Orenthal James Simpson (9. júlí 1947 – 11. apríl 2024), betur þekktur sem O.J. Simpson eða „The Juice“, var fyrrverandi stjarna í amerískum fótbolta, kynnir, leikari, og dæmdur glæpamaður. Hann var einna þekktastur fyrir réttarhöldin í sakamáli um að hafa myrt fyrrum eiginkonu sína, Nicole Brown Simpson, ásamt vin hennar, Ron Goldman árið 1994. Hann var sýknaður af þeirri ákæru en var síðar dæmdur bótaskyldur fyrir bæði morðin í skaðabótamáli sem foreldrar hinna myrtu höfðuðu gegn honum. Hann var svo handtekinn í Las Vegas fyrir vopnað rán og mannrán árið 2008 og dæmdur fyrir það árið eftir.

O.J. Simpson árið 1990.

Simpson lést úr krabbameini þann 10. apríl árið 2024, 74 ára að aldri.[1]

Tilvísanir

breyta
  1. „O.J. Simpson látinn“. mbl.is. 11. apríl 2024. Sótt 11. apríl 2024.
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.