11. ágúst
dagsetning
11. ágúst er 223. dagur ársins (224. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 142 dagar eru eftir af árinu.
AtburðirBreyta
- 117 - Hadríanus varð keisari Rómar.
- 1580 - Katla gaus.
- 1794 - Sveinn Pálsson og maður með honum gengu á Öræfajökul. Var þetta önnur ferð manna á tindinn. Talið er að Sveinn hafi fyrstur manna gert sér grein fyrir eðli og hreyfingum skriðjökla í þessari ferð.
- 1938 - Robert Baden-Powell upphafsmaður skátastarfs og hópur skátaforingja frá Englandi komu til Reykjavíkur.
- 1951 - Á Bíldudal var afhjúpaður minnisvarði um Pétur J. Thorsteinsson og konu hans Ásthildi, en Pétur rak þar verslun og þilskipaútgerð og gerði síðar út frá Reykjavík.
- 1960 - Tjad hlaut sjálfstæði frá Frakklandi.
- 1973 - Austurstræti í Reykjavík var gert að göngugötu til reynslu. Síðar var það opnað bílaumferð aftur að hluta.
- 1979 - Flak af Northrop-flugvél sem nauðlenti á Þjórsá og sökk þar 1943 var tekið upp og gefið safni í Noregi.
- 2006 - Síðustu þrjár F15-þoturnar yfirgáfu Keflavíkurstöðina og þar með var Ísland herþotulaust í fyrsta skiptið síðan 1953.
FæddBreyta
- 1897 - Enid Blyton, enskur rithöfundur (d. 1968).
- 1943 - Pervez Musharraf, forseti Pakistans.
- 1944 - Ian McDiarmid, breskur leikari.
- 1950 - Steve Wozniak, meðstofnandi Apple Inc..
- 1954 - Joe Jackson, breskur tónlistarmaður.
- 1959 - Gustavo Cerati, argentínskur tónlistarmaður (d. 2014).
- 1962 - Bragi Ólafsson, íslenskur rithöfundur og tónlistarmaður.
- 1965 - Viola Davis, bandarísk leikkona.
- 1967 - Joe Rogan, bandarískur leikari og uppistandari.
- 1977 - Gemma Hayes, írsk tónlistakona.
DáinBreyta
- 353 - Magnentíus, Rómarkeisari (f. 303).
- 1204 - Guttormur Sigurðsson, Noregskonungur (f. 1199).
- 1465 - Ketill Karlsson, ríkisstjóri Svíþjóðar (f. 1433).
- 1919 - Andrew Carnegie, bandarískur athafnamaður (f. 1835).
- 1956 - Jackson Pollock, bandarískur listamaður (f. 1912).
- 2014 - Robin Williams, bandarískur leikari og uppistandari (f. 1951).
- 2018 - V.S. Naipaul, indverskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1932)