Haítí er eyríki á vestari helmingi eyjunnar Hispaníólu með landamæriDóminíska lýðveldinu. Landið nær auk þess yfir eyjarnar La Gonâve, Tortúga, Les Cayemites og Ile a Vache í Karíbahafi, austan við Kúbu. Haítí var frönsk nýlenda og fyrsta landið í Ameríku til að lýsa yfir sjálfstæði, eftir einu þrælabyltingu í heimssögunni sem heppnaðist og leiddi til þess að sjálfstætt lýðveldi var stofnað. Þrátt fyrir þennan aldur er landið eitt af þeim fátækustu á vesturhveli jarðar.

Haíti
Repiblik d Ayiti
République d'Haïti
Fáni Haítí Skjaldarmerki Haítí
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
L'Union Fait La Force
(franska: Samstaða færir styrk)
Þjóðsöngur:
La Dessalinienne
Staðsetning Haítí
Höfuðborg Port-au-Prince
Opinbert tungumál haítískt blendingsmál, franska
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti Jovenel Moïse
Forsætisráðherra Jean-Henry Céant
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
143. sæti
27.750 km²
0,7
Mannfjöldi
 - Samtals (2012)
 - Þéttleiki byggðar
92. sæti
9.801.664
353/km²
VLF (KMJ)
- Samtals
- á mann
áætl. 2005
13.355 millj. dala (126. sæti)
1.625 dalir (158. sæti)
Gjaldmiðill gourde (HTG)
Tímabelti UTC -5
Þjóðarlén .ht
Landsnúmer 509

Haítí varð fyrir gríðarlegum skemmdum í jarðskjálfta sem varð árið 2010 þann 12. janúar en hann mældist 7,0 á Richter og átti upptök sín skammt frá Port-au-Prince, höfuðborg Haítí. Ísland átti heiðurinn af því að vera fyrsta þjóðin sem kom Haítíbúum til hjálpar eftir jarðskjálftann.

Tengt efniBreyta

   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.