Hizbollah

(Endurbeint frá Hezbollah)

Hizbollah, eða flokkur Guðs, er íslömsk samtök sjía í Líbanon. Samtökin samanstanda bæði af stjórnmálaflokki auk vopnaðra sveita. Samtökin voru stofnuð árið 1982 með það að markmiði að berjast gegn hersetu Ísraela í Líbanon, sem þá höfðu nýverið ráðist inn í landið. Hersetu Ísraela lauk árið 2000 en Hizbollah hélt vopnaðri baráttu sinni áfram, meðal annar undir því yfirskini að frelsa Shebaa landsvæðið, í suðausturhluta landsins, úr höndum Ísraela. Núverandi leiðtogi samtakanna er Hassan Nasrallah.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.