2025
ár
Árið 2025 (MMXXV í rómverskum tölum) er í gregoríanska tímatalinu almennt ár sem byrjar á miðvikudegi.
Árþúsund: | 3. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Atburðir
breytaJanúar
breyta- 1. janúar -
- Búlgaría og Rúmenía gengu í Schengen-samstarfið.
- Úkraína hætti gasflutningum frá Rússlandi eftir að 5 ára samningur frá 2019 rann út.
- Hryðjuverkamaður ók bíll inn í mannfjölda í New Orleans. Fimmtán dóu og yfir þrjátíu manns særðust. Fáni Íslamska ríkisins fannst í bíl hans.
- Skotárás var gerð í Svartfjallalandi. Tólf voru drepin.
- Liechtenstein varð 37. ríkið til að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra.
- 4. janúar:
- Karl Nehammer, kanslari Austurríkis, sagði af sér vegna stjórnarkreppu.
- Glódís Perla Viggósdóttir var valin íþróttamaður ársins.
- 5. janúar - Úkraínuher hóf gagnárás í Kúrskfylki Rússlands.
- 6. janúar - Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði af sér sem formaður Frjálslynda flokksins og sem forsætisráðherra.
- 7. janúar:
- Nálægt 130 létust í jarðskjálfta í Tíbet.
- Skógareldar kviknuðu við Los Angeles, þeir stærstu í sögunni : Yfir 200.000 flúðu heimili sín og yfir 18.000 eignir brunnu. 29 létust. Eldarnir loguðu út janúarmánuð
- 9. janúar:
- Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur hélt fund með formönnum stjórnmálaflokkanna í danska þinginu vegna ummæla Donalds Trumps, verðandi forseta Bandaríkjanna, um að taka yfir stjórn Grænlands.
- Joseph Aoun var kosinn forseti Líbanons af líbanska þinginu.
- 12. janúar - Zoran Milanović var kosinn forseti Króatíu á ný og hóf sitt annað kjörtímabil.
- 14. janúar - 2. febrúar: Heimsmeistaramót karla í handbolta verður haldið í Króatíu, Danmörku og Noregi.
- 15. janúar:
- Ísrael og Hamas sömdu um vopnahlé.
- Forseti Suður-Kóreu, Yoon Suk Yeol var handtekinn en hann lýsti yfir herlögum í landinu í desember.
- 17. janúar - Framkvæmdir hófust við Fossvogsbrú.
- 19. janúar - Bandaríkin bönnuðu kínverska samfélagsmiðilinn TikTok.
- 20. janúar - Donald Trump tók við sem forseti Bandaríkjanna.
- 22. janúar - Hjónaband samkynhneigðra var leyft í Taílandi.
- 23. janúar - Micheál Martin var kosinn forsætisráðherra lýðveldisins Írlands.
- 26. janúar - Alexander Lúkasjenkó var endurkjörinn forseti Belarús.
- 28. janúar - Miloš Vučević, forsætisráðherra Serbíu, sagði af sér í kjölfar mótmæla stúdenta og bænda.
- 29. janúar:
- 67 létust í Washington D.C. þegar farþegaflugvél og herþyrla rákust saman í lofti.
- Ahmed al-Sharaa var skipaður 20. forseti Sýrlands.
- 30. janúar - Norska ríkisstjórnin sprakk þegar Verkamannaflokkurinn og Miðflokkurinn slitu samstarfi vegna ágreinings um innleiðingu 4. orkupakka ESB.
Febrúar
breyta- 1. febrúar - Hamas lét af hendi 3 ísraelska gísla og Ísrael frelsaði hátt í 200 palestínska fanga. Landamærin við Rafah á Gasa opnuðu í fyrsta skipti í 8 mánuði.
- 2. febrúar - Danska karlalandsliðið í handknattleik vann 4. heimsmeistaramótið í röð.
- 4. febrúar - Tíu voru skotnir til bana í skotárás á skóla í Örebro, Svíþjóð.
- 7. febrúar - Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, sleit samstarfi við Samfylkinginuna, Pírata og Viðreisn og meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur féll.
- 11. febrúar - Trjáfellingar hófust í Öskjuhlíð tengd öryggi austur-vestur flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Trén voru talin ógna flugöryggi en brautinni var lokað vegna þess.
- 12. febrúar :
- Konstantinos Tasoulas var kosinn forseti Grikklands.
- Klaus Iohannis sagði af sér sem forseti Rúmeníu.
- 13. febrúar - Afganskur hælisleitandi keyrði inn í hóp fólks í kröfugöngu í München í Þýskalandi. Tveir létust og hátt í 40 slösuðust.
- 18. febrúar - Rússland og Bandaríkin mynduðu diplómatísk tengsl að nýju og funduðu í Sádi-Arabíu um Úkraínustríðið.
- 21. febrúar - Heiða Björg Hilmisdóttir var skipuð borgarstjóri Reykjavíkur í nýjum meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri Grænna og Flokks Fólksins.
- 23. febrúar - Þingkosningar voru haldnar í Þýskalandi. Kristilegir demókratar og Valkostur fyrir Þýskalands urðu hlutskarpastir flokka.
- 25. febrúar - Kennaraverkfalli var afstýrt á Íslandi þegar málsaðilar samþykktu tillögu Ástráðs Haraldssonar, ríkissáttasemjara.
- 28. febrúar - Volodymyr Zelenskyj, forseti Úkraínu og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, funduðu í Hvíta húsinu. Trump og JD Vance, varaforseti, þjörmuðu að Zelenskyj og sögðu hann ekki gera nóg til að stöðva stríðið við Rússland. Nokkru síðar stöðvuðu Bandaríkin vopnasendingar til Úkraínu.
Mars
breyta- 2. mars - Guðrún Hafsteinsdóttir var kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi.
- 4. mars - Bandaríkin settu 25% tolla á vörur frá Kína, Kanada og Mexíkó.
- 6. mars - 9. mars - Yfir 1.000 létust í Latakía- og Tartus-héruðum í Sýrlandi þegar liðsmenn hliðhollir Bashar al-Assad gerðu árásir á hermenn nýju stjórnarinnar. Stjórnarhermenn tóku fólk af lífi.
- 9. mars - Frjálslyndi flokkurinn í Kanada valdi sér nýjan leiðtoga, Mark Carney, sem varð jafnframt nýr forsætisráðherra landsins fimm dögum síðar.
- 11. mars:
- Þingkosningar voru haldnar á Grænlandi. Demokraatit hlaut flest sæti og bar sigurorð á stjórnarflokknum Inuit Ataqatigiit sem tapaði sætum.
- Rodrigo Duterte, fyrrum forseti Filippseyja, var handtekinn í Manila vegna handtökuskipunar Alþjóðlega sakamáladómstólsins.
- 13. mars - Konstantinos Tasoulas varð forseti Grikklands.
- 18. mars - Ísrael drap yfir 400 manns á Gasa eftir að það sakaði Hamas um að efna ekki loforð um frelsun gísla.
- 19. mars - Ekrem İmamoğlu, borgarstjóri Istanbúl og tilvonandi frambjóðandi í tyrknesku forsetakosningunum var handtekinn fyrir spillingarsakir. Hundruð þúsunda mótmæltu í stærstu borgum Tyrklands.
- 20. mars - Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér sem mennta- og barnamálaráðherra þegar upp komst um gamalt mál hennar hvað varðaði samband við 15 ára dreng þegar hún var 22 ára.
- 21. mars - Netumbo Nandi-Ndaitwah varð forseti Namibíu.
- 28. mars - Jarðskjálfti af stærð 7,7 með upptök nálægt borginni Mandalay í Mjanmar skók landið og nærliggjandi lönd. Yfir 5.400 létust.
- Kvikmyndaskóli Íslands fór í gjaldþrotameðferð.
Apríl
breyta- 1. apríl - Eldgosin við Sundhnúksgíga: Lítið Eldgos hófst suðaustan við fjallið Þorbjörn norðan Grindavíkur. Það hófst um morguninn en var lokið um kvöldið.
- 2. apríl - Bandaríkin settu tolla að lágmarki 10% á önnur ríki en t.d. 20% á ríki Evrópusambandsins, 34% á Kína. Ísland hlaut 10% toll á vörur.
- 4. apríl - Yoon Suk-yeol var endanlega sviptur embætti sem forseti Suður-Kóreu af stjórnlagadómstól landsins.
- 8. apríl - Yfir 220 létust þegar þak næturklúbbs hrundi í Dóminíska lýðveldinu.
- 11. apríl - Kína setti 125% tolla á bandarískar vörur en Bandaríkin höfðu skömmu áður sett 145% toll á sumar kínverskar vörur.
- 13. apríl:
- 18. apríl - Bandaríkin gerðu árásir á Húta í Jemen. Yfir 70 létust.
- 22. apríl - Íslamskir vígamenn í drápu 26 ferðamenn í indverska Jammú og Kasmír. Indland tengdi árásirnar við pakistönsku hryðjuverkasamtökin Lashkar-e-Taiba.
- 24. apríl - Stríð Rússlands og Úkraínu: Rússland gerðu eldflaugaárás á fjölbýlishús í Kyjiv þar sem 12 létust. Degi síðar var rússneski hershöfðinginn Jaroslav Moskalík drepinn með bílsprengju í Moskvu.
- 28. apríl - Þingkosningar voru haldnar í Kanada. Frjálslyndi flokkurinn vann sigur og Mark Carney varð áframhaldandi forsætisráðherra landsins.
- 30. apríl - Bandaríkin og Úkraína gerðu auðlindasamning. Í skiptum fyrir aðgang að úkraínskum orku- og málmauðlindum, skuldbundu Bandaríkin sig að styrkja varnir og uppbyggingu Úkraínu.
Maí
breyta- 1. maí - Mannréttindastofnun Íslands tók til starfa.
- 3. maí - Þingkosningar voru haldnar í Ástralíu. Verkamannaflokkurinn vann sigur.
- 5. maí -
- 6. maí: Friedrich Merz tók við embætti kanslara Þýskalands.
- 8. maí: Robert Francis Prevost kardínáli, var kjörinn páfi undir nafninu Leó 14..
- 10. maí - Indland og Pakistan sömdu um vopnahlé en ríkin höfðu skipst á loftárásum dögunum áður.
- 12. maí - Verkalýðsflokkur Kúrda var lagður niður.
- 13. maí - 17. maí: Eurovision var haldið í Basel, Sviss. Austurríki bar sigur úr býtum.
- 17. maí - Hitamet var slegið í maí fyrir Ísland þegar 26,4 gráður mældust á Egilsstöðum.
- 18. maí -
- Kosningar til portúgalska þingsins. Sósíaldemókratar undir Luís Montenegro urðu hlutskarpastir.
- Forsetakosningar í Rúmeníu: Nicușor Dan sigraði mótherja sinn George Simion í annarri umferð.
- 22. maí - Bandaríkjastjórn ákvað að banna Harvard-háskólanum að taka við erlendum nemendum. Dómari setti bráðabirgðalögbann á ákvörðunina.
- 25. maí - Rússland gerði loftárásir á þrjátíu borgir í Úkraínu.
- 31. maí - Úkraína sendi yfir 100 árásardróna á herflugvelli í 5 fylkjum Rússlands m.a. í Írkútskfylki og Múrmanskfylki. Einnig voru tvær brýr sprengdar nálægt landamærum Úkraínu.
Júní
breyta- 1. júní - Önnur umferð forsetakosninga í Póllandi fór fram. Hægri maðurinn, Karol Nawrocki, vann nauman sigur á Rafał Trzaskowski, borgarstjóra Varsjár og Evrópusinna.
- 3. júní:
- Forsetakosningar voru haldnar í Suður-Kóreu. Frjálslyndi frambjóðandinn, Lee Jae-myung, bar sigur af hólmi.
- Endurbættur Laugardalsvöllur opnaði þegar kvennalið Íslands mætti Frakklandi.
- Hollenska ríkisstjórnin féll þegar Geert Wilders formaður Frelsisflokksins sagði sig úr henni.
- 4. júní - Donald Trump bannaði ferðalög frá 12 löndum til Bandaríkjanna: 7 í Afríku, 4 í Asíu og eitt í N-Ameríku. (Afghanistan, Mjanmar, Tjad, Lýðveldið Kongó, Miðbaugs-Gínea, Eritrea, Haítí, Íran, Líbía, Sómalía, Súdan og Jemen)
- 6. júní - Mótmæli brutust út í Los Angeles gegn aðgerðum ICE, stofnunar sem handtekur ólöglega innflytjendur. Donald Trump forseti Bandaríkjanna ákvað að senda þjóðvarðliða til að skerast í leikinn. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, fordæmdi ákvörðun Trumps.
- 9. júní - Ísrael stöðvaði för skipsins Madleen sem var á leið til Gaza með hjálpargögn. Aðgerðasinninn Greta Thunberg var meðal farþega.
- 12. júní - Farþegaþota með 242 manns hrapaði skömmu eftir flugtak í indversku borginni Ahmedabad. Þotan lenti á húsum þar sem tugir létust einnig. Einn komst lífs af úr flugvélinni. Alls létust nær 280 manns.
- 13. júní - Stríð Ísraels og Írans: Ísrael gerði víðtækar loftárásir á Íran. Hossein Salami, leiðtogi Íranska byltingarvarðarins var meðal þeirra sem fórust í árásunum og tveir háttsettir menn í íranska hernum. Íran svaraði með eldflauga og drónaárásum á Ísrael.
- 16. júní - 17. júní: Sjö helstu iðnríki heims funduðu í Kananaskis, Alberta í Kanada.
- 21. júní - Bandaríkin gerðu árásir á þrjá kjarnorkumiðstöðvar í Íran með B-2 sprengjuflugvélum.
- 23. júní - Íran gerði loftárásir á bandarískar herstöðvar í Katar.
Júlí
breyta- 1. júlí:
- Búlgaría tekur upp evru.
- Samkynhneigðir karlmenn mega gefa blóð á Íslandi.
- 2. júlí - 27. júlí: Evrópukeppni kvenna í knattspyrnu kvenna verður haldin í Sviss.
- 5. júlí - Þungarokksveitin Black Sabbath spilar sína síðustu tónleika með upphaflegu meðlimunum í heimaborg sinni Birmingham.
Ágúst
breyta- 27. ágúst - Evrópumótið í körfubolta hefst. Íslenska landsliðið tekur þátt.
September
breyta- 8. september - Þingkosningar verða haldnar í Noregi.
Október
breytaNóvember
breyta- 27. nóvember - Heimsmeistaramót kvenna í handknattleik hefst í Þýskalandi og Hollandi.
Desember
breytaÓdagsett
breytaDáin
breyta- 1. janúar - David Lodge, enskur rithöfundur. (f. 1935)
- 4. janúar - Árni Grétar Jóhannesson, íslenskur tónlistarmaður, Futuregrapher (f. 1983)
- 7. janúar - Jean-Marie Le Pen, franskur stjórnmálaleiðtogi (f. 1928).
- 12. janúar - Ragnheiður Torfadóttir, fyrsti kvenrektor Menntaskólans í Reykjavík (f. 1937)
- 15. janúar - David Lynch, bandarískur kvikmyndaleikstjóri. (f. 1946)
- 24. janúar - Ellert B. Schram, alþingis- og knattspyrnumaður. (f. 1939)
- 30. janúar - Marianne Faithful, ensk tónlistarkona (f. 1946)
- 30. janúar - Ólöf Tara Harðardóttir, íslensk baráttukona (f. 1990)
- 1. febrúar - Horst Köhler, forseti Þýskalands (f. 1943).
- 2. febrúar - Björgólfur Guðmundsson. íslenskur viðskiptamaður (f. 1941)
- 8. febrúar - Sam Nujoma, fyrsti forseti Namibíu (f. 1929).
- 11. febrúar - Gísli Þór Ólafsson, tónlistarmaður og skáld (f. 1979)
- 17. febrúar - Gene Hackman, bandarískur leikari (f. 1930)
- 27. febrúar - Borís Spasskíj, sovésk-franskur skákmeistari. (f. 1937)
- 28. febrúar - Margrét Sigfúsdóttir, hússtjórnarkennari (f. 1947)
- 21. mars - George Foreman, bandarískur hnefaleikamaður (f. 1949)
- 1. apríl - Val Kilmer, bandarískur leikari (f. 1959)
- 4. apríl - Friðrik Ólafsson, íslenskur skákmeistari (f. 1935)
- 12. apríl - Steindór Andersen, Íslenskur kvæðamaður. (f. 1954)
- 13. apríl - Mario Vargas Llosa, perúskur rithöfundur og stjórnmálamaður (f. 1936)
- 14. apríl - Jónas Ingimundarson, íslenskur píanóleikari (f. 1944)
- 21. apríl - Frans páfi (f. 1936)
- 1. maí -
- Ruth Buzzi, bandarísk leikkona (f. 1936)
- Gunnlaugur Claessen, hæstaréttardómari (f. 1946).
- 10. maí - Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor í eðlisfræði (f. 1940)
- 11. maí - Lalli Johns, íslenskur smáglæpamaður (f. 1951)
- 12. maí - Hjörtur Torfason, hæstaréttardómari (f. 1935)
- 13. maí - José Mujica, forseti Úrúgvæ (f. 1935)
- 21. maí - Alasdair MacIntyre, skoskur heimspekingur (f. 1929)
- 7. júní - Orri Harðarson, tónlistarmaður og rithöfundur (f. 1972)
- 11. júní - Brian Wilson, bandarískur tónlistarmaður (f. 1942)
- 14. júní - Violeta Chamorro, níkarögsk stjórnmálakona (f. 1929)