9. apríl
dagsetning
Mar – Apríl – Maí | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | ||||
2024 Allir dagar |
9. apríl er 99. dagur ársins (100. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 266 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 193 - Septimius Severus varð Rómarkeisari.
- 1363 - Hákon 6. Magnússon gekk að eiga Margréti Valdimarsdóttur í Kaupmannahöfn.
- 1378 - Eftir dauða Gregoríusar páfa kom til óeirða í Róm þar sem þess var krafist að Rómverji yrði kosinn páfi til að tryggja að páfastóll yrði um kyrrt í borginni en Gregoríus hafði flutt sig þangað frá Avignon ári fyrr. Bartolomeo Prignano, erkibiskup í Bari (Ítali en þó ekki Rómverji), var kjörinn páfi sem Úrbanus 6..
- 1483 - Játvarður 5. varð konungur Englands, tólf ára að aldri, en var komið fyrir í Lundúnaturni, ásamt bróður sínum, Ríkharði hertoga af York. Þar var þeim ráðinn bani.
- 1596 - Spánverjar hertóku Calais.
- 1870 - Deutsche Bank hóf rekstur í Berlín.
- 1894 - James Craig keypti Geysi fyrir 3000 kr af bændum í Haukadal.
- 1911 - Þingeyrarkirkja var vígð.
- 1940 - Þjóðverjar hernámu Danmörku og gerðu innrás í Noreg. Vidkun Quisling lýsti því yfir að ríkisstjórn Noregs hefði flúið og hann tæki sjálfur við sem forsætisráðherra.
- 1942 - Tveir Íslendingar og 22 Norðmenn fórust með norska skipinu Fanefeld á leið frá Bíldudal til Ísafjarðar.
- 1963 - Mikið norðanrok og hörkufrost skall á og fórust sextán sjómenn þennan dag og hinn næsta.
- 1967 - Fyrsta Boeing 737-flugvélin flaug jómfrúarflug sitt.
- 1976 - Síðasta kvikmynd Alfred Hitchcock, Fjölskyldugáta, kom út í Bandaríkjunum.
- 1981 - Eldgos hófst í Heklu. Það stóð stutt og er venjulega talið sem framhald gossins árið áður.
- 1984 - Ronald Reagan kallaði eftir alþjóðlegu banni við notkun efnavopna.
- 1989 - 20 almennir borgarar létust í Tbilisi í Georgíu þegar Rauði herinn barði niður mótmæli.
- 1989 - Landamærastríð Máritaníu og Senegal hófst vegna deilna um beitarréttindi.
- 1991 - Georgía lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum.
- 1992 - Manuel Noriega fyrrum einræðisherra í Panama var dæmdur fyrir margvíslega glæpi, s.s. fíkniefnasmygl og peningaþvætti.
- 1999 - Ibrahim Baré Maïnassara, forseti Níger, var ráðinn af dögum.
- 2000 - Sænska nunnan Elisabeth Hesselblad var lýst sæl af kaþólsku kirkjunni.
- 2002 - Elísabet drottningarmóðir var borin til grafar frá Westminsterklaustri.
- 2003 - Íraksstríðið: Bandaríkjaher náði Bagdad á sitt vald.
- 2005 - Tugþúsundir mótmæltu hersetu Bandaríkjanna í Írak í Bagdad.
- 2011 - Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram um Icesave-samkomulag ríkisstjórnarinnar við Breta og Hollendinga og var því hafnað með 59,7% atkvæða á móti 40,1% sem vildu samþykkja það.
- 2012 - Facebook keypti Instagram fyrir milljarð bandaríkjadala.
- 2013 - 32 fórust í Bushehr-jarðskjálftanum í Íran.
- 2017 - Árásirnar á koptísku kirkjurnar í Egyptalandi í apríl 2017: 44 létust í tveimur sjálfsmorðssprengjuárásum á koptískar kirkjur í Alexandríu og Tanta.
- 2019 – Þingkosningar fóru fram í Ísrael. Kosningarnar skiluðu jafntefli milli Likud-flokksins og Bláhvíta bandalagsins og voru því endurteknar í september sama ár.
Fædd
breyta- 1683 - Þorleifur Skaftason, íslenskur prestur (d. 1748).
- 1806 - Isambard Kingdom Brunel, enskur verkfræðingur (d. 1859).
- 1812 - Johan Fritzner, norskur prestur (d. 1893).
- 1821 - Charles Baudelaire, franskt ljóðskáld (d. 1867).
- 1835 - Leópold 2. Belgíukonungur (d. 1909).
- 1857 - Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum, rithöfundur og ljósmóðir (d. 1933).
- 1865 - Erich Ludendorff, þýskur hershöfðingi (d. 1937).
- 1872 - Léon Blum, forsætisráðherra Frakklands (d. 1950).
- 1914 - Koichi Oita, japanskur knattspyrnumaður (d. 1996).
- 1918 - Jørn Utzon, danskur arkitekt (d. 2008).
- 1926 - Hugh Hefner, bandarískur tímaritaútgefandi (d. 2017).
- 1932 - Carl Perkins, kántrítónlistarmaður (d. 1998).
- 1933 - Jean-Paul Belmondo, franskur leikari.
- 1935 - Josef Fritzl, austurrískur níðingur.
- 1942 - Petar Nadoveza, króatískur knattspyrnumaður.
- 1949 - Guðni Ágústsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1954 - Dennis Quaid, leikari
- 1954 - Iain Duncan Smith, breskur þingmaður.
- 1957 - Oddný G. Harðardóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1957 - Lars Demian, sænskur tónlistarmaður.
- 1957 - Severiano Ballesteros, spænskur golfleikari.
- 1963 - Runólfur Ágústsson, íslenskur lögfræðingur.
- 1964 - Akihiro Nagashima, japanskur knattspyrnumaður.
- 1965 - Mark Pellegrino, bandarískur leikari.
- 1967 - Sam Harris, bandarískur rithöfundur.
- 1972 - Steinunn Kristín Þórðardóttir, íslenskur rekstrarhagfræðingur.
- 1974 - Jenna Jameson, bandarísk leikkona.
- 1975 - Robbie Fowler, enskur knattspyrnumaður.
- 1977 - Gerard Way, bandarískur tónlistarmaður og myndasöguhöfundur.
- 1981 - Albin Pelak, bosnískur knattspyrnumaður.
- 1982 - Jay Baruchel, kanadískur leikari.
- 1986 - Leighton Meester, bandarísk leik- og söngkona.
- 1987 - Jesse McCartney, bandarískur söngvari og leikari.
- 1999 - Lil Nas X, bandarískur rappari.
Dáin
breyta- 715 - Konstantínus páfi.
- 1137 - Vilhjálmur 10. af Akvitaníu (f. 1099).
- 1283 - Margrét af Skotlandi, Noregsdrottning (f. 1261).
- 1483 - Játvarður 4. Englandskonungur (f. 1442).
- 1492 - Lorenzo de'Medici, fursti af Flórens (Lorenzo hinn stórfenglegi) (f. 1449).
- 1553 - Francois Rabelais, franskur rithöfundur.
- 1598 - Páll Jónsson, Staðarhóls-Páll, skáld og sýslumaður.
- 1626 - Francis Bacon, heimspekingur.
- 1693 - Roger de Bussy-Rabutin, franskur rithöfundur (f. 1618).
- 1761 - William Law, enskur prestur (f. 1686).
- 1869 - Kristján Jónsson fjallaskáld (f. 1842).
- 1904 - Ísabella 2. Spánardrottning (f. 1830).
- 1936 - Ferdinand Tönnies, þýskur hagfræðingur (f. 1855).
- 1945 - Dietrich Bonhoeffer, þýskur guðfræðingur (f. 1906).
- 1959 - Frank Lloyd Wright, bandarískur arkitekt (f. 1867).
- 1961 - Zog Albaníukonungur (f. 1895).
- 2005 - Andrea Dworkin, bandarískur aðgerðasinni (f. 1945).
- 2021
- DMX (f. 1970)
- Filippus prins, hertogi af Edinborg (f. 1921)