2023
ár
Árið 2023 (MMXXIII í rómverskum tölum) var í gregoríska tímatalinu almennt ár sem byrjar á sunnudegi.
Árþúsund: | 3. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Atburðir
breytaJanúar
breyta- 1. janúar:
- Króatía tók upp evru og gekk í Schengen-samstarfið.
- Luiz Inácio Lula da Silva tók við embætti forseta Brasilíu.
- 7. janúar - Repúblikaninn Kevin McCarthy var kosinn þingforseti fulltrúaþings Bandaríkjanna eftir 14 umferðir.
- 8. janúar - Stuðningsmenn fyrrum forseta Brasilíu, Jairs Bolsonaro, réðust á þinghúsið, forsetahöllina og hæstaréttinn í höfuðborginni Brasilíu til að mótmæla embættistöku nýja forsetans Luiz Inácio Lula da Silva.
- 12. janúar- 29. janúar - Heimsmeistaramótið í handknattleik karla 2023 var haldið í Póllandi og Svíþjóð.
- 16. janúar - Mafíuleiðtoginn Matteo Messina Denaro var handtekinn á Sikiley eftir 30 ár í felum.
- 17. janúar - Nguyễn Xuân Phúc sagði af sér sem forseti Víetnams eftir hneykslismál.
- 20. janúar - Christine Kangaloo var kosin forseti Trinídad og Tóbagó.
- 25. janúar - Chris Hipkins tók við embætti forsætisráðherra Nýja-Sjálands eftir afsögn Jacindu Ardern.
- 27. janúar - Óeirðir brutust út í Ísrael eftir að níu Palestínumenn létust í hernaðaraðgerð Ísraelshers í Jenín. Sjö almennir borgarar voru myrtir í samkomuhúsi í Neve Yaakov síðar sama dag.
- 28. janúar - Kínverskur loftbelgur sást í bandarískri lofthelgi. Hann var skotinn niður viku síðar.
- 30. janúar - 84 létust og hundruð særðust í sjálfsmorðssprengjuárás Jamaat-ul-Ahrar í mosku í Peshawar í Pakistan.
Febrúar
breyta- 1. febrúar - Fjármálakreppan í Líbanon 2023: Seðlabanki Líbanon felldi gengi líbanska pundsins um 90%.
- 2. febrúar:
- Seðlabanki Evrópu og Seðlabanki Bretlands hækkuðu stýrivexti um 0,5% til að berjast gegn verðbólgu.
- Halastjarnan C/2022 E3 (ZTF) sást frá jörðu í fyrsta sinn í 50.000 ár.
- 4. febrúar - Meintur kínverskur njósnabelgur var skotinn niður yfir Bandaríkjunum undan strönd Suður-Karólínu.
- 5. febrúar - Níkos Krístoðúlíðís var kosinn forseti Kýpur.
- 6. febrúar - Tæp 60.000 létust í Tyrklandi og Sýrlandi eftir jarðskjálfta upp á 7,8 í suðaustur-Tyrklandi.
- 8. febrúar - LeBron James varð stigahæsti leikmaður NBA frá upphafi.
- 14. febrúar - Evrópuþingið samþykkti bann við sölu nýrra bensín- og díselbíla frá árinu 2035.
- 16. febrúar - Rússneska dúman samþykkti úrsögn landsins úr Evrópuráðinu.
- 20. febrúar - Joe Biden Bandaríkjaforseti heimsótti Kænugarð þegar eitt ár var liðið frá innrás Rússa í Úkraínu.
- 21. febrúar - Vladimír Pútín tilkynnti að Rússland drægi sig út úr afvopnunarsamningnum Nýja START.
- 25. febrúar - Bola Tinubu var kjörinn forseti Nígeríu.
- 27. febrúar - Bretland og Evrópusambandið náðu samningum um reglugerð um Norður-Írland.
- 28. febrúar:
- 57 létust í lestarslysi í Þessalíu í Grikklandi sem leiddi til mótmæla um allt land gegn slæmu ástandi lestarkerfisins.
- Danska þingið samþykkti að afnema kóngsbænadag, þrátt fyrir mótmæli.
Mars
breyta- 2. mars - Võ Văn Thưởng var kjörinn forseti Víetnams.
- 4. mars:
- Diljá Pétursdóttir vann Söngvakeppni Sjónvarpsins og varð fulltrúi Íslands í Eurovision.
- Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna komust að samkomulagi um Úthafssamþykktina um verndun 30% af höfum heims fyrir 2030.
- 4. mars - Átökin í Kivu: Búrúndí sendi 100 hermenn til Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó.
- 10. mars:
- Bandaríski bankinn Silicon Valley Bank varð gjaldþrota.
- Átökin í Kivu: Angóla sendi herlið til Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó.
- 12. mars - Bandaríska kvikmyndin Allt, alls staðar, alltaf hlaut Óskarsverðlaun sem besta kvikmyndin.
- 14. mars - Fyrirtækið OpenAI gaf út málalíkanið GPT-4 fyrir spjallherminn ChatGPT.
- 17. mars - Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn gaf út handtökuskipun á hendur Vladímír Pútín, forseta Rússlands.
- 18. mars - Jarðskjálftinn í Guayas 2023: 18 létust í jarðskjálfta sem reið yfir suðurhluta Ekvador.
- 19. mars - Svissneski bankinn UBS keypti Credit Suisse fyrir 3,2 milljarða dala.
- 22. mars - Sænska þingið samþykkti að sækja um aðild að NATO.
- 23. mars:
- Ríkislögreglustjóri aflýsti óvissustigi vegna COVID-19 á Íslandi.
- Alþjóðafrjálsíþróttasambandið bannaði trans konum sem gengið hafa í gegnum kynþroska sem karlar að keppa í kvennaflokki.
- 26. mars - Mótmæli gegn breytingum á dómsvaldi í Ísrael brutust út þegar Benjamin Netanyahu rak varnarmálaráðherrann sem hafði gagnrýnt breytingarnar.
- 27. mars:
- Snjóflóð í Neskaupsstað: Tólf íbúðir skemmdust og tugir bíla. Fólk skarst vegna rúðubrota.
- Skólaskotárásin í Nashville 2023: Sjö létu lífið þegar trans maður hóf skothríð í grunnskóla í Nashville, Tennessee.
- 31. mars - Dagblaðið Fréttablaðið og sjónvarpsstöðin Hringbraut hættu starfsemi.
Apríl
breyta- 1. apríl - Aðalvideóleigan, síðasta videóleigan með VHS og DVD á Íslandi, hætti starfsemi.
- 2. apríl:
- Jakov Milatović var kjörinn forseti Svartfjallalands.
- Sameiningarflokkurinn vann kosningasigur í Finnlandi undir stjórn Petteri Orpo.
- 4. apríl - Finnland varð 31. aðildarríki NATO.
- 5. apríl:
- Átök brutust út milli Palestínumanna og ísraelsku lögreglunnar við Al-Aqsa-moskuna í Jerúsalem.
- Sanna Marin sagði af sér formennsku í Sósíaldemókrataflokknum í Finnlandi eftir ósigur í þingkosningum.
- 11. apríl - Borgarastyrjöldin í Mjanmar: Minnst 165 létust í loftárás flughers Mjanmar á þorpið Pazigyi.
- 14. apríl:
- 15. apríl:
- Átök brutust út meðal fylkinga hershöfðingja í Súdan með þeim afleiðingum að hundruðir létust.
- Þremur síðustu kjarnorkuverum Þýskalands var lokað.
- 18. apríl - Fox News samþykkti að greiða Dominion Voting Systems $787,5 milljón dali í bætur fyrir meiðyrði eftir að hafa haldið því fram að kosningavélar fyrirtækisins væru hannaðar til að stela bandarísku forsetakosningunum. Þetta voru hæstu bætur sem greiddar hafa verið í meiðyrðamáli í Bandaríkjunum.
- 19. apríl - Minnst 90 létust í troðningi á góðgerðasamkomu í Sanaa í Jemen á Ramadan.
- 20. apríl:
- Edda (Hús íslenskra fræða) var opnað almenningi.
- SpaceX Starship-eldflaug sprakk fjórum mínútum eftir flugtak.
- 21. apríl - Samtök íhaldssamra biskupakirkna, Global Fellowship of Confessing Anglicans, höfnuðu leiðsögn biskupsins af Kantaraborg, Justin Welby, vegna stuðnings hans við hjónabönd samkynhneigðra.
- 24. apríl - Sameinuðu þjóðirnar áætluðu að Indland væri orðið fjölmennasta land heims, en Kína hafði verið álitið fjölmennasta landið að minnsta kosti frá 1950.
- 25. apríl - Ummerki um fjöldasjálfsmorð uppgötvuðust í Kenía þegar lík 429 fylgjenda nýtrúarhreyfingarinnar Good News International Ministries fundust í grunnum gröfum í skógi.
Maí
breyta- 1. maí - Bandaríska bankakreppan 2023: Bankinn First Republic Bank varð gjaldþrota.
- 3. maí - Skólaskotárásin í Belgrad: 19 létust í tveimur skotárásum í Serbíu sem leiddi til umræðu um takmörkun skotvopnaeignar.
- 4. maí - 400 fórust í flóðum og skriðum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó.
- 5. maí - Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO lýsti því yfir að Covid-19 væri ekki lengur heilsufarsógn.
- 6. maí - Karl 3. Bretakonungur var krýndur.
- 7. maí - Sýrland fékk inngöngu í Arababandalagið á ný.
- 9. maí - Fellibylurinn Mocha gekk yfir Mjanmar og Bangladess og olli því að 400 fórust.
- 10. maí - Tveir meðlimir rússneska aðgerðahópsins Pussy Riot hlutu íslenskan ríkisborgararétt.
- 13. maí - Svíþjóð sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2023 með laginu „Tattoo“ í flutningi Loreen.
- 16. maí - 17. maí - Leiðtogafundur Evrópuráðsins var haldinn í Hörpu.
- 17. maí - Guillermo Lasso, forseti Ekvador, leysti upp þing landsins og boðaði til kosninga vegna stjórnarkreppu og þjóðaruppþots.
- 18. maí - Sinn Féin varð í fyrsta sinn stærsti flokkurinn í sveitarstjórnarkosningum á Norður-Írlandi, með 147 af 462 sætum.
- 19. maí - Íslenska flugfélagið Niceair varð gjaldþrota.
- 24. maí - Kanada tók aftur upp stjórnmálasamband við Sádi-Arabíu, en hafði áður slitið því eftir morðið á Jamal Khashoggi 2018.
- 25. maí - Norska stórþingið samþykkti „laxaskattinn“, landsrentu fyrir nýtingu hafsvæða upp á 25%.
- 28. maí - Recep Tayyip Erdoğan var endurkjörinn forseti Tyrklands.
- 31. maí - Fyrrum utanríkisráðherrann Edgars Rinkēvičs var kjörinn forseti Lettlands.
Júní
breyta- 2. júní - Nær 300 létust í lestarslysi í Odisha á Indlandi.
- 5. júní - Um 2.500 félagsmenn í BSRB lögðu niður störf víða um Ísland. Aðgerðirnar höfðu áhrif í um 150 vinnustöðum í 29 sveitarfélögum.
- 6. júní - Yfir 40.000 flúðu heimili sín í flóðum í Khersonfylki í suður-Úkraínu eftir að Kakhovka-stíflan var sprengd.
- 9. júní - Fyrrum Bandaríkjaforseti Donald Trump var ákærður í 37 liðum eftir að leyniskjöl fundust á heimili hans í Mar-a-Lago í Flórída.
- 11. júní - Manchester City vann Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn.
- 13. júní - Denver Nuggets unnu NBA-titilinn í fyrsta sinn.
- 14. júní
- Sjóslysið í Messenia 2023: Yfir 500 voru talin hafa farist á yfirfullum báti flóttafólks suður af Grikklandi.
- Vísindamenn tilkynntu að tekist hefði að skapa fóstur með stofnfrumum, án þess að nota kynfrumur.
- 18. júní - Kafbáturinn Titan sem átti að fara skoðunarferð að skipsflaki Titanic fórst með 5 innanborðs.
- 19. júní
- Guðrún Hafsteinsdóttir tók við embætti dómsmálaráðherra af Jón Gunnarssyni.
- Úthafssamningurinn var samþykktur samhljóða af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.
- 20. júní
- Petteri Orpo tók við embætti forsætisráðherra Finnlands.
- Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra stöðvaði tímabundið veiðar á langreyðum, eða fram til 31. ágúst.
- 23. júní - Wagner-hópurinn, undir forystu Jevgeníj Prígozhín, gerði uppreisn gegn rússneska hernum og réðst inn í borgirnar Rostov við Don og Voronesj og hugðist fara til Moskvu. Prígozhín lét síðar undan og skipaði hópnum að hörfa.
- 26. júní - Skýrsla fjármálaeftirlits Seðlabankans um sölu ríkisins á Íslandsbanka var birt. Komist var að þeirri niðurstöðu að brot við söluna hefðu verið alvarleg og kerfisbundin.
- 27. júní - Miklar óeirðir brutust út í Frakklandi eftir að lögreglan skaut 17 ára pilt í Nanterre, úthverfi Parísar.
Júlí
breyta- 1. júlí - Bíórekstri var hætt í Háskólabíói.
- 3. júlí - Indverskar olíuhreinsistöðvar hófu að greiða fyrir olíu frá Rússlandi með kínverskum júönum í stað dollara vegna refsiaðgerða Bandaríkjamanna.
- 3. júlí–5. júlí - Ísraelsher réðst inn í flóttamannabúðir í borginni Jenín á Vesturbakkanum til að eiga við meinta hryðjuverkamenn. 12 Palestínumenn létust og 1 ísraelskur hermaður.
- 4. júlí:
- Jarðskjálftahrina hófst við Fagradalsfjall.
- Íran gerðist aðili að Samvinnustofnun Sjanghæ.
- 8. júlí - Enski tónlistarmaðurinn Elton John hélt sína síðustu tónleika.
- 9. júlí:
- Þrír létust í flugslysi á Austurlandi, á hálendinu milli Fljótdals og Öxi.
- Nýja-Sjáland gerði fríverslunarsamning við Evrópusambandið.
- 10. júlí - Eldgos hófst við Litla-Hrút á Reykjanesskaga.
- 16. júlí - Tvítugur Spánverji, Carlos Alcaraz, vann Wimbledon-mótið þegar hann sigraði Serbann Novak Djokovic.
- 20. júlí - HM í knattspyrnu kvenna hófst í Ástralíu og Nýja-Sjálandi og stóð til 20. ágúst.
- 21. júlí - Bandarísku stórmyndirnar Barbie og Oppenheimer voru frumsýndar samtímis, sem leiddi til umræðu um menningarfyrirbærið Barbenheimer.
- 23. júlí:
- Skógareldar geisuðu á Ródos svo tugþúsundir ferðamanna urðu að flýja.
- Danski hjólreiðamaðurinn Jonas Vingegaard sigraði Tour de France-keppnina annað skiptið í röð.
- Hægri flokkurinn Þjóðarflokkurinn (Partido Popular) varð stærsti flokkurinn á spænska fulltrúaþinginu, en tókst ekki að mynda meirihluta.
- 25. júlí - Dauðarefsing var afnumin í Gana.
- 28. júlí - Herinn rændi völdum í Níger og steypti forsetanum, Mohamed Bazoum, af stóli.
Ágúst
breyta- 1. ágúst:
- Sendiráði Íslands í Moskvu var lokað.
- Loftslagsbreytingar: Methiti, 20,96°C, mældist í úthöfunum. Júlí hafði verið heitasti mánuður síðan mælingar hófust.
- 5. ágúst - Virkni í eldgosinu við Litla-Hrút hætti að mælast.
- 6. ágúst:
- Efnahagsbandalag Vestur-Afríkuríkja gaf valdaræningjum í Níger frest til að frelsa forseta landsins úr haldi, annars jafngilti það stríðsyfirlýsingu.
- Kvikmyndin Barbie varð fyrsta myndin eftir kvenkyns leikstjóra sem náði yfir 1 milljón dollara í tekjur.
- 7. ágúst - Stormurinn Hans gekk yfir Suður-Noreg og olli vatnsflóðum, skriðum og tveimur mannslátum.
- 8. ágúst - Miklir skógareldar urðu á Maui á Havaí. Yfir 100 létust.
- 10. ágúst - 4000 voru fluttir af flóðasvæðum í Noregi eftir miklar rigningar, ástandið var verst í Buskerud.
- 18. ágúst - Japan, Suður-Kórea og Bandaríkin undirrituðu þríhliða varnarsamning.
- 20. ágúst:
- England og Spánn spiluðu í úrslitum Heimsmeistaramót knattspyrnu kvenna í Sydney, Ástralíu. Spænska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann leikinn 1-0 og varð heimsmeistari í fyrsta sinn.
- Bernardo Arévalo var kjörinn forseti Gvatemala.
- 21. ágúst - Skógareldarnir í Kanada 2023: Yfir 2/3 íbúa Norðvesturhéraðanna urðu að flýja heimili sín.
- 23. ágúst
- Jevgeníj Prígozhín leiðtogi Wagner-hópsins og fyrrum samstarfmaður Vladimírs Pútíns lést í flugslysi í Rússlandi ásamt níu öðrum.
- Indverska geimfarið Chandrayaan-3 lenti nálægt suðurpól tunglsins.
- 24. ágúst - Á fundi BRICS-landanna í Suður-Afríku var ákveðið að samþykkja aðild sex nýrra landa: Argentínu, Egyptalands, Eþíópíu, Írans, Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Argentína dró síðar umsókn sína til baka.
- 25. ágúst - Safnstjóri British Museum, Hartwig Fischer, sagði af sér eftir að upp komst að munir höfðu horfið úr geymslum safnsins um árabil.
- 25. ágúst–10. september - Heimsmeistarakeppni karla í körfubolta var haldin í Indónesíu, Japan og Filippseyjum.
- 30. ágúst - Herinn í Gabon viðurkenndi ekki úrslit kosninga og steypti forsetanum Ali Bongo af stóli.
- 31. ágúst - Eldsvoðinn í Jóhannesarborg 2023: 77 létust þegar eldur kom upp í byggingu þar sem hústökufólk bjó.
September
breyta- 1. september:
- Hvalveiðar hófust að nýju á Íslandi með hertum skilyrðum.
- Tharman Shanmugaratnam var kjörinn forseti Singapúr.
- 2. september - Indverska geimfarið Aditya-L1 var sent á braut um jörðu til að rannsaka gashjúp sólarinnar.
- 4. september - Tvær konur hlekkjuðu sig við möstur hvalveiðiskipa í Reykjavíkurhöfn í mótmælaskyni við veiðarnar.
- 8. september - Um 3.000 létust í jarðskjálfta sem varð í Atlasfjöllum í Marokkó, 72 km suðvestur af borginni Marrakesh.
- 9. september - G20-löndin funduðu á Indlandi. Afríkubandalagið fékk fast sæti.
- 10. september:
- Þýskaland vann heimsmeistarakeppnina í körfubolta.
- Stormurinn Daníel olli yfir 5000 dauðsföllum í Líbíu.
- 12. september - Yfir 11.000 létust í flóðum í austur-Líbíu við borgina Derna.
- 14. september - Evrópski seðlabankinn hækkaði stýrivexti sína í 4% sem var met.
- 19. september - Aserbaísjan réðist á Artsaklýðveldið sem gafst upp eftir stutt átök.
- 21. september:
- Armenski herinn lýsti yfir uppgjöf í Nagornó-Karabak og aserski herinn náði yfirráðum. Armenskir íbúar héraðsins hófu að flýja.
- Rupert Murdoch vék til hliðar og lét stjórn fyrirtækja sinna í hendur sonar síns, Lachlan Murdoch.
- 24. september:
- Knattspyrnufélagið Víkingur varð Íslandsmeistari í knattspyrnu karla.
- Nígerkreppan 2024: Emmanuel Macron tilkynnti heimkvaðningu franskra hermanna og franska sendiherrans frá Níger.
- 25. september - Yfir 200 létust í gassprengingu í Berkadzor rétt hjá Stepanakert í Nagornó-Karabak.
- 28. september - Þrír voru skotnir til bana á 12 tímum kringum Stokkhólm og Uppsala í uppgjöri glæpagengja. Alls 12 létust í septembermánuði í árásum því tengdu og 43 höfðu farist á árinu.
Október
breyta- 1. október - Uppreisn Túarega í Malí: Uppreisnarmenn hertóku bæinn Bamba í Gao-héraði.
- 2. október - Katalin Karikó og Drew Weissman fengu nóbelsverðlaun í læknisfræði vegna þróunar RNA-bóluefnis gegn kórónaveirunni.
- 3. október:
- Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, var vikið úr embætti eftir atkvæðagreiðslu á þinginu. Þetta var í fyrsta sinn sem þingforseta var vikið úr embætti í sögu Bandaríkjanna.
- Sam Bankman-Fried, stofnanda rafmyntarkauphallarinnar FTX, var stefnt fyrir fjársvik.
- 4. október - Rishi Sunak tilkynnti að hætt hefði verið við 2. framkvæmdastig háhraðalestarinnar High Speed 2.
- 5. október - Rússneski herinn gerði árás á smábæinn Hroza í Kharkívfylki með þeim afleiðingum að 51 létust. Þar fór fram minningarathöfn úkraínsks hermanns.
- 7. október:
- Hamas-samtökin réðust inn í Ísrael, tóku yfir 200 gísla, og skutu um 5.000 eldflaugum á landið með þeim afleiðingum að a.m.k. 600 létust og 2000 særðust. Ísraelsmenn gerðu gagnárásir á Gaza og um 300 létust þar og 1800 særðust.
- Jarðskjálfti reið yfir Norðvestur-Afganistan þar sem a.m.k. 2.400 létust.
- 10. október - Bjarni Benediktsson sagði af sér sem fjármálaráðherra vegna vanhæfis við söluna á Íslandsbanka.
- 12. október - Alþjóðaólympíunefndin ákvað að útiloka rússnesku ólympíunefndina frá þátttöku á Ólympíuleikunum vegna innrásar Rússa í Úkraínu.
- 13. október - Ísraelsher sagði íbúum á Norður-Gasaströndinni, 1,1 milljón manns, að rýma svæðið og halda suður.
- 14. október - Ríkistjórn Íslands tilkynnti hrókeringar; Bjarni Benediktsson varð utanríkisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varð fjármálaráðherra.
- 15. október:
- Daniel Noboa var kjörinn forseti Ekvador.
- Þingkosningar fóru fram í Póllandi. Stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti vann flest sæti en missti þingmeirihluta sinn í hendur stjórnarandstöðuflokka.
- 16. október - Gylfi Sigurðsson sló markamet í karlalandsliði Íslands í knattspyrnu.
- 17. október - Flugskeyti hafnaði á spítala á Gasa með þeim afleiðingum að hundruðir létust. Palestínumenn og Ísraelsmenn kenndu hvor öðrum um.
- 24. október - Um 70 til 100 þúsund komu saman á baráttufundi kvenna og kvára við Arnarhól.
- 30. október:
- Ísraelsher réðst inn í Gasaborg.
- Lionel Messi vann gullknöttinn í 8. skipti.
- 31. október - Ísraelsher skaut niður flugskeyti frá Hútífylkingunni yfir Negev-eyðimörkinni.
Nóvember
breyta- 1. nóvember - Ráðstefna um örugga gervigreind fór fram í Bretlandi.
- 2. nóvember - Bítlarnir gáfu út sitt síðasta lag, „Now and then“, með hjálp gervigreindar.
- 4. nóvember - Stríð Ísraels og Hamas 2023-: Ísraelsher réðist á flóttamannabúðirnar Maghazi með þeim afleiðingum að 45 létu lífið.
- 6. nóvember - Heilt auga var í fyrsta sinn grætt í mann hjá NYU Langone Health í New York-borg.
- 7. nóvember - António Costa, forsætisráðherra Portúgals, sagði af sér vegna spillingar.
- 10. nóvember - Ingólfur Þórarinsson, einnig þekktur sem Ingó veðurguð, hafði betur í meiðyrðamáli sínu á hendur Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni í Landsrétti.
- 11. nóvember - Grindavík var rýmd vegna hættu á eldgosi. Jarðskjálftahrina olli talsverðum skemmdum á byggingum.
- 12. nóvember - Joseph Boakai sigraði sitjandi forseta, George Weah, í seinni umferð forsetakosninga í Líberíu.
- 14. nóvember - Bandaríkin héldu fund APEC í San Francisco þar sem Xi Jinping og Joe Biden funduðu.
- 15. nóvember - Ísraelsher réðst inn í Al-Shifa, stærsta sjúkrahús Gasa.
- 16. nóvember:
- Andry Rajoelina var kjörinn forseti Madagaskar.
- Finnland lokaði flestum landamærastöðvum við landamærin að Rússlandi vegna straums flóttafólks.
- 17. nóvember - Meðalhiti jarðar náði 2°C yfir meðalhita fyrir iðnvæðingu í fyrsta sinn í sögunni.
- 19. nóvember - Javier Milei var kjörinn forseti Argentínu.
- 22. nóvember - Þingkosningar voru haldnar í Hollandi. Frelsisflokkur Geert Wilders varð stærsti flokkurinn á þingi.
- 24. nóvember:
- Fjögurra daga vopnahlé Hamas og Ísraels tók gildi. Gíslaskipti fóru fram.
- Sómalía fékk inngöngu í Austur-Afríkusambandið.
Desember
breyta- 3. desember - Marapi-eldfjallið í Indónesíu gaus, 22 létust.
- 4. desember - Ísraelsher gerði árásir á Khan Yunis og Rafah á Suður-Gasa og réðst inn á svæðið.
- 6. desember - Rannsóknarstofnunin Google DeepMind gaf út Gemini-mállíkanið.
- 12. desember - Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna fór fram í Dúbaí. Samkomulag náðist um að hverfa frá notkun jarðefnaeldsneytis í nokkrum geirum.
- 15. desember - Gjögurviti á Ströndum hrundi í hvassviðri.
- 17. desember - Kosningabandalag Miloš Vučević hlaut nauman meirihluta í þingkosningum í Serbíu.
- 18. desember:
- Eldgos hófst á Reykjanesskaga, norðan Grindavíkur. Það stóð aðeins í 3 daga.
- Mörg skipafélög sögðust hætt að sigla um Rauðahaf vegna tíðra árása Hútífylkingarinnar.
- 21. desember:
- Sandeyjargöngin opnuðu í Færeyjum milli Straumeyjar og Sandeyjar.
- 15 voru myrt í skotárás í háskóla í Prag og 25 særðust í skæðustu árás seinni tíma í Tékklandi. Morðinginn drap 2 vikuna áður.
- 28. desember - Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen varð heimsmeistari í atskák og vann 16. gullverðlaun sín á ferlinum.
- 29. desember - Innrás Rússa í Úkraínu 2022: Rússar sendu fjölda dróna og flugskeyta á úkraínskar borgir með þeim afleiðingum að 39 létu lífið. Daginn eftir svaraði Úkraína í sömu mynt þar sem 21 lét lífið.
- 31. desember - Margrét Þórhildur, Danadrottning, tilkynnti að hún hygðist afsala sér krúnunni 14. janúar.
Dáin
breyta- 1. janúar – Lise Nørgaard, dönsk blaðakona og rithöfundur (f. 1917).
- 6. janúar – Gianluca Vialli, ítalskur knattspyrnumaður og knattspyrnustjóri (f. 1964).
- 10. janúar – Konstantín 2. Grikkjakonungur (f. 1940).
- 16. janúar – Gina Lollobrigida, ítölsk leikkona, ljósmyndari og stjórnmálakona (f. 1927).
- 18. janúar – David Crosby, bandarískur tónlistarmaður (f. 1941).
- 5. febrúar – Pervez Musharraf, fyrrum forseti Pakistans (f. 1943).
- 8. febrúar - Burt Bacharach, bandarískur lagasmiður og tónlistarmaður (f. 1928).
- 3. mars - Kenzaburo Oe, japanskur nóbelsverðlaunarithöfundur (f. 1935).
- 5. mars - Jóhannes Nordal, hagfræðingur og seðlabankastjóri (f. 1924).
- 5. apríl - Sigurlaug Bjarnadóttir frá Vigur fv. alþingismaður og menntaskólakennari (f. 1926).
- 13. apríl - Árni Tryggvason, leikari (f. 1924).
- 25. apríl - Harry Belafonte, bandarískur söngvari (f. 1927).
- 27. apríl - Ólafur G. Einarsson, alþingismaður og menntamálaráðherra. (f. 1932)
- 9. maí - Anna Kolbrún Árnadóttir, íslensk þingkona (f. 1970).
- 14. maí - Garðar Cortes, íslenskur óperusöngvari (f. 1940).
- 24. maí - Tina Turner, bandarísk-svissnesk söngkona (f. 1939).
- 6. júní - Árni Johnsen, alþingismaður (f. 1944).
- 10. júní - Theodore Kaczynski, bandarískur fjöldamorðingi (f. 1942).
- 12. júní - Silvio Berlusconi, ítalskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra (f. 1936).
- 13. júní - Cormac McCarthy, bandarískur rithöfundur (f. 1933)
- 16. júní - Daniel Ellsberg, bandarískur uppljóstrari um Víetnamstríðið (f. 1931)
- 6. júlí - Arnaldo Forlani, ítalskur stjórnmálamaður og fyrrum forsætisráðherra Ítalíu (f. 1925).
- 9. júlí - Luis Suárez Miramontes, spænskur knattspyrnumaður og sigurvegari gullknattarins 1960 (f. 1935).
- 11. júlí - Milan Kundera, tékkneskur rithöfundur. (f. 1929)
- 21. júlí - Tony Bennett, bandarískur söngvari (f. 1926)
- 26. júlí - Sinéad O'Connor (Shuhada Sadaqat), írsk söngkona (f. 1966)
- 23. ágúst - Jevgeníj Prígozhín, rússneskur leiðtogi málaliðahersins Wagner og samstarfsmaður Vladímírs Pútíns (f. 1961).
- 2. september - Sigurður Líndal, lagaprófessor. (f. 1931)
- 4. september - Guðbergur Bergsson, rithöfundur (f. 1932)
- 14. september - Bjarni Felixson, knattspyrnumaður og íþróttafréttamaður (f. 1936).
- 22. september - Giorgio Napolitano, ítalskur stjórnmálamaður, forseti Ítaliu (f. 1925).
- 25. september:
- David McCallum, skoskur leikari (f. 1933).
- Matteo Messina Denaro, ítalskur mafíuforingi (f. 1962).
- 27. september - Michael Gambon, írsk-breskur leikari (f. 1940).
- 28. september - Dianne Feinstein, bandarísk stjórnmálakona (f. 1933).
- 13. október - Louise Glück, bandarískt ljóðskáld (f. 1943).
- 16. október - Martti Ahtisaari, finnskur stjórnmálamaður (f. 1937).
- 21. október - Bobby Charlton, enskur knattspyrnumaður og þjálfari (f. 1937).
- 27. október - Li Keqiang, kínverskur stjórnmálamaður (f. 1955).
- 28. október - Matthew Perry, bandarískur leikari (f. 1969).
- 19. nóvember - Rosalynn Carter, forsetafrú Bandaríkjanna (f. 1927).
- 29. nóvember - Henry Kissinger, utanríkisráðherra Bandaríkjanna (f. 1923).
- 30. nóvember -
- Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands (f. 1953).
- Shane MacGowan, írskur tónlistarmaður og söngvari The Pogues (f. 1957).
- 1. desember - Sandra Day O'Connor, bandarískur hæstaréttardómari. (f. 1930).
- 12. desember - Ole Paus, norskur söngvari og skáld. (f. 1947).
- 16. desember - Antonio Negri, ítalskur stjórnmálaheimspekingur (f. 1925).
- 21. desember - Robert Solow, bandarískur hagfræðingur
- 27. desember: Jacques Delors, franskur stjórnmálamaður (f. 1925)
Nóbelsverðlaunin
breytaTilvísanir
breyta- ↑ Dóttir Þóreyjar og Alexander er 20.000 Akureyringurinn Akureyri.net