Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu karla eða Afríkukeppnin er meistaramót karlalandsliða á vegum Knattspyrnusambands Afríku. Þar var fyrst haldið árið 1957 og fer að jafnaði fram annað hvort ár. Egyptar eru sigursælasta liðið í sögu keppninnar en Fílabeinsströndin er ríkjandi meistari.
Afríkukeppnin fór síðast fram á Fílabeinsströndinni í ársbyrjun 2024, hún er þó talin keppni ársins 2023, þar sem til hafði staðið að halda hana þá um sumarið en hætt var við það vegna veðráttu. Næsta mót verður haldið í Marokkó um áramótin 2025-26.