27. október
dagsetning
Sep – Október – Nóv | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 | ||
2024 Allir dagar |
27. október er 300. dagur ársins (301. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 65 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 625 - Honóríus varð páfi.
- 899 - Játvarður eldri tók við konungdómi yfir Wessex.
- 939 - Játmundur 1. varð konungur Englands.
- 1553 - Kalvínistar brenndu Miguel Serveto sem trúvilling í Genf.
- 1605 - Spænskt herlið undir stjórn Ambrosio Spinola lagði Wachtendonk undir sig.
- 1607 - Halastjarna Halleys var sem næst sólu.
- 1662 - Karl 2. Englandskonungur seldi Frökkum bæinn Dunkerque sem Englendingar höfðu lagt undir sig fimm árum áður.
- 1682 - Philadelphia var stofnuð í Norður-Ameríku.
- 1891 - Jarðskjálfti, 8 stig á Richter-kvarða, reið yfir Gifu í Japan. Yfir 7000 manns fórust.
- 1923 - Alþingiskosningar voru haldnar á Íslandi.
- 1927 - Úrsmiðafélag Íslands var stofnað í Reykjavík.
- 1927 - Fyrsta tölublað Skólablaðsins Munins kom út á Akureyri.
- 1936 - Í Menntaskólanum í Reykjavík var afhjúpað minnismerki um Níels R. Finsen (1860 - 1904), sem varð stúdent frá skólanum í júlí 1882.
- 1971 - Nafni landsins Austur-Kongó var formlega breytt í Saír undir stjórn Mobutu Sese Seko.
- 1978 - Menachem Begin og Anwar Sadat fengu friðarverðlaun Nóbels.
- 1979 - Sankti Vinsent og Grenadíneyjar fengu sjálfstæði frá Bretlandi.
- 1981 - Sovéski kafbáturinn S-363 strandaði við Karlskrona í Svíþjóð.
- 1981 - Forseti Finnlands, Urho Kekkonen, fór í frí af heilsufarsástæðum.
- 1988 - Ronald Reagan ákvað að láta rífa sendiráð Bandaríkjanna í Moskvu út af hlerunarbúnaði sem byggður var inn í bygginguna.
- 1990 - Askar Akajev var skipaður fyrsti forseti Kirgistan.
- 1991 - Túrkmenistan lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum.
- 1997 - Dow Jones-vísitalan hrapaði um 7,2% vegna fjármálakreppunnar í Asíu.
- 1998 - Gerhard Schröder varð kanslari Þýskalands.
- 1999 - Byssumenn hófu skothríð í Armenska þinginu. Þeir myrtu forsætisráðherrann Vazgen Sargsyan og sjö aðra.
- 2002 - Tölvuleikurinn Grand Theft Auto: Vice City kom út fyrir PlayStation 2.
- 2003 - 25 létust í fimm sprengjuárásum á höfuðstöðvar Rauða krossins og lögreglustöðvar í Bagdad.
- 2005 - Miklar óeirðir hófust í París vegna óánægju ungs fólks af erlendum uppruna. Óeirðirnar héldu áfram vítt og breitt um landið næstu þrjár vikurnar.
- 2008 - Samtökin Opinn borgarafundur héldu sinn fyrsta fund í Iðnó í Reykjavík.
- 2009 - Tveir menn voru handteknir í Bandaríkjunum grunaðir um að skipuleggja hryðjuverkaárásir í Danmörku.
- 2011 - Skuldakreppan í Evrópu: Evrópusambandið tilkynnti um 50% afskriftir grískra skuldabréfa, endurfjármögnun banka og hækkun björgunarsjóðs sambandsins í 1 billjón evra.
- 2012 - Leiðtogi Al-kaída, Ayman al-Zawahiri, hvatti múslima til að ræna Vesturlandabúum til að frelsa trúbræður sína í vestrænum fangelsum.
- 2012 - Nýr knattspyrnuleikvangur, Friends Arena, var opnaður í miðborg Stokkhólms.
- 2017 - Katalónía lýsti yfir sjálfstæði frá Spáni í samræmi við úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 2018 - Michael D. Higgins var kjörinn forseti Írlands.
- 2018 - 11 létust í skotárás á samkomuhús í Pittsburgh í Bandaríkjunum.
- 2019 - Forsetakosningar voru haldnar í Argentínu. Sitjandi forsetinn Mauricio Macri tapaði endurkjöri fyrir mótframbjóðandanum Alberto Fernández.
- 2019 - Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi íslamska ríkisins, var drepinn í árás sérsveita Bandaríkjahers í Sýrlandi.
Fædd
breyta- 573 - Abú Bakr, fyrsti kalífi íslamstrúar (d. 634).
- 1156 - Raymond 6., greifi af Toulouse (d. 1222).
- 1401 - Katrín Englandsdrottning, kona Hinriks 5. Englandskonungs (d. 1437).
- 1561 - Mary Sidney, enskur rithöfundur (d. 1621).
- 1728 - James Cook, breskur landkönnuður og kortagerðarmaður (d. 1779).
- 1761 - Geir Vídalín, biskup Íslands (d. 1823).
- 1761 - Matthew Baillie, skoskur læknir (d. 1823).
- 1777 - Árni Helgason, íslenskur prestur (d. 1869).
- 1782 - Niccolò Paganini , ítalskur fiðluleikari og tónskáld (d. 1840).
- 1842 - Giovanni Giolitti, forsætisráðherra Ítalíu (d. 1928).
- 1844 - Klas Pontus Arnoldson, sænskur stjórnmálamaður (d. 1916).
- 1857 - Ernst Trygger, forsætisráðherra Svíþjóðar (d. 1943).
- 1858 - Theodore Roosevelt, Bandaríkjaforseti (d. 1919).
- 1902 - Emil Jónsson, forsætisráðherra Íslands (d. 1986).
- 1923 - Roy Lichtenstein, bandarískur myndlistarmaður (d. 1997).
- 1929 - Flosi Ólafsson, íslenskur leikari og rithöfundur (d. 2009).
- 1931 - Nawal El Saadawi, egypskur aðgerðasinni.
- 1932 - Sylvia Plath, bandarískt ljóðskáld, rithöfundur og smásagnahöfundur (d. 1963).
- 1937 - Þórarinn Ólafsson, íslenskur tónlistarmaður.
- 1939 - John Cleese, breskur leikari.
- 1945 - Luiz Inácio Lula da Silva, forseti Brasilíu.
- 1952 - Atsuyoshi Furuta, japanskur knattspyrnumaður.
- 1957 - Guðfinna S. Bjarnadóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1975 - Aron Ralston, bandarískur fjallgöngumaður.
- 1990 - Jóhann Berg Guðmundsson, íslenskur knattspyrnumaður.
Dáin
breyta- 625 - Bonifasíus 5. páfi.
- 939 - Aðalsteinn sigursæli, Englandskonungur (f. um 895).
- 1271 - Húgó 4., hertogi af Búrgund, franskur krossfari (f. 1213).
- 1326 - Hugh Despenser eldri, enskur aðalsmaður og einn helsti ráðgjafi Játvarðar 2. (tekinn af lífi).
- 1327 - Elizabeth de Burgh, Skotadrottning, kona Róberts 1.
- 1439 - Albert 2. af Þýskalandi, keisari hins Heilaga rómverska ríkis (f. 1397).
- 1505 - Ívan 3., keisari Rússlands.
- 1605 - Akbar mikli, mógúlkeisari (f. 1542).
- 1674 - Hallgrímur Pétursson, prestur og sálmaskáld (f. 1614), lést á Ferstiklu á Hvalfjarðarströnd aðeins sextugur að aldri. Banamein hans var holdsveiki.
- 1736 - Jón Halldórsson, prófastur og sagnaritari í Hítardal (f. 1665).
- 1968 - Lise Meitner, austurrískur eðlisfræðingur (f. 1878).
- 1975 - Peregrino Anselmo, úrúgvæskur knattspyrnumaður (f. 1902).
- 2010 - Nestor Kirchner, forseti Argentínu (f. 1950).
- 2018 - Vichai Srivaddhanaprabha, taílenskur athafnamaður (f. 1958).