20. maí
dagsetning
Apr – Maí – Jún | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 | |
2024 Allir dagar |
20. maí er 140. dagur ársins (141. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 225 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 1217 - Her Hinriks 3. Englandskonungs vann sigur á uppreisnarmönnum og her Loðvíks Frakklandsprins í orrustunni við Lincoln.
- 1285 - Giacomo Savelli varð Honóríus 4. páfi.
- 1471 - Játvarður 4. varð konungur Englands eftir morðið á Hinriki 6..
- 1498 - Vasco da Gama kom til Kalíkút á Indlandi. Hann var fyrstur Evrópubúa til að komast þangað með því að sigla suður fyrir Afríku.
- 1501 - Portúgalinn João da Nova uppgötvaði eyjuna Asunción í Indlandshafi.
- 1570 - Abraham Ortelius gaf út fyrstu nútímalandabréfabókina.
- 1631 - Þrjátíu ára stríðið: Magdeburg féll fyrir keisaraher Tillys og Pappenheims.
- 1802 - Síðustu stúdentarnir voru útskrifaðir úr Hólaskóla.
- 1818 - Siglufjörður varð löggiltur verslunarstaður.
- 1889 - Ítalía gerðist aðili að bandalagi Miðveldanna í Evrópu.
- 1902 - Yfirráðum Bandaríkjanna yfir Kúbu lauk.
- 1840 - Kristján 8. konungur gaf fyrirheit um endurreisn fulltrúaþings á Íslandi og gekk það eftir 5 árum síðar.
- 1922 - Vinna hófst við Flóaáveituna og voru það mestu áveituframkvæmdir á Íslandi.
- 1927 - Charles Lindbergh lagði upp í flugferð sína yfir Atlantshafið.
- 1944 - Þjóðaratkvæðagreiðsla um lýðveldisstofnun á Íslandi hófst og stóð í fjóra daga.
- 1966 - Gengið var í land á Jólni við Surtsey og var eyjan þá 35 m há, en hún hvarf í hafið næsta vetur.
- 1973 - Ísland bannaði lendingar breskra herþota á Keflavíkurflugvelli.
- 1974 - Háskólinn í Óðinsvéum sæmdi Kristján Eldjárn heiðursdoktorsnafnbót.
- 1977 - Austurlandahraðlestin til Istanbúl lagði upp í sína síðustu ferð kl. 23:53 frá Gare de Lyon í París.
- 1979 - „Íslenskt mál“, þáttur í umsjón Gísla Jónssonar, hóf göngu sína í Morgunblaðinu.
- 1986 - Sex forvígismenn Hafskipa voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á meðan meint brot þeirra voru rannsökuð.
- 1989 - Stjórn Alþýðulýðveldisins Kína lýsti yfir gildistöku herlaga í Beijing.
- 1996 - Mafíuforinginn Giovanni Brusca var handtekinn á Sikiley.
- 1999 - Rauðu herdeildirnar myrtu Massimo D'Antona ráðgjafa atvinnumálaráðherra Ítalíu.
- 2002 - Austur-Tímor fékk sjálfstæði eftir 20 ára hersetu Indónesíu.
- 2006 - Finnland sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í fyrsta sinn með laginu „Hard Rock Hallelujah“ í flutningi þungarokkshljómsveitarinnar Lordi.
- 2006 - Þriggja gljúfra stíflan í Kína var fullgerð.
- 2010 - Fimm málverkum, þar á meðal eftir Pablo Picasso, Amedeo Modigliani og Fernand Léger, var stolið frá safninu Musée d'Art Moderne de la Ville de Paris.
- 2014 - 118 manns létust í sprengjuárás í Jos í Nígeríu.
- 2015 - Ríki aðskilnaðarsinna í Úkraínu, Donetsklýðveldið og Luhansklýðveldið, ákváðu að hætta við stofnun sambandsríkisins Novorossija.
- 2019 – Meirihluti landa heims samþykkti endurskilgreiningu SI-kerfisins. Mælieiningin kílógramm var endurskilgreind út frá Plancks-fasta.
- 2021 - Ísrael féllst á vopnahlé eftir þrýsting frá alþjóðasamfélaginu og dauða 250 manna.
- 2022 - Rússneski herinn lagði Mariupol undir sig eftir langt umsátur.
Fædd
breyta- 1315 - Bonne af Lúxemborg, Frakklandsdrottning, kona Jóhanns 2. (d. 1349).
- 1743 - Toussaint Louverture, haítískur byltingarleiðtogi (d. 1803).
- 1799 - Honoré de Balzac, franskur rithöfundur (d. 1850).
- 1806 - John Stuart Mill, breskur heimspekingur (d. 1873).
- 1822 - Frédéric Passy, franskur hagfræðingur (d. 1912).
- 1882 - Sigrid Undset, norskur rithöfundur (d. 1949)
- 1885 - Faisal 1., fyrsti konungur Íraks (d. 1933).
- 1893 - Ásmundur Sveinsson, íslenskur myndlistarmaður (d. 1982).
- 1901 - Max Euwe, hollenskur skákmeistari (d. 1981).
- 1912 - Moses I. Finley, bandarískur fornfræðingur (d. 1986).
- 1912 - Wilfrid Sellars, bandarískur heimspekingur (d. 1989).
- 1917 - Bergur Sigurbjörnsson, stjórnmálamaður og ritstjóri (d. 2005).
- 1928 - Sigfús Daðason, íslenskt ljóðskáld (d. 1996).
- 1935 - José Mujica, forseti Úrúgvæ.
- 1944 - Joe Cocker, enskur rokk- og blússöngvari (d. 2014).
- 1946 - Cher, bandarísk söngkona.
- 1959 - Israel Kamakawiwo'ole, havaískur söngvari (d. 1997).
- 1966 - Gina Ravera, bandarísk leikkona.
- 1972 - Margrét Tryggvadóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1973 - Noel Fielding, enskur leikari.
- 1975 - Graham Potter, enskur knattspyrnustjóri.
- 1981 - Iker Casillas , spænskur knattspyrnumarkvörður.
- 1981 - Jaba, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1982 - Petr Čech, tékkneskur knattspyrnumarkvörður.
- 1987 - Mike Havenaar, japanskur knattspyrnumaður.
Dáin
breyta- 1277 - Jóhannes 21. páfi (f. 1215).
- 1285 - Jóhann 2. af Jerúsalem, konungur Kýpur (f. 1259).
- 1366 - María af Kalabríu, keisaraynja í Býsans (f. 1329).
- 1506 - Kristófer Kólumbus, ítalskur landkönnuður (f. 1451).
- 1622 - Ósman 2. Tyrkjasoldán (f. 1604).
- 1648 - Vladislás 4. Vasa konungur Póllands (f. 1595).
- 1834 - Gilbert du Motier de La Fayette, franskur herforingi og aðalsmaður (f. 1757).
- 1906 - Jóhann Gunnar Sigurðsson, íslenskt skáld (f. 1882).
- 1940 - Verner von Heidenstam sænskt skáld og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1859)
- 1957 - Gilbert Murray, breskur fornfræðingur (f. 1866).
- 1959 - Alfred Schütz, austurrískur félagsfræðingur (f. 1899).
- 1984 - Ólafur Jóhannesson, fyrrum forsætisráðherra Íslands (f. 1913).
- 2002 - Stephen Jay Gould, bandarískur líffræðingur (f. 1941).
- 2005 - Paul Ricœur, franskur heimspekingur (f. 1913).
- 2012 - Robin Gibb, breskur songvari (f. 1949).
- 2019 - Niki Lauda, austurrískur ökuþór (f. 1949).