24. júní
dagsetning
Maí – Júní – Júl | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | ||||||
2024 Allir dagar |
24. júní er 175. dagur ársins (176. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 190 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 79 - Títus tók við sem Rómarkeisari eftir lát Vespasíanusar.
- 474 - Julius Nepos þvingaði Glycerius, keisara Vestrómverska ríkisins, til þess að segja af sér og tók í kjölfarið sjálfur keisaraembættið.
- 1000 - Kristni var lögtekin á Alþingi.
- 1059 - Nikulás 2. páfi tók við völdum.
- 1128 - Portúgal varð sjálfstætt ríki eftir orrustuna við São Mamede.
- 1245 - Uppreisn var gerð gegn Sancho 2. konungi í Portúgal, sem flúði land. Hann var þó ekki settur formlega af fyrr en í desember 1247.
- 1275 - Filippus 3. Frakkakonungur giftist Maríu af Brabant.
- 1298 - Hákon háleggur gaf Færeyingum réttarbótina Sauðabréfið.
- 1314 - Englendingar biðu afhroð í orrustunni við Bannockburn.
- 1497 - Giovanni Caboto kom að landi í Norður-Ameríku.
- 1535 - Uppreisnin í Münster: Anabaptistaborgin Münster féll.
- 1618 - Morðbréfamálið: Jón Ólafsson lögréttumaður kærði Guðbrand Þorláksson biskup fyrir eftirlitsmönnum konungs.
- 1627 - Tyrkjaránið: Jan Janszoon hélt skipi sínum frá Íslandi til Salé þar sem hann seldi fanga sína í ánauð.
- 1628 - Þrjátíu ára stríðið: Danmörk og Svíþjóð gerðu með sér bandalag til að aflétta umsátri keisarahersins um Stralsund.
- 1670 - Stenka Rasín réðist inn í Astrakan, rændi borgina og stofnaði þar kósakkalýðveldi.
- 1701 - Breska þingið festi í lög að þjóðhöfðinginn yrði að vera mótmælendatrúar.
- 1724 - Appolónía Schwarzkopf lést á Bessastöðum. Hún var heitkona Fuhrmanns amtmanns sem vildi ekkert með hana hafa.
- 1812 - Rússlandsherför Napóleons hófst.
- 1859 - Austurríkismenn biðu ósigur fyrir her Frakka og Ítala í orrustunni við Solferino.
- 1865 - Fyrsti keisaraskurður var framkvæmdur á Íslandi. Móðirin lést en barnið lifði. Þetta var fyrsta svæfing á Íslandi við fæðingu.
- 1875 - W. L. Watts, enskur vísindamaður, fór ásamt fjórum Íslendingum norður yfir Vatnajökul og komu þeir til byggða á Hólsfjöllum eftir mikla hrakninga í rúman hálfan mánuð.
- 1886 - Stórstúka Íslands stofnuð.
- 1900 - 900 ára afmælis kristnitökunnar á Íslandi var minnst við messur í landinu.
- 1923 - Listasafn Einars Jónssonar var opnað í Reykjavík við hátíðlega athöfn.
- 1934 - Alþingiskosningar voru haldnar á Íslandi. Stjórn hinna vinnandi stétta tók við völdum í kjölfarið.
- 1950 - HM í fótbolta hófst í Brasilíu.
- 1956 - Hræðslubandalag Framsóknarflokks og Alþýðuflokks bauð fram í Alþingiskosningum.
- 1961 - Sigurhæðir á Akureyri, hús Matthíasar Jochumssonar, voru opnaðar sem safn í minningu skáldsins.
- 1962 - Hvalfjarðarganga Samtaka hernámsandstæðinga kom til Reykjavíkur.
- 1968 - Atlantshafsbandalagið hélt ráðherrafund á Íslandi í fyrsta sinn.
- 1970 - Bandaríska öldungadeildin felldi Tonkinflóaályktunina úr gildi.
- 1973 - Leoníd Bresnjev varð fyrstur Sovétleiðtoga til að ávarpa bandarísku þjóðina í sjónvarpi.
- 1976 - Norður- og Suður-Víetnam sameinuðust í eitt Víetnam með Hanoi sem höfuðborg.
- 1978 - Forseti Arabíska lýðveldisins Jemen, Ahmad al-Ghashmi, var myrtur.
- 1979 - Varanlegi alþýðudómstóllinn var stofnaður í Bologna að undirlagi öldungadeildarþingmannsins Lelio Bassi.
- 1983 - Breska kvikmyndin Gulskeggur var frumsýnd.
- 1989 - Jiang Zemin varð aðalritari Kínverska kommúnistaflokksins.
- 1990 - Kathleen Young og Irene Templeton voru vígðar fyrstu kvenprestar biskupakirkjunnar á Norður-Írlandi.
- 1993 - Tölvunarfræðingurinn David Gelernter særðist þegar sprengja frá Unabomber sprakk í Yale-háskóla.
- 1993 - Breski stærðfræðingurinn Andrew Wiles kynnti lausn sína á síðustu setningu Fermats.
- 1995 - Mafíuforinginn Leoluca Bagarella var handtekinn á Ítalíu.
- 1995 - Suður-Afríka sigraði Heimsbikarmótið í ruðningi.
- 2002 - Farþegalest og flutningalest skullu saman í Dódómahéraði í Tansaníu með þeim afleiðingum að 281 lést.
- 2002 - Norsku regnhlífarsamtökin Oslo2002 skipulögðu stærstu mótmæli Noregs síðustu ára gegn Heimsbankanum á ABCDE-ráðstefnunni í Osló.
- 2004 - Íslenska sjónvarpsstöðin Sirkus hóf útsendingar.
- 2007 - Kanadíski glímukappinn Chris Benoit myrti eiginkonu sína, Nancy Daus, og son og framdi síðan sjálfsmorð.
- 2007 - Íraski stjórnmálamaðurinn Ali Hassan al-Majid (Efnavopna-Alí) var dæmdur til dauða.
- 2010 - Julia Gillard varð sjálfkjörin formaður ástralska verkamannaflokksins og varð forsætisráðherra Ástralíu eftir afsögn Kevin Rudd.
- 2012 - Risaskjaldbakan Einmana Georg lést í Galápagos-þjóðgarðinum. Hann var síðasti einstaklingurinn sem eftir var af Pintaeyjarundirtegundinni.
- 2018 - Konur fengu leyfi til að aka bíl í Sádi-Arabíu.
- 2021 - 89 létust þegar fjölbýlishús í Surfside í Flórída hrundi.
Fædd
breyta- 1293 - Jóhanna halta, Frakklandsdrottning (d. 1348).
- 1314 - Filippa af Hainault, drottning Englands, kona Játvarðs 3. (d. 1369).
- 1532 - Robert Dudley, jarl af Leicester, vonbiðill Elísabetar drottningar (d. 1588).
- 1731 - Jon Olafsson, íslenskur fornfræðingur (d. 1811).
- 1777 - John Ross, breskur landkönnuður (d. 1856).
- 1838 - Jan Matejko, pólskur listmálari (d. 1893).
- 1842 - Ambrose Bierce, bandarískur háðsádeiluhöfundur, gagnrýnandi, skáld, smásagnahöfundur, ritstjóri og blaðamaður (d. 1913).
- 1904 - Tadao Takayama, japanskur knattspyrnumaður (d. 1980).
- 1925 - Masanori Tokita, japanskur knattspyrnumaður (d. 2004).
- 1927 - Jóhannes Geir Jónsson, íslenskur myndlistarmaður (d. 2003).
- 1928 - Yvan Delporte, belgískur myndasöguhöfundur (d. 2007)
- 1944 - Pétur Blöndal, íslenskur stjórnmálamaður (d. 2015).
- 1945 - Leifur Breiðfjörð, íslenskur myndlistarmaður.
- 1946 - Robert Reich, bandarískur hagfræðingur.
- 1957 - Lilja Rafney Magnúsdóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1958 - Tom Lister, Jr., bandarískur leikari.
- 1961 - Alma Möller, landlæknir á Íslandi.
- 1961 - Ralph Reed, bandarískur ráðgjafi.
- 1976 - Ricardo Alexandre dos Santos, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1978 - Shunsuke Nakamura, japanskur knattspyrnumaður.
- 1979 - Petra Němcová, tékknesk fyrirsæta.
- 1987 - Lionel Messi, argentínskur knattspyrnumaður.
Dáin
breyta- 1245 - Órækja Snorrason, lést í útlegð (f. 1205).
- 1398 - Hongwu Kínakeisari (f. 1328).
- 1519 - Lucrezia Borgia, ítölsk hertogaynja (f. 1480).
- 1556 - Oddur Gottskálksson, íslenskur lögmaður (f. 1514/1515).
- 1606 - Jón Jónsson, íslenskur lögmaður (f. um 1536).
- 1724 - Apollonia Schwartzkopf dó á Bessastöðum og þótti lát hennar grunsamlegt.
- 1860 - Jérôme Bonaparte, konungur Vestfalíu (f. 1784).
- 1875 - Pétur Havsteen, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1812).
- 1908 - Grover Cleveland, Bandaríkjaforseti (f. 1837).
- 1915 - Torfi Bjarnason, íslenskur skólastjóri (f. 1838).
- 1923 - Edith Södergran, finnskur rithöfundur (f. 1892).
- 2012 - Karl Guðmundsson, íslenskur knattspyrnuþjálfari (f. 1924).
- 2013 - Jóhannes Gijsen, biskup kaþólskra á Íslandi (f. 1932).
- 2013 - Emilio Colombo, ítalskur forsætisráðherra (f. 1920).
- 2014 - Eli Wallach, bandarískur leikari (f. 1915).
Hátíðir
breyta- Jónsmessa, fæðingardagur Jóhannesar skírara, í kristnum sið.