Alþingiskosningar 2024

Alþingiskosningar fóru fram þann 30. nóvember 2024 eftir að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra boðaði þingrof og baðst lausnar fyrir ráðuneyti sitt þann 13. október 2024. Kosningar hefðu annars farið fram í síðasta lagi 27. september 2025.

Alþingiskosningar 2024
Ísland
← 2021 30. nóvember 2024 Í síðasta lagi 2028 →

63 sæti á Alþingi
32 sæti þarf fyrir meirihluta
Kjörsókn: 80,2% 0,1%
Flokkur Formaður % Sæti +/–
Samfylkingin Kristrún Frostadóttir 20,8 15 +9
Sjálfstæðisflokkurinn Bjarni Benediktsson 19,4 14 -2
Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 15,8 11 +6
Flokkur fólksins Inga Sæland 13,8 10 +4
Miðflokkurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 12,1 8 +5
Framsóknarflokkurinn Sigurður Ingi Jóhannsson 7,8 5 -8
Hér eru skráðir þeir flokkar sem náðu manni á þing.
Sjá heildarúrslitin neðar í grein.
Seinasta ríkisstjórn
Bjarni Benediktsson II
 B   D 

Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn sem höfðu verið í stjórnarmeirihluta á kjörtímabilinu töpuðu miklu fylgi í kosningum og fengu allir minnsta fylgi í sögu hvers flokks. Vinstri græn misstu alla sína þingmenn eftir að hafa verið á þingi frá 1999. Þeir flokkar sem höfðu verið í stjórnarandstöðu á þingi juku allir við fylgi sitt að Pírötum undanskildum, en þeir féllu einnig af þingi eftir ellefu ára veru. Samfylkingin varð stærsti flokkurinn á þingi með 20,8% gildra atkvæða. Stjórnarmyndunarviðræður standa nú yfir og ljóst er að þrjá eða fleiri flokka þarf til að mynda stjórnarmeirihluta.

Aðdragandi

breyta

Fráfarandi ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar samanstóð af Sjálfstæðisflokknum, Vinstri grænum og Framsóknarflokknum. Hún tók við af ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur á miðju kjörtímabili.[1] Samstarf þessara flokka í ríkisstjórn hófst fyrst eftir alþingiskosingarnar 2017 og varði í rúm sjö ár, lengur en nokkurt þriggja flokka stjórnarsamstarf fram að þessu.[2]

Erfiðleikar í samstarfi flokkanna urðu æ meira áberandi eftir því sem leið á seinna kjörtímabil samstarfsins, sérstaklega í málefnum útlendinga og orkumálum. Sérstaklega reyndi svo á stjórnarsamstarfið í máli sem varðaði brottvísun palestínskrar fjölskyldu í september 2024 þar sem ráðherrar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna voru ósammála um réttmæti afskipta ráðherra í málinu.[3] Á landsfundi Vinstri grænna í október 2024 var samþykkt ályktun um að slíta ætti samstarfinu og stefna að kosningum um vorið 2025.[4] Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins lýsti hins vegar yfir endalokum stjórnarsamtarfsins á blaðamannafundi 13. október og gekk á fund forseta Íslands þann 14. október til að leita samþykkis forseta á þingrofi og baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt daginn eftir.[5][6] Halla Tómasdóttir, forseti Íslands lagði til að fráfarandi ríkisstjórn myndi skipa starfstjórn og starfa því áfram þar til ný stjórn er mynduð eftir kosningar, en Vinstri grænir neituðu að taka þátt í slíkri starfstjórn og hættu því þátttöku í ríkisstjórninni þann 17. október.[7]

Framkvæmd

breyta

Í kosningunum var kosið um 63 þingsæti á Alþingi og notast var við hlutfallskosningu í sex kjördæmum. 54 þingsætum er úthlutað í kjördæmunum samkvæmt niðurstöðum í þeim en 9 þingsæti eru jöfnunarsæti sem úthlutað er samkvæmt niðurstöðum á landsvísu. Stjórnmálasamtök þurfa að ná 5% fylgi á landsvísu til að fá úthlutað jöfnunarsætum.[8] Fjöldi þingsæta á Alþingi og kjördæmaskipan var óbreytt frá síðustu kosningum en eitt þingsæti fluttist frá Norðvesturkjördæmi til Suðvesturkjördæmis vegna reglu um að kjósendur á kjörskrá að baki hverju þingsæti megi ekki ekki vera meira en tvöfalt fleiri í einu kjördæmi en einhverju hinna.[9]

Samkvæmt kosningalögum eiga alþingiskosningar að fara fram í síðasta lagi þegar að fjögurra ára kjörtímabili lýkur en lok kjörtímabils miðast við sama vikudag í mánuði, talið frá mánaðarmótum. Þar sem alþingiskosningarnar 2021 fóru fram á fjórða laugardegi septembermánaðar þurftu þessar kosningar að fara fram í síðasta lagi þann 27. september 2025[10] , en í kjölfar stjórnarslita 13. október 2024 var þeim flýtt til 30. nóvember 2024 skv. tillögu forsætisráðherra en áður hafði landsfundur Vinstri grænna ályktað um að kjósa skyldi um vorið 2025. Óvenjulegt er að alþingiskosningar fari fram svo seint á árinu, þær hafa aðeins einu sinni farið fram síðar en það var 2.-3. desember 1979.[11] Framboðsfrestur var til kl. 12 á hádegi fimmtudaginn 31. október og atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hófst 7. nóvember.[12]

Kjósendur á kjörskrá voru 268.422 og fjölgaði um tæp 14 þúsund frá síðustu kosningum.[13] Veðurspár í aðdraganda kosninganna bentu til þess að veður á kjördag gæti orðið þannig að það raskaði framkvæmd kosninganna og talningu atkvæða, sér í lagi í landsbyggðarkjördæmunum þar sem víða þarf að ferðast með atkvæði um langan veg á talningarstað. Hríðarveður var á Austurlandi á kjördag og færð spilltist á fjallvegum en ekki kom til þess að fresta þyrfti kjörfundum. Björgunarsveitir aðstoðuðu við flutning atkvæða frá ýmsum byggðarlögum þar til Egilsstaða. Þaðan var flogið með öll atkvæði af Austurlandi á talningarstað á Akureyri.[14] Þyrla Landhelgisgæslunnar var fengin til að flytja atkvæði frá Höfn til talningarstaðar Suðurkjördæmis á Selfossi vegna vonskuveðurs og ófærðar á þjóðveginum um Suðausturland.[15]

Framboð

breyta

Ellefu stjórnmálasamtök voru framboði; þeir átta flokkar sem áttu fyrir sæti á Alþingi ásamt Sósíalistaflokki Íslands, Lýðræðisflokknum[16] og Ábyrgri framtíð.[17] Nýr stjórnmálaflokkur Græningja stefndi að framboði en hætti við.[18] Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn var með skráðan listabókstaf en ákvað að bjóða ekki fram.[19]

Þrjú formannaskipti áttu sér stað hjá flokkunum á kjörtímabilinu. Kristrún Frostadóttir tók við af Loga Einarssyni sem formaður Samfylkingarinnar í október 2022 og Guðmundur Ingi Guðbrandsson tók við sem formaður Vinstri grænna af Katrínu Jakobsdóttur í apríl 2024 í kjölfar afsagnar hennar þar sem hún bauð sig fram til embættis forseta Íslands í forsetakosningum sama ár. Guðmundur Ingi gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku í flokknum og var Svandís Svavarsdóttir kjörin formaður Vinstri grænna á landsfundi flokksins í byrjun október. Í ágúst 2024 sagðist Bjarni Benediktsson íhuga að hætta sem formaður Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar, en í október 2024 tilkynnti hann að hann myndi verða formaður flokksins í kosningunum eftir að stjórninni var slitið.[20][21]

Þar sem skammur fyrirvari gafst fyrir kosningarnar fóru flest framboðin þá leið að stilla upp á framboðslista sína. Einungis Píratar héldu prófkjör með þátttöku almennra félagsmanna en hjá Sjálfstæðisflokknum var kosið um efstu sæti lista á kjördæmisþingum í fjórum kjördæmum.[22] Nokkuð var rætt um „frægðarvæðingu“ stjórnmála í tengslum við raðanir á lista þar sem dæmi voru um að þjóðþekktir einstaklingar væru settir í efstu sæti framboðslista þó að þeir hefðu ekki haft afskipti af stjórnmálum áður.[23][24]

Yfirlit framboða

breyta
Merki og stafur Flokkur Formaður Úrslit 2021 Breytingar á
kjörtímabilinu
Fylgi Þingsæti
  D Sjálfstæðisflokkurinn   Bjarni Benediktsson 24,4%
16 / 63
  frá  M 
  B Framsóknarflokkurinn   Sigurður Ingi Jóhannsson 17,3%
13 / 63
  V Vinstrihreyfingin -
grænt framboð
  Svandís Svavarsdóttir 12,6%
8 / 63
 BJ til  G 
  S Samfylkingin   Kristrún Frostadóttir 9,9%
6 / 63
  F Flokkur fólksins   Inga Sæland 8,8%
6 / 63
 JFM til  M 
  P Píratar Formannslaust framboð 8,6%
6 / 63
  C Viðreisn   Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
8,3%
5 / 63
  M Miðflokkurinn   Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
5,4%
3 / 63
  til  D 
 JFM frá  F 
  J Sósíalistaflokkur
Íslands
  Sanna Magdalena
Mörtudóttir
4,1%
0 / 63
  Y Ábyrg framtíð Jóhannes Loftsson 0,1%
0 / 63
  L Lýðræðisflokkurinn Arnar Þór Jónsson Ekki í framboði

(B) Framsóknarflokkurinn

breyta

Sigurði Inga Jóhannssyni leiddi Framsóknarflokkinn í kosningunum, rétt eins og í þremur síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn hefur verið þátttakandi í ríkisstjórn frá árinu 2017 og var eini stjórnarflokkurinn sem bætti við sig fylgi í kosningunum 2021. Stillt var upp á framboðslista flokksins í öllum kjördæmum og oddvitar listanna voru allir þeir sömu og 2021 með þeirri undantekningu að Sigurður Ingi ákvað að leiða ekki lista flokksins í Suðurkjördæmi heldur taka annað sæti listans. Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri og forsetaframbjóðandi leiðir listann í kjördæminu.[25] Framsóknarflokkurinn hefur misst mjög mikið fylgi í skoðanakönnunum fyrir kosningarnar og mælst með sögulega lítið fylgi, jafnvel utan þings nokkrum sinnum.[26]

(C) Viðreisn

breyta

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var áfram formaður Viðreisnar í kosningunum.[27] Viðreisn hafði verið í stjórnarandstöðu frá árinu 2017 og var fylgi flokksins í könnunum svipað niðurstöðu kosninganna 2021 framan af kjörtímabilinu, en tók verulega að rísa nokkrum vikum fyrir kosningar og tók að mælast sem næststærsti flokkurinn í könnunum viku fyrir kjördag. Í september 2024 gaf listamaðurinn, fyrrum borgarstjórinn og forsetaframbjóðandinn Jón Gnarr það út að hann hafði gengið til liðs við flokkinn og ætlaði að sækjast eftir að leiða lista í Reykjavík.[28] Hanna Katrín Friðriksson, oddviti Viðreisnar í Reykjavík norður sagði að Jón væri ekki fyrsti karlinn sem að gerir ráð fyrir rauða dreglinum.[29] Einnig gaf Pawel Bartoszek það út að hann sæktist eftir sæti á lista flokksins. Stillt var upp á framboðslista flokksins í öllum kjördæmum. Oddvitar á listum voru þeir sömu og 2021 nema í Norðvesturkjördæmi þar sem María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður formanns flokksins, fékk fyrsta sætið og í Norðausturkjördæmi þar sem Ingvar Þóroddsson, framhaldsskólakennari leiðir listann. Jón Gnarr fékk annað sætið í Reykjavík norður en Pawel Bartoszek annað sætið í Reykjavík suður.[30]

(D) Sjálfstæðisflokkurinn

breyta

Sjálfstæðisflokkurinn hafði verið í ríkisstjórn í fimm kjörtímabil eða frá árinu 2013 og hafði Bjarni Benediktsson hefur verið formaður flokksins síðan 2009. Bjarni varð forsætisráðherra í apríl 2024 eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur úr ríkisstjórn. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur flokkurinn misst mikið fylgi á kjörtímabilinu og raunar aldrei mælst lægri.[31] Í ágúst 2024 greindi Bjarni frá því að hann hugleiddi það að hætta sem formaður flokksins fyrir landsfund flokksins sem að átti að fara fram í febrúar 2025.[20] Í október 2024 sleit Sjálfstæðisflokkurinn ríkisstjórninni og tilkynnti Bjarni að hann myndi verða formaður flokksins í kosningunum.[32]

Af 17 manna þingflokki Sjálfstæðisflokksins var það einungis Óli Björn Kárason sem lýsti því yfir við slit ríkisstjórnarinnar að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Síðar féll Birgir Ármannsson einnig frá því að sækjast eftir sæti á framboðslista.[33] Í fjórum kjördæmum var kosið um efstu sæti á framboðslistum á kjördæmisþingum. Fimm sitjandi þingmenn flokksins náðu ekki þeim sætum sem þeir stefndu að og tóku því ekki sæti á framboðslistum. Ólafur Adolfsson kom nýr inn í oddvitasæti í Norðvesturkjördæmi og Jens Garðar Helgason í Norðausturkjördæmi.[34] Baráttan um annað sætið í Suðvesturkjördæmi vakti einnig mikla athygli en þar tókust á Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður flokksins, og Jón Gunnarsson. Þórdís hafði betur og Jón tók ekki þátt í kosningu um þriðja eða fjórða sæti listans. Síðar samþykkti hann þó að taka fimmta sæti listans og jafnframt stöðu sem sérstakur fulltrúi forsætisráðherra í matvælaráðuneytinu.[35]

(F) Flokkur fólksins

breyta

Flokkur fólksins hafði setið í stjórnarandstöðu frá því að flokkurinn komst fyrst á þing 2017. Inga Sæland hafði leitt flokkinn frá upphafi og gerði það einnig nú. Fylgi flokksins í könnunum hafði verið áþekkt því flokkurinn fékk í síðustu alþingiskosningunum. Allir þingmenn flokksins sóttust eftir því að halda áfram.[36] En svo fór að Tómas A. Tómasson, þingmanni flokksins í Reykjavík norður og Jakobi Frímanni Magnússyni í Norðaustur var neitað um sæti á lista. Í stað þeirra leiddi Ragnar Þór Ingólfsson í Reykjavík norður og Sigurjón Þórðarson fyrrum formaður og þingmaður Frjálslynda flokksins í Norðaustur.[37] Vegna þessa sagði Jakob Frímann sig úr flokknum og gekk svo til liðs við Miðflokkinn þar sem hann fékk 2. sætið á lista þess flokks í Reykjavík norður.[38]

(J) Sósíalistaflokkur Íslands

breyta

Sósíalistaflokkur Íslands bauð fram í annað sinn. Þrátt fyrir gott gengi í skoðanakönnunum náði flokkurinn ekki að koma manni inn í alþingiskosningunum 2021. Flokkurinn hefur mælst ýmist á eða utan þings á kjörtímabilinu, en þó mun oftar utan þings. Í september 2024 greindi Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti flokksins í borgarstjórn Reykjavíkur að hún myndi gefa kost á sér á lista flokksins í kosningunum.[39] Í lok október 2024 tilkynnti flokkurinn að Sanna myndi verða eiginilegur leiðtogi flokksins í kosningunum í stað Gunnars Smára Egilssonar sem leiddi flokkinn í kosningunum 2021.[40]

(L) Lýðræðisflokkurinn

breyta

Arnar Þór Jónsson, hæstarréttarlögmaður og forsetaframbjóðandi í forsetakosningunum 2024 tilkynnti í júlí 2024 að hann væri að íhuga að stofna nýjan stjórnmálaflokk til að bjóða fram til alþingis í öllum kjördæmum.[41] Í september 2024 fóru hinsvegar fram viðræður á milli Arnars Þórs og Miðflokksins sem að gengu út á að Arnar Þór myndi gangast til liðs við Miðflokkinn í stað þess að stofna nýjan flokk. Viðræðurnar gengu ekki upp og stofnaði Arnar Þór, Lýðræðisflokkinn - samtök um sjálfsákvörðunarrétt í sama mánuði.[42][43] Flokkurinn fékk úthlutað listabókstafinum L.[44]

(M) Miðflokkurinn

breyta

Miðflokkurinn bauð fram til Alþingis í þriðja sinn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafði leitt flokkinn í stjórnarandstöðu frá stofnun hans. Flokkurinn fékk kjörna þrjá þingmenn í kosningunum 2021, en eftir að Birgir Þórarinsson yfirgaf flokkinn strax eftir kosningarnar hafði Miðflokkurinn einungis tvo þingmenn.[45] Miðflokkurinn byrjaði með mjög lítið fylgi í skoðanakönnunum fyrripart kjörtímabilsins en þegar líða fór á það jókst fylgið þannig að flokkurinn mældist næststærstur á tímabili. Í september 2024 gekk sundkappinn Anton Sveinn McKee til liðs við flokkinn.[46] Fjölmiðlamaðurinn Snorri Másson sóttist eftir því að leiða lista flokksins, ásamt Sigríði Andersen sem var þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 2015 til 2021 og dómsmálaráðherra frá 2017 til 2019.[36][47] Í október 2024 gekk Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins í flokkinn eftir að hafa verið neitað sæti á lista.[48] Athygli vakti að allir þeir sem að áttu aðild í Klaustursmálinu 2018 voru ofarlega á lista flokksins fyrir utan Önnu Kolbrúnu Árnadóttur sem lést árið 2023.[49]

(P) Píratar

breyta

Píratar buðu fram í fimmta sinn í alþingiskosningunum og gátu því orðið sá stjórnmálaflokkur sem oftast hefur náð kjöri á Alþingi fyrir utan hinn svokallaða fjórflokk.[50] Flokkurinn hafði þó aldrei átt aðild að ríkisstjórn. Landsþing Pírata var haldið í september 2024 en kjör nýrrar framkvæmdarstjórnar vakti nokkrar deilur innan flokksins.[51] Framan af kjörtímabilinu mældist fylgi Pírata svipað eða hærra en í síðustu alþingiskosningum, en tók að dala þegar nær dró kosningum þegar fylgi flokksins fór að mælast í kringum 5% þröskuldinn.

Píratar voru nú eini stjórnmálaflokkurinn sem hélt prófkjör til að raða á framboðslista sína. Prófkjörið frá fram í rafrænu kosningakerfi á vef flokksins 20. til 22. október 2024. Lenya Rún Taha Karim sigraði sameiginlegt prófkjör í Reykjavíkurkjördæmunum og hafði þar betur en þrír sitjandi þingmenn og tveir borgarfulltrúar. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir náði fyrsta sætinu í Suðvesturkjördæmi, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir í Norðvesturkjördæmi, Theódór Ingi Ólafsson í Norðausturkjördæmi og Týr Þórarinsson í Suðurkjördæmi.[52] Píratar höfðu ekki eiginlegan formann en Þórhildur Sunna hafði umboð grasrótar flokksins til að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum.[53]

(S) Samfylkingin

breyta

Samfylkingin hafði verið í stjórnarandstöðu síðan árið 2013. Logi Einarsson sem var formaður flokksins frá 2016 til 2022 hætti sem formaður í október 2022 og var Kristrún Frostadóttir kjörin í embættið.[54] Um haustið 2022 fór fylgi Samfylkingar að aukast og í byrjun árs 2023 var Samfylkingin orðin stærsti flokkurinn í skoðanakönnunum og var það í öllum könnunum sem að gerðar voru frá febrúar 2023 til nóvember 2024. Samkvæmt könnunum hafði Kristrún verið sá stjórnmálamaður sem flestir treystu og í efsta sæti þeirra sem kjósendur vildu sem næsta forsætisráðherra.[55][56] Stillt var upp á lista í öllum kjördæmum og fjölmargir sóttust eftir sæti hjá flokknum, þar á meðal Dagur B. Eggertsson, Alma Möller, Víðir Reynisson og Nichole Leigh Mosty.[36] Í október 2024 kom upp mál þar sem Kristrún Frostadóttir formaður flokksins gerði lítið úr hlutverki Dags B. Eggertssonar í einkaskilaboðum til kjósanda og sagði að hann gæti strikað yfir nafns fyrrum borgarstjórans sem var í öðru sæti í Reykjavík norður.[57] Blaðamaðurinn Þórður Snær Júlíusson fékk þriðja sæti í Reykjavík norður en dró framboð sitt til baka í nóvember 2024 eftir að rúmlega tuttuga ára gömul bloggsíða var grafin upp þar sem að hann var sakaður um kvenfyrirlitningu og annað.[58]

(V) Vinstri hreyfingin – grænt framboð

breyta

Vinstri grænir sátu í ríkisstjórn frá nóvember 2017 til októbers 2024 og voru frá nóvember 2017 til apríl 2024 með forsætisráðherraembættið þegar formaður flokksins, Katrín Jakobsdóttir var forsætisráðherra. Í apríl 2024 sagði Katrín af sér sem forsætisráðherra, þingmaður og formaður flokksins og fór í framboð í forsetakosningunum 2024.[59] Í kjölfarið gerðist Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður flokksins frá 2019 að formanni flokksins. Í september 2024 tilkynnti Guðmundur Ingi að hann myndi ekki gefa kost á sér sem formaður á landsfundi flokksins sem fór fram í byrjun októbers.[60] Í kjölfarið lýsti Svandís Svavarsdóttir yfir formannsframboði og var hún sjálfkjörin formaður flokksins í október.[61] Vinstri grænir höfðu misst mikið fylgi á kjörtímabilinu.[62][63] Á tíma Katrínar sem formanns mældist flokkurinn með lítið fylgi, en þó alltaf á þingi. Þegar Guðmundur Ingi tók við sem formaður missti flokkurinn ennþá meira fylgi og mældist nánast alltaf utan þings. Tveimur dögum eftir að stjórninni var slitið af Sjálfstæðisflokki í október 2024 tilkynntu þrír ráðherrar Vinstri grænna að þeir myndu hætta þáttöku í starfstjórn ríkisstjórnarinnar fram að kosningunum[64] og tóku þau því ekki þátt áframhaldandi samstarfi flokkanna og hættu þau því í ríkisstjórninni 17. október.[65] Umhverfissinninn Finnur Ricart Andrason og sóknarpresturinn Sindri Geir Óskarsson voru á meðal þeirra sem leiddu lista flokksins.

(Y) Ábyrg framtíð

breyta

Ábyrg framtíð sem var leidd af Jóhannesi Loftssyni stefndi upphaflega á framboð í öllum kjördæmum, en á endanum buðu þau einungis fram í Reykjavík norður.[66] Flokkurinn var stofnaður árið 2021 og bauð fram í alþingiskosningunum 2021, einungis í Reykjavík norður og hlaut flokkurinn 0,1% í kosningunum.[67] Flokkurinn bauð einnig fram í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum 2022 og hlaut 0,8% atkvæða.[68] Helsta stefnumál flokksins í þessum kosningum var að fram færi uppgjör við aðgerðir stjórnvalda í kórónaveirufaraldrinum.[66]

Flokkar sem að hættu við framboð

breyta

(G) Græningjar

breyta

Í október 2024 voru stjórnmálasamtök Græningja stofnuð af Kikku Sigurðardóttur. Þau stefndu að því að bjóða fram í öllum kjördæmum og reyndu að finna þjóðþekkta einstaklinga til þess að manna lista.[69] Bjarni Jónsson sem kjörinn var sem þingmaður VG í kosningunum 2021 sagði skilið við þingflokk Vinstri grænna skömmu eftir stjórnarslitin og tilkynnti svo 27. október að hann hefði gengið til liðs við hið nýstofnaða stjórnmálaafl Græningja. Því voru Græningjar með einn þingmann á þingi í einn mánuð árið 2024, fyrir kosningarnar. Flokkurinn fékk listabókstafinn G samþykktan.[70] Þegar það leit út fyrir að ekki myndi takast að safna nægum fjölda undirskrifta var fallið frá framboði Græningja, þrátt fyrir að hafa þingmann og skráðan listabókstaf.[36]

Oddvitar

breyta

Í töflunni hér að neðan má sjá efstu menn á öllum framboðslistum sem boðnir verða fram í kosningunum:

Flokkur RN RS SV NV NA S
(B) Framsóknarflokkurinn Ásmundur Einar Daðason Lilja Dögg Alfreðsdóttir Willum Þór Þórsson Stefán Vagn Stefánsson Ingibjörg Isaksen Halla Hrund Logadóttir
(C) Viðreisn Hanna Katrín Friðriksson Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir María Rut Kristinsdóttir Ingvar Þóroddsson Guðbrandur Einarsson
(D) Sjálfstæðisflokkurinn Guðlaugur Þór Þórðarson Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Bjarni Benediktsson Ólafur Adolfsson Jens Garðar Helgason Guðrún Hafsteinsdóttir
(F) Flokkur fólksins Ragnar Þór Ingólfsson Inga Sæland Guðmundur Ingi Kristinsson Eyjólfur Ármannsson Sigurjón Þórðarson Ásthildur Lóa Þórsdóttir
(J) Sósíalistaflokkur Íslands Gunnar Smári Egilsson Sanna Magdalena Mörtudóttir Davíð Þór Jónsson Guðmundur Hrafn Arngrímsson Þorsteinn Bergsson Unnur Rán Reynisdóttir
(L) Lýðræðisflokkurinn Baldur Borgþórsson Kári Allansson Arnar Þór Jónsson Gunnar Viðar Þórarinsson Eldur Smári Kristinsson Elvar Eyvindsson
(M) Miðflokkurinn Sigríður Andersen Snorri Másson Bergþór Ólason Ingibjörg Davíðsdóttir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Karl Gauti Hjaltason
(P) Píratar Lenya Rún Taha Karim Björn Leví Gunnarsson Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Theodór Ingi Ólafsson Mummi Týr Þórarinsson
(S) Samfylkingin Kristrún Frostadóttir Jóhann Páll Jóhannsson Alma Möller Arna Lára Jónsdóttir Logi Einarsson Víðir Reynisson
(V) Vinstri hreyfingin – grænt framboð Finnur Ricart Andrason Svandís Svavarsdóttir Guðmundur Ingi Guðbrandsson Álfhildur Leifsdóttir Sindri Geir Óskarsson Hólmfríður Árnadóttir
(Y) Ábyrg framtíð Jóhannes Loftsson

Fjölmiðlaumfjöllun

breyta

Fyrsti leiðtogaumræðuþátturinn var haldinn þann 1. nóvember á RÚV þar sem að forystufólk allra ellefu framboðanna mættu. Annar leiðtogaumræðuþættur var sýndur á RÚV þann 29. nóvember.[71] Leiðtogaumræður fóru einnig fara fram á Heimildinni þann 26. nóvember, hjá Morgunblaðinu þann 28. nóvember og á Stöð 2 þann 28. nóvember. Auk þess sýndi RÚV þættina Forystusætið í nóvember þar sem að allir leiðtogar flokkanna voru tekin í einkaviðtöl. RÚV var einnig með sex kjördæmakappræðuþætti á Rás 2 og á ruv.is þar sem að oddvitar flokkanna í hverju kjördæmi komu fram. Stöð 2 sýndi einnig sérstakan kappleikaþátt þann 26. nóvember þar sem fulltrúar flokkanna öttu kappi í ýmsum þrautum og leikjum.

Skoðanakannanir

breyta

Í desember 2017 sögðust rúmlega 80% þjóðarinnar styðja ríkisstjórnina og í febrúar 2018 sögðust 70% styðja hana. Samanborið við hana mældist ríkisstjórnin á undan henni, fyrsta ráðuneyti Bjarna Benediktssonar einungis með 31% um mitt ár 2017 og var því þessi ríkisstjórn vinsælasta ríkisstjórn frá upphafi mælinga.[72][73][74] Í maí 2019 sögðust 52% styðja ríkisstjórnina og 61% í maí 2020, en margir voru sáttir við aðgerðir ríkisstjórnarinnar við kórónuveirufaraldrinum.[75] Svo fór að í alþingiskosningunum 2021 fékk ríkisstjórnin hreinan meirhluta eða samtals 54,3% atkvæða og mældist stuðningurinn 67% í nóvember sama ár.[76] Í júní 2022 mældist stuðningurinn 44% og 35% í júlí 2023. Í byrjun október 2024 mældist stuðningurinn 24%.[77]

 
Línurit sem sýnir niðurstöður skoðanakannana frá kosningunum 2021.
Fyrirtæki Dags. framkvæmd Úrtak Svarhlutfall Flokkar
Stjórn Stjórnarandstaða Aðrir Forskot
D B V S F P C M J
Maskína 28.-29. nóv 2024 2.908 17,6 8,6 3,9 21,2 9,1 5,4 17,2 11,2 4,5 1,4[78] 3,6
Félagsvísindast. HÍ 28.-29. nóv 2024 2.600 1.060 19,7 9,4 2,1 21,9 10,5 4,5 14,4 10,1 6,1 1,3[79] 2,2
Gallup 23.-29. nóv 2024 4.285 2302 18,4 6,8 3,1 20,0 12,6 4,1 17,6 11,1 4,8 1,4[80] 1,6
Prósent 25.-28. nóv 2024 4.500 2379 14,7 6,4 3,4 21,8 11,2 5,5 17,6 12 5,8 1,2[81] 4,2
Maskína 22.-28. nóv 2024 2.617 14,5 7,8 3,7 20,4 10,8 5,4 19,2 11,6 5,0 1,6[82] 1,2
Gallup 15.–21. nóv 2024 16 6,2 3,3 20,2 13,1 4,1 18,1 12,2 5,1 2,1
Prósent 15.–21. nóv 2024 11,5 4,4 3 18,3 12,5 6,7 22 13,5 6,4 1[83] 3,7
Maskína 15.-20. nóv 2024 1.400 14,6 5,9 3,1 22,7 8,8 4,3 20,9 12,6 5,0 2,2[84] 1,8
Prósent 8.–14. nóv 2024 2.600 52.0 12,0 5,6 2,4 22,4 10,2 3,4 21,5 15,5 5,4 1,0[85] 0,9
Gallup 1.–14. nóv 2024 1.463 48,0 16,4 6,0 4,1 20,8 10,2 5,5 15,5 14,3 6,2 1,1[86] 4,4
Maskína 8.–13. nóv 2024 13,4 7,3 3,4 20,1 9,2 5,1 19,9 12,6 6,3 2,7[87] 0,2
Prósent 1.-7. nóv 2024 2.400 50 12,3 5,8 2,6 21,6 11,5 5,7 17,1 15,1 6,7 1,4[88] 4,5
Maskína 1.-6. nóv 2024 1.407 13,3 7,5 3,2 20,9 8,9 4,9 19,4 14,9 4,5 2,5[89] 1,5
Gallup 1.-31. okt 2024 12.125 47,5 17,3 6,5 4,1 23,8 7,8 5,4 13,5 16,5 4,5 0,6[90] 6,5
Prósent 25.-31. okt 2024 2.400 14,1 5,8 2,6 22,3 11,2 4,9 18,5 14,4 4,0 2,4[91] 3,8
Maskína 22.-28. okt 2024 1.708 13,9 6,9 3,8 22,2 9,3 4,5 16,2 15,9 4,0 3,3[92] 6,0
Prósent 18.-24. okt 2024 2.500 50 13,3 5,8 2,4 24,2 11,4 5,8 15,0 16,1 4,3 1,1[93] 8,1
Sanna Magdalena Mörtudóttir tekur við sem eiginlegur leiðtogi Sósíalistaflokks Íslands af Gunnari Smára Egilssyni.
Prósent 18 okt 2024 15,6 6,2 2,2 24,8 10,8 6,1 14,1 15,1 4,2 9,2
Maskína 13 okt–18 okt 2024 14,1 8 5,1 21,9 7,3 5,2 13,4 17,7 5,2 2,1[94] 4,2
Bjarni Benediktsson slítur stjórnarsamstarfinu eftir sjö ár og boðar til alþingiskosninga.
Svandís Svavarsdóttir verður formaður Vinstri grænna.
Prósent 18 sep–3 okt 2024 2.150 50,8 12 5 3 26 11 9 11 18 4 8
Gallup 30 ágú–30 sep 2024 11.138 48,3 14,1 6,2 4,3 26,2 7,5 7,6 10,3 18,7 5,2 7,5
Maskína 24 sep 2024 1.783 13,4 7,6 3,7 25,0 8,8 8,5 11,3 17,0 4,7 8,0
Gallup 1–29 ágú 2024 10.780 46,8 17,1 7,0 3,4 26,4 6,7 7,8 10,1 16,0 5,7 9,3
Maskína 7–27 ágú 2024 1.730 13,9 9,0 4,6 25,5 7,1 8,6 10,7 15,3 5,2 10,2
Gallup 1–30 júl 2024 9.306 45,9 17,2 7,2 3,5 27,6 8,6 7,8 8,8 14,6 4,7 10,4
Gallup 3–30 jún 2024 8.786 47,3 18,5 6,6 4,0 26,9 7,7 8,8 9,4 14,5 3,5 8,4
Maskína 31 maí–20 jún 2024 1.846 14,7 10,2 5,0 27,1 5,0 9,3 10,1 12,7 5,9 12,4
Gallup 30 apr–2 jún 2024 12.731 50,2 18,0 9,1 3,3 29,9 6,1 8,8 7,7 13,5 3,7 11,9
Maskína 30 apr–23 maí 2024 3.349 17,5 10,4 5,1 27,3 5,6 8,4 9,3 12,6 3,9 9,8
Háskóli Íslands 22–30 apr 2024 2.638 19,0 10,0 4,3 25,4 7,3 8,1 7,9 13,4 4,4 0,2[95] 6,4
Gallup 3–28 apr 2024 9.925 48,1 18,0 8,8 4,4 29,7 7,2 8,2 7,5 12,8 3,4 11,7
Maskína 5–16 apr 2024 1.746 17,2 10,7 5,0 27,3 5,3 8,5 10,2 11,6 4,1 10,1
Katrín Jakobsdóttir lætur af embætti forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson tekur við.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson verður formaður VG eftir forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur.
Gallup 1 mar–2 apr 2024 18,2 7,3 5,6 30,9 6,2 7,8 7,1 12,9 3,9 12,7
Maskína 6–12 mar 2024 1.753 18,0 9,4 6,7 25,6 5,7 9,5 9,7 11,9 3,5 7,6
Gallup 1–29 feb 2024 9.964 48,1 19,9 8,8 4,7 28,2 6,8 8,0 7,5 12,8 3,5 8,3
Maskína 7–27 feb 2024 1.706 18,4 8,5 5,9 27,2 6,4 9,0 9,2 11,1 4,3 8,8
Gallup 2–31 jan 2024 10.503 46,9 18,2 8,4 5,5 30,6 7,9 8,1 7,0 10,9 3,4 12,4
Maskína 10–15 jan 2024 1.936 16,6 10,3 5,7 25,7 6,5 7,6 11,7 11,8 4,1 9,1
Gallup 1 des 2023 – 1 jan 2024 9.636 48,9 18,1 9,4 6,0 28,4 6,8 9,1 8,8 9,7 3,6 10,3
Maskína 19–27 des 2023 1.945 17,3 9,9 5,6 26,3 6,8 8,1 12,2 9,4 4,3 9,0
Gallup 1–30 nóv 2023 9.721 47,8 19,8 8,6 5,1 28,1 6,9 9,3 7,9 9,4 4,2 8,3
Maskína 3–7 nóv & 23–26 nóv 2023 2.376 17,9 10,4 6,1 26,0 6,4 10,0 10,3 8,4 4,4 8,1
Gallup 2–31 okt 2023 10.463 49,8 20,5 7,4 6,0 29,1 6,5 10,2 7,5 8,6 4,1 8,6
Maskína 12–24 okt 2023 1.935 17,7 9,8 5,9 27,8 6,1 10,8 9,3 8,2 4,3 10,1
Gallup 1 sep–3 okt 2023 11.005 48,5 20,4 8,1 5,7 30,1 5,7 9,6 7,9 8,6 3,9 9,7
Maskína 15–29 sep 2023 1.466 19,6 8,8 6,5 24,4 6,5 10,8 11,6 7,0 4,8 4,8
Gallup 1–31 ágúust 2023 10.076 49,5 21,1 7,5 5,9 28,5 6,3 10,3 7,2 8,7 4,4 7,4
Maskína 17–22 ágúust 2023 954 17,6 9,2 6,4 26,1 5,9 13,1 9,5 7,9 4,2 8,5
Gallup 3–30 júly 2023 10.491 46,1 21,0 8,9 6,1 28,6 5,7 10,5 7,0 8,5 3,6 7,6
Maskína 6–24 júly 2023 836 19,3 9,6 8,0 25,3 6,0 11,0 10,4 5,9 4,5 6,0
Prósent 22 júne–22 júly 2023 2.300 51,8 16,1 7,1 7,3 27,4 8,5 14,5 8,9 7,2 2,9 11,3
Gallup 1 júne–2 júly 2023 11.331 48,8 20,8 8,7 6,2 28,4 5,7 9,7 8,1 7,8 4,6 7,6
Maskína 1–22 júne 2023 1.691 18,5 8,8 7,0 27,2 6,6 11,3 9,7 6,3 4,7 8,7
Gallup 2–31 maí 2023 10.316 48,2 20,8 10,2 5,7 28,4 5,5 10,1 7,6 6,9 4,9 7,6
Maskína 4–16 maí 2023 1.726 19,2 10,0 6,1 27,3 5,6 11,0 9,1 6,4 5,2 8,1
Gallup 3 apr–1 maí 2023 9.916 48,7 21,9 9,6 6,6 27,8 6,0 10,0 7,4 6,2 4,3 5,9
Maskína 13–19 apr 2023 852 18,7 10,2 8,2 25,7 4,4 11,4 10,6 6,0 4,9 7,0
Gallup 1 mar–2 apr 2023 1.128 22,3 9,9 7,1 25,1 5,6 9,4 9,1 6,3 5,1 2,8
Maskína 6–20 mar 2023 1.599 20,2 13,2 6,0 24,4 5,2 10,2 9,1 5,7 6,0 4,2
Gallup 1–28 feb 2023 9.517 49,6 22,5 10,8 6,8 24,0 5,6 12,1 7,7 5,3 5,0 1,5
Maskína 3–13 feb 2023 1.892 20,1 12,3 6,7 23,3 5,9 12,7 8,2 5,8 5,0 2,2
Prósent 27 jan–6 feb 2023 2.400 51,4 23,2 11,8 5,9 22,1 9,5 12,5 6,9 4,1 4,1 1,1
Maskína 13–18 jan 2023 804 21,8 12,1 8,3 23,6 5,1 10,4 9,1 5,9 3,6 1,8
Gallup 6–31 jan 2023 9.842 48,5 23,5 11,3 6,8 25,3 5,5 10,4 7,3 5,5 4,4 1,8
Gallup 1 des 2022–2 jan 2023 7.115 48,0 23,8 12,1 6,8 23,4 6,2 11,3 6,9 4,6 4,6 0,2
Prósent 22–30 des 2022 4.000 49,6 23,2 10,8 6,7 20,5 9,7 14,3 6,2 4,5 4,0 2,7
Maskína 16–28 des 2022 1.703 20,0 12,2 7,8 20,1 7,0 12,5 7,5 6,7 6,1 0,1
Gallup 1–30 nóv 2022 10.798 50,8 24,1 12,2 7,5 21,1 4,5 12,2 7,4 5,6 5,2 3,0
Maskína[óvirkur tengill] 4–22 nóv 2022 2.483 21,8 14,8 7,1 19,0 5,0 13,4 9,0 4,9 5,0 2,8
Prósent 14–17 nóv 2022 2.600 51,3 21,1 14,6 8,0 19,1 6,4 11,8 10,6 4,2 4,2 2,0
Gallup 3–31 okt 2022 8.267 49,9 24,4 13,8 8,4 16,6 5,3 12,9 8,4 5,0 5,0 7,8
Kristrún Frostadóttir verður formaður Samfylkingarinnar.
Maskína[óvirkur tengill] 30 sep–17 okt 2022 1.638 22,8 15,0 7,7 14,4 4,6 14,3 9,5 5,0 6,5 7,8
Gallup 1 sep–2 okt 2022 11.149 48,3 24,1 13,4 8,2 16,3 5,1 13,6 8,5 5,4 5,1 7,8
Maskína[óvirkur tengill] 16–27 sep 2022 1.875 20,8 15,6 8,7 15,2 5,0 12,3 10,4 5,3 6,8 5,2
Gallup 2–31 ágú 2022 10.719 48,9 21,8 15,6 8,4 15,5 5,6 14,8 8,4 4,6 5,1 6,2
Maskína[óvirkur tengill] 12–17 ágú 2022 890 20,9 19,6 7,5 12,9 4,6 13,9 8,9 4,5 7,3 1,3
Gallup 1 júl–1 ágú 2022 9.705 49,0 22,1 15,4 8,6 13,7 6,6 15,0 8,6 4,4 5,3 6,7
Maskína[óvirkur tengill] 20–25 júl 2022 895 24,4 18,0 7,7 10,9 6,9 12,7 8,3 6,0 5,1 6,4
Gallup 2–30 jún 2022 10.274 61,7 22,8 17,5 7,2 13,7 7,0 16,1 6,7 4,6 4,1 5,3
Maskína[óvirkur tengill] 1–23 jún 2022 1.658 19,3 18,3 8,5 13,4 6,3 14,6 8,8 4,7 6,1 1,0
Prósent 2–13 jún 2022 1.780 50,1 18,5 17,3 9,0 13,5 5,6 17,5 7,8 4,2 6,3 2,2
Gallup 2–31 maí 2022 10.548 51,9 20,1 17,5 8,1 14,1 6,4 14,7 9,5 4,3 5,0 2,6
Prósent 13–26 apr 2022 3.500 50,3 17,9 12,4 9,6 16,8 8,0 16,2 9,6 4,1 5,4 1,1
Gallup 1–30 apr 2022 9.828 50,1 19,8 15,6 10,1 13,7 7,7 14,5 9,6 4,1 4,6 4,2
Maskína[óvirkur tengill] 17 mar–12 apr 2022 1.367 22,4 15,5 8,8 13,0 7,7 13,2 10,5 4,2 4,6 6,9
Gallup 1–31 mar 2022 10.941 49,6 22,7 18,0 11,4 11,2 8,2 11,9 9,1 3,7 3,6 4,7
Gallup 1–28 feb 2022 9.672 49,7 21,9 18,1 10,5 11,1 7,5 13,2 9,7 3,9 3,9 3,8
Maskína[óvirkur tengill] 28 jan–16 feb 2022 3.039 21,9 16,9 12,9 13,4 7,6 10,3 9,7 3,9 3,5 5,0
Gallup 1–31 jan 2022 10.911 50,4 22,4 17,0 10,7 10,8 8,8 12,5 9,4 3,7 4,3 5,4
Maskína[óvirkur tengill] 6–19 jan 2022 1.548 20,1 17,8 11,2 12,3 8,5 13,5 9,2 3,7 3,7 3,3
Gallup 1–30 des 2021 7.890 51,2 23,3 17,7 10,6 10,5 8,6 12,5 8,7 3,4 4,5 5,6
Gallup 1–30 nóv 2021 10.000 51,0 22,7 17,0 13,0 10,7 8,0 11,8 8,4 3,8 4,4 5,7
Gallup 1–31 okt 2021 8.899 50,6 22,8 17,2 13,4 9,8 7,9 11,0 8,9 4,3 4,6 5,6
MMR 12–18 okt 2021 967 21,1 17,9 12,1 10,1 7,8 11,7 10,0 3,2 5,5 3,2
Alþingiskosningar 2021 25 sep 2021 24,4 17,3 12,6 9,9 8,9 8,6 8,3 5,5 4,1 0,5[96] 7,1

Úrslit kosninganna

breyta
FlokkurAtkvæði%Fulltrúar+/–
Samfylkingin (S)44.09120,7515+9
Sjálfstæðisflokkurinn (D)41.14319,3614-2
Viðreisn (C)33.60615,8211+6
Flokkur fólksins (F)29.28813,7810+4
Miðflokkurinn (M)25.70012,108+5
Framsóknarflokkurinn (B)16.5787,805-8
Sósíalistaflokkur Íslands (J)8.4223,960-
Píratar (P)6.4113,020-6
Vinstri græn (V)4.9742,340-8
Lýðræðisflokkurinn (L)2.2151,040-
Ábyrg framtíð (Y)420,020-
Samtals212.470100,0063
Gild atkvæði212.47098,72
Ógild atkvæði3080,14
Auð atkvæði2.4381,13
Heildarfjöldi atkvæða215.216100,00
Kjósendur á kjörskrá268.42280,18

Úrslit í einstökum kjördæmum

breyta
Hlutfallslegt fylgi (%)
Kjördæmi S D C F M B J P V L Y
Reykjavík N 26,1 17,4 16,3 11,9 8,9 4,0 5,9 5,4 2,9 1,0 0,1
Reykjavík S 22,9 17,6 17,7 13,5 10,5 4,4 5,6 3,9 2,9 1,0
Suðvestur 19,3 23,4 20,1 11,0 12,0 5,9 2,8 2,8 1,5 1,1
Norðvestur 15,9 18,0 12,6 16,7 14,8 13,3 3,4 1,8 2,7 0,8
Norðaustur 21,3 15,0 9,4 14,3 15,7 14,2 3,8 1,8 3,8 0,8
Suður 17,3 19,6 11,2 20,0 13,6 12,0 2,4 1,3 1,3 1,3
Þingsæti
Kjördæmi S D C F M B
Reykjavík N 4 2 3 1 1 0
Reykjavík S 3 3 2 2 1 0
Suðvestur 3 4 3 2 2 0
Norðvestur 1 1 1 2 1 1
Norðaustur 2 2 1 1 2 2
Suður 2 2 1 2 1 2

Greining á úrslitum

breyta
Sjá einnig: Kjörnir alþingismenn 2024

Flokkarnir þrír sem mynduðu ríkisstjórn á undangengnu kjörtímabili, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn, töpuðu alls 18 þingmönnum og fengu hver um sig verstu niðurstöðu úr kosningum í sinni sögu. Af þeim tapaði Sjálfstæðisflokkurinn þó minnstu fylgi og missti tvo þingmenn. Niðurstaðan þótti varnarsigur í ljósi þess að skoðanakannanir í aðdraganda kosningar höfðu sýnt fylgistölur allt niður í 11 til 13%. Framsóknarflokkurinn tapaði öllum þingmönnum sínum höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal þremur ráðherrum. Formaður flokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, stóð afar tæpt sem jöfnunarmaður í Suðurkjördæmi og ekki varð ljóst að hann hefði náð kjöri á þing fyrr en lokatölur bárust úr síðasta kjördæminu eftir hádegi, daginn eftir kjördag. Vinstri græn fengu einungis 2,3% á landsvísu, fengu engann mann kjörinn og náðu ekki 2,5% þröskuldi sem tryggir stuðning úr ríkissjóði til reksturs flokksins.[97]

Þeir flokkar sem höfðu verið í stjórnarandstöðu á undangengnu kjörtímabili bættu allir við sig fylgi að Pírötum undanskildum. Samfylkingin varð stærst flokka með 20,8% fylgi og 15 menn kjörna, en það er minnsta fylgi við siguvegara Alþingiskosninga frá upphafi. Viðreisn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn bættu einnig við sig fylgi frá síðustu kosningum. Píratar töpuðu hins vegar miklu fylgi og féllu niður fyrir 5% þröskuld jöfnunarsæta og fengu því enga menn kjörna.

Nokkur umræða spannst um fjölda "dauðra atkvæða" sem greidd voru framboðum sem ekki komust á þing. Auk Vinstri grænna og Pírata sem féllu af þingi fékk Sósíalistaflokkurinn enga menn kjörna í annari tilraun sinni til að ná kjöri til Alþingis. Þá fengu Lýðræðisflokkurinn og Ábyrg framtíð lítið fylgi og enga menn kjörna. Samanlagt fylgi allra þessara framboða sem fengu enga menn kjörna var 10,4% af gildum atkvæðum og þetta hlutfall hafði aðeins einu sinni verið hærra, en það var árið 2013. Af þessu tilefni varð nokkur umræða um það hvort að þröskuldur fyrir úthlutun jöfnunarsæta væri mögulega of hár og bent var á að hann væri lægri í flestum nágrannalöndum.[98]

Með brotthvarfi Vinstri grænna af þingi raskaðist mynstur sem hafði verið við lýði í marga áratugi sem kennt hefur verið við „fjórflokkinn“ sem fól í sér að auk Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hafa verið tveir flokkar á vinstri væng íslenskra stjórnmála. Annars vegar jafnaðamannaflokkur (Alþýðuflokkurinn og síðar Samfylkingin) en hins vegar róttækari vinstri flokkur. Alþýðubandalagið og forverar þess voru í því hlutverki á 20. öld sem að náðu aftur til ársins 1930, en með stofnun Vinstri grænna árið 1999 tók sá flokkur við því hlutverki. Eftir kosningarnar nú var því enginn flokkur á þingi sem taldist vinstra megin við Samfylkingu.[99] Fljótlega var farið að ræða möguleika á að sameina flokkana yst til vinstri.[100]

Stjórnarmyndun

breyta

Halla Tómasdóttir forseti Íslands boðaði formenn allra sex flokkanna sem að náðu þingsæti á fund sinn þann 2. desember. Þann 3. desember fékk Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar umboð til stjórnarmyndunar og hófust viðræður sama dag á milli Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins.[101] Sama dag þá útilokaði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins að fara í samstarf við Samfylkinguna.[102]


Fyrir:
Alþingiskosningar 2021
Alþingiskosningar Eftir:
Alþingiskosningar 2028

Tilvísanir

breyta
  1. Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir (4. september 2024). „Bjarni Bene­dikts­son nýr for­sætis­ráð­herra“. Vísir.is. Sótt 17. október 2024.
  2. „3ja flokka stjórn ekki setið heilt kjörtímabil - RÚV.is“. RÚV. 29. nóvember 2017. Sótt 18. október 2024.
  3. „Enn­þá í tölu­verðu óvissuástandi um fram­vinduna“. visir.is. 13. október 2024. Sótt 18. október 2024.
  4. Sólrún Dögg Jósefsdóttir (10. júní 2024). „Sam­þykktu á­lyktun og stefna að kosningum í vor“. visir.is. Sótt 6. október 2024.
  5. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir; Ástrós Signýjardóttir; Freyr Gígja Gunnarsson (13. október 2024). „Sjálfstæðisflokkur slítur ríkisstjórnarsamstarfinu – Bjarni vill kosningar 30. nóvember“. RÚV. Sótt 13. október 2024.
  6. Kjartan Kjartansson; Jón Þór Stefánsson (15. október 2024). „Halla féllst á beiðni Bjarna og rúmar sex vikur til kosninga“. visir.is. Sótt 15. október 2024.
  7. Árni Sæberg (15. október 2024). „Taka ekki þátt í starfsstjórn - Vísir“. visir.is. Sótt 15. október 2024.
  8. „112/2021: Kosningalög“. Alþingi. Sótt 18. október 2024.
  9. Isabel Alejandra Diaz (18. október 2024). „Þingsætum fækkar í Norðvesturkjördæmi - RÚV.is“. RÚV. Sótt 18. október 2024.
  10. Ragna Gestsdóttir (9. október 2024). „Ef við náum ekki tökum á þessum málum strax eftir næstu kosningar þá er ekkert víst að það verði aftur snúið“. Dagblaðið Vísir. Sótt 17. október 2024. „Núverandi kjörtímabilki lýkur haustið 2025, síðast var kosið til Alþingis 25. september 2021 og þyrftu næstu kosningar því að fara fram í síðasta lagi 27. september 2025.
  11. „Kjördagar 1908–2021: Almennar alþingiskosningar og landskjör“. Alþingi. Sótt 18. október 2024.
  12. „Kosningar til Alþingis“. Landskjörstjórn. 18. október 2024.
  13. „Talnaefni aðgengilegt um fjölda á kjörskrá vegna alþingiskosninga“. Þjóðskrá. 1. nóvember 2024. Sótt 3. nóvember 2024.
  14. „Atkvæði Austfirðinga farin í loftið“. Austurfrétt. 1. desember 2024.
  15. „Þyrlan sækir kjörgögn á Höfn“. mbl.is. 1. desember 2024.
  16. Freyr Gígja Gunnarsson (16. október 2024). „Flokkarnir þurfa að finna þúsund manns með óflekkað mannorð sem ekki eru hæstaréttardómarar“. RÚV. Sótt 18. október 2024.
  17. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir (17. október 2024). „Ábyrg framtíð stefnir á framboð í öllum kjördæmum“. RÚV. Sótt 18. október 2024.
  18. „Græningjar vilja inn á þing“. RÚV. 20. október 2024.
  19. Sjá auglýsingu 225/2022 í B-deild stjórnatíðinda. Önnur stjórnmálasamtök en þar eru tilgreind þurfa að sækja um listabókstaf til dómsmálaráðuneytis, sbr. 2. mgr. 2.gr.k í lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka nr. 162/2006.
  20. 20,0 20,1 Þorgerður Anna Gunnarsdóttir (31. ágúst 2024). „Bjarni íhugar stöðu sína fram að landsfundi - RÚV.is“. RÚV. Sótt 31. ágúst 2024.
  21. Ólafur Björn Sverrisson (13. október 2024). „Ríkis­stjórnin sprungin - Vísir“. visir.is. Sótt 13. október 2024.
  22. „Píratar í prófkjör en allir hinir stilla upp“. RÚV. 19. október 2024. Sótt 3. nóvember 2024.
  23. Jósefsdóttir, Sólrún Dögg (22. október 2024). „„Ekki góð þróun" að flokkarnir drösli frægu fólki á listana - Vísir“. visir.is. Sótt 14. nóvember 2024.
  24. Þórisdóttir, Anna Lilja (11. nóvember 2024). „Ára endurnýjunar svífur yfir framboðslistum - RÚV.is“. RÚV. Sótt 14. nóvember 2024.
  25. Guðmundsdóttir, Ingibjörg Sara (18. október 2024). „Sigurður Ingi lætur Höllu Hrund eftir fyrsta sæti í Suðurkjördæmi - RÚV.is“. RÚV. Sótt 25. október 2024.
  26. Erla María Markúsdóttir (2. júlí 2024). „Óvinsælasta ríkisstjórn Íslands í 15 ár og minnsta fylgi Framsóknar frá upphafi“. Heimildin. Sótt 18. október 2024.
  27. „Silfrið - 9. september 2024 á RÚV“.
  28. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir (26. september 2024). „Jón Gnarr til Viðreisnar“. RÚV. Sótt 28. september 2024.
  29. „„Ekki fyrsti karlinn sem gerir ráð fyrir rauða dreglinum". www.mbl.is. Sótt 14. nóvember 2024.
  30. Harðarson, Birgir Þór (25. október 2024). „Þrír listar Viðreisnar kynntir: Jón Gnarr í öðru sæti í Reykjavík - RÚV.is“. RÚV. Sótt 14. nóvember 2024.
  31. „Sjálfstæðisflokkurinn aldrei mælst lægri“. www.mbl.is. Sótt 14. nóvember 2024.
  32. „Ríkisstjórnin sprungin“. Morgunblaðið. 13. október 2024. Sótt 17. október 2024.
  33. Signýjardóttir, Ástrós (28. október 2024). „Þingmenn sem gefa ekki kost á sér til áframhaldandi þingsetu - RÚV.is“. RÚV. Sótt 14. nóvember 2024.
  34. Grettisson, Valur (20. október 2024). „Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins á útleið - RÚV.is“. RÚV. Sótt 14. nóvember 2024.
  35. Hrólfsson, Ragnar Jón (25. október 2024). „Jón Gunnarsson tekur fimmta sætið og verður sérstakur fulltrúi - RÚV.is“. RÚV. Sótt 14. nóvember 2024.
  36. 36,0 36,1 36,2 36,3 Sæberg, Árni (17. október 2024). „Kosningavaktin: Ís­lendingar ganga að kjör­borðinu - Vísir“. visir.is. Sótt 19. október 2024.
  37. Sigurþórsdóttir, Sunna Karen; Guðmundsson, Brynjólfur Þór (21. október 2024). „Ragnar Þór á leið á þing fyrir Flokk fólksins - RÚV.is“. RÚV. Sótt 21. október 2024.
  38. Bjarnar, Jakob (24. október 2024). „Jakob Frí­mann yfir­gefur Flokk fólksins - Vísir“. visir.is. Sótt 25. október 2024.
  39. „Sanna borgarfulltrúi vill á þing“. www.mbl.is. Sótt 28. september 2024.
  40. „Gunnar Smári í oddvitasætið“. www.mbl.is. Sótt 2. nóvember 2024.
  41. Rafn Ágúst Ragnarsson (24. júlí 2024). „Arnar Þór í­hugar að stofna stjórn­mála­flokk“. visir.is. Sótt 29. september 2024.
  42. Jón Ísak Ragnarsson (29. september 2024). „Arnar Þór stofnar Lýðræðisflokkinn“. visir.is. Sótt 29. september 2024.
  43. Ragnar Jón Hrólfsson (10. október 2024). „Lýðræðisflokkurinn kynnir stefnumál sín“. RÚV. Sótt 13. október 2024.
  44. „AUGLÝSING um listabókstaf stjórnmálasamtaka og staðfestingu á heiti þeirra“. B-deild Stjórnartíðinda. 23. október 2024.
  45. „Yfirgefur Miðflokkinn tveimur vikum eftir að hafa verið kjörinn á þing fyrir hann“. Kjarninn. 9. október 2021. Sótt 18. október 2024.
  46. „Anton Sveinn til liðs við Miðflokkinn“. www.mbl.is. Sótt 28. september 2024.
  47. Ragnarsson, Rafn Ágúst (20. október 2024). „Sig­ríður Ander­sen leiðir lista Mið­flokksins - Vísir“. visir.is. Sótt 20. október 2024.
  48. Bjarnar, Jakob (29. október 2024). „Jakob Frí­mann til liðs við Mið­flokkinn - Vísir“. visir.is. Sótt 29. október 2024.
  49. Bjarnar, Jakob (29. október 2024). „Klaustur­sveinar allir mættir sex árum síðar - Vísir“. visir.is. Sótt 29. október 2024.
  50. „Píratar gætu skráð sig í sögubækurnar“. mbl.is. 25. nóvember 2024.
  51. „Kurr í röðum Pírata“. www.mbl.is. Sótt 28. september 2024.
  52. „Lenya Rún efst í Reykjavíkurkjördæmunum“. Heimildin. 22. október 2024.
  53. „Grasrótin veitir Þórhildi Sunnu umboðið“. mbl.is. 18. nóvember 2024.
  54. „Kristrún kjörin formaður og boðar nýjar áherslur - RÚV.is“. RÚV. 28. október 2022. Sótt 18. október 2024.
  55. „Flestir treysta Kristrúnu“. Kjarninn. 18. nóvember 2022. Sótt 18. október 2024.
  56. Alexander Kristjánsson (29. ágúst 2024). „Fjórðungur vill Kristrúnu í forsætisráðuneytið – 5% nefna Bjarna“. RÚV. Sótt 18. október 2024.
  57. Pétursson, Vésteinn Örn (28. október 2024). „„Mér brá svo­lítið þegar ég sá þetta" - Vísir“. visir.is. Sótt 22. nóvember 2024.
  58. „Kallaði konur lævísar, undirförlar tíkur“. www.mbl.is. Sótt 22. nóvember 2024.
  59. „Katrín Jakobsdóttir býður sig fram til forseta“. RÚV. 5. apríl 2024. Sótt 18. október 2024.
  60. Ásrún Brynja Ingvarsdóttir (23. september 2024). „Guðmundur Ingi vill verða aftur varaformaður“. RÚV. Sótt 18. október 2024.
  61. Ragnhildur Þrastardóttir (5. október 2024). „Svandís nýr formaður VG en þurfti ekki að leggjast í formannsslag“. Heimildin. Sótt 18. október 2024.
  62. Kristín Sigurðardóttir (3. júlí 2022). „Viðbúið að VG haldi áfram að tapa fylgi“. RÚV. Sótt 18. október 2024.
  63. Magnús Jochum Pálsson (3. janúar 2024). „Vinstri græn næðu ekki inn á þing“. visir.is. Sótt 18. október 2024.
  64. Alma Ómarsdóttir; Birgir Þór Harðarson; Valur Grettisson; Ólöf Rún Erlendsdóttir; Ragnar Jón Hrólfsson; Oddur Þórðarson (15. október 2024). „Tveggja flokka starfsstjórn til kosninga - ráðherrar VG ekki með“. RÚV. Sótt 18. október 2024.
  65. Heimir Már Pétursson (17. október 2024). „Starfsstjórn með minni­hluta á Al­þingi tekur við síð­degis“. visir.is. Sótt 18. október 2024.
  66. 66,0 66,1 Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir (17. október 2024). „Ábyrg framtíð stefnir á framboð í öllum kjördæmum“. RÚV. Sótt 17. október 2024.
  67. „Alþingiskosningar 2021“. Alþingi. Sótt 17. október 2024.
  68. „Sjáið það sem bar hæst á kosninganótt“. Kjarninn. 14. maí 2022. Sótt 17. október 2024.
  69. Bernharðsdóttir, Berghildur Erla (21. október 2024). „Græningjar leita að þjóðþekktum ein­stak­lingi - Vísir“. visir.is. Sótt 22. október 2024.
  70. „Græningjar komnir með sinn fyrsta þingmann“. RÚV. 27. október 2024.
  71. Kristjánsson, Alexander; Jónsson, Þorgils; Þorsteinsdóttir, Valgerður (1. nóvember 2024). „Svona voru kappræður leiðtoganna ellefu - RÚV.is“. RÚV. Sótt 2. nóvember 2024.
  72. „Stuðningur við ríkisstjórnina lækkar bara og lækkar“. Kjarninn. 27. júní 2017. Sótt 5. október 2024.
  73. Ingvar Þór Björnsson (30. desember 2017). „Þrír af hverjum fjórum styðja ríkisstjórnina“. visir.is. Sótt 5. október 2024.
  74. „Rúm 70% styðja ríkisstjórnina“. www.mbl.is. Sótt 5. október 2024.
  75. „61% segjast styðja ríkisstjórnina - RÚV.is“. RÚV. 5. maí 2020. Sótt 5. október 2024.
  76. „Stuðningur við ríkisstjórnina ekki mælst meiri í 3 ár - RÚV.is“. RÚV. 15. nóvember 2021. Sótt 5. október 2024.
  77. „Sögulega lítill stuðningur við ríkisstjórn“. www.mbl.is. Sótt 5. október 2024.
  78. Lýðræðisflokkurinn með 1,0% - Ábyrg framtíð með 0,4%
  79. Lýðræðisflokkurinn með 1,2% - Ábyrg framtíð með 0,1%
  80. Lýðræðisflokkurinn með 1,4% - Ábyrg framtíð með 0,0%
  81. Lýðræðisflokkurinn með 1,2%
  82. Lýðræðisflokkurinn með 1,1% - Ábyrg framtíð með 0,5%
  83. Lýðræðisflokkurinn með 1,% - Ábyrg framtíð með 0,7%
  84. Lýðræðisflokkurinn með 1,6% - Ábyrg framtíð með 0,6%
  85. Lýðræðisflokkurinn
  86. Lýðræðisflokkurinn með 1,0% - Ábyrg framtíð með 0,1%
  87. Lýðræðisflokkurinn með 2,1% - Ábyrg framtíð með 0,6%
  88. Lýðræðisflokkurinn með 1,4%
  89. Lýðræðisflokkurinn með 1,7% - Ábyrg framtíð með 0,8%
  90. Lýðræðisflokkurinn með 0,6% - Ábyrg framtíð með 0,0%
  91. Lýðræðisflokkurinn með 1,5% - Ábyrg framtíð með 0,4% - Annað með 0,5%
  92. Lýðræðisflokkurinn með 1,6% - Ábyrg framtíð með 0,9% - Græningjar með 0,8%
  93. Lýðræðisflokkurinn með 1,1%
  94. Lýðræðisflokkurinn með 2,1%
  95. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn með 0,2%
  96. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn með 0,4% - Ábyrg framtíð með 0,1%
  97. „Vinstri græn missa ríkisstyrkinn“. www.mbl.is. Sótt 2. desember 2024.
  98. Bjarnar, Jakob (12. febrúar 2024). „Sósíal­istar hefðu ekki komist inn í Noregi og Sví­þjóð - Vísir“. visir.is. Sótt 2. desember 2024.
  99. „Baldur rýnir í kosningaúrslitin - Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar“. DV. 1. desember 2024. Sótt 2. desember 2024.
  100. Sigurþórsdóttir, Sunna Karen (2. desember 2024). „„Það er eftirspurn eftir vinstrinu" - RÚV.is“. RÚV. Sótt 2. desember 2024.
  101. Jónsson, Þorgils; Sigurðsson, Grétar Þór (3. desember 2024). „Formennirnir funda á Alþingi klukkan 15 - RÚV.is“. RÚV. Sótt 3. desember 2024.
  102. Sæberg, Árni (12. mars 2024). „Virðist úti­loka sam­starf með Sam­fylkingu - Vísir“. visir.is. Sótt 3. desember 2024.