11. ágúst
dagsetning
Júl – Ágúst – Sep | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
2024 Allir dagar |
11. ágúst er 223. dagur ársins (224. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 142 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 117 - Hadríanus varð keisari Rómar.
- 1204 - Ingi Bárðarson varð Noregskonungur.
- 1417 - Hinrik 5. Englandskonungur fór í herleiðangur til Frakklands og hóf umsátur um Rouen.
- 1580 - Kötlugos: Hlaup kom úr Mýrdalsjökli og eyddi bæi í Álftaveri.
- 1794 - Sveinn Pálsson og maður með honum gengu á Öræfajökul. Var þetta önnur ferð manna á tindinn. Talið er að Sveinn hafi fyrstur manna gert sér grein fyrir eðli og hreyfingum skriðjökla í þessari ferð.
- 1828 - Ranavalona 1. varð drottning Madagaskar.
- 1919 - Weimar-lýðveldið var stofnað í Þýskalandi.
- 1920 - Stjórn bolsévika í Rússlandi viðurkenndi sjálfstæði Eistlands og Litháens.
- 1938 - Robert Baden-Powell upphafsmaður skátastarfs og hópur skátaforingja frá Englandi komu til Reykjavíkur.
- 1951 - Á Bíldudal var afhjúpaður minnisvarði um Pétur J. Thorsteinsson og konu hans Ásthildi, en Pétur rak þar verslun og þilskipaútgerð og gerði síðar út frá Reykjavík.
- 1952 - Hússein varð konungur Jórdaníu.
- 1960 - Tjad hlaut sjálfstæði frá Frakklandi.
- 1973 - Austurstræti í Reykjavík var gert að göngugötu til reynslu. Síðar var það opnað bílaumferð aftur að hluta.
- 1979 - Flak af Northrop-flugvél sem nauðlenti á Þjórsá og sökk þar 1943 var tekið upp og gefið safni í Noregi.
- 1984 - Suðurafríski hlauparinn Zola Budd rakst utan í bandaríska keppandann Mary Decker í keppni í 3 km hlaupi á ólympíuleikunum.
- 1986 - Ove Joensen náði landi við Kaupmannahöfn eftir 42 daga róður frá Færeyjum.
- 1988 - Osama Bin Laden stofnaði hryðjuverkasamtökin Al-Kaída.
- 1999 - Sólmyrkvi sást vel í Evrópu og Asíu.
- 2003 - Seinni borgarastyrjöldin í Líberíu tók enda þegar Charles Taylor sagði af sér og flúði land.
- 2003 - NATO tók yfir stjórn alþjóðlega friðargæsluliðsins í Afganistan.
- 2006 - Síðustu þrjár F15-þoturnar yfirgáfu Keflavíkurstöðina og þar með var Ísland herþotulaust í fyrsta skiptið síðan 1953.
- 2007 - Forseta- og þingkosningar fóru fram í Síerra Leóne.
- 2009 - Magðalena Svíaprinsessa tilkynnti trúlofun sína og Jonas Bergström.
- 2016 - Fjórir létust þegar tvær sprengjur sprungu á taílenska ferðamannastaðnum Hua Hin.
- 2019 - Borgarastyrjöldin í Jemen: Aðskilnaðarsinnar í suðurhluta landsins hertóku borgina Aden og hröktu burt hina alþjóðlega viðurkenndu ríkisstjórn Abdrabbuh Mansur Hadi.
- 2019 - Flóðin á Indlandi 2019: Yfir 100 létust í flóðum á Indlandi.
Fædd
breyta- 1384 - Jólanda Aragóníudrottning (d. 1442).
- 1641 - Adam Tribbechov, þýskur guðfræðingur (d. 1687).
- 1673 - Richard Mead, enskur læknir (d. 1754).
- 1693 - Högni Sigurðsson, íslenskur prestur (d. 1770).
- 1734 - Margrét Finnsdóttir, biskupsfrú á Hólum, kona Jóns Teitssonar (d. 1796).
- 1885 - Ingibjörg Benediktsdóttir, skáldkona (d. 1953).
- 1890 - Martinus Thomsen, danskur rithöfundur (d. 1981).
- 1897 - Enid Blyton, enskur rithöfundur (d. 1968).
- 1921 - Alex Haley, bandarískur rithöfundur (d. 1992).
- 1926 - Yoshio Okada, japanskur knattspyrnumaður (d. 2002).
- 1930 - Ólafur Gaukur Þórhallsson, íslenskur tónlistarmaður (d. 2011).
- 1932 - Fernando Arrabal, spænskt leikskáld.
- 1943 - Pervez Musharraf, forseti Pakistans (d. 2023).
- 1944 - Ian McDiarmid, breskur leikari.
- 1950 - Steve Wozniak, meðstofnandi Apple Inc..
- 1954 - Joe Jackson, breskur tónlistarmaður.
- 1956 - Ísak Harðarson, íslenskur rithöfundur.
- 1957 - Richie Ramone, bandarískur rokktónlistarmaður.
- 1959 - Gustavo Cerati, argentínskur tónlistarmaður (d. 2014).
- 1962 - Bragi Ólafsson, íslenskur rithöfundur og tónlistarmaður.
- 1965 - Viola Davis, bandarísk leikkona.
- 1967 - Joe Rogan, bandarískur leikari og uppistandari.
- 1967 - Sigursteinn Másson, íslenskur kvikmyndagerðarmaður.
- 1973 - Frank Caeti, bandarískur leikari.
- 1977 - Gemma Hayes, írsk tónlistakona.
- 1988 - Irfan Bachdim, indónesískur knattspyrnumaður.
Dáin
breyta- 353 - Magnentíus, Rómarkeisari (f. 303).
- 1204 - Guttormur Sigurðsson, Noregskonungur (f. 1199).
- 1465 - Ketill Karlsson, ríkisstjóri Svíþjóðar (f. 1433).
- 1614 - Lavinia Fontana, ítalskur listmálari (f. 1552).
- 1791 - Jón Steingrímsson, íslenskur prestur (f. 1728).
- 1919 - Andrew Carnegie, bandarískur athafnamaður (f. 1835).
- 1956 - Jackson Pollock, bandarískur listamaður (f. 1912).
- 1993 - Eysteinn Jónsson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1906).
- 1996 - Baba Vanga, búlgarskur spámiðill (f. 1911).
- 2002 - Hermann Pálsson, íslenskur fræðimaður (f. 1921).
- 2007 - Michael Frede, þýskur heimspekingur (f. 1940).
- 2014 - Robin Williams, bandarískur leikari og uppistandari (f. 1951).
- 2018 - V.S. Naipaul, indverskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1932)