Breiðamerkurjökull

skriðjökull úr Vatnajökli

Breiðamerkurjökull er skriðjökull sem gengur niður úr Vatnajökli og Öræfajökli til suðurs og suðausturs og er í suðurhluta Vatnajökulsþjóðgarðs. Um árið 1890 náði hann næstum í sjó fram en hefur hopað mikið síðan.[1] Við hop jökulsins myndaðist Jökulsárlón í lægð sem jökullinn hafði mótað með framrás sinni á litlu ísöld. Í ofanverðum jöklinum eru nokkur fjöll eða jökulsker, Þeirra mest eru Esjufjöll.

Breiðamerkurjökull og Esjufjöll.
Breiðamerkurjökull séður úr lofti.
Brotinn jökullinn.

Árið 2017 kom í ljós undan jöklinum leifar af trjástofnum sem bendir til skógur hafi verið á svæðinu fyrir einhverjum þúsundum árum. [2]

Tenglar

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Hvenær mynduðust jöklarnir sem nú eru á Íslandi? Vísindavefur, skoðað 1. október, 2016
  2. Telur við fyrstu sýn að fornlurkurinn sé birki Rúv, skoð
   Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.