: Hvítabjörn var felldur í Jökulfjörðum. Hann var nálægt sumarhúsi þar sem kona dvaldi á Höfðaströnd.
- 21. september: Anura Kumara Dissanayake var kjörinn forseti Srí Lanka.
- 23. september: Ísrael gerði yfir 1.000 loftárásir á suður-Líbanon sem beindust gegn Hezbollah. Um 500 létust.
- 27. september:
- Hitabeltisstormurinn Helene fór um suðaustur-Bandaríkin og olli flóðum, eyðileggingu og létust hundruðir.
- Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah-samtakanna í Líbanon, var ráðinn af dögum í loftárás Ísraelshers á Beirút.
- 30. september - Ísraelsher réðst inn í suður-Líbanon.
Október
breyta- 1. október:
- Jens Stoltenberg lét af embætti framkvæmdastjóra NATÓ og Mark Rutte tók við.
- Íran gerði eldflaugaárás á Ísrael.
- Shigeru Ishiba varð forsætisráðherra Japans.
- Claudia Sheinbaum varð fyrsti kvenforseti Mexíkó.
- 4. október - Úrhellisrigning olli miklum flóðum og aurskriðum í Bosníu og Hersegóvínu , skammt frá Sarajevó. Að minnsta kosti 18 manns létu lífið.
- 7. október - Taye Atske Selassie varð forseti Eþíópíu.
- 9. október - 10. október: Milljónir flýðu Flórída vegna fellibylsins Milton. Hann olli talsverði eyðileggingu, a.m.k. 10 létust og urðu 2 milljónir rafmagnslausar.
- 13. október - Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar leyst upp. Boðað var til Alþingiskosninga í nóvember.
- 15. október - Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna útilokar þáttöku hreyfingarinnar í starfsstjórn. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands hafði óskað eftir að ríkisstjórnin sæti áfram sem starfsstjórn fram að kosningum 30. nóvember.
- 16. október - Yahya Sinwar, leiðtogi Hamas, var drepinn af Ísraelsher.
- 17. október - Minnihluta-starfsstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar tók við völdum fram að alþingiskosningum í lok nóvember. Vinstri græn tóku ekki þátt í henni.
- 19. október - Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum varð Evrópumeistari.
- 20. október - Prabowo Subianto varð forseti Indónesíu.
- 23. október - Hryðjuverkaárás var gerð á flugvélaverksmiðju í Ankara, Tyrklandi.
- 25. október - Ísrael gerði loftárásir á hernaðarskotmörk í Íran. Nokkrir hermenn létust.
- 27. október - Breiðablik varð íslandsmeistari í knattspyrnu karla.
- 28. - 31. október: Norðurlandaráðsþing var haldið í Reykjavík og á Þingvöllum. Volodymyr Zelenskyj, forseti Úkraínu, var meðal gesta og ávarpaði þingið.
- 30. október - Yfir 230 létust í flóðum, eftir úrhelli á Spáni, sem voru aðallega í Valensía-héraði.
Nóvember
breyta- 2. nóvember: Kemi Badenoch varð leiðtogi breska Íhaldsflokksins.
- 3. nóvember: Maia Sandu var endurkjörin forseti Moldóvu.
- 4. nóvember: Eldfjallið Lewotobi gaus í Indónesíu. Níu létust.
- 5. nóvember: Forsetakosningar voru haldnar í Bandaríkjunum. Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna.
- 6. nóvember: Ríkisstjórn Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, leystist upp eftir að hann rak fjármálaráðherra sinn.
- 9. nóvember: Sprengjuárás var gerð á lestarstöðina í Quetta í Pakistan, 26 létust. Sjálfstæðishreyfing í Balúkistan lýsti yfir ábyrgð á ódæðinu.
- 14. nóvember: Hitamet féll í nóvember þegar 23,8 gráður mældust á Kvískerjum.
- 17. nóvember:
- 20. nóvember - Eldgos hófst að nýju við Sundhnúksgíga. Grindavík var rýmd.
- 26. nóvember - Ísrael og Líbanon gerðu vopnahlé.
- 28. nóvember - Ástralía þingið samþykkti að banna börnum undir 16 ára að nota samfélagsmiðla.
- 29. nóvember - Sýrlenski stjórnarherinn og Rússlandsher gerðu loftárásir á uppreisnarmenn í Idlib í Sýrlandi eftir áhlaup þeirra í héraðinu.
- 30. nóvember - Alþingiskosningar fóru fram. Píratar og Vinstri Græn féllu af þingi.
Desember
breyta- 3. desember:
- Yoon Suk-yeol, forseti Suður-Kóreu, lýsti yfir herlögum í landinu vegna ósættis við stjórnarandstöðuna um stefnu gagnvart Norður-Kóreu. Allir þingmenn þjóðþingsins kusu um að afnema herlögin. Forsetinn var ákærður 11 dögum síðar og lét af embætti.
- Netumbo Nandi-Ndaitwah var kjörin forseti Namibíu, fyrst kvenna.
- 4. desember:
- Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins hófu stjórnarmyndunarviðræður.
- Ríkisstjórn Michel Barnier, forsætisráðherra Frakklands, féll.
- 5. desember:
- Amnesty International gaf út skýrslu um stríðið á Gaza þar sem aðgerðum Ísraels var lýst sem þjóðarmorði.
- Starfsstjórn Sjálfsstæðisflokks og Framsóknar heimilaði hvalveiðar að nýju og gaf leyfi til árs 2029.
- 7. desember:
- Uppreisnarmenn náðu yfirráðum yfir borginni Daraa í suður-Sýrlandi, sátu um Homs um miðbik landsins og Damaskus, höfuðborgina.
- Notre Dame-kirkjan í París var opnuð eftir viðgerðir vegna eldsvoðans sem átti sér stað 2019.
- 8. desember - Uppreisnarmenn náðu völdum yfir höfuðborg Sýrlands, Damaskus. Bashar al-Assad, forseti síðan 2000, flýði til Rússlands.
- 9. desember - 7. eldgosinu við Sundhnúksgíga lauk.
- 11. desember -
- Kveikt var í gröf Hafez al-Assad, einræðisherra, í Latakía í Sýrlandi.
- Ísrael gerði hundruðir loftárásir á Sýrland, þar á meðal flota landsins og vopnaverksmiðjur.
- 13. desember - Emmanuel Macron skipaði François Bayrou í embætti forsætisráðherra Frakklands.
- 14. desember - Nokkur hundruð manns fórust þegar fellibylurinn Chido gekk yfir eyjuna Mayotte í Indlandshafi.
- 17. desember - Úkraínska leyniþjónustan réð rússneska hershöfðingjann, Ígor Kíríllov, af dögum með sprengju í Moskvu.
- 20. desember - Bíl var ekið inn á jólamarkað í Magdeburg í Þýskalandi með þeim afleiðingum að fimm létust og yfir 200 slösuðust. Sádi-arabískur maður var handtekinn.
- 21. desember - Ráðuneyti Kristrúnar Frostadóttur: Stjórnarsáttmáli og ráðherraskipan Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks Fólksins voru kynnt. Kristrún Frostadóttir leiddi ríkisstjórnina sem forsætisráðherra.
- 25. desember - 38 létust í flugslysi í Kasakstan þegar asersk flugvél brotlenti. 31 komst lífs af. Flugvélin var á leið til Grosní í Rússlandi. Asersk yfirvöld kenndu um rússnesku flugskeyti. Rússnesk flugmálayfirvöld sögðu stöðuna flókna vegna úkraínskra drónaárása. Vladímír Pútín harmaði atvikið án þess þó að viðurkenna sök Rússa.[1]
- 29. desember - 179 létu lífið og 2 komust lífs af í flugslysi við Muan-flugvöll í Suður-Kóreu.
Dáin
breyta- 2. janúar - Auður Haralds, rithöfundur (f. 1947).
- 4. janúar - Glynis Johns, bresk leikkona (f. 1923).
- 7. janúar - Franz Beckenbauer, þýskur knattspyrnumaður og þjálfari (f. 1945).
- 9. janúar - Guðrún Jónsdóttir, borgarfulltrúi og baráttukona fyrir kvenréttindum (f. 1931).
- 4. febrúar - Hage Geingob, forseti Namibíu (f. 1941).
- 6. febrúar - Sebastián Piñera, forseti Chile (f. 1949).
- 12. febrúar - Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands frá 1998 til 2012 (f. 1947).
- 16. febrúar - Aleksej Navalnyj, rússneskur stjórnmálamaður og andstæðingur Vladímír Pútín (f. 1976).
- 20. febrúar - Andreas Brehme, þýskur knattspyrnumaður (f. 1960).
- 29. febrúar - Brian Mulroney, kanadískur stjórnmálamaður (f. 1939).
- 6. mars - Björgvin Gíslason, tónlistarmaður (f. 1951).
- 10. mars - Páll Bergþórsson, veðurstofustjóri (f. 1923).
- 11. mars - Matthías Johannessen, ljóðskáld, rithöfundur og ritstjóri Morgunblaðsins (f. 1930).
- 26. mars - Richard Serra, bandarískur myndlistamaður (f. 1939)
- 27. mars - Daniel Kahneman, ísraelsk-bandarískur sálfræðingur og höfundur (f. 1934)
- 11. apríl - O.J. Simpson, bandarískur ruðningskappi og leikari (f. 1947).
- 19. apríl - Daniel Dennett, bandarískur heimsspekingur og trúleysingi (f. 1942).
- 25. apríl - Pétur Einarsson, leikari (f. 1940)
- 13. maí - Alice Munro, kanadískur rithöfundur (f. 1931)
- 19. maí - Ebrahim Raisi, forseti Írans (f. 1960)
- 3. júní - Brigitte Bierlein, kanslari Austurríkis (f. 1949)
- 7. júní - Bill Anders, bandarískur geimfari (f. 1933)
- 9. júní - Skúli Óskarsson, kraftlyftingarmaður (f. 1948)
- 12. júní - Róbert Örn Hjálmtýsson, tónlistarmaður (f. 1977)
- 12. júní - Jerry West, bandarískur körfuknattleiksmaður. (f. 1938)
- 13. júní - Ellý Katrín Guðmundsdóttir, borgarritari og lögfræðingur (f. 1964)
- 20. júní - Donald Sutherland, kanadískur leikari (f. 1935)
- 25. júní - Ragnar Stefánsson, jarðskjálftafræðingur (f. 1938)
- 5. júlí - Jon Landau, bandarískur kvikmyndaframleiðandi (f. 1960)
- 11. júlí - Shelley Duvall, bandarísk leikkona. (f. 1949)
- 12. júlí - Ruth Westheimer, bandarískur kynlífsráðgjafi, rithöfundur og þáttastjórnandi. (f. 1928)
- 19. júlí - Nguyễn Phú Trọng, aðalritari Kommúnistaflokks Víetnams (f. 1944)
- 22. júlí - John Mayall, breskur blústónlistarmaður (f. 1933)
- 30. júlí - Haukur Halldórsson, listamaður (f. 1937)
- 31. júlí - Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas í Palestínu (f. 1962/1963)
- 5. ágúst - Þorvaldur Halldórsson, söngvari og tónlistarmaður (f. 1944)
- 13. ágúst - Halldór Bragason, blústónlistarmaður. (f. 1956)
- 18. ágúst - Alain Delon, franskur leikari (f. 1935)
- 26. ágúst - Sven Göran Eriksson, sænskur knattspyrnustjóri (f. 1948)
- 9. september - James Earl Jones, bandarískur leikari (f. 1931)
- 11. september - Alberto Fujimori, forseti Perú (f. 1938)
- 13. september - Kristinn Stefánsson, körfuknattleiksmaður (f. 1945).
- 17. september - Benedikt Sveinsson, lögmaður og athafnamaður (f. 1938).
- 18. september - Salvatore Schillaci, ítalskur knattspyrnumaður (f. 1964)
- 22. september - Fredric Jameson, bandarískur bókmenntafræðingur og marxisti (f. 1934)
- 27. september:
- Maggie Smith, ensk leikkona (f. 1934)
- Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah-samtakanna í Líbanon. (f. 1960)
- 28. september - Kris Kristofferson, bandarískur kántrísöngvari og kvikmyndaleikari. (f. 1936)
- 30. september:
- Dikembe Mutombo, kongólsk-bandarískur körfuboltamaður.
- Ken Page, bandarískur gamanleikari (f. 1954)
- 5. október: Sigríður Hrönn Elíasdóttir, sveitarstjóri og formaður almannavarnarnefndar (f. 1959).
- 12. október: Alex Salmond, skoskur stjórnmálamaður (f. 1954).
- 16. október: Liam Payne, enskur tónlistarmaður (f. 1993).
- 16. október: Yahya Sinwar, leiðtogi Hamas (f. 1962)
- 20. október - Fethullah Gülen, tyrkneskur stjórnarandstöðuleiðtogi. (f. 1941).
- 21. október - Paul Di'Anno, enskur rokksöngvari, með m.a. Iron Maiden. (f. 1958)
- 3. nóvember - Quincy Jones, bandarískur upptökustjóri (f. 1933).
- 9. nóvember - Ram Narayan, indverskur tónlistarmaður (f. 1927)
- 14. nóvember - Peter Sinfield, enskur lagahöfundur og stofnmeðlimur framsæknu rokksveitarinnar King Crimson. (f. 1943)
- 16. nóvember - Kristinn Haukur Skarphéðinsson, dýravistfræðingur (f. 1956)
- 20. nóvember - John Prescott, aðstoðarforsætisráðherra Bretlands. (f. 1938)
- 5. desember - Jón Nordal, íslenskt tónskáld og píanóleikari. (f. 1926)
- 20. desember - Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. (f. 1990).
- 23. desember - Desi Bouterse, forseti Súrínam. (f. 1945)
- 26. desember - Manmohan Singh, forsætisráðherra Indlands (f. 1932).
- 28. desember - Gylfi Pálsson, skólastjóri og þulur (f. 1933)
- 29. desember - Jimmy Carter, 39. forseti Bandaríkjanna. (f. 1924)
Nóbelsverðlaunin
breytaTilvísanir
breyta- ↑ Biðst afsökunar á hörmulegu atviki Vísir. Sótt 28. desember 2024