Vesturbyggð

Sveitarfélag á sunnanverðum Vestfjörðum

Vesturbyggð er sveitarfélag á sunnanverðum Vestfjörðum. Það varð til 11. júní 1994 við sameiningu fjögurra sveitarfélaga: Barðastrandarhrepps, Rauðasandshrepps, Bíldudalshrepps og Patrekshrepps. Upphaflega var sameiningartillaga við Tálknafjarðarhrepp felld en árið 2023 var aftur kosið um sameiningu og var hún samþykkt[2][3] og er því Vesturbyggð eina sveitarfélagið á sunnanverðum Vestfjörðum. Sveitarfélagið nær yfir alla suðurfirði Vestfjarða frá ArnarfirðiKjálkafirði.

Vesturbyggð
Skjaldarmerki Vesturbyggðar
Staðsetning Vesturbyggðar
Staðsetning Vesturbyggðar
Hnit: 65°35′53″N 24°00′07″V / 65.598°N 24.002°V / 65.598; -24.002
LandÍsland
KjördæmiNorðvesturkjördæmi
Þéttbýliskjarnar
Stjórnarfar
 • BæjarstjóriGerður Björk Sveinsdóttir [1]
Flatarmál
 • Samtals1.511 km2
 • Sæti23. sæti
Mannfjöldi
 (2024)
 • Samtals1.356
 • Sæti30. sæti
 • Þéttleiki0,9/km2
Póstnúmer
450, 451, 460, 465
Sveitarfélagsnúmer4604
Vefsíðavesturbyggd.is

Til Vesturbyggðar teljast byggðakjarnarnir Birkimelur á Barðaströnd, Bíldudalur, Tálknafjörður og Patreksfjörður og sveitirnar Barðaströnd, Breiðavík, Hænuvík, Ketildalir, Látrar, Rauðisandur og Suðurfirðir. Fyrrum voru sex hreppar á suðursvæði Vestfjarða: Barðastrandahreppur, Ketildalahreppur, Patrekshreppur, Rauðasandshreppur, Suðurfjarðahreppur og Tálknafjarðarhreppur.

Tilvísanir

breyta
   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.