1. apríl
dagsetning
Mar – Apríl – Maí | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | ||||
2024 Allir dagar |
1. apríl er 91. dagur ársins (92. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 274 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 1240 - Hákon ungi Hákonarson var krýndur meðkonungur föður síns í Noregi.
- 1340 - Niels Ebbesen drap Geirharð 3. hertoga af Holtsetalandi í Randers.
- 1605 - Alessandro Ottaviano de'Medici varð Leó 11. páfi.
- 1621 - Íbúar Plymouth-nýlendunnar gerðu sinn fyrsta samning við indíána.
- 1807 - Trampe stiftamtmaður setti reglugerð um brunavarnir í Reykjavík. Bannað var að reykja pípu innanhúss og nálægt eldfimum efnum.
- 1855 - Einkaréttur Dana til verslunar á Íslandi var aflagður og máttu Íslendingar eftir það versla við allar þjóðir.
- 1867 - Fyrsta nemendafélag Menntaskólans í Reykjavík, Bandamannafélagið, var stofnað.
- 1871 - Fjárhagur Íslands og Danmerkur var aðskilinn og íslensk króna varð til.
- 1873 - Hilmar Finsen varð fyrsti landshöfðingi Íslands. Hann var áður stiftamtmaður en síðar borgarstjóri í Kaupmannahöfn.
- 1891 - Wrigley-fyrirtækið var stofnað í Chicago í Bandaríkjunum.
- 1896 - Álafoss hóf ullarvinnslu.
- 1924 - Adolf Hitler var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir þátttöku sína í valdaránstilraun í München árið 1923. Hann sat þó aðeins inni í níu mánuði.
- 1936 - Alþýðutryggingalög gengu í gildi á Íslandi.
- 1955 - Hátíðahöld til að minnast aldarafmælis frjálsrar verslunar fóru fram á Íslandi.
- 1955 - Aprílgabb birtist í Tímanum um væntanlegan fund æðstu ráðamanna heims í Reykjavík. Slíkur fundur varð ekki á dagskrá fyrr en 31 og hálfu ári síðar, 10. október 1986.
- 1965 - Stór-Lundúnasvæðið var formlega skipulagt sem sýsla á Englandi.
- 1970 - Richard Nixon undirritaði Public Health Cigarette Smoking Act sem bannaði sígarettuauglýsingar í sjónvarpi.
- 1976 - Tölvufyrirtækið Apple var stofnað af Steve Jobs, Steve Wozniak og Ronald Wayne.
- 1976 - Postverk Føroya tók við póstþjónustu í Færeyjum af Post- og Telegrafvæsnet.
- 1976 - Opinbera lestarfyrirtækið Conrail var stofnað í Bandaríkjunum til að taka við rekstri 13 gjaldþrota járnbrauta.
- 1979 - Barnastöðin Pinwheel Network breytti nafni sínu í Nickleodeon og hóf útsendingar á ýmsum kapalkerfum Warner.
- 1979 - Austurrískir lögreglumenn handtóku lærlinginn Andreas Mihavecz, lokuðu hann inni í fangaklefa og gleymdu honum svo. Hann fannst aftur fyrir tilviljun 17 dögum síðar og hafði lifað af með því að sleikja raka af veggjum klefans.
- 1981 - Íslenska hljómsveitin Grýlurnar var stofnuð.
- 1981 - Sumartími var tekinn upp í Sovétríkjunum.
- 1984 - Marvin Gaye, söngvari, var skotinn til bana af föður sínum.
- 1984 - Kringvarp Føroya hóf útsendingar.
- 1986 - Sector Kanda: Kommúnistar í Nepal reyndu valdarán með því að ráðast á lögreglustöðvar í Katmandú.
- 1987 - Taílensk-austurríski orkudrykkurinn Red Bull kom á markað í Austurríki.
- 1990 - Seyðisfjarðarkaupstaður og Seyðisfjarðarhreppur vou sameinaðir undir merkjum Seyðsfjarðarkaupstaðar.
- 1991 - Bandaríska sjónvarpsstöðin Comedy Central hóf göngu sína í kapalkerfi.
- 1992 - Blóðbaðið í Bijeljina hófst þegar vopnaðir serbneskir hópar hófu að myrða óbreytta borgara í Bijeljina í Bosníu.
- 1995 - Dialog Telekom hóf rekstur fyrsta GSM-nets Srí Lanka.
- 1996 - Sveitarfélagið Halifax var myndað úr fjórum eldri sveitarfélögum.
- 1997 - Hale-Bopp-halastjarnan náði sólnánd.
- 1997 - Teiknimyndaþættirnir Pokémon hófu göngu sína á TV Tokyo.
- 1997 - Borgarhverfið Užupis í Vilnius lýsti yfir sjálfstæði sem „lýðveldið Užupis“.
- 1998 - Vefmiðillinn Vísir stofnaður.
- 1999 - Kanadíska fylkið Nunavut varð til úr austurhluta Norðvesturhéraðanna.
- 2000 - Siglingamiðstöðin Weymouth and Portland National Sailing Academy var opnuð.
- 2001 - Slobodan Milošević, fyrrverandi forseti Júgóslavíu gaf sig fram við sérsveitir lögreglu.
- 2001 - Flugslysið á Hainan: Bandarísk njósnaflugvél lenti í árekstri við kínverska orrustuflugvél. Kínverski flugmaðurinn fannst aldrei en 10 manna áhöfn bandarísku flugvélarinnar nauðlenti í Kína, var handtekin og haldið í 10 daga.
- 2001 - Hjónabönd samkynhneigðra voru heimiluð með nýjum lögum í Hollandi.
- 2002 - Holland lögleiddi aðstoð við sjálfsvíg fyrst landa.
- 2003 - Íslenska kvikmyndin Fyrsti apríll var frumsýnd.
- 2005 - Bandaríska kvikmyndin Sin City var frumsýnd í Bandaríkjunum.[1]
- 2007 - Íslenska fjarskiptafyrirtækið Míla ehf var stofnað.
- 2008 - Stærsta rán í sögu Danmerkur var framið í peningageymslu í Glostrup. Ræningjarnir komust undan með 62 milljónir.
- 2009 – Albanía og Króatía gengu í NATÓ.
- 2012 - Flokkur Aung San Suu Kyi, Lýðræðisbandalagið, vann meirihluta lausra þingsæta í aukakosningum í Mjanmar.
- 2017 - Mocoa-skriðan: Yfir 300 fórust í skriðum í Kólumbíu.
Fædd
breyta- 1545 - Peder Claussøn Friis, norskur fornfræðingur (d. 1614).[2]
- 1640 - Georg Mohr, danskur stærðfræðingur (d. 1697).
- 1755 - Jean Anthelme Brillat-Savarin, franskur matmaður (d. 1826).
- 1815 - Otto von Bismarck, stjórnmálamaður (d. 1898).
- 1873 - Sergei Rachmaninoff, tónskáld, píanóleikari og stjórnandi (d. 1943).
- 1920 - Toshirō Mifune, leikari (d. 1997).
- 1920 - Hjörtur Eldjárn Þórarinsson, bóndi á Tjörn í Svarfaðardal (d. 1996).
- 1929 - Milan Kundera, tékkneskur rithöfundur.
- 1930 - Ásta Sigurðardóttir, íslenskur rithöfundur (d. 1971).[3]
- 1932 - Debbie Reynolds, leikkona.
- 1940 - Wangari Maathai, kenískur líffræðingur (d. 2011).
- 1950 - Samuel Alito, bandarískur hæstaréttardómari.
- 1958 - Milton Queiroz da Paixão, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1961 - Susan Boyle, skosk söngkona.
- 1963 - Joe Wright, bandarískur körfuknattleiksmaður.
- 1971 - Method Man, bandarískur tónlistarmaður.
- 1975 - Washington Stecanela Cerqueira, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1979 - Ivano Balić, króatískur handknattleiksmaður.
- 1983 - Ólafur Ingi Skúlason, íslenskur knattspyrnumaður.
- 1985 - Elena Berkova, rússnesk klámmyndaleikkona og söngkona.
- 1987 - José Ortigoza, paragvæskur knattspyrnumaður.
Dáin
breyta- 1132 - Húgó frá Châteauneuf, biskup í Grenoble (f. 1052).
- 1204 - Elinóra af Akvitaníu, drottning Frakklands og síðar Englands.
- 1205 - Amalrekur 1., konungur Kýpur og Jerúsalem (f. 1145).
- 1412 - Albrekt af Mecklenburg, Svíakonungur 1363–1389 (f. 1336).
- 1441 - Blanka 1., drottning Navarra (f. 1387).
- 1637 - Niwa Nagashige, japanskur stríðsherra (f. 1571).
- 1684 - Roger Williams, enskur guðfræðingur (f. 1603).
- 1868 - Rasoherina, drottning Madagaskar (f. 1814).
- 1922 - Karl 1. Austurríkiskeisari (f. 1887).
- 1922 - Henri-Paul Motte, franskur listmálari (f. 1846).
- 1927 - Eymundur Jónsson, járnsmiður og bóndi (f. 1840).
- 1976 - Max Ernst, listmálari (f. 1891).
- 1984 - Marvin Gaye, bandarískur söngvari (f. 1939).
- 1990 - Carlos Peucelle, argentínskur knattspyrnumaður (f. 1908).
- 1996 - Hjörtur Eldjárn Þórarinsson, bóndi á Tjörn í Svarfaðardal (f. 1920).
- 2002 - Jón Múli Árnason, útvarpsmaður og tónskáld (f. 1921).
- 2013 - Herdís Þorvaldsdóttir, íslensk leikkona (f. 1923)
Hefðir
breytaHeimildir
breyta- ↑ „Sin City (2005) Release info“. IMDB. 1. apríl 2005.
- ↑ Jørgensen, Jon Gunnar (27. janúar 2023). „Peder Claussøn Friis“. Norsk biografisk leksikon (norska).
- ↑ Guðmundur D. Haraldsson, Hjólaskautarnir breyta ekki um innræti [..], sótt þann 14. febrúar 2006 af [1] Geymt 13 júlí 2006 í Wayback Machine.