Alþýðulýðveldið Bangladess (bengalska: গণপ্রজাতন্ত্রী বাংলাদেশ) er land í Suður-Asíu með landamæri að Indlandi og Mjanmar og strönd að Bengalflóa við ósa Gangesfljóts. Í norðri skilur mjó landræma, Siliguri-hliðið, milli Bangladess og Nepal og Bútan. Landið nær yfir austurhluta héraðsins Bengal þaðan sem það dregur nafn sitt. Bangladess er áttunda fjölmennasta ríki heims með yfir 150 milljón íbúa.

গনপ্রজাতন্ত্রী বাংলাদেশ
Fáni Bangladess Skjaldarmerki Bangladess
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
ekkert
Þjóðsöngur:
Amar Sonar Bangla
Staðsetning Bangladess
Höfuðborg Dakka
Opinbert tungumál bengalska
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti
Forsætisráðherra
Abdul Hamid
Sheikh Hasina Wazed
Sjálfstæði
 - frá Pakistan 16. desember 1971 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
94. sæti
147.570 km²
6,4
Mannfjöldi
 - Samtals (2013)
 - Þéttleiki byggðar
8. sæti
150.039.000
1.023/km²
VLF (KMJ)
- Samtals
- á mann
áætl. 2013
324,628 millj. dala (43. sæti)
2.083 dalir (154. sæti)
Gjaldmiðill taka (BDT)
Tímabelti UTC+6
Þjóðarlén .bd
Landsnúmer 880

Við skiptingu Indlands eftir 1940 varð Bangladess hluti af Pakistan sem Austur-Pakistan. Eftir blóðuga sjálfstæðisbaráttu fékk landið sjálfstæði frá Pakistan árið 1971. Í kjölfarið fylgdu erfið ár með hungursneyðum, fátækt, stjórnmálaóróa og fjölda herforingjabyltinga. Árið 1991 var lýðræði endurreist og síðan þá hefur leiðin legið hægt upp á við, þótt landið glími enn við vandamál eins og spillingu, útbreidda fátækt, pólitískan óstöðugleika og náttúruhamfarir.

Bangladess er kallað fljótalandið og það stendur á frjósömum árósum þar sem Gangesfljót, Brahmaputra og Meghna renna saman. Flóð valda vandræðum árlega á monsúntímabilinu og vegna fátæktar er stór hluti íbúa berskjaldaður fyrir náttúruhamförum eins og fellibyljum. Bangladess er eitt af þeim löndum sem talin eru í mikilli hættu vegna loftslagsbreytinga. Við ströndina eru fenjaskógar eins og Sundarbanskógurinn í suðvesturhlutanum sem er stærsti leiruviðarskógur heims og er á heimsminjaskrá UNESCO.

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.