2025
ár
Árið 2025 (MMXXV í rómverskum tölum) er í gregoríanska tímatalinu almennt ár sem byrjar á miðvikudegi.
Árþúsund: | 3. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Fyrirhugaðir atburðir
breytaJanúar
breyta- 1. janúar -
- Búlgaría og Rúmenía gengu í Schengen-samstarfið.
- Mannréttindastofnun Íslands tók til starfa.
- Úkraína hætti gasflutningum frá Rússlandi eftir að 5 ára samningur frá 2019 rann út.
- Hryðjuverkamaður ók bíll inn í mannfjölda í New Orleans. Fimmtán dóu og yfir þrjátíu manns særðust. Fáni Íslamska ríkisins fannst í bíl hans.
- Skotárás var gerð í Svartfjallalandi. Tólf voru drepin.
- Liechtenstein varð 37. ríkið til að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra.
- 4. janúar:
- Karl Nehammer, kanslari Austurríkis, sagði af sér vegna stjórnarkreppu.
- Glódís Perla Viggósdóttir var valin íþróttamaður ársins.
- 5. janúar - Úkraínuher hóf gagnárás í Kúrskfylki Rússlands.
- 6. janúar - Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði af sér sem formaður Frjálslynda flokksins og sem forsætisráðherra.
- 7. janúar:
- Nálægt 130 létust í jarðskjálfta í Tíbet.
- Skógareldar kviknuðu við Los Angeles, þeir stærstu í sögunni : Yfir 180.000 flúðu heimili sín og yfir 13.000 eignir brunnu. 25 létust.
- 9. janúar:
- Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur hélt fund með formönnum stjórnmálaflokkanna í danska þinginu vegna ummæla Donalds Trumps, verðandi forseta Bandaríkjanna, um að taka yfir stjórn Grænlands.
- Joseph Aoun var kosinn forseti Líbanons af líbanska þinginu.
- 12. janúar - Zoran Milanović var kosinn forseti Króatíu á ný og hóf sitt annað kjörtímabil.
- 14. janúar - 2. febrúar: Heimsmeistaramót karla í handbolta verður haldið í Króatíu, Danmörku og Noregi.
- 15. janúar:
- Ísrael og Hamas sömdu um vopnahlé.
- Forseti Suður-Kóreu, Yoon Suk Yeol var handtekinn en hann lýsti yfir herlögum í landinu í desember.
- 17. janúar - Framkvæmdir hófust við Fossvogsbrú.
- 19. janúar - Bandaríkin bönnuðu kínverska samfélagsmiðilinn TikTok.
- 20. janúar - Donald Trump tók við sem forseti Bandaríkjanna.
- 22. janúar - Hjónaband samkynhneigðra var leyft í Taílandi.
- 23. janúar - Micheál Martin var kosinn forsætisráðherra lýðveldisins Írlands.
- 26. janúar - Alexander Lúkasjenkó var endurkjörinn forseti Belarús.
- 28. janúar - Miloš Vučević, forsætisráðherra Serbíu, sagði af sér í kjölfar mótmæla stúdenta og bænda.
- 29. janúar:
- 67 létust í Washington D.C. þegar farþegaflugvél og herþyrla rákust saman í lofti.
- Ahmed al-Sharaa var skipaður 20. forseti Sýrlands.
- 30. janúar - Norska ríkisstjórnin sprakk þegar Verkamannaflokkurinn og Miðflokkurinn slitu samstarfi vegna ágreinings um innleiðingu 4. orkupakka ESB.
Febrúar
breyta- 1. febrúar - Hamas lét af hendi 3 ísraelska gísla og Ísrael frelsaði hátt í 200 palestínska fanga. Landamærin við Rafah á Gasa opnuðu í fyrsta skipti í 8 mánuði.
- 2. febrúar - Danska karlalandsliðið í handknattleik vann 4. heimsmeistaramótið í röð.
- 4. febrúar - Tíu voru skotnir til bana í skotárás á skóla í Örebro, Svíþjóð.
- 7. febrúar: Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, sleit samstarfi við Samfylkinginuna, Pírata og Viðreisn og meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur féll.
- 23. febrúar: Þingkosningar í Þýskalandi.
Mars
breytaApríl
breytaMaí
breyta- Eurovision verður haldið í Basel, Sviss.
- 18. maí - Forsetakosningar verða í Póllandi.
Júní
breyta- Endurbættur Laugardalsvöllur opnar.
Júlí
breyta- 1. júlí:
- Búlgaría tekur upp evru.
- Samkynhneigðir karlmenn mega gefa blóð á Íslandi.
- 2. júlí - 27. júlí: Evrópukeppni kvenna í knattspyrnu kvenna verður haldin í Sviss.
- 5. júlí - Þungarokksveitin Black Sabbath spilar sína síðustu tónleika með upphaflegu meðlimunum í heimaborg sinni Birmingham.
Ágúst
breyta- 27. ágúst - Evrópumótið í körfubolta hefst.
September
breyta- 8. september - Þingkosningar verða haldnar í Noregi.
Október
breytaNóvember
breyta- 27. nóvember - Heimsmeistaramót kvenna í handknattleik hefst í Þýskalandi og Hollandi.
Desember
breytaÓdagsett
breytaDáin
breyta- 1. janúar - David Lodge, enskur rithöfundur. (f. 1935)
- 4. janúar - Árni Grétar Jóhannesson, íslenskur tónlistarmaður, Futuregrapher (f. 1983)
- 7. janúar - Jean-Marie Le Pen, franskur stjórnmálaleiðtogi (f. 1928).
- 15. janúar - David Lynch, bandarískur kvikmyndaleikstjóri. (f. 1946)
- 24. janúar - Ellert B. Schram, alþingis- og knattspyrnumaður. (f. 1939)
- 30. janúar - Marianne Faithful, ensk tónlistarkona (f. 1946)
- 30. janúar - Ólöf Tara Harðardóttir, íslensk baráttukona (f. 1990)
- 1. febrúar - Horst Köhler, forseti Þýskalands (f. 1943).
- 2. febrúar - Björgólfur Guðmundsson. íslenskur viðskiptamaður (f. 1941)