30. október
dagsetning
Sep – Október – Nóv | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 | ||
2024 Allir dagar |
30. október er 303. dagur ársins (304. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 62 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 701 - Jóhannes 6. varð páfi.
- 942 - Marínus 2. varð páfi.
- 1470 - Hinrik 6. Englandskonungur varð konungur í annað sinn.
- 1536 - Kristján 3. lögleiddi mótmælendatrú í Danmörku.
- 1611 - Gústaf 2. Adolf varð konungur Svíþjóðar.
- 1864 - Síðara Slésvíkurstríðinu lauk með friðarsamningum.
- 1936 - Á Suðvesturlandi varð mikið tjón vegna sjávarflóða og mundu elstu menn ekki annað eins.
- 1941 - Lokið var við höggmyndirnar af fjórum forsetum Bandaríkjanna á Rushmore-fjalli.
- 1971 - Ian Paisley stofnaði Democratic Unionist Party á Norður-Írlandi.
- 1974 - Hnefaleikabardaginn The Rumble in the Jungle milli Muhammad Ali og George Foreman fór fram í Kinsasa, Saír.
- 1975 - Jóhann Karl 1. tók við af Francisco Franco sem þjóðhöfðingi á Spáni.
- 1982 - Landssöfnunin „Þjóðarátak gegn krabbameini“ lagði fram þrettán milljónir króna til handa Krabbameinsfélaginu og var það mun meira en áður hafði safnast í slíkum söfnunum.
- 1983 - Fyrstu frjálsu kosningarnar voru haldnar í Argentínu eftir sjö ára herforingjastjórn.
- 1984 - Samningar tókust milli ríkisins og BSRB en þá hafði allsherjarverkfall staðið frá 4. október.
- 1985 - Eduard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, kom í opinbera heimsókn til Íslands.
- 1988 - Philip Morris keypti Kraft Foods fyrir 13,1 milljarð dala.
- 1988 - Ayrton Senna tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1-kappakstri með sigri í Japan.
- 1990 - Fyrsti ljósleiðarasæstrengurinn TAT-8 bilaði sem olli því að það hægðist á Internetumferð milli Norður-Ameríku og Evrópu.
- 1991 - Madrídarráðstefnan um frið í Mið-Austurlöndum hófst í Madríd á Spáni.
- 1993 - Greysteel-blóðbaðið: Þrír meðlimir Ulster Defence Association skutu á fólk á bar í Greysteel á Norður-Írlandi. 8 létust og 13 særðust.
- 1995 - Naumur meirihluti felldi tillögu um að sækjast eftir sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu í Quebec.
- 1996 - Bardagar brutust út þegar tútsar undir stjórn Laurent Kabila náðu Uvira í Saír á sitt vald og hófu morð á flóttamönnum hútúa.
- 2000 - Geimfarið Sojús TM-31 flutti áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar út í geim. Frá þessum degi hefur alltaf verið maður staddur í geimnum.
- 2006 - Síðasta skipið var afgreitt úr Daníelsslipp í Reykjavíkurhöfn.
- 2008 - Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann það írska 3-0 á Laugardalsvelli og komst þar með í úrslitakeppni EM 2009, fyrst íslenskra A-landsliða í knattspyrnu.
- 2008 - Síðasti bjórinn var bruggaður í verksmiðju Carlsberg í Valby.
- 2012 - The Walt Disney Company keypti kvikmyndaframleiðandann LucasFilm á 4 milljarða dala.
- 2013 - Lík 87 flóttamanna fundust í Saharaeyðimörkinni í Níger nálægt landamærunum að Alsír, þar af voru 48 börn og 37 konur.
- 2020 - Eyjahafsjarðskjálftinn 2020: Jarðskjálfti, 7,0 að stærð, reið yfir í Tyrklandi og Grikklandi með þeim afleiðingum að 119 létust.
- 2022 - Seinni umferð forsetakosninga fór fram í Brasilíu. Luiz Inácio Lula da Silva vann nauman sigur á sitjandi forsetanum Jair Bolsonaro.
- 2022 - 135 létust þegar hengibrú yfir ána Machchhu hrundi í Gujarat á Indlandi.
Fædd
breyta- 1451 - Kristófer Kólumbus, ítalskur landkönnuður (d. 1506).
- 1624 - Paul Pellisson, franskur rithöfundur (d. 1693).
- 1735 - John Adams, Bandarikjaforseti (d. 1826)
- 1872 - Marteinn Meulenberg, biskup á Íslandi (d. 1941).
- 1873 - Francisco I. Madero, mexíkóskur stjórnmálamaður (d. 1913).
- 1877 - Matthías Þórðarson, þjóðminjavörður (d. 1961).
- 1895 - Gerhard Domagk, þýskur örverufræðingur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1964).
- 1911 - Sigurður Samúelsson, íslenskur hjartalæknir (d. 2009).
- 1914 - Hafsteinn Björnsson, íslenskur miðill (d. 1977).
- 1941 - Oddvør Johansen, færeyskur rithöfundur.
- 1953 - Mörður Árnason, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1958 - Pétur Guðmundsson, íslenskur körfuknattleiksmaður.
- 1960 - Diego Maradona, argentínskur knattspyrnumaður (d. 2020).
- 1961 - Dmítríj Múratov, rússneskur blaðamaður og Nóbelsverðlaunahafi.
- 1964 - Jean-Marc Bosman, belgískur knattspyrnumaður.
- 1966 - Zoran Milanović, króatískur stjórnmálamaður.
- 1970 - Björgvin G. Sigurðsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1971 - Peter New, bandarískur leikari.
- 1971 - Fredi Bobic, þýskur knattspyrnumaður.
- 1978 - Matthew Morrison, bandarískur leikari.
- 1981 - Ivanka Trump, bandarísk kaupsýslukona.
- 1985 - Jón Jónsson, íslenskur tónlistarmaður.
- 1995 - Heimir Bjarnason, íslenskur leikstjóri.
- 1997 - Sean Longstaff, enskur knattspyrnumaður.
Dáin
breyta- 1611 - Karl 9. Svíakonungur (f. 1550).
- 1654 - Komyo annar, Japanskeisari (f. 1633).
- 1809 - William Cavendish-Bentinck, hertogi af Portland, breskur stjórnmálamaður (f. 1738).
- 1910 - Henri Dunant, svissneskur athafnamaður (f. 1828).
- 1923 - Andrew Bonar Law, breskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra (f. 1858).
- 1941 - Ingibjörg H. Bjarnason, skólastjóri og þingkona (f. 1867).
- 1956 - Mary Ellen Wilson, bandarískur þolandi heimilisofbeldis (f. 1864).
- 1961 - Luigi Einaudi, ítalskur hagfræðingur (f. 1874).
- 1981 - Jón Kaldal, íslenskur ljósmyndari (f. 1896).
- 1996 - Einar Pálsson, íslenskur fræðimaður (f. 1925).
- 2003 - Þorgeir Þorgeirson, íslenskur kvikmyndagerðarmaður og þýðandi (f. 1933).
- 2010 - Ingi Randver Jóhannsson, íslenskur skákmeistari (f. 1936).
- 2010 - Harry Mulisch, hollenskur rithöfundur (f. 1927).
- 2020 - Örlygur Hálfdánarson, íslenskur bókaútgefandi (f. 1929).