Róbert Örn Hjálmtýsson
íslenskur tónlistarmaður (1977-2024)
Róbert Örn Hjálmtýsson (f. 5. júlí 1977, d. 12. júní 2024) var íslenskur tónlistarmaður, fjölhljóðfæraleikari, söngvari, útsetjari, laga- og textahöfundur. Hann er helst þekktur fyrir að fara fyrir hljómsveitunum Hljómsveitin Ég[1] og PoPPaRoFT.[2]
Einnig hefur hann spilað undir, útsett og hljóðblandað á þremur hljómplötum Sölva Jónssonar (Dölli) (26. ágúst 1975 - 9. febrúar 2020) og gert eina hljómplötu með hljómsveitinni Spilagaldrar.
Róbert og Hljómsveitin Ég hafa hlotið nokkrar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna og fengið mjög afgerandi jákvæða dóma í fjölmiðlum fyrir plötur sínar[3] [4][5]
Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna
breyta- 2005: Plata ársins (fyrir plötuna „Plata ársins“), Lag ársins (fyrir lagið „Eiður Smári Guðjohnsen“) og Myndband ársins (fyrir myndbandið „Kaupiði Plötu ársins“)[6][7]
- 2010: Plata ársins (fyrir plötuna „Lúxus upplifun“), Textahöfundur ársins (fyrir plötuna „Lúxus upplifun“)[8]
- 2011: Textahöfundur ársins (fyrir plötuna „Ímynd fíflsins“[9]
Hljómplötur sem Róbert hefur komið að
breyta- Skemmtileg lög - Ég (2002)
- Plata ársins - Ég (2005)
- Lúxus upplifun - Hljómsveitin Ég (2010)
- Ímynd fíflsins - Hljómsveitin Ég (2011)
- Viltu vera memm?[10] - Dölli (2015) (næstum eingöngu bara hljóðblöndun)
- Upp upp mín sál – og mitt hjarta, milta, nýru, lungu og lifur með[11] - Dölli (2017) (hljóðblandaði, útsetti og spilaði á trommur, bassa og rafgítara á plötunni. Valgeir Gestsson sá samt um meirihluta gítarleiks á plötunni)
- Kóngsbakki 7[12] - Spilagaldrar (2019) ( Hljómsveitin Spilagaldrar eru Sveppi, Róbert og Steindór Ingi Snorrason)
- Ef hið illa sigrar - Dölli (óútkomin) (hljóðblandaði, útsetti og spilaði á trommur, bassa, rafgítara, spariskó og orgel)
Tilvísanir
breyta- ↑ „Hljómsveitin Ég - Spotify“.
- ↑ „PoPPaRoFT - Spotify“.
- ↑ Árni Matthíasson. „Hreinræktuð snilld“. www.mbl.is. Sótt 13. apríl 2020.
- ↑ Arnar Eggert Thoroddsen. „Hreinræktuð snilld“. www.mbl.is. Sótt 13. apríl 2020.
- ↑ Árni Matthíasson. „Tilbiðjum Mig!“. www.mbl.is. Sótt 13. apríl 2020.
- ↑ „Kaupiði Plötu ársins - myndband“.
- ↑ „Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2005 kynntar“. www.mbl.is. Sótt 13. apríl 2020.
- ↑ „Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2010“. timarit.is. Sótt 13. apríl 2020.
- ↑ annakj (16. desember 2011). „Íslensku tónlistarverðlaunin 2011“. RÚV (enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 13. apríl 2020. Sótt 13. apríl 2020.
- ↑ „Viltu vera memm? - Spotify“.
- ↑ „Upp upp mín sál – og mitt hjarta, milta, nýru, lungu og lifur með - Spotify“.
- ↑ „Spilagaldrar - Spotify“.