28. september
dagsetning
28. september er 271. dagur ársins (272. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 94 dagar eru eftir af árinu.
AtburðirBreyta
- 1066 - Vilhjálmur sigursæli lenti með flota sinn í Englandi og hóf þar með landvinninga Normanna.
- 1106 - Hinrik 1. Englandskonungur háði orrustu við bróður sinn Róbert, hertoga af Normandí, í þorpinu Tinchebray.
- 1238 - Jakob 1., konungur Aragóníu, náði borginni Valensíu úr höndum Mára.
- 1322 - Orrustan við Mühldorf í Bæjaralandi á milli Bæverja undir forystu Lúðvíks af Wittelsbach (síðar keisara) og Austurríkismanna undir forystu Friðriks fagra af Habsborg, en þeir höfðu báðir verið kjörnir konungar Þýskalands 1314. Orrustan var síðasta stórorrustan í Evrópu á miðöldum þar sem skotvopn komu ekki við sögu.
- 1362 - Úrbanus 5. (Guillaume Grimoard) varð páfi.
- 1448 - Kristján 1. var hylltur konungur Danmerkur. Þar með tók Aldinborgarætt við völdum.
- 1497 - Hans konungur vann sigur á Sten Sture eldri og Dalakörlum í orrustunni við Rotebro.
- 1542 - Juan Rodríguez Cabrillo kom í San Diego-flóa og nefndi hann San Miguel-flóa.
- 1823 - Annibale Sermattei della Genga varð Leó 12. páfi.
- 1930 - Elliheimilið Grund í Reykjavík var vígt.
- 1943 - Haraldur Böðvarsson, útgerðarmaður á Akranesi, og kona hans gáfu Akraneskaupstað Bíóhöllina og skyldi tekjum af henni varið til menningarmála.
- 1958 - 79,2% kjósenda í Frakklandi samþykktu nýja stjórnarskrá í þjóðaratkvæðagreiðslu sem markar upphaf fimmta lýðveldisins í sögu Frakklands.
- 1968 - Við Menntaskólann við Hamrahlíð var sett upp höggmyndin Öldugjálfur eftir Ásmund Sveinsson, sem Reykjavíkurborg gaf skólanum.
- 1969 - Brot úr Murchison-loftsteininum féllu til jarðar í Ástralíu.
- 1988 - Önnur ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar tók við völdum.
- 1988 - Á Ísafirði var afhjúpaður minnisvarði um Ragnar H. Ragnar, tónskáld og skólastjóra Tónlistarskóla Ísafjarðar. Ragnar hefði orðið níræður þennan dag.
- 1991 - Stofnað var landssamband björgunarsveita og hlaut nafnið Landsbjörg.
- 2006 - Lokað var fyrir hjáveitugöng Kárahnjúkastíflu og myndun Hálslóns hófst.
- 2010 - Alþingi samþykkti að sækja Geir H. Haarde fyrir Landsdóm á grundvelli laga um ráðherraábyrgð.
FæddBreyta
- 1644 - Ole Rømer, danskur stjörnufræðingur (d. 1710).
- 1788 - Björn Gunnlaugsson, íslenskur landmælingamaður (d. 1876).
- 1841 - Georges Clemenceau, franskur stjórnmálamaður (d. 1929).
- 1871 - Pietro Badoglio, ítalskur hershöfðingi (d. 1956).
- 1898 - Ragnar H. Ragnar, íslenskt tónskáld (d. 1987).
- 1924 - Marcello Mastroianni, ítalskur leikari (d. 1996).
- 1934 - Brigitte Bardot, frönsk leikkona.
- 1938 - Ben E. King, bandarískur söngvari (d. 2015).
- 1941 - David Lewis, bandarískur heimspekingur (d. 2001).
- 1947 - Sheikh Hasina Wazed, forsætisráðherra Bangladess.
- 1952 - Hallgerður Gísladóttir, þjóðháttafræðingur
- 1962 - Rannveig Þorkelsdóttir, íslensk leikkona.
- 1963 - Luis Arce, bólivískur stjórnmálamaður.
- 1964 - Janeane Garofalo, bandarísk leikkona.
- 1968 - Naomi Watts, áströlsk leikkona.
- 1972 - Gwyneth Paltrow, bandarísk leikkona.
- 1975 - Ana Brnabić, forsætisráðherra Serbíu.
- 1976 - Fedor Emelianenko, rússneskur bardagaíþróttamaður.
- 1978 - Peter Cambor, bandarískur leikari.
- 1979 - Bam Margera, bandarískur hjólabrettamaður.
- 1982 - Matt Cohen, bandarískur leikari.
- 1987 - Hilary Duff, bandarísk leikkona.
DáinBreyta
- 235 - Pontíanus páfi.
- 1855 - Rósa Guðmundsdóttir (Vatnsenda-Rósa), íslenskt skáld (f. 1795).
- 1891 - Herman Melville, bandarískur rithöfundur (f. 1819).
- 1895 - Louis Pasteur, franskur örverufræðingur (f. 1822).
- 1914 - Þorsteinn Erlingsson, íslenskt skáld (f. 1858).
- 1921 - Þorvaldur Thoroddsen, íslenskur jarðfræðingur (f. 1855).
- 1953 - Edwin Hubble, bandarískur stjörnufræðingur (f. 1889).
- 1970 - Gamal Abdel Nasser, forseti Egyptalands (f. 1918).
- 1978 - Jóhannes Páll 1. páfi (f. 1912).
- 1989 - Ferdinand Marcos, forseti Filippseyja (f. 1917).
- 1991 - Miles Davis, tónlistarmaður (f. 1926).
- 2000 - Pierre Trudeau, forsætisráðherra Kanada (f. 1919).
- 2016 - Shimon Peres, forseti Israels (f. 1923).