Forsætisráðherra Íslands
Forsætisráðherra Íslands stjórnar fundum ríkisstjórnar Íslands eins og segir í 17. grein stjórnarskrárinnar: „Fundunum stjórnar sá ráðherra, er forseti lýðveldisins hefur kvatt til forsætis, og nefnist hann forsætisráðherra“.

Forsætisráðherra er æðsti formaður forsætisráðuneytisins. Hann er einn þriggja handhafa forsetavalds í fjarveru forsetans. Ýmsar nefndir starfa undir forystu forsætisráðherrans.[1]
Sitjandi forsætisráðherra er Katrín Jakobsdóttir.[2]
Fyrrverandi forsætisráðherrar sem enn eru á lífi:Breyta
- Þorsteinn Pálsson (f. 29. október 1947)
- Davíð Oddsson (f. 17. janúar 1948)
- Geir Haarde (f. 8. apríl 1951)
- Jóhanna Sigurðardóttir (f. 4. október 1942)
- Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (f. 12. mars 1975)
- Sigurður Ingi Jóhannsson (f. 20. apríl 1962)
- Bjarni Benediktsson (f. 26. janúar 1970)
Röð forsætisráðherra eftir tímalengd í embætti[3]
- Magnús Guðmundsson gegndi embætti forsætisráðherra í 12 daga eftir fráfall Jóns Magnússonar árið 1926. Hann er þó almennt ekki talinn með á listum yfir forsætisráðherra enda sat hann einungis til bráðabirgða.
+ Ólafur Thors fór í 115 daga veikindaleyfi og gegndi Bjarni Benediktsson starfinu í forföllum hans, hér teljast þeir dagar þó til forsætisráðherratíðar Ólafs.
++ Miðað við 1. júní 2023.
Yngsti forsætisráðherrann
# | Forsætisráðherra | Aldur | Flokkur |
1. | Hermann Jónasson | 37 | Framsóknarflokkurinn |
2. | Ásgeir Ásgeirsson | 38 | Framsóknarflokkurinn |
3. | Sigmundur Davíð Gunnlaugsson | 38 | Framsóknarflokkurinn |
4. | Tryggvi Þórhallsson | 38 | Framsóknarflokkurinn |
5. | Þorsteinn Pálsson | 39 | Sjálfstæðisflokkurinn |
Elsti forsætisráðherrann
# | Forsætisráðherra | Aldur | Flokkur |
1. | Gunnar Thoroddsen | 72 | Sjálfstæðisflokkurinn |
2. | Ólafur Thors | 71 | Sjálfstæðisflokkurinn |
3. | Jóhanna Sigurðardóttir | 70 | Samfylkingin |
4. | Jón Magnússon | 67 | Íhaldsflokkurinn |
5. | Ólafur Jóhannesson | 66 | Framsóknarflokkurinn |
Tímaröð íslenskra forsætisráðherraBreyta
Tímaröðin hér fyrir neðan sýnir æviskeið og stjórnmálaferil íslenskra forsætisráðherra í gegnum tíðina að meðtöldum ráðherrum Íslands allt frá því að Ísland fékk heimastjórn árið 1904.

Tengt efniBreyta
TenglarBreyta
HeimildirBreyta
- ↑ „Stjórnaráðið — Um ráðuneytið“. Sótt 30. nóvember 2017.
- ↑ „Ný ríkisstjórn tekin verið – þau eru ráðherrar“, RÚV, 30. nóvember 2017.
- ↑ — Ráðuneyti frá 1917, vefur Alþingis https://www.althingi.is/thingmenn/althingismannatal/radherrar-og-raduneyti-1904-2010/raduneyti-1917-2011/ — Ráðuneyti frá 1917, vefur Alþingis.