Svandís Svavarsdóttir

íslensk stjórnmálakona

Svandís Svavarsdóttir (fædd 24. ágúst 1964) er íslensk stjórnmálakona sem að hefur verið formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs frá árinu 2024. Hún hefur verið alþingismaður fyrir Vinstrihreyfinguna - grænt framboð í Reykjavík frá árinu 2009.[1] Hún var umhverfis- og auðlindarráðherra frá 2009 til 2013, heilbrigðisráðherra frá 2017 til 2021, matvælaráðherra frá 2021 til 2024 og innviðaráðherra árið 2024. Hún sat í borgarstjórn Reykjavíkur árin 2006 til 2009, þar til hún var kjörin á þing. Svandís var kjörin formaður Vinstri grænna í október 2024.

Svandís Svavarsdóttir (SSv)
Innviðaráðherra Íslands
Í embætti
9. apríl 2024 – 17. október 2024
ForsætisráðherraBjarni Benediktsson
ForveriSigurður Ingi Jóhannsson
EftirmaðurSigurður Ingi Jóhannsson
Matvælaráðherra Íslands
Í embætti
28. nóvember 2021 – 9. apríl 2024
ForsætisráðherraKatrín Jakobsdóttir
ForveriKristján Þór Júlíusson
EftirmaðurBjarkey Gunnarsdóttir
Heilbrigðisráðherra Íslands
Í embætti
11. janúar 2017 – 28. nóvember 2021
ForsætisráðherraKatrín Jakobsdóttir
ForveriÓttarr Proppé
EftirmaðurWillum Þór Þórsson
Umhverfis- og auðlindaráðherra Íslands
Í embætti
10. maí 2009 – 23. maí 2013
ForsætisráðherraJóhanna Sigurðardóttir
ForveriKolbrún Halldórsdóttir
EftirmaðurSigurður Ingi Jóhannsson
Formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs
Núverandi
Tók við embætti
5. október 2024
ForveriGuðmundur Ingi Guðbrandsson
Alþingismaður
frá  kjördæmi    þingflokkur
2009  Reykjavík s.  Vinstri græn
Borgarfulltrúi í Reykjavík
frá til    flokkur
2006 2009  Vinstri græn
Persónulegar upplýsingar
Fædd24. ágúst 1964 (1964-08-24) (60 ára)
Selfoss
StjórnmálaflokkurVinstrihreyfingin – grænt framboð
Maki1. Ástráður Haraldsson
2. Torfi Hjartarson
BörnOddur Ástráðsson
Auður Ástráðsdóttir
Tumi Torfason
Una Torfadóttir
FaðirSvavar Gestsson
MenntunMálvísindi og íslenska
HáskóliHáskóli Íslands
Æviágrip á vef Alþingis

Menntun og fyrri störf

breyta

Svandís er stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og lauk BA-prófi við Háskóla Íslands í almennum málvísindum og íslensku árið 1989. Hún gegndi ýmsum störfum fyrir Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra á árabilinu 1992-2005, með hléum. Svandís er gift og á fjögur börn. Hún er dóttir Svavars Gestssonar, (1944-2021) f.v. ráðherra og sendiherra og fyrri konu hans Jónínu Benediksdóttur (1943-2005) skrifstofukonu.

Stjórnmálaferill

breyta

Svandís hóf stjórnmálaferil sinn í Vinstri grænum skömmu eftir stofnun flokksins. Hún var formaður Reykjavíkurfélags VG frá 2003-2005 og framkvæmdastjóri flokksins 2005-2006.

Borgarstjórn

breyta

Hún leiddi lista VG í borgarstjórnarkosningunum 2006, þegar samstarf R-listans leið undir lok og flokkurinn bauð í fyrsta sinn fram undir eigin merkjum.

Svandís varð staðgengill borgarstjóra þann 16. október 2007, eftir að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sprakk. Björn Ingi Hrafnsson sagði skilið við borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins 11. október 2007, en dagana á undan hafði verið misklíð innan meirihlutans um tilveru útrásararms Orkuveitu Reykjavíkur, þ.e. Reykjavik Energy Invest. Meirihlutinn samanstóð af borgarfulltrúum Samfylkingarinnar, Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, Framsóknarflokks og F-lista. Samstarfinu lauk skyndilega í ársbyrjun 2008.

Landsmál

breyta

Í febrúar 2009 tilkynnti Svandís um framboð sitt í forvali Vinstri grænna fyrir Alþingiskosningarnar 2009. Hún hlaut annað sætið, leiðtogasæti í Reykjavíkurkjördæmi suður og var kjörin á Alþingi þann 25. apríl 2009. Hún tók við embætti umhverfisráðherra 10. maí 2009 og varð umhverfis- og auðlindaráðherra við stjórnkerfisbreytingar 1. september 2012.

Svandís var í leiðtogasæti Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir alþingiskosningar 2013 og aftur í kosningunum 2017. Hún var heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur frá 2017-2021 og því í áberandi hlutverki þegar heimsfaraldur Covid-19 hófst árið 2020. Eftir alþingiskosningarnar 2021 tók Svandís við embætti matvælaráðherra. Í því embætti tók hún umdeilda ákvörðun um stöðvun hvalveiða vegna brota á lögum um velferð dýra. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að ákvörðunin hafi farið gegn stjórnsýslulögum og stjórnarskrá[2] og stjórnarandstöðuflokkar á þingi boðuðu vantraust gegn Svandísi. Svandís fór í veikindaleyfi frá ráðherrastörfum 22. janúar 2024 vegna krabbameins í brjósti.[3] Hún sneri aftur til starfa 3. apríl[4] en 9. apríl var gerð uppstokkun á ráðherraembættum í ríkisstjórninni þar sem Svandís færðist í embætti innviðaráðherra. Hún í embætti í aðeins um 6 mánuði eða þar til ríkistjórnin sprakk og boðað var til kosninga. Hún tók ákvörðun fyrir hönd VG að taka ekki þátt í starfstjórn fráfarandi ríkisstjórnar, fyrsta skipti sem að það hefur gerst. Svandís hefur verið formaður VG frá haustinu 2024.

Heimildir

breyta
  1. Sex karlar og fimm konur“, RÚV, 30. nóvember 2017.
  2. „Umboðsmaður Alþingis skilar áliti vegna frestunar hvalveiða“. Matvælaráðuneyrið. 5. janúar 2024.
  3. Aðalsteinn Kjartansson (22. janúar 2024). „Svandís í leyfi eftir krabbameinsgreiningu í morgun“. Heimildin.
  4. Valur Grettisson (2. apríl 2024). „Svandís snýr aftur á morgun“. RÚV.


Fyrirrennari:
Kolbrún Halldórsdóttir
Umhverfis- og auðlindaráðherra
(10. maí 200923. maí 2013)
Eftirmaður:
Sigurður Ingi Jóhannsson
Fyrirrennari:
Óttarr Proppé
Helbrigðisráðherra
(30. nóvember 201728. nóvember 2021)
Eftirmaður:
Willum Þór Þórsson
Fyrirrennari:
Kristján Þór Júlíusson
Matvælaráðherra
(28. nóvember 20219. apríl 2024)
Eftirmaður:
Bjarkey Gunnarsdóttir
Fyrirrennari:
Sigurður Ingi Jóhannsson
Innviðaráðherra
(9. apríl 202417. október 2024)
Eftirmaður:
Sigurður Ingi Jóhannsson