Slóvakía
Slóvakía (slóvakíska Slovensko) er landlukt land í Mið-Evrópu. Það á landamæri að Austurríki og Tékklandi í vestri, Póllandi í norðri, Úkraínu í austri og Ungverjalandi í suðri. Helstu borgir eru Bratislava, sem er höfuðborg landsins, Košice, Prešov, Žilina, Nitra og Banská Bystrica.
Lýðveldið Slóvakía | |
Slovenská republika | |
![]() |
![]() |
Fáni | Skjaldarmerki |
Þjóðsöngur: 'Nad Tatrou sa blýska' | |
![]() | |
Höfuðborg | Bratislava |
Opinbert tungumál | slóvakíska |
Stjórnarfar | Lýðveldi
|
Forseti | Zuzana Čaputová |
Forsætisráðherra | Eduard Heger |
Evrópusambandsaðild | 2004 |
Flatarmál - Samtals - Vatn (%) |
129. sæti 49.034 km² ~0 |
Mannfjöldi - Samtals (2018) - Þéttleiki byggðar |
115. sæti 5.445.087 110/km² |
VLF (KMJ) | áætl. 2012 |
- Samtals | 132,384 millj. dala (62. sæti) |
- Á mann | 24.284 dalir (43. sæti) |
VÞL (2012) | ![]() |
Gjaldmiðill | evra (EUR) |
Tímabelti | UTC+1 |
Þjóðarlén | .sk |
Landsnúmer | +421 |
SagaBreyta
Slavar settust að þar sem nú er Slóvakía á Þjóðflutningatímabilinu á 5. og 6. öld og voru miðstöð ríkis Samós á 7. öld. Á 9. öld var furstadæmið Nitra stofnað í kringum borgina Nitra sem síðar varð hluti af Stór-Moravíu ásamt Moravíu. Eftir 10. öld varð Slóvakía smám saman hluti af Ungverjalandi sem aftur varð hluti af Austurríki-Ungverjalandi. Þegar Austurríki-Ungverjaland leystist upp í kjölfar Fyrri heimsstyrjaldar varð Slóvakía hluti af Tékkóslóvakíu ásamt Tékklandi. Slóvakía lýsti yfir stofnun sjálfstæðs ríkis árið 1939 að undirlagi Þýskalands en eftir Síðari heimsstyrjöld var Tékkóslóvakía sameinuð á ný. Í kjölfar Flauelsbyltingarinnar lýsti Slóvakía aftur yfir sjálfstæði árið 1992. Slóvakía gekk í Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið árið 2004 og gerðist aðili að Schengen árið 2007.
EfnahagurBreyta
Efnahagur Slóvakíu óx hratt á árunum frá 2002 til 2007 þegar hagvöxtur náði 10,5%. Landið var kallað Tatratígurinn (eftir Tatra-fjöllum á landamærum Slóvakíu og Póllands). Aukinn hagvöxtur stafaði einkum af breytingu úr áætlunarbúskap í markaðsbúskap undir stjórn hægristjórna, einkavæðingu og aukinni erlendri fjárfestingu. Helstu útflutningsvörur Slóvakíu eru hátæknivörur, bílar og bílahlutar.
StjórnsýsluskiptingBreyta
Slóvakía skiptist í átta héruð (krajov - eintala: kraj) sem heita eftir höfuðstöðum sínum. Héruðin skiptast síðan í 79 umdæmi (okresy) sem aftur skiptast í mörg sveitarfélög (obec).
|
Landafræði og náttúrufarBreyta
Karpatafjöll eru í mið- og norðurhluta og landsins. Undirfjöll þeirra Tatrafjöll eru með tugi tinda yfir 2500 metrum; tindurinn Gerlachovský štít rís þeirra hæst (2655 m).
Níu þjóðgarðar þekja 6,5% svæði landsins. Hellar skipta hundruðum en þrjátíu þeirra eru opnir almenningi, þar af eru 5 hellar á lista UNESCO.
Helstu fljót eru Dunajec, Dóná og Morava en þau mynda einnig landamæri við nágrannalöndin. Skógar þekja um 41% landsins.