Michel Barnier

franskur stjórnmálamaður

Michel Jean Barnier (f. 9. janúar 1951) er franskur stjórnmálamaður og fyrrum embættismaður hjá Evrópusambandinu sem hefur verið forsætisráðherra Frakklands frá 5. september 2024.

Michel Barnier
Barnier árið 2023.
Forsætisráðherra Frakklands
Núverandi
Tók við embætti
5. september 2024
ForsetiEmmanuel Macron
ForveriGabriel Attal
Persónulegar upplýsingar
Fæddur9. janúar 1951 (1951-01-09) (73 ára)
La Tronche, Frakklandi
ÞjóðerniFranskur
StjórnmálaflokkurLes Républicains
MakiIsabelle Altmayer ​(g. 1982)
Börn3
HáskóliESCP Business School

Barnier var aðalsamningamaður Evrópusambandsins gagnvart Bretlandi í tengslum við útgöngu Bretlands úr sambandinu (Brexit). Barnier lýsti yfir áhuga á að bjóða sig fram gegn Emmanuel Macron í forsetakosningum Frakklands árið 2022 en hlaut ekki tilnefningu flokks síns.[1]

Macron forseti útnefndi Barnier forsætisráðherra Frakklands þann 5. september 2024. Þá hafði ríkt stjórnarkreppa í Frakklandi eftir þingkosningar í júlí þar sem enginn flokkur eða kosningabandalag vann hreinan meirihluta.[2] Barnier er elsti maður sem hefur tekið við embætti forsætisráðherra Frakklands.[3]

Tilvísanir

breyta
  1. Lovísa Arnardóttir (5. september 2024). „Barnier nýr for­sætis­ráð­herra Frakk­lands“. Vísir. Sótt 5. september 2024.
  2. Björn Malmquist (5. september 2024). „Michel Barnier út­nefnd­ur sem for­sæt­is­ráð­herra Frakk­lands“. RÚV. Sótt 5. september 2024.
  3. „Verður elsti forsætisráðherra Frakka“. mbl.is. 5. september 2024. Sótt 5. september 2024.


Fyrirrennari:
Gabriel Attal
Forsætisráðherra Frakklands
(5. september 2024 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti


   Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum og Frakklandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.