Björgvin Gíslason
Björgvin Gíslason (f. 4. september 1951) í Reykjavík er íslenskur tónlistarmaður.
Björgvin Gíslason | |
---|---|
![]() Björgvin Gíslason var valinn gítarleikari ársins 1976 | |
Upplýsingar | |
Fæddur | Björgvin Gíslason 1951 |
Störf | Gítarleikari |
Hljóðfæri | Gítar |







Æviágrip Breyta
Björgvin er sjálflærður að mestu og spilar á allskonar hjóðfæri þó aðallega gítar. Á unglingsárum var hann í hljómsveitum eins og Flamingo, Falcon, Zoo og Opus 4.
Tónlistarferill Breyta
Árið 1967 gekk hann til liðs við hljómsveitina Pops með þeim Pétri Kristjánssyni, Birgi Hrafnssyni og Ólafi Sigurðssyni. Pops varð þokkalega vinsæl og komu út á einni lítilli plötu sem undirleikarar hjá Flosa Ólafssyni.
Náttúra Breyta
Það var svo árið 1969 sem hljómsveitin Náttúra var stofnuð af þeim; Sigurði Árnasyni bassaleikara, Jónasi R. Jónssyni söngvara og þverflautuleikara, Rafni Haraldssyni trommuleikara og Björgvini Gíslasyni sóló gítarleikara. Hljómsveitin varð strax óhemju vinsæl á skemmtistöðum enda með réttu blönduna af rokki og róli sem féll vel í æskuna. Þessi útgáfa af hljómsveitinni lifði á annað ár en þá urðu breytingar sem enduðu í alls fjórum útgáfum af Náttúru og 1972 kom stóra platan „Magic Key“ út. Kjölfestan í þessari fjórskiptu hljómsveit voru alla tíð þeir Björgvin og Sigurður bassaleikari en þau sem komu og fóru þessi fjögur ár voru; Sigurður Rúnar Jónsson hljómborðs og fiðluleikari, Pétur Kristjánsson söngvari, Áskell Másson slagverksleikari, Jóhann G. Jóhannsson söngvari og gítarleikari, Shady Owens söngkona, Ólafur Garðarsson trommuleikari, og Karl Sighvatsson hljómborðsleikari.
Pelican Breyta
Vorið 1973 byrjaði nýtt rokkband Péturs Kristjánssonar, Pelican með (auk Péturs); Ásgeiri Óskarssyni, Ómari Óskarssyni, Jóni Ólafssyni og Björgvini. Hljómsveitin varð fljótt eitt heitasta band landsins og Pétur poppari tryllti ungdóminn. Til að fylgja eftir frægðinni var farið í spilamennsku til Ameríku og platan „Uppteknir“ tekin upp. Platan sú jók enn vinsældir heima fyrir svo aftur var haldið í víking og önnur stór plata „Lítil fluga“ var hraðsoðin í U.S.A. Flug hennar varð endasleppt og hljómsveitin leið undir lok.
Paradís Breyta
Hljómsveitin Paradís var stofnuð á rústum Pelican árið 1976 af Pétri W. Kristjánssyni ásamt Björgvini, Ásgeiri Óskarssyni, Gunnari Hermannssyni, Nikulási Róbertssyni og Pétri Hjaltested. Þessi hljómsveit varð strax geysivinsæl meðal táninga. Þegar stóra plata Paradísar kom út 1976, skrifaði blaðamaður Dagblaðsins Ásgeir Tómasson þetta um plötuna.
Öræfarokk og blús Breyta
Fyrsta sóló plata Björgvins, Öræfarokk kom út hjá SG hljómplötum árið 1977. Platan fékk góða dóma hjá gagnrýnendum en seldist ekki sem skyldi. Hljómplötugagnrýnandi Þjóðviljans, Jens Guðmundsson, skrifaði um plötuna í ágúst 1977.
Glettur Breyta
Önnur sóló plata Björgvins, Glettur kom út hjá Steinar útgáfunni 1981.
Örugglega Breyta
Þriðja sóló plata Björgvins, Örugglega kom út hjá Steinar útgáfunni 1983. Hljómplötugagnrýnandi DV TT skrifaði gagnrýni um plötuna í apríl 1983.
SLETTUR Breyta
Tvöfalda albúmið; SLETTUR er sjötta og sjöunda sólóplata Björgvins og kom út 2015.
Björgvin hér og Björgvin þar Breyta
Hljómsveitin Paradís og síðar hljómsveitin Póker breyttust í kúlutyggjóbönd sem áttu að meika það í Ameríku en Björgvin hætti og fór að spila blús með blúsgoðsögninni Clarence "Gatemouth" Brown fram til ársins 1981.
Síðan þá má telja dvöl í ýmsum hljómsveitum svo sem; Íslensk kjötsúpa, Das Kapital, Deild eitt, Frakkar, Friðryk, Þrír á palli, Aukinn þrýstingur, Mannakorn, Leikhúsband í Síldin kemur, síldin fer, Band með Megasi, Gömlu brýnin, KK Band, Hljómsveit Stefáns P., Blái fiðringurinn, Strákarnir og dúettinn VIÐ.
Afmælistónleikar Breyta
Björgvin Gíslason varð sextugur þann 4. september 2011. Að því tilefni hélt hann hátíðartónleika í Austurbæ -(jarbíó) sama dag. Tónlistarspekúlant Fréttablaðsins Trausti Júlíusson var á staðnum og sagði meðal annars þetta um tónleikana.
Útgefið efni Breyta
-
Náttúra - Magic Key 1972
-
Náttúra - Magic Key 1972 - Bakhlið
-
Pelican - Uppteknir 1974
-
Pelican - Lítil fluga 1975
-
Paradís - Paradís 1976
-
Paradís - Paradís 1976 - Bakhlið
-
1984 - Frakkar 1984
-
-
SG-hljómplötur Breyta
Breiðskífur
- SG 105 - Björgvin Gíslason - Öræfarokk (1977)
Steinar Breyta
Breiðskífur
- Steinar 051 - Björgvin Gíslason - Glettur (LP, 1981)
- Steinar 065 - Björgvin Gíslason - Örugglega (LP, 1983)
CD
- Steinar 13146932 - Pelican - Pelican (CD, 1993)
ÁÁ Records Breyta
Breiðskífur
45 snúninga
- ÁÁ 017 - Pelican - Jenny darling // My glasses (7”, 1974)
- ÁÁ 019 - Pelican - Time // Instrumental love song (7”, 1974)
Eigin útgáfa Breyta
- BGHLP 002-003 - Björgvin Gíslason - SLETTUR (2LP) 2015
Aðrar útgáfur Breyta
Breiðskífur
- NTR 008 - Náttúra – Magic Key 1972
- PEL 002 - Pelican – Lítil fluga 1975
- PAR 002 - Paradís - Paradís 1976
- SAF 001 - 1984 - Frakkar 1984
45 snúninga
- Paradís PAR 001 - Paradís - Superman // Just Half Of You (1975)
- Pelican 01 - Silly Piccadilly // Lady Rose (1975)
CD
- Punkturinn - Björgvin Gíslason - 2003 (Sóló)
NET
- bio - Björgvin Gíslason - 2001 (Sóló) - Kom út í 50 tölusettum eintökum fyrir fjölskylduna (var ókeypis á netinu).
Tilvísanir Breyta
Tenglar Breyta
- http://bjorgvingislason.com/BG/Tonleikar.html - Ferilssíða
- Clarence "Gatemouth" Brown
- http://www.keli.is/bjoggi/ - Netplatan Bio 2001
- https://www.facebook.com/SLETTUR/?ref=bookmarks - SLETTUR á Facebook