24. maí
dagsetning
24. maí er 144. dagur ársins (145. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 221 dagur er eftir af árinu.
AtburðirBreyta
- 1086 - Viktor 3. var kjörinn páfi. Hann samþykkti þó ekki kjörið fyrr en ári síðar.
- 1276 - Magnús hlöðulás var krýndur konungur Svíþjóðar í Uppsölum.
- 1309 - Karlamagnús Magnússon vó Kolbein Bjarnason Auðkýling riddara til að hefna fyrir níðkveðskap sem Kolbeinn hafði látið yrkja um hann. Karlamagnús var sonur Magnúsar agnars Andréssonar, Sæmundssonar frá Odda.
- 1337 - Hundrað ára stríðið hófst þegar Filippus 6. lýsti því yfir að Játvarður 3. Englandskonungur hefði fyrirgert rétti sínum til lénsins Akvitaníu í Frakklandi.
- 1370 - Stralsundsáttmálinn batt enda á stríð Dana við Hansasambandið.
- 1571 - Krímtatarar rændu og brenndu Moskvu.
- 1621 - Mótmælendasambandið í Þýskalandi var formlega leyst upp.
- 1626 - Peter Minuit keypti eyjuna Manhattan af indíánum fyrir verslunarvöru.
- 1667 - Valddreifingarstríðið hófst með innrás Frakka í Flandur og Franche-Comté.
- 1839 - Þegnskylduvinna var ákveðin í Reykjavík og skyldu bæjarbúar inna af hendi vinnu við gatnagerð. Sú ráðstöfun stóð í sex ár, en var þá felld niður og skattheimta tekin upp í staðinn.
- 1844 - Samuel F. B. Morse sendi fyrsta símskeytið á milli bandaríska þinghússins í Washington og járnbrautarstöðvar í Baltimore í Maryland. Í skeytinu stóðu orðin „What hath God wrought“.
- 1873 - Adolphe Thiers sagði af sér embætti forseta Frakklands. Patrice de Mac-Mahon tók við.
- 1882 - Ekvador hlaut sjálfstæði frá Spáni.
- 1935 - Friðrik krónprins Dana gekk að eiga Ingiríði Svíaprinsessu.
- 1936 - Úkraínska knattspyrnuliðið Shaktar Donetsk var stofnað.
- 1941 - Orrustan í Grænlandssundi: Breska herskipið HMS Hood, sem var stærsta orrustuskip heims, fórst í orrustu við þýska skipið Bismarck. Einungis þrír úr áhöfn Hood komust af, en 1418 manns fórust. Orrustan var háð um 250 mílur vestur af Íslandi.
- 1944 - Dómkirkjan í Berlín eyðilagðist í sprengjuregni.
- 1956 - Fyrsta Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva var haldin í Lugano í Sviss. Lys Assia vann fyrir Sviss með laginu „Refrain“.
- 1958 - Mokkakaffi á Skólavörðustíg var opnað.
- 1973 - Rúður voru brotnar í breska sendiráðinu í Reykjavík þegar hópur fólks mótmælti landhelgisdeilunni.
- 1973 - Danir lögleiddu fóstureyðingar.
- 1975 - Sojús 18 hélt út í geim og lagði að geimstöðinni Saljút 4 næsta dag.
- 1976 - Concorde hóf reglulegt flug milli London og Washington DC.
- 1982 - Stríð Íraks og Írans: Íranskar hersveitir náðu borginni Khorramshahr aftur á sitt vald.
- 1988 - Umdeild sveitarstjórnarlög voru samþykkt í Bretlandi þar sem kynning á samkynhneigð í opinberum skólum var bönnuð í grein 28.
- 1990 - Tvö nýbyggð flóttamannaskýli í Kimstad í Svíþjóð voru brennd. Næstu daga voru fleiri flóttamannaskýli í Mariestad og Motala brennd.
- 1991 - Salómonsaðgerðin, leynileg aðgerð ísraelska flughersins til að flytja yfir 14.000 eþíópíska gyðinga frá Eþíópíu til Ísrael, hófst.
- 1993 - Erítrea hlaut fullt sjálfstæði frá Eþíópíu.
- 1995 - AFC Ajax sigraði Meistaradeild Evrópu með 1-0 sigri á AC Milan.
- 2001 - Temba Tsheri varð yngstur til að ná tindi Everestfjalls, 16 ára.
- 2001 - Versalaslysið: Hluti þriðju hæðar samkomusalarins Versala í Jerúsalem hrundi með þeim afleiðingum að 24 brúðkaupsgestir létust.
- 2001 - Maríukirkja í Breiðholti í Reykjavík var formlega vígð.
- 2002 - George W. Bush og Vladimír Pútín undirrituðu samning um takmörkun kjarnavopna í Moskvu.
- 2002 - Marta Lovísa Noregsprinsessa gekk að eiga Ari Behn í Niðaróssdómkirkju.
- 2003 - Sertab Erener sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir Tyrkland með laginu „Everyway That I Can“. Framlag Íslands var lagið „Open Your Heart“.
- 2004 - Alþingi samþykkti umdeilt frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum sem síðar var neitað um undirskrift af forseta.
- 2004 - Samtök Napóleonsborga voru stofnuð í Evrópu.
- 2007 - Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar tók við völdum á Íslandi.
- 2008 - Úrslitakeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2008 var haldin í Belgrad í Serbíu. Dima Bilan sigraði fyrir Rússland með laginu „Believe“.
- 2010 - Síðasti Hummer-jeppinn var seldur.
FæddBreyta
- 15 f.Kr. - Germanicus Julius Caesar, rómverskur hermaður (d. 19).
- 1335 - Margrét af Bæheimi, Ungverjalandsdrottning, kona Loðvíks 1. (d. 1349).
- 1686 - Gabriel Fahrenheit, þýskur læknir og uppfinningamaður (d. 1736).
- 1743 - Jean-Paul Marat, franskur byltingarsinni (d. 1793).
- 1752 - Jón Sveinsson, landlæknir (d. 1803).
- 1819 - Viktoría Bretadrottning (d. 1901).
- 1837 - Sigfús Eymundsson, íslenskur ljósmyndari (d. 1911).
- 1850 - Otto Liebe, danskur forsætisráðherra (d. 1929).
- 1866 - Jóhann Magnús Bjarnason, íslenskur rithöfundur (d. 1945).
- 1905 - Míkhaíl Sholokhov, sovéskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1984).
- 1919 - Ólafur Pétursson, íslenskur samstarfsmaður nasista á stríðsárunum (d. 1972).
- 1930 - Matthew Meselson, bandarískur efnafræðingur.
- 1932 - Stefán Sigurður Guðmundsson, íslenskur stjórnmálamaður (d. 2011).
- 1936 - Hilmir Jóhannesson, íslenskt leikskáld.
- 1938 - Prince Buster, jamaískur tónlistarmaður (d. 2016).
- 1940 - Joseph Brodsky, rússneskt skáld (d. 1996).
- 1941 - Bob Dylan, bandarískur tónlistarmaður.
- 1948 - Kristján Jóhannsson, íslenskur óperusöngvari.
- 1959 - Kristján Franklín Magnúss, íslenskur leikari.
- 1969 - Bjarni Ómar, íslenskur söngvari og lagahöfundur.
- 1973 - Ruslana Lyzhichko, úkraínsk söngkona.
- 1973 - Jill Johnson, sænsk söngkona.
- 1985 - Björgvin Páll Gústavsson, íslenskur handknattleiksmaður.
DáinBreyta
- 1240 - Skúli jarl Bárðarson drepinn við Helgisetur í Niðarósi (f. 1189).
- 1543 - Nikulás Kópernikus, pólskur stjörnufræðingur (f. 1473).
- 1798 - Sigurður Stefánsson, Hólabiskup (f. 1744).
- 1887 - Sigurður B. Sívertsen, íslenskur prestur (f. 1808).
- 1930 - Páll J. Árdal, íslenskt leikskáld (f. 1857).
- 1959 - John Foster Dulles, utanríkisráðherra Bandaríkjanna (f. 1888).
- 1968 - Einar Ingibergur Erlendsson, íslenskur húsameistari (f. 1883).
- 1974 - Duke Ellington, bandarískur tónlistarmaður (f. 1899).
- 1995 - Harold Wilson, forsætisráðherra Bretlands (f. 1916).