23. október
dagsetning
Sep – Október – Nóv | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 | ||
2024 Allir dagar |
23. október er 296. dagur ársins (297. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 69 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 42 f.Kr. - Önnur orrustan við Filippí: Her Brútusar var sigraður af Antóníusi og Octavíanusi og hann framdi sjálfsmorð skömmu síðar.
- 1157 - Orrustan á Grathe-heiði: Sveinn Eiríksson konungur laut í lægra haldi fyrir Valdimar meðkonungi sínum og var höggvinn.
- 1641 - Írska uppreisnin 1641 hófst þegar írskumælandi íbúar Ulster réðust gegn enskum landnemum og drápu þúsundir þeirra.
- 1642 - Þrjátíu ára stríðið: Sænskur her undir stjórn Lennart Torstensons gjörsigraði keisaraherinn í orrustu við Breitenfeld.
- 1642 - Enska borgarastyrjöldin: Orrustan við Edgehill var fyrsta skipulega orrusta borgarastyrjaldarinnar.
- 1728 - Brunanum mikla í Kaupmannahöfn slotaði en þá voru brunnin um 30% borgarinnar.
- 1938 - Samband íslenskra berklasjúklinga, SÍBS, var stofnað.
- 1941 - Bandaríska teiknimyndin Dúmbó var frumsýnd.
- 1955 - Við verkamannabústaðina við Hringbraut í Reykjavík var reist stytta af Héðni Valdimarssyni.
- 1956 - Uppreisnin í Ungverjalandi hófst með mótmælum námsmanna í tækniháskólanum í Búdapest.
- 1958 - Bandalag háskólamanna, BHM, var stofnað.
- 1963 - Í Vestmannaeyjum mældist 10 mínútna meðalvindhraði 200 km/klst. Þetta var vindhraðamet á Íslandi og var ekki jafnað fyrr en 3. febrúar 1991, þá einnig í Vestmannaeyjum.
- 1976 - Alexandersflugvöllur var tekinn í notkun á Sauðárkróki. Þar var þá lengsta flugbraut á Íslandi utan Keflavíkurflugvallar.
- 1980 - Forsætisráðherra Sovétríkjanna, Aleksej Kosygin sagði af sér og Nikolaj Tikonov tók við.
- 1983 - Herskálaárásirnar: 241 bandarískir hermenn, 58 franskir hermenn og 6 líbanskir borgarar létust í sjálfsmorðssprengjuárás í Beirút.
- 1987 - Enski knapinn Lester Piggott var dæmdur í 2ja ára fangelsi fyrir skattsvik.
- 1987 - Stórmynd Bernardo Bertolucci, Síðasti keisarinn, var frumsýnd.
- 1988 - Íslendingar unnu 11 verðlaun á heimsleikum fatlaðra í Seúl í Suður-Kóreu 15. til 23. október. Þar af voru tvenn gullverðlaun, sem Haukur Gunnarsson og Lilja M. Snorradóttir hlutu.
- 1989 - Mátyás Szűrös forseti Ungverjalands lýsti yfir stofnun lýðveldis.
- 1990 - Giulio Andreotti lét ítalskri rannsóknarnefnd í té gögn um Gladio-áætlunina.
- 1993 - Tíu létust, þar af tvö börn, í Shankill Road-sprengingunni sem IRA stóð fyrir í Belfast.
- 1995 - Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í fyrsta sinn.
- 1996 - Réttarhöld yfir O. J. Simpson hófust í Santa Monica í Kaliforníu.
- 1998 - Kvikmyndin Fucking Åmål var frumsýnd í kvikmyndahúsum í Svíþjóð.
- 2001 - Tímabundni írski lýðveldisherinn hóf að afvopnast.
- 2002 - Numið var úr gildi sérákvæði í stjórnarskrá Ítalíu sem kvað á um að afkomendum Úmbertós 2., síðasta konungs Ítalíu, í beinan karllegg væri bannað að stíga fæti á ítalska jörð.
- 2002 - Téténskir skæruliðar hertóku Dúbrovka-leikhúsið í Moskvu og tóku um 850 manns í gíslingu. 133 gíslar og 40 skæruliðar voru drepnir í kjölfarið.
- 2006 - Geimkönnunarfarið Messenger flaug í fyrsta sinn framhjá Venus.
- 2011 - Yfir 600 fórust þegar jarðskjálfti reið yfir Van í Tyrklandi.
- 2012 - WOW Air yfirtók rekstur flugfélagsins Iceland Express.
- 2012 - Bandaríska kvikmyndin Skyfall var frumsýnd í London.
- 2015 - Fellibylurinn Patricia varð öflugasti fellibylur sem mælst hafði á vesturhveli jarðar. 50 þúsund manns voru flutt frá heimilum sínum í Mexíkó.
- 2015 - 43 farþegar létust þegar rúta lenti í árekstri við flutningabíl við Puisseguin í Frakklandi.
- 2018 - Hong Kong–Zhuhai–Maká-brúin, lengsta brú heims yfir sjó, var opnuð í Kína.
Fædd
breyta- 1636 - Heiðveig Elenóra Svíadrottning (d. 1715).
- 1715 - Pétur 2. Rússakeisari (d. 1730).
- 1831 - Basil Lanneau Gildersleeve, bandarískur fornfræðingur (d. 1924).
- 1899 - Málfríður Einarsdóttir, íslenskur rithöfundur (d. 1983).
- 1901 - Kristmann Guðmundsson, íslenskur rithöfundur (d. 1983).
- 1934 - Hilmar Þorbjörnsson, íslenskur frjálsíþróttamaður (d. 1999).
- 1940 - Pelé, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1945 - Kim Larsen, danskur tónlistarmaður (d. 2018).
- 1954 - Ang Lee, tævanskur leikstjóri.
- 1957 - Paul Kagame, forseti Rúanda.
- 1959 - „Weird Al“ Yankovic, bandarískur skemmtikraftur.
- 1960 - Randy Pausch, bandarískur tölvunarfræðingur (d. 2008).
- 1961 - Andoni Zubizarreta, spænskur knattspyrnumaður.
- 1976 - Cat Deeley, breskur plötusnúður.
- 1976 - Ryan Reynolds, kanadískur leikari.
- 1978 - Jimmy Bullard, enskur knattspyrnumaður.
- 1978 - Archie Thompson, ástralskur knattspyrnumaður.
- 1985 - Masiela Lusha, bandarísk leikkona og leikstjóri.
- 1998 - Amandla Stenberg, bandarisk leikkona.
Dáin
breyta- 1157 - Sveinn Eiríksson, Danakonungur.
- 1706 - Páll Björnsson, prófastur í Selárdal (f. 1621).
- 1941 - Helga Steinvör Baldvinsdóttir eða Undína, vestur-íslenskt ljóðskáld (f. 1858).
- 1987 – Alejandro Scopelli, argentínskur knattspyrnumaður og -þjálfari (f. 1908).
- 1989 - Carl Billich, íslenskur hljómsveitarstjóri (f. 1911).
- 1991 - Magnús Guðbrandsson, íslenskur knattspyrnumaður (f. 1896).
- 2015 - Guðbjartur Hannesson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1950).