1990
ár
Árið 1990 (MCMXC í rómverskum tölum) var 90. ár 20. aldar sem byrjaði á mánudegi. Lokaár Kalda stríðsins er ýmist talið vera þetta ár eða árið 1991.
Árþúsund: | 2. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Atburðir
breytaJanúar
breyta- 1. janúar - Fyrsti Mr. Bean-þátturinn var sýndur á ITV í Bretlandi.
- 1. janúar - Virðisaukaskattur var tekinn upp í stað söluskatts á Íslandi.
- 1. janúar - Pólland sagði sig frá Varsjárbandalaginu.
- 3. janúar - Manuel Noriega, forseti Panama, gaf sig fram við innrásarlið Bandaríkjanna.
- 3. janúar - Íslandsbanki hinn síðari hóf starfsemi sína. Hann var stofnaður 1. janúar með sameiningu Alþýðubankans, Útvegsbankans og Verslunarbankans.
- 4. janúar - Hundruð létust þegar tvær lestar skullu saman í Sangi í Pakistan.
- 7. janúar - Almenningi var meinaður aðgangur að skakka turninum í Pisa af öryggisástæðum.
- 9. janúar - Aðskilnaðardómurinn svokallaði féll í Hæstarétti Íslands.
- 9. janúar - Mikið stormflóð olli stórskemmdum á Stokkseyri, Eyrarbakka og í Grindavík.
- 11. janúar - Söngvabyltingin: 300.000 komu saman og mótmæltu í Litháen.
- 13. janúar - 132 Armenar létu lífið í þjóðernisofsóknum í Bakú í Aserbaísjan.
- 13. janúar - Fyrsta díselknúna IC3-lestin var tekin í notkun í Kaupmannahöfn.
- 15. janúar - Búlgarska þingið samþykkti að afnema flokksræði Búlgarska kommúnistaflokksins.
- 15. janúar - Þúsundir manna réðust inn í höfuðstöðvar austurþýsku leyniþjónustunnar, Stasi, til að skoða skjöl um sig.
- 20. janúar - Yfir 130 mótmælendur voru drepnir af Rauða hernum í Bakú í Aserbaídsjan.
- 20. janúar - Herforingjastjórn Prosper Avril á Haítí lýsti yfir neyðarástandi og afnam borgararéttindi.
- 22. janúar - Samband kommúnista í Júgóslavíu samþykkti að leysa sjálft sig upp.
- 25. janúar - Avianca flug 52 hrapaði á Long Island í New York með þeim afleiðingum að 73 fórust.
- 25. janúar - Skógrækt ríkisins var flutt til Egilsstaða. Þetta var fyrsta ríkisstofnunin sem var flutt út á land.
- 25. janúar - Stefán Hörður Grímsson hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin, sem veitt voru í fyrsta sinn.
- 25. janúar - 97 létust þegar Burnsdagsstormurinn gekk yfir norðvesturhluta Evrópu.
- 25. janúar - Jóhannes Páll 2. páfi hóf opinbera heimsókn sína til Grænhöfðaeyja, Gíneu-Bissá, Malí, Búrkína Fasó og Tjad.
- 27. janúar - Borgin Tíraspol í Moldóvu lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum.
- 31. janúar - Fyrsti rússneski McDonaldsstaðurinn var opnaður í Moskvu.
- 31. janúar - Hófsami músliminn Rashad Khalifa var myrtur í Tucson, Arisóna. Talið er að morðingi hans hafi verið meðlimur í Al-Kaída.
Febrúar
breyta- 2. febrúar - F.W. de Klerk, forseti Suður-Afríku, lofaði að láta Nelson Mandela lausan.
- 2. febrúar - Þjóðarsátt um kaup og kjör gekk í gildi á Íslandi með það að markmiði að ná niður verðbólgu og tryggja atvinnuöryggi.
- 2. febrúar - Enrico De Pedis, leiðtogi mafíunnar Banda della Magliana, var skotinn til bana á miðri götu í Róm.
- 3. febrúar - 200 verðmætum fornminjum var stolið úr safni muna frá Herculaneum í Napólí.
- 7. febrúar – Hrun Sovétríkjanna: Miðstjórn kommúnistaflokksins samþykkti að aðrir flokkar gætu tekið þátt í stjórn landsins.
- 11. febrúar - Nelson Mandela var sleppt úr fangelsi í Suður-Afríku eftir að hafa verið pólitískur fangi í 27 ár.
- 12. febrúar - Fulltrúar NATO og Varsjárbandalagsins hittust á ráðstefnu um opna lofthelgi í Kanada. Þeir náðu meðal annars samkomulagi um herafla í Evrópu og endursameiningu Þýskalands.
- 12. febrúar - Óeirðirnar í Dúsjanbe gegn aðfluttum Armenum brutust út í Tadjikistan.
- 14. febrúar - Geimfarið Voyager 1 sendi ljósmynd af jörðu, Föli blái punkturinn, aftur til jarðar, yfir 5,6 milljarða kílómetra leið.
- 15. febrúar - Siðmennt, samtök áhugafólks um borgaralegar athafnir, voru stofnuð í Reykjavík.
- 23. febrúar - Ný lög um stjórnarráð Íslands voru samþykkt og umhverfisráðuneyti Íslands komið á fót. Fyrsti umhverfisráðherrann var Júlíus Sólnes.
- 26. febrúar - Sandínistar biðu ósigur í kosningum í Níkaragva. Violeta Chamorro var kjörin forseti.
- 27. febrúar - Fáni Lettlands aftur tekinn í notkun í Lettlandi.
- 28. febrúar - Daniel Ortega lýsti yfir vopnahléi í baráttunni gegn Kontraskæruliðum í Níkaragva.
Mars
breyta- 3. mars - ITASE-verkefnið: Sex landkönnuðir luku við fyrstu ferðina yfir Suðurskautslandið á hundasleðum.
- 8. mars - Samtökin Stígamót voru stofnuð.
- 8. mars - Heimsmeistarakeppni Nintendo hófst í Bandaríkjunum.
- 9. mars - Lögregla lokaði af hverfið Brixton í Suður-London eftir mótmælaöldu vegna nýs nefskatts.
- 10. mars - Herforingjanum Prosper Avril var steypt af stóli á Haítí.
- 11. mars - Litháen lýsti yfir sjálfstæði með Vytautas Landsbergis sem forseta.
- 12. mars - Patricio Aylwin varð fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Chile í 20 ár.
- 13. mars - Æðstaráð Sovétríkjanna samþykkti nýja stjórnarskrá sem skapaði forsetaræði að bandarískri fyrirmynd. Mikhaíl Gorbatsjev var kjörinn fyrsti forseti Sovétríkjanna tveimur dögum síðar.
- 15. mars - Breski blaðamaðurinn Farzad Bazoft var hengdur fyrir njósnir í Írak.
- 15. mars - Fyrstu háhraðainternettengingunni var komið á um ljósleiðara milli CERN í Evrópu og Cornell-háskóla í Bandaríkjunum.
- 15. mars - Fernando Collor de Mello varð fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Brasilíu frá 1961.
- 16. mars - Söngkeppni framhaldsskólanna fór fram í fyrsta sinn.
- 18. mars - Tólf málverkum og kínverskum vasa var stolið úr Isabella Stewart Gardner Museum í Boston. Þetta var stærsti listaverkaþjófnaður í sögu Bandaríkjanna.
- 18. mars - Fyrstu frjálsu kosningarnar voru haldnar í Austur-Þýskalandi.
- 20. mars - Imelda Marcos, ekkja fyrrum forseta Filippseyja, var leidd fyrir rétt, sökuð um mútur, fjárdrátt og fjárkúgun.
- 20. mars - Hundrað bílar lentu í árekstrum í Reykjavík vegna blindbylja sem gengu yfir.
- 21. mars - Namibía fékk sjálfstæði frá Suður-Afríku.
- 25. mars - Fyrstu lýðræðislegu kosningarnar í Ungverjalandi fóru fram.
- 27. mars - Bandarísk stjórnvöld hófu sjónvarpsútsendingar í áróðursskyni til Kúbu. Sjónvarpsstöðin heitir TV Martí.
- 31. mars - Nefskattsóeirðirnar í Bretlandi: „Önnur orrustan um Trafalgar“ átti sér stað þegar óeirðir brutust út á Trafalgartorgi í London.
Apríl
breyta- 1. apríl - Seyðisfjarðarkaupstaður og Seyðisfjarðarhreppur vou sameinaðir undir merkjum Seyðsfjarðarkaupstaðar.
- 7. apríl - Eldur um borð í farþegaferjunni Scandinavian Star á leið frá Osló til Frederikshavn kostaði 158 farþega lífið.
- 8. apríl - Fyrsti þáttur Tvídranga (Twin Peaks) var sendur út á ABC í Bandaríkjunum.
- 8. apríl - Birendra af Nepal aflétti banni við stjórnarandstöðuflokkum í Nepal eftir mikil mótmæli.
- 10. apríl - Kvikmyndin The Juniper Tree var frumsýnd í Bandaríkjunum.
- 13. apríl - Sovétríkin báðust formlega afsökunar á fjöldamorðunum í Katynskógi.
- 14. apríl - Bandaríski verðbréfasalinn Michael Milken játaði sig sekan um fjársvik.
- 15. apríl - Mikið hættuástand skapaðist þegar eldur kom upp í ammoníakstanki Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Eldurinn var fljótlega slökktur.
- 23. apríl - Neslistinn, fyrsta bæjarmálafélag á Íslandi, var stofnaður á Seltjarnarnesi.
- 24. apríl - Hubble-sjónaukinn var sendur út í geim um borð í geimskutlunni Discovery.
- 24. apríl - Austur- og Vestur-Þýskaland samþykktu að taka upp sameiginlega mynt 1. júlí.
- 25. apríl - Violeta Chamorro tók við embætti forseta Níkaragva, fyrsta konan sem kjörin var til forsetaembættis í Suður-Ameríku.
Maí
breyta- 4. maí - Stöð 2, Sýn og Bylgjan-Stjarnan ákváðu að sameina rekstur sinn sem gekk í gildi 1. ágúst sama ár.
- 4. maí - Lettland lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum.
- 5. maí - Ísland náði fjórða sæti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu „Eitt lag enn“, sem flutt var af Stjórninni. Ítalía sigraði með laginu „Insieme“.
- 6. maí - Jóhannes Páll 2. páfi hóf opinbera heimsókn til Mexíkó.
- 12. maí - Ásgeir Sigurvinsson lauk ferli sínum sem atvinnuknattspyrnumaður, en hann hófst 1973.
- 15. maí - Interhreyfingin, hliðholl Sovétríkjunum, reyndi að hrifsa völdin í Tallinn í Eistlandi en mistókst.
- 17. maí - Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin felldi samkynhneigð af lista yfir sjúkdóma.
- 17. maí - Katarínukirkja í Stokkhólmi brann.
- 19. maí - Í Laugardal í Reykjavík var opnaður nýr fjölskyldu- og húsdýragarður með tuttugu tegundir húsdýra, sjávardýra og villtra dýra. Meira en tíu þúsund gestir komu í garðinn fyrsta daginn.
- 21. maí - Kasmírdeilan: Indverskar öryggissveitir skutu á syrgjendur í útför múslimaleiðtoga og drápu 47.
- 22. maí - Norður-Jemen og Suður-Jemen á Arabíuskaganum sameinuðust í Jemen.
- 22. maí - Microsoft gaf út stýrikerfið Windows 3.0.
- 24. maí - Tvö nýbyggð flóttamannaskýli í Kimstad í Svíþjóð voru brennd. Næstu daga voru fleiri flóttamannaskýli í Mariestad og Motala brennd.
- 26. maí - Sveitarstjórnarkosningar voru haldnar á Íslandi.
- 27. maí - Flokkur Aung San Suu Kyi vann meirihluta í kosningum í Mjanmar en herforingjastjórnin ógilti niðurstöðuna.
- 29. maí - Boris Jeltsín var kjörinn forseti Sovéska sambandslýðveldisins Rússlands.
- 29. maí - Endurreisnar- og þróunarbanki Evrópu var stofnaður.
- 31. maí - Karmelítaklaustrið í Hafnarfirði varð 50 ára. Í tilefni þess var klaustrið opnað fyrir forseta Íslands, biskupi og fleiri gestum.
Júní
breyta- 1. júní - George H. W. Bush, forseti Bandaríkjanna, og Mikhaíl Gorbatsjev, leiðtogi Sovétríkjanna, skrifuðu undir samkomulag um að hætta framleiðslu á efnavopnum. Um leið hófu ríkin að eyða birgðum sínum.
- 7. júní - Skemmtigarðurinn Universal Orlando var opnaður í Flórída.
- 8. júní - Fyrstu lýðræðislegu kosningarnar í Tékkóslóvakíu frá 1945 fóru fram.
- 8. júní - Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1990 hófst á Ítalíu.
- 8. júní - Eldur kom upp í norska olíuflutningaskipinu Mega Borg og 125.000 tonn af olíu runnu út í Mexíkóflóa.
- 10. júní - Alberto Fujimori var kjörinn forseti Perú.
- 11. júní - Borgarastyrjöldin í Srí Lanka: Tamíltígrar drápu yfir 600 óvopnaða lögregluþjóna í Austurhéraði Srí Lanka.
- 12. júní - Fyrstu fjölflokkakosningarnar voru haldnar í Alsír frá 1962. Íslamska frelsisfylkingin náði völdum í meirihluta sveitarstjórna.
- 13. júní - Austurþýsk stjórnvöld hófu að rífa Berlínarmúrinn niður.
- 19. júní - Konur fjölmenntu í Alþingishúsið til að halda upp á 75 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi.
- 21. júní - Manjil-Rudbar-jarðskjálftinn í Íran: Tugir þúsunda létust og hundruð þúsunda urðu heimilislaus.
- 22. júní - Landamærastöðin Checkpoint Charlie í Berlín var tekin niður.
- 22. júní - Norski olíusjóðurinn var stofnaður.
- 24. júní - Kathleen Young og Irene Templeton voru vígðar fyrstu kvenprestar biskupakirkjunnar á Norður-Írlandi.
- 27. júní - Bob Dylan hélt tónleika í Laugardalshöll á vegum Listahátíðar.
- 30. júní - Efnahagskerfi Austur- og Vestur-Þýskalands voru sameinuð.
- 30. júní - Kvennahlaup ÍSÍ var haldið í fyrsta sinn og var hlaupið á sex stöðum.
Júlí
breyta- 1. júlí - Innleiðing Efnahags- og myntbandalags Evrópu hófst.
- 2. júlí - 1.426 pílagrímar létust í troðningi í Mekka.
- 2. júlí - Slóvenía lýsti yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu.
- 4. júlí - Bandaríska kvikmyndin Die Hard 2 var frumsýnd.
- 6. júlí - Lífverðir forseta Sómalíu, Siad Barre, skutu á mótmælendur á knattspyrnuleik með þeim afleiðingum að 65 létust og 300 slösuðust.
- 7. júlí - Fyrstu tónleikar Tenóranna þriggja voru haldnir í Böðum Caracalla í Róm.
- 8. júlí - Martina Navratilova og Stefan Edberg sigruðu Wimbledon-mótið í einliðaleik í tennis.
- 8. júlí - Vestur-Þýskaland sigraði Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1990 með 1-0 sigri á Argentínu.
- 9. júlí - 16. fundur sjö helstu iðnríkja heims hófst í Houston í Texas.
- 10. júlí - Hið íslenska biblíufélag varð 175 ára og gáfu þá bankarnir á Íslandi félaginu Guðbrandsbiblíu, sem verið hafði í eigu Halldóru, dóttur Guðbrands Þorlákssonar biskups á Hólum.
- 11. júlí - Armenskir hryðjuverkamenn sprengdu áætlunarbifreið milli Kalbajar og Tartar í Aserbaídjan. 14 létust og 35 slösuðust.
- 16. júlí - Yfir 1600 manns létust í jarðskjálfta á Filippseyjum.
- 16. júlí - Malta sótti um aðild að Evrópusambandinu.
- 24. júlí - Fyrra Persaflóastríðið: Írakar hófu liðssafnað við landamærin að Kúveit.
- 25. júlí - Serbneski demókrataflokkurinn í Króatíu lýsti yfir fullveldi Serba innan Króatíu.
- 27. júlí - Hvíta-Rússland lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum.
- 27. júlí - Múslimasamtökin Jamaat al Muslimeen gerðu misheppnaða tilraun til valdaráns á Trínidad og Tóbagó.
- 27. júlí - Framleiðslu Citroën 2CV var hætt. Þá höfðu 3.868.631 slíkir bílar verið framleiddir frá 1948.
Ágúst
breyta- 1. ágúst - Sovéska tölvunetið RELCOM var stofnað með sameiningu nokkurra minni neta. Nokkrum dögum síðar tengdust Sovétríkin Internetinu í fyrsta skipti.
- 2. ágúst - Fyrra Persaflóastríðið: Írak réðist inn í Kúveit.
- 2. ágúst - Fyrsta reykingabannið á börum í Bandaríkjunum tók gildi í San Luis Obispo í Kaliforníu.
- 6. ágúst - Forseti Pakistan Ghulam Ishaq Khan setti forsætisráðherrann, Benazir Bhutto, af og sakaði hana um spillingu
- 6. ágúst - Fyrra Persaflóastríðið: Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna setti viðskiptabanna á Írak.
- 7. ágúst - Fyrra Persaflóastríðið: Bandaríkin sendu herlið til Sádí-Arabíu til að hindra mögulega innrás frá Írak.
- 10. ágúst - Fyrra Persaflóastríðið: 12 arabaríki samþykktu beitingu herliðs til að verja Sádí-Arabíu.
- 12. ágúst - Átök hófust í Suður-Afríku milli Xhosa og Súlúmanna.
- 12. ágúst - Sue Hendrickson uppgötvaði best varðveittu steingerðu beinagrind grameðlu við Faith í Suður-Dakóta.
- 18. ágúst - Listaverkið Sólfar eftir Jón Gunnar Árnason var afhjúpað við Sæbraut í Reykjavík.
- 19. ágúst - Leonard Bernstein stjórnaði sínum síðustu tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Boston.
- 21. ágúst - Fyrsta borgarastyrjöldin í Líberíu: Nágrannaríkin Gambía, Gínea, Gana, Nígería og Síerra Leóne sendu friðargæslulið til Líberíu.
- 24. ágúst - Armenía lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum.
- 26. ágúst - Mótmælendur kveiktu í höfuðstöðvum Búlgarska sósíalistaflokksins í Sófíu.
September
breyta- 1. september - Jóhannes Páll 2. páfi hóf opinbera heimsókn sína til Tansaníu, Búrúndí, Rúanda og Fílabeinsstrandarinnar.
- 1. september - Neðanjarðarlestarstöðin við Unter den Linden í Berlín var opnuð á ný eftir 29 ár.
- 2. september - Transnistría lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétlýðveldinu Moldóvu.
- 2. september - Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna gekk í gildi.
- 4. september - X 2000-farþegalestar voru teknar í notkun í Svíþjóð.
- 5. september - Borgarastyrjöldin á Srí Lanka: Stjórnarhermenn myrtu 158 borgara.
- 9. september - Fyrsta borgarastyrjöldin í Líberíu: Uppreisnarleiðtoginn Prince Johnson náði forseta landsins Samuel Doe og tók hann af lífi.
- 9. september - Borgarastyrjöldin á Srí Lanka: Stjórnarhermenn myrtu 184 borgara í Batticaloa.
- 10. september - Fyrsti Pizza Hut-staðurinn var opnaður í Sovétríkjunum.
- 11. september - Fyrra Persaflóastríðið: George H. W. Bush hélt ræðu í sjónvarpi þar sem hann hótaði beitingu hervalds til að reka Íraka frá Kúveit.
- 12. september - Tveir plús fjórir-samkomulagið: Vestur- og Austur-Þýskaland auk Fjórveldanna undirrituðu samkomulag um sameiningu Þýskalands.
- 17. september - Bandaríski íþróttablaðamaðurinn Lisa Olson var áreitt kynferðislega í búningsklefa New England Patriots þar sem hún var að taka viðtöl. Málið vakti athygli á stöðu kvenna í íþróttablaðamennsku.
- 24. september - Æðstaráð Sovétríkjanna gaf Mikhaíl Gorbatsjev sérstök völd í 18 mánuði til að færa landið nær markaðsbúskap.
- 29. september - Nesjavallavirkjun í Grafningi var gangsett. Fyrsti áfangi hennar var 100 megawött.
- 29. september - Heimsráðstefna Sameinuðu þjóðanna um málefni barna hófst í New York-borg.
Október
breyta- 1. október - Borgarastyrjöldin í Rúanda hófst með innrás tútsa úr Úgandaher yfir landamærin við Kagitumba.
- 3. október - Sameining Þýskalands (Wiedervereinigung). Þýska alþýðulýðveldið lagt niður og sameinað Sambandslýðveldinu Þýskalandi.
- 4. október - Moroátökin: Uppreisnarmenn náðu tveimur herstöðvum á Mindanaó á Filippseyjum á sitt vald.
- 8. október - Lögregla myrti 17 Palestínumenn og særði yfir 100 við Klettamoskuna í Jerúsalem.
- 11. október - Útvarpsþátturinn Party Zone hóf göngu sína á útvarpsstöðinni Útrás.
- 13. október - Sýrlandsher réðist inn í Líbanon og batt enda á borgarastyrjöldina þar.
- 15. október - Mikhaíl Gorbatsjev fékk friðarverðlaun Nóbels.
- 17. október - Internet Movie Database var stofnuð á Usenet.
- 21. október - Fyrstu S-vagnarnir hófu akstur í Kaupmannahöfn.
- 23. október - Giulio Andreotti lét ítalskri rannsóknarnefnd í té gögn um Gladio-áætlunina.
- 24. október - Pakistanski þjóðarflokkurinn beið ósigur fyrir bandalagi hægri-miðjuflokka með flokkinn Íslamska demókratabandalagið í broddi fylkingar.
- 27. október - Askar Akajev var skipaður fyrsti forseti Kirgistan.
- 29. október - Ríkisstjórn Syse í Noregi féll vegna deilna um aðild Norðmanna að Evrópusambandinu.
- 30. október - Fyrsti ljósleiðarasæstrengurinn TAT-8 bilaði sem olli því að það hægðist á Internetumferð milli Norður-Ameríku og Evrópu.
Nóvember
breyta- 1. nóvember - Mary Robinson var kjörin forseti Írlands.
- 2. nóvember - Útsendingarfyrirtækin British Satellite Broadcasting og Sky Television sameinuðust í kjölfar mikils tapreksturs og mynduðu fyrirtækið BSkyB.
- 3. nóvember - Gro Harlem Brundtland varð forsætisráðherra Noregs.
- 5. nóvember - Rabbí Meir Kahane, stofnandi hinnar hægrisinnuðu Kach-hreyfingar í Ísrael var skotinn til bana í New York-borg.
- 6. nóvember - Nawaz Sharif tók við embætti sem forsætisráðherra Pakistan.
- 9. nóvember - Ný stjórnarskrá tók gildi í Nepal sem batt enda á einveldi konungs.
- 10. nóvember - Pétur Guðmundsson kastaði kúlu 21,26 metra og bætti með því þrettán ára gamalt Íslandsmet Hreins Halldórssonar.
- 12. nóvember - Akihito var krýndur Japanskeisari.
- 12. nóvember - Tim Berners-Lee gaf út formlega tillögu að Veraldarvefnum.
- 12. nóvember - Upp komst að poppdúettinn Milli Vanilli hefðu ekki sungið lögin á nýjustu plötu sinni sjálfir.
- 13. nóvember - Fyrsta vefsíðan leit dagsins ljós.
- 13. nóvember - Aramoana-blóðbaðið: David Gray drap 13 manns við Aramoana á Nýja-Sjálandi.
- 15. nóvember - Samþykkt var í borgarstjórn Reykjavíkur að gefa afgreiðslutíma verslana frjálsan.
- 16. nóvember - Bandaríska kvikmyndin Aleinn heima var frumsýnd.
- 21. nóvember - Japanska leikjatölvan Super Nintendo Entertainment System kom á markað.
- 21. nóvember - Parísarskráin var undirrituð af fulltrúum Kanada, Sovétríkjanna, Bandaríkjanna og 32 Evrópuríkja. Hún er stundum talin marka formleg endalok Kalda stríðsins.
- 23. nóvember - Örn og Örlygur gáfu út Íslensku alfræðiorðabókina, en hún var með 37 þúsund uppflettiorðum.
- 28. nóvember - Margaret Thatcher sagði af sér forsætisráðherraembætti í Bretlandi. John Major tók við.
- 29. nóvember - Fyrra Persaflóastríðið: Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti Ályktun öryggisráðs Sþ nr. 678 sem gaf heimild fyrir hernaðaríhlutun í Írak ef Írakar drægju herlið sitt ekki frá Kúveit fyrir 15. janúar 1991.
Desember
breyta- 1. desember - Verkamenn í Ermarsundsgöngunum slógu í gegn. Þetta var í fyrsta sinn í 8.000 ár sem landtenging var opnuð milli Bretlands og evrópska meginlandsins.
- 1. desember - Idriss Déby steypti Hissène Habré af stóli í Tjad.
- 2. desember - Flokkur Helmut Kohl sigraði fyrstu þingkosningar sameinaðs Þýskalands.
- 3. desember - Miðneshreppur fékk kaupstaðaréttindi og nefndist þá Sandgerðisbær.
- 6. desember - Saddam Hussein sleppti nokkrum vestrænum gíslum úr haldi í Írak.
- 6. desember - Forseti Bangladess, Hussain Muhammad Ershad, neyddist til að segja af sér í kjölfar mikilla mótmæla.
- 9. desember - Lech Wałęsa varð fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Póllands.
- 9. desember - Slobodan Milošević varð forseti Serbíu.
- 11. desember - Stórréttarhöldunum gegn sikileysku mafíunni lauk í Palermó.
- 12. desember - Gísli Sigurðsson, læknir, sem verið hafði gísl í Kúveit í 4 mánuði kom aftur heim.
- 12. desember - Sænska þingið samþykkti umsókn um aðild að Evrópusambandinu.
- 16. desember - Jean-Bertrand Aristide varð fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Haítí í þrjá áratugi.
- 21. desember - Skipafélagið Samskip var stofnað um skiparekstur Sambands íslenskra samvinnufélaga.
- 22. desember - Löggjafarþing Króatíu samþykkti núverandi stjórnarskrá Króatíu.
- 22. desember - Marshall-eyjar og Míkrónesía urðu sjálfstæð ríki þegar umsjón Sameinuðu þjóðanna lauk.
- 22. desember - Pólska útlagastjórnin í London var lögð niður.
- 23. desember - 95% kjósenda samþykktu sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu í Slóveníu.
- 24. desember - Herforingjar steyptu Ramsewak Shankar af stóli í Súrínam.
- 26. desember - Slóvenía lýsti yfir sjálfstæði.
- 31. desember - Rússinn Garrí Kasparov varði titill sinn í heimsmeistaramótinu í skák þegar hann lagði landa sinn Anatolíj Karpov að velli.
- 31. desember - Útvarpsþátturinn Kryddsíld var sendur út í fyrsta sinn á Bylgjunni.
Ódagsettir atburðir
breyta- Sinfóníuhljómsveit áhugamanna var stofnuð.
- Hljómsveitin D12 var stofnuð.
- Hljómsveitin Fear Factory var stofnuð.
- Hljómsveitin Opeth var stofnuð.
- Hljómsveitin In Flames var stofnuð.
- Hljómsveitin Bikini Kill var stofnuð.
- Vísitala um þróun lífsgæða var þróuð af pakistanska hagfræðingnum Mahbub ul Haq.
- Tim Berners-Lee lauk við alla þætti Veraldarvefsins: HTTP-staðalinn, HTML-ívafsmálið, fyrsta vafrann og fyrsta vefþjóninn.
Fædd
breyta- 9. janúar - Minna Sundberg, finnskur teiknari.
- 3. febrúar - Sean Kingston, jamaísk-bandarískur tónlistarmaður.
- 4. febrúar - Karen Knútsdóttir, íslensk handknattleikskona.
- 30. mars - Stella Sigurðardóttir, íslensk handknattleikskona.
- 15. apríl - Emma Watson, ensk leikkona.
- 19. júlí - Aron Pálmarsson, íslenskur handknattleiksmaður.
- 15. ágúst - Jennifer Lawrence, bandarisk leikkona.
- 29. ágúst - Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, íslenskur sundmaður.
- 29. september - Sara Björk Gunnarsdóttir, íslensk knattspyrnukona.
- 16. október - Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, íslensk söngkona.
- 30. nóvember - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, íslensk stjórnmálakona.
Dáin
breyta- 6. janúar - Pavel Alekseyevich Čerenkov, rússneskur eðlisfræðingur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1904).
- 21. janúar - Mariano Rumor, ítalskur stjórnmálamaður og fyrrum forseti Ítalíu (f. 1915).
- 6. febrúar - Guðmundur Daníelsson, íslenskur rithöfundur (f. 1910).
- 1. apríl - Carlos Peucelle, argentínskur knattspyrnumaður (f. 1908).
- 11. apríl - Ivar Lo-Johansson, sænskur rithöfundur (f. 1901).
- 15. apríl - Greta Garbo, sænsk leikkona (f. 1905).
- 2. maí - Sigursveinn D. Kristinsson, tónskáld (f. 1911).
- 16. maí - Sammy Davis yngri, bandarískur tónlistarmaður (f. 1925).
- 8. júní - Jón Axel Pétursson, sjómaður og bæjarfulltrúi (f. 1898).
- 10. júní - Ludvig Holm-Olsen, norskur textafræðingur (f. 1914).
- 11. júní - Oldřich Nejedlý, tékkóslóvakískur knattspyrnumaður (f. 1909).
- 4. júlí - Hesturinn Milton sem keppti í hindrunarstökki (f. 1977).
- 18. júlí - Yves Chaland, franskur myndasöguhöfundur (f. 1957).
- 25. júlí - Óskar Gíslason, íslenskur kvikmyndagerðarmaður (f. 1901).
- 1. ágúst - Norbert Elias, þýskur félagsfræðingur (f. 1897).
- 4. ágúst - Norman Malcolm, bandarískur heimspekingur (f. 1911).
- 18. ágúst – B.F. Skinner, bandarískur atferlisfræðingur (f. 1904).
- 27. ágúst - Stevie Ray Vaughan, bandarískur gítarleikari (f. 1954).
- 1. september - Geir Hallgrímsson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1925).
- 30. september - Patrick White, ástralskur rithöfundur (f. 1912).
- 5. október - Đorđe Vujadinović, júgóslavneskur knattspyrnumaður (f. 1909).
- 13. október - Alfreð Gíslason, læknir og stjórnmálamaður (f. 1905).
- 23. nóvember - Roald Dahl, breskur rithöfundur (f. 1916).