Búlgaría

Lýðveldið Búlgaría (búlgarska България, Република България Republika Bălgarija) er land í Suðaustur-Evrópu við strönd Svartahafs. Höfuðborg landsins heitir Sófía.

Lýðveldið Búlgaría
Република България
Republika Bălgarija
Fáni Búlgaríu Skjaldarmerki Búlgaríu
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
Mila Rodino
Staðsetning Búlgaríu
Höfuðborg Sófía
Opinbert tungumál búlgarska
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti

Forsætisráðherra
Rumen Radev (Румен Радев)
Stefan Janew (Стефан Янев)
Evrópusambandsaðild 2007
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
102. sæti
110.994 km²
0,3
Mannfjöldi
 - Samtals (2011)
 - Þéttleiki byggðar
98. sæti
7.364.570
66/km²
VLF (KMJ) áætl. 2012
 - Samtals 101,036 millj. dala (66. sæti)
 - Á mann 13.597 dalir (68. sæti)
VÞL (2011) Increase2.svg 0,771 (55. sæti)
Gjaldmiðill Búlgarskt lef (BGN)
Tímabelti UTC+2 (UTC+3 á sumrin)
Þjóðarlén .bg
Landsnúmer +359

Skipuleg samfélög þróuðust í Búlgaríu á Nýsteinöld. Þrakverjar og síðan Grikkir og Rómverjar ríktu yfir landinu í fornöld. Búlgarir réðust yfir Dóná árið 670 og stofnuðu Fyrsta búlgarska ríkið árið 681. Búlgarir tóku þá upp slavneskt mál íbúa landsins sem þeir lögðu undir sig og á 9. öld varð kristni að ríkistrú. Austrómverska ríkið lagði þetta ríki undir sig árið 1018. Annað búlgarska ríkið var stofnað 1185 en Tyrkjaveldi lagði það undir sig árið 1393. Tyrkir féllust á stofnun sérstaks furstadæmis í kjölfar Krímstríðsins árið 1878. Furstadæmið lýsti yfir stofnun sjálfstæðs ríkis árið 1908. Í Fyrri heimsstyrjöld var Búlgaría í liði með Miðveldunum og í Síðari heimsstyrjöld með Öxulveldunum. Sovétmenn gerðu innrás í landið 1944 og settu þar upp leppstjórn kommúnista. Eftir stríð varð Búlgaría því hluti af Austurblokkinni. Eftir hrun Járntjaldsins 1989 var flokksræði afnumið og ný stjórnarskrá samþykkt árið 1991. Eftir 2001 hefur efnahagslíf landsins blómstrað. Það gerðist aðili að Atlantshafsbandalaginu árið 2004 og Evrópusambandinu árið 2007.

Á Sovéttímanum var Búlgaría iðnvædd með áherslu á þungaiðnað og efnahagslíf landsins byggist enn á þungaiðnaði, raforkuframleiðslu, námavinnslu og vélsmíði. Landbúnaður og ferðaþjónusta eru líka mikilvægar atvinnugreinar. Levið er fest við evruna en Búlgaría er ekki hluti af evrusvæðinu og hefur hætt við fyrirætlanir um upptöku evrunnar. Þrátt fyrir vöxt undanfarin ár eru laun í Búlgaríu með því lægsta sem gerist í Evrópu.

StjórnsýsluskiptingBreyta

Búlgaría skiptist frá 1999 í 27 héruð og eitt höfuðborgarhérað (Sófía-Grad). Öll héruðin draga nafn af höfuðstað sínum. Héruðin skiptast í 264 sveitarfélög. Yfir sveitarfélögum er borgarstjóri sem kosinn er til fjögurra ára, auk kjörinnar sveitarstjórnar.

 1. Blagoevgrad
 2. Burgas
 3. Dobrich
 4. Gabrovo
 5. Haskovo
 6. Kardzhali
 7. Kyustendil
 8. Lovech
 9. Montana
 10. Pazardzhik
 11. Pernik
 12. Pleven
 13. Plovdiv
 14. Razgrad
 1. Rousse
 2. Shumen
 3. Silistra
 4. Sliven
 5. Smolyan
 6. Sofia-hérað
 7. Stara Zagora
 8. Targovishte
 9. Varna
 10. Veliko Tarnovo
 11. Vidin
 12. Vratsa
 13. Yambol

Landafræði og náttúrufarBreyta

 
Landfræðikort.

Búlgaría á landamæri með fram DónáRúmeníu í norðri, Tyrklandi og Grikklandi í suðri og Makedóníu og Serbíu í vestri. Svartahaf er í austri. Landið er 110.879 ferkílómetrar að flatarmáli.

Nokkrir fjallgarðar eru í Búlgaríu: Balkan-fjöll liggja í gegnum mitt landið og í suðri eru Ríla-fjöll, Pírín-fjöll og Ródópe-fjöll. Musala-fjall í Pírín-fjöllum er hæsta fjall landsins og Balkanskagans; 2925 metrar. Um 35% landsvæðis er skógi vaxið, aðallega blandaðir skógar með lauf- og barrtrjám. Um 100 spendýrategundir lifa í óbyggðum landsins þar á meðal: Brúnbjörn, gaupa, úlfur og hjartardýr.

Í Búlgaríu eru 3 þjóðgarðar, 11 náttúrugarðar og 54 náttúruverndarsvæði.

 
Dolno-vatn.

TenglarBreyta

   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.