2023
ár
Árið 2023 (MMXXIII í rómverskum tölum) er í gregoríanska tímatalinu almennt ár sem byrjar á sunnudegi.
Árþúsund: | 3. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Atburðir Breyta
Janúar Breyta
- 1. janúar: Króatía tók upp evru og gekk í Schengen-samstarfið.
- 1. janúar: Luiz Inácio Lula da Silva tók við embætti forseta Brasilíu.
- 8. janúar: Stuðningsmenn fyrrum forseta Brasilíu, Jairs Bolsonaro, réðust á þinghúsið, forsetahöllina og hæstaréttinn í höfuðborginni Brasilíu til að mótmæla embættistöku nýja forsetans Luiz Inácio Lula da Silva.
- 12.-29. janúar: Heimsmeistaramótið í handknattleik karla 2023 var haldið í Póllandi og Svíþjóð.
Febrúar Breyta
- 6. febrúar: Tæp 60.000 létust í Tyrklandi og Sýrlandi eftir jarðskjálfta upp á 7,8 í suðaustur-Tyrklandi.
- 8. febrúar: LeBron James verður stigahæsti leikmaður NBA frá upphafi.
Mars Breyta
- 4. mars: Diljá Pétursdóttir sigrar Söngvakeppni Sjónvarpsins og verður fulltrúi Íslands í Eurovision.
- 17. mars: Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn gaf út handtökuskipun á hendur Vladímír Pútín, forseta Rússlands.
- 23. mars: Ríkislögreglustjóri aflýsti óvissustigi vegna COVID-19 á Íslandi.
- 31. mars: Dagblaðið Fréttablaðið og sjónvarpsstöðin Hringbraut hættu starfsemi.
Apríl Breyta
- 4. apríl: Finnland gekk formlega í Nató.
- 15. apríl: Átök brutust út meðal fylkinga hershöfðingja í Súdan með þeim afleiðingum að hundruðir létust.
- 20. apríl: Edda (Hús íslenskra fræða) var opnað almenningi.
- 24. apríl - Sameinuðu þjóðirnar áætluðu að Indland væri orðið fjölmennasta land heims, en Kína hafði verið álitið fjölmennasta landið að minnsta kosti frá 1950.
Maí Breyta
- 5. maí - Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO lýsti því yfir að Covid-19 væri ekki lengur heilsufarsógn.
- 6. maí - Karl 3. Bretakonungur var krýndur.
- 9. maí - 13. maí: Eurovision-keppnin var haldin í Liverpool. Sænska söngkonan Loreen vann í annað sinn.
- 10. maí: Tveir meðlimir rússneska aðgerðahópsins Pussy Riot hljóta íslenskan ríkisborgararétt.
- 16. maí - 17. maí: Leiðtogafundur Evrópuráðsins var haldinn í Hörpu.
- 17. maí: Guillermo Lasso, forseti Ekvador, leysir upp þing landsins og boðar til kosninga vegna stjórnarkreppu og þjóðaruppþots.
- 19. maí - Flugfélagið Niceair varð gjaldþrota.
- 28. maí: Recep Tayyip Erdoğan er endurkjörinn forseti Tyrklands.
Júní Breyta
- 5. júní: Um 2.500 félagsmenn í BSRB lögðu niður störf víða um Ísland. Aðgerðirnar höfðu áhrif í um 150 vinnustöðum í 29 sveitarfélögum.
- 6. júní: Yfir 40.000 flúðu heimili sín í flóðum í Khersonfylki í suður-Úkraínu eftir að Khakhovka-stíflan var sprengd.
- 11. júní: Manchester City vann Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn.
- 13. júní: Denver Nuggets vann NBA-titilinn í fyrsta sinn.
- 13. júní: Yfir 500 voru talin hafa farist á yfirfullum báti flóttafólks suður af Grikklandi.
- 19. júní: Guðrún Hafsteinsdóttir tók við embætti dómsmálaráðherra af Jón Gunnarssyni.
- 20. júní: Petteri Orpo tók við embætti forsætisráðherra Finnlands.
- 20. júní: Svandís Svavarsdóttir matvælráðherra stöðvaði tímabundið veiðar á langreyðum, eða fram til 31. ágúst.
- 22. júní: Lík 5 manna finnast á hafsbotni sunnan við Nýfundnaland. Þeir voru í kafbáti sem átti að fara skoðunarferð að skipsflaki Titanic.
- 24. júní: Wagner-hópurinn, undir forystu Jevgeníj Prígozhín, gerði uppreisn gegn rússneska hernum og réðst inn í borgirnar Rostov við Don og Voronesj og hugðist fara til Moskvu. Prígozhín lét síðar undan og skipaði hópnum að hörfa.
- 26. júní: Skýrsla fjármálaeftirlits Seðlabankans um sölu ríkisins á Íslandsbanka var birt. Komist var að þeirri niðurstöðu að brot við söluna voru alvarleg og kerfisbundin.
- 27. júní: Miklar óeirðir brjótast út í Frakklandi eftir að lögreglan skaut 17 ára pilt í Nanterre, úthverfi Parísar.
Júlí Breyta
- 1. júlí - Bíórekstri var hætt í Háskólabíói.
- 3. júlí -5. júlí - Ísraelsher réðst inn í flóttamannabúðir í borginni Jenín á Vesturbakkanum til að eiga við meinta hryðjuverkamenn. 12 Palestínumenn létust og 1 ísraelskur hermaður.
- 4. júlí - Jarðskjálftahrina hófst við Fagradalsfjall.
- 8. júlí - Enski tónlistarmaðurinn Elton John spilaði sína síðustu tónleika.
- 9. júlí - Þrír létust í flugslysi á Austurlandi, á hálendinu milli Fljótdals og Öxi.
- 10. júlí - Eldgos hófst við Litla-Hrút á Reykjanesskaga.
- 16. júlí - Tvítugur Spánverji, Carlos Alcaraz, vann Wimbledon-mótið þegar hann sigraði Serbann Novak Djokovic.
- 20. júlí – HM í knattspyrnu kvenna hófst í Ástralíu og Nýja-Sjálandi og stóð til 20. ágúst.
- 28. júlí: Herinn rænir völdum í Níger.
Ágúst Breyta
- 1. ágúst: Sendiráð Íslands í Moskvu lokar.
- 5. ágúst: Virkni í eldgosinu við Litla-Hrút mælist ekki.
- 6. ágúst: Efnahagsbandalag Vestur-Afríkuríkja gáfu valdaræningjum í Níger frest frest til að frelsa forseta landsins úr haldi, annars jafngilti það stríðsyfirlýsingu.
- 9. ágúst: Miklir skógareldar urðu á Maui á Havaí. Yfir 100 létust.
- 10. ágúst: 4000 voru fluttir af flóðasvæðum í Noregi eftir miklar rigningar, ástandið var verst í Buskerud.
- 20. ágúst: England og Spánn spiluðu í úrslitum Heimsmeistaramót knattspyrnu kvenna í Sydney, Ástralíu. Spænska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann leikinn 1-0 og varð heimsmeistari í fyrsta sinn.
- 23. ágúst: Jevgeníj Prígozhín leiðtogi Wagner-hópsins og fyrrum samstarfmaður Vladimírs Pútíns lést í flugslysi í Rússlandr ásamt 9 öðrum.
- 25. ágúst-10. september: Heimsmeistarkeppni karla í körfubolta verður haldin í Indónesíu, Japan og Filippseyjum.
- 30. ágúst: Herinn í Gabon viðurkennir ekki úrslit kosninga og steypir forsetanum af stóli.
September Breyta
- 1. september: Hvalveiðar hefjast að nýju á Íslandi með hertum skilyrðum.
- 4. september: Tvær konur hlekkjuðu sig við möstur hvalveiðiskipa í Reykjavíkurhöfn í mótmælaskyni við veiðarnar.
- 8. september: Um 3.000 látast í jarðskjálfta sem varð í Atlasfjöllum í Marokkó, 72 km suðvestur af borginni Marrakesh.
- 9. september: G20-löndin funduðu á Indlandi.
- 10. september: Þýskaland vann heimsmeistarakeppnina í körfubolta.
- 12. september: Yfir 11.000 létust í flóðum í austur-Líbíu við borgina Derna.
Dáin Breyta
- 1. janúar – Lise Nørgaard, dönsk blaðakona og rithöfundur (f. 1917).
- 6. janúar – Gianluca Vialli, ítalskur knattspyrnumaður og knattspyrnustjóri (f. 1964).
- 10. janúar – Konstantín 2. Grikkjakonungur (f. 1940).
- 16. janúar – Gina Lollobrigida, ítölsk leikkona, ljósmyndari og stjórnmálakona (f. 1927).
- 18. janúar – David Crosby, bandarískur tónlistarmaður (f. 1941).
- 5. febrúar – Pervez Musharraf, fyrrum forseti Pakistans (f. 1943).
- 8. febrúar - Burt Bacharach, bandarískur lagasmiður og tónlistarmaður (f. 1928).
- 3. mars - Kenzaburo Oe, japanskur nóbelsverðlaunarithöfundur (f. 1935).
- 5. mars - Jóhannes Nordal, hagfræðingur og seðlabankastjóri (f. 1924).
- 5. apríl - Sigurlaug Bjarnadóttir frá Vigur fv. alþingismaður og menntaskólakennari (f. 1926).
- 13. apríl - Árni Tryggvason, leikari (f. 1924).
- 25. apríl - Harry Belafonte, bandarískur söngvari (f. 1927).
- 27. apríl - Ólafur G. Einarsson, alþingismaður og menntamálaráðherra. (f. 1932)
- 9. maí - Anna Kolbrún Árnadóttir, íslensk þingkona (f. 1970).
- 14. maí - Garðar Cortes, íslenskur óperusöngvari (f. 1940).
- 24. maí - Tina Turner, bandarísk-svissnesk söngkona (f. 1939).
- 6. júní - Árni Johnsen, alþingismaður (f. 1944).
- 10. júní - Theodore Kaczynski, bandarískur fjöldamorðingi (f. 1942).
- 12. júní - Silvio Berlusconi, ítalskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra (f. 1936).
- 13. júní - Cormac McCarthy, bandarískur rithöfundur (f. 1933)
- 16. júní - Daniel Ellsberg, bandarískur uppljóstrari um Víetnamstríðið (f. 1931)
- 6. júlí - Arnaldo Forlani, ítalskur stjórnmálamaður og fyrrum forsætisráðherra Ítalíu (f. 1925).
- 9. júlí - Luis Suárez Miramontes, spænskur knattspyrnumaður og sigurvegari gullknattarins 1960 (f. 1935).
- 11. júlí - Milan Kundera, tékkneskur rithöfundur. (f. 1929)
- 21. júlí - Tony Bennett, bandarískur söngvari (f. 1926)
- 26. júlí - Sinéad O'Connor (Shuhada Sadaqat), írsk söngkona (f. 1966)
- 23. ágúst - Jevgeníj Prígozhín, rússneskur leiðtogi málaliðahersins Wagner og samstarfsmaður Vladímírs Pútíns (f. 1961).
- 2. september - Sigurður Líndal, lagaprófessor. (f. 1931)
- 4. september - Guðbergur Bergsson, rithöfundur (f. 1932)
- 14. september - Bjarni Felixson, knattspyrnumaður og íþróttafréttamaður.
- 22. september - Giorgio Napolitano, ítalskur stjórnmálamaður.