21. júlí
dagsetning
Jún – Júlí – Ágú | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | 31 | |||
2024 Allir dagar |
21. júlí er 202. dagur ársins (203. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 163 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 356 f.Kr. - Artemismusterið í Efesos var eyðilagt af Herostratosi.
- 230 - Pontíanus varð páfi.
- 1242 - Loðvík 9. Frakkakonungur vann sigur á Hinrik 3. Englandskonungi í orrustunni við Taillebourg.
- 1336 - Magnús Eiríksson og Blanka af Namur voru krýnd konungur og drottning Svíþjóðar í Stokkhólmi.
- 1403 - Orrustan við Shrewsbury: Hinrik 4. vann sigur á uppreisnarher undir stjórn Henry „Hotspur“ Percy.
- 1456 - Orrustan um Belgrad: Her János Hunyadi stökkti her Mehmeds 2. Tyrkjasoldáns á flótta.
- 1550 - Júlíus 3. páfi veitti jesúítareglunni fulla viðurkenningu.
- 1605 - Falski Dimítríj 1. var krýndur Rússakeisari.
- 1609 - Jakob 1. Englandskonungur skipaði skoska biskupinn George Montgomery yfir nefnd sem átti að gera öll lönd í Ulster upptæk vegna Jarlaflóttans og byggja þau mótmælendum.
- 1699 - Sálmabók Kingos var samþykkt af Danakonungi.
- 1808 - Sveitalögreglu Íslands komið á með tilskipun og hreppstjórar gerðir að lögregluþjónum. Þá var kveðið á um hvernig einkennisbúningar þeirra áttu að vera. Það voru bláar og svartar langbrækur (leistabrækur), gult vesti og blá treyja með ekta silfurborða um uppslög og kraga.
- 1831 - Leópold 1. gerðist fyrsti konungur Belgíu.
- 1904 - Lokið var við lagningu Síberíujárnbrautarinnar.
- 1914 - Sigurður Eggerz varð Íslandsráðherra og sat í tíu mánuði.
- 1936 - Á Breiðdalsvík rak á land sverðfisk, en slíkar skepnur eru fáséðar norðar en við England.
- 1939 - Tveir þýskir kafbátar komu til Reykjavíkur. Þetta voru fyrstu kafbátar sem komu til Íslands.
- 1944 - Síðari heimsstyrjöld: Bandaríkjamenn náðu eyjunni Gvam á sitt vald eftir harða bardaga.
- 1957 - Hvammstangakirkja var vígð.
- 1963 - Skálholtskirkja vígð við hátíðlega athöfn. Voru þar saman komnir áttatíu prestar, prófastar, og biskupar.
- 1970 - Asvanstíflan í Egyptalandi var fullbyggð.
- 1972 - Blóðugi föstudagurinn 1972 þegar 22 sprengjur sem IRA hafði komið fyrir í Belfast sprungu með þeim afleiðingum að níu létust og 130 slösuðust alvarlega.
- 1973 - Lillehammeratvikið: Útsendarar ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad myrtu marokkóskan þjón í Lillehammer í Noregi. Þeir töldu hann vera Ali Hassan Salameh úr hryðjuverkasamtökunum Svarta september.
- 1977 - Stríð Líbýu og Egyptalands hófst með árást Líbýumanna á þorpið Sallum.
- 1978 - Hópur herforingja steypti Hugo Banzer af stóli í Bólivíu.
- 1979 - Sandínistar tóku völdin í Níkaragva.
- 1981 - Pandan Tohui fæddist í Chapultepec-dýragarðinum í Mexíkóborg. Hún er fyrsta pandan sem fæðst hefur í dýragarði og lifað.
- 1983 - Lægsti hiti sem mælst hefur á jörðinni mældist í Vostokstöðinni á Suðurskautslandinu, -89,2° á celsíus.
- 1987 - Héðinn Steingrímsson vann heimsmeistaramót barna 12 ára og yngri í skák.
- 1987 - Fyrsta hljómplata bandarísku þungarokksveitarinnar Guns N' Roses, Appetite for Destruction, kom út.
- 1989 - Fyrstu íslensku IP-tengingunni við útlönd var komið á frá Tæknigarði við Háskóla Íslands.
- 1992 - Transnistríustríðinu lauk með vopnahléi.
- 1994 - Tony Blair varð leiðtogi Breska verkamannaflokksins.
- 1994 - Kólerufaraldur kom upp í flóttamannabúðum í Saír þar sem þúsundir létust.
- 1995 - Þriðja Formósusundsdeilan hófst þegar her Alþýðulýðveldisins Kína skaut eldflaugum í hafið norðan við Taívan.
- 1996 - Danski hjólreiðamaðurinn Bjarne Riis sigraði í Tour de France-keppninni.
- 1997 - Seglskipið Constitution var sjósett í fyrsta sinn í 116 ár.
- 2002 - Bandaríska fjarskiptafyrirtækið Worldcom óskaði eftir gjaldþrotaskiptum.
- 2007 - Síðasta bók J.K. Rowling um Harry Potter kom út og seldist í yfir 8 milljónum eintaka á fyrsta sólarhringnum.
- 2008 - Radovan Karadžić, einn eftirlýstasti stríðsglæpamaður heims var handtekinn í Belgrad eftir 12 ára leit.
- 2010 - Áætlunarsiglingar til Vestmannaeyja frá Landeyjahöfn hófust.
- 2010 - Slóvenía gerðist aðili að OECD.
- 2011 - Geimskutluáætlun NASA lauk formlega þegar geimskutlan Atlantis lenti heilu og höldnu við Kennedy-geimferðamiðstöðina.
- 2013 - Filippus Belgíukonungur tók við embætti.
- 2017 - Jarðskjálfti upp á 6,7 stig reið yfir í Eyjahafi.
- 2019 - 100 hvítklæddir óeirðaseggir sem taldir voru tengjast kínversku mafíunni, réðust á vegfarendur á Yuen Long-lestarstöðinni í Hong Kong vopnaðir kylfum.
Fædd
breyta- 1414 - Sixtus 4. páfi (Francesco della Rovere, d. 1450).
- 1515 - Filippo Neri, ítalskur dýrlingur og stofnandi Institutum Oratorii (d. 1595).
- 1620 - Jean Picard, franskur stjörnufræðingur (d. 1682).
- 1899 - Ernest Hemingway, bandarískur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1961).
- 1910 - Viggo Kampmann, danskur forsætisráðherra (d. 1976).
- 1911 - Marshall McLuhan, kanadískur bókmenntafræðingur (d. 1980).
- 1923 - Tómas Árnason, alþingismaður og ráðherra (d. 2014).
- 1944 - John Atta Mills, ganverskur stjórnmálamaður (d. 2012).
- 1951 - Robin Williams, bandariskur leikari og uppistandari (d. 2014).
- 1957 - Jon Lovitz, bandarískur leikari.
- 1983 - Eivør Pálsdóttir, færeysk söngkona.
Dáin
breyta- 1241 - Hallveig Ormsdóttir í Reykholti (f. um 1199)
- 1641 - Thomas Mun, enskur kaupmaður og hagfræðingur (f. 1571).
- 1775 - Eyjólfur Jónsson Johnsonius, konunglegur stjörnuskoðari (f. 1735).
- 1796 - Robert Burns, skoskt skáld (f. 1759).
- 1843 - Jón Benjamínsson, fyrsti íslenski lögregluþjónninn (f. 1774).
- 1846 - Sigurður Breiðfjörð, íslenskt rímnaskáld (f. 1798).