26. desember
dagsetning
Nóv – Desember – Jan | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 | ||||
2024 Allir dagar |
26. desember er 360. dagur ársins (361. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 5 dagar eru eftir af árinu. Annar í jólum.
Atburðir
breyta- 1277 - Nikulás 3. varð páfi.
- 1606 - Leikrit William Shakespeare, Lér konungur, var frumflutt við bresku hirðina.
- 1662 - Leikritið Kvennaskólinn eftir Moliére var frumsýnt.
- 1687 - Meyjarhofið í Aþenu eyðilagðist að hluta í sprengingu þegar feneysk fallbyssukúla kveikti í púðurgeymslu sem Tyrkir höfðu sett þar upp.
- 1825 - Desembristauppreisnin braust út í Rússlandi. Frjálslyndir herforingjar gripu til vopna gegn valdatöku Nikulásar 1. Rússakeisara en biðu ósigur gegn her ríkisstjórnarinnar.
- 1836 - Suður-Ástralía varð sjálfstæð nýlenda Breta.
- 1877 - Í Dómkirkjunni í Reykjavík var ekki hægt að messa vegna kulda. Tveimur árum síðar voru settir ofnar í kirkjuna.
- 1898 - Marie og Pierre Curie gerðu opinbert að þau hefðu einangrað radín.
- 1911 - Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi Fjalla-Eyvind eftir Jóhann Sigurjónsson og var leikritið sýnt við metaðsókn um veturinn.
- 1919 - Íþróttafélagið Hörður Hólmverji stofnað á Akranesi.
- 1941 - Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson. Aðalleikarar voru Arndís Björnsdóttir og Brynjólfur Jóhannesson.
- 1953 - Sjö systkini voru skírð samtímis í Fossvogskirkju, hið yngsta tveggja mánaða en hið elsta 6 ára.
- 1956 - Þýska kvikmyndin Du darfst nicht länger schweigen, gerð eftir skáldsögu Kristmanns Guðmundssonar, Morgunn lífsins, var frumsýnd í Gamla bíói.
- 1981 - Leikritið Hús skáldsins eftir Halldór Laxness var frumflutt og þá jafnframt lagið Maístjarnan eftir Jón Ásgeirsson. Lagið hefur verið vinsælt síðan.
- 1982 - Tímaritið Time útnefndi tölvuna „mann ársins“.
- 1984 - Íslenska kvikmyndin Gullsandur var frumsýnd.
- 1986 - Lokaþáttur bandarísku sápuóperunnar Search for Tomorrow, sem hafði gengið í 35 ár, var sýndur á NBC.
- 1990 - Slóvenía lýsti yfir sjálfstæði.
- 1991 - Sovétríkin voru opinberlega leyst upp.
- 1999 - Hvirfilbylurinn Lothar olli dauða 137 manna þegar hann gekk yfir Frakkland, Þýskaland og Sviss.
- 2003 - Fyrsta greinin var skrifuð í íslenska hluta Wikipediu.
- 2004 - Stór flóðbylgja skall á ströndum við Indlandshaf. Um 200.000 manns létu lífið í Taílandi, Indlandi, Srí Lanka, Maldíveyjum, Malasíu, Mjanmar, Bangladess og Indónesíu.
- 2006 - Jarðskjálftinn í Hengchun 2006, sunnan við Taívan, olli 2 dauðsföllum og miklum skemmdum á sæstrengjum.
- 2021 - Hitamet var slegið í Alaska þegar 19,4 gráðu hiti mældist á Kodiak-eyju.
Fædd
breyta- 1636 - Justine Siegemund, þýsk ljósmóðir (d. 1705).
- 1791 - Charles Babbage, enskur stærðfræðingur (d. 1871).
- 1872 - Norman Angell, breskur blaðamaður og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1967).
- 1889 - Gunnfríður Jónsdóttir, íslenskur myndhöggvari (d. 1968).
- 1891 - Jón Þorleifsson, íslenskur myndlistarmaður (d. 1961).
- 1893 - Maó Zedong, kínverskur leiðtogi (d. 1976).
- 1909 - Oldřich Nejedlý, tékkóslóvakískur knattspyrnumaður (d. 1990).
- 1934 - Richard Swinburne, breskur heimspekingur.
- 1939 - Phil Spector, bandarískur upptökustjóri.
- 1940 - Teruki Miyamoto, japanskur knattspyrnumaður (d. 2000).
- 1942 - Einar Oddur Kristjánsson, íslenskur stjórnmálamaður (d. 2007).
- 1943 - Jón Bjarnason, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1946 - Yusuke Omi, japanskur knattspyrnumaður.
- 1949 - José Ramos-Horta, austurtímorskur stjórnmálamaður og Nóbelsverðlaunahafi.
- 1960 - Temuera Morrison, nýsjálenskur leikari.
- 1963 - Lars Ulrich, trommari (Metallica).
- 1965 - Mazinho Oliveira, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1971 - Jared Leto, bandarískur leikari.
Dáin
breyta- 268 - Dýónísíus páfi.
- 418 - Sosimus páfi.
- 1241 - Klængur Bjarnarson (f. 1216).
- 1302 - Valdimar Birgisson, fyrrverandi konungur Svíþjóðar (f. um 1240).
- 1417 - Elinóra af Aragóníu, drottning Kýpur, kona Péturs 1. (f. 1333).
- 1458 - Arthúr 3., hertogi af Bretagne (f. 1393).
- 1530 - Babúr, stofnandi Mógúlveldisins (f. 1483).
- 1624 - Simon Marius, þýskur stjörnufræðingur (f. 1573).
- 1867 - József Kossics, slóvenskur rithöfundur (f. 1788).
- 1914 - Halldór Jónsson, bæjarfulltrúi í Reykjavík (f. 1859).
- 1931 - Sigurbjörg Þorláksdóttir, íslensk kvenréttindakona (f. 1870).
- 1952 - Katrín Pálsdóttir, bæjarfulltrúi í Reykjavík (f. 1889).
- 1961 - Kristofer Uppdal, norskur rithöfundur (f. 1878).
- 1966 - Guillermo Stábile, argentínskur knattspyrnumaúr og -þjálfari (f. 1905).
- 1968 - Weegee, austurrískur ljósmyndari (f. 1899).
- 1972 - Harry S. Truman, Bandaríkjaforseti (f. 1884).
- 1985 - Dian Fossey, bandarískur dýrafræðingur (f. 1932).
- 1992 - Sigríður Hagalín, íslensk leikkona (f. 1926)
- 1997 - Jón Magnússon, knattspyrnumaður og formaður Knattspyrnufélagsins Fram og Fimleikafélags Hafnarfjarðar (f. 1911).
- 1999 - Curtis Mayfield, bandarískur söngvari (f. 1942).
- 2006 - Gerald Ford, Bandaríkjaforseti (f. 1913).
- 2007 - István Sándorfi, ungverskur myndlistarmaður (f. 1948).
- 2010 - Matthew Lipman, bandarískur heimspekingur (f. 1923).
- 2010 - Teena Marie, bandarísk söngkona (f. 1956).