Leo Varadkar
Leo Varadkar (fæddur 18. janúar 1979 í Dublin) er írskur stjórnmálamaður, fyrrverandi leiðtogi flokksins Fine Gael og fyrrverandi forsætisráðherra (Á írsku: Taoiseach) Írlands. Hann hefur verið þingmaður frá 2007 og gegnt forystuembætti í ráðuneyti samgangna, ferðamennsku og íþrótta (2011-2014), í heilbrigðisráðuneyti (2014-2016) og í félagsmálaráðuneyti (2016-2017).
Leo Varadkar | |
---|---|
Forsætisráðherra Írlands | |
Í embætti 17. desember 2022 – 9. apríl 2024 | |
Forseti | Michael D. Higgins |
Forveri | Micheál Martin |
Eftirmaður | Simon Harris |
Í embætti 14. júní 2017 – 27. júní 2020 | |
Forseti | Michael D. Higgins |
Forveri | Enda Kenny |
Eftirmaður | Micheál Martin |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 18. janúar 1979 Dyflinni, Írlandi |
Þjóðerni | Írskur |
Stjórnmálaflokkur | Fine Gael |
Maki | Matthew Barrett |
Trúarbrögð | Kaþólskur |
Háskóli | Trinity-háskólinn í Dyflinni |
Vefsíða | leovaradkar.ie |
Varadkar er sonur Ashoks indversks læknis og Miriam, írsks hjúkrunarfræðings. Faðir hans fæddist í Mumbai og flutti til Írlands á 7. áratugnum. Fjölskyldan bjó um skeið í Leicester á Englandi og á Indlandi. Leo Varadkar lærði læknisfræði í Trinity College í Dublin en fór síðar út í stjórnmálastarf og var kosinn í neðri deild írska þingsins, Dáil Éireann, árið 2007. Hann kom fyrst opinberlega út sem samkynhneigður árið 2015 og var fyrsti ráðherrann á Írlandi til þess. Varadkar varð einnig fyrsti samkynhneigði forsætisráðherra landsins og tók við embætti sumarið 2017. Maki hans er einnig læknir.
Varadkar sagði af sér forsætisráðherraembættinu eftir kosningar í byrjun árs 2020 þegar írska þingið gat ekki komið sér saman um forsætisráðherra en leiddi starfsstjórn þar til búið var að mynda nýja stjórn.[1] Eftir um fjögurra mánaða stjórnarkreppu féllust flokkarnir Fine Gael, Fianna Fáil og Græni flokkurinn á að mynda stjórn með Micheál Martin, formann Fianna Fáil, sem forsætisráðherra. Samkvæmt stjórnarsáttmálanum varð Varadkar þó aftur forsætisráðherra á seinni helmingi kjörtímabilsins, frá desember 2022.[2]
Varadkar tilkynnti þann 20. mars 2024 að hann hygðist segja af sér sem leiðtogi Fine Gael og hætta sem forsætisráðherra strax og búið væri að kjósa nýjan flokksleiðtoga.[3] Simon Harris var kjörinn nýr leiðtogi flokksins þann 24. mars.[4]
Heimild
breytaFyrirmynd greinarinnar var „Leo Varadkar“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 3. júní 2017.
Tilvísanir
breyta- ↑ Atli Ísleifsson (21. febrúar 2020). „Forsætisráðherra Írlands segir af sér“. Vísir. Sótt 21. febrúar 2020.
- ↑ Atli Ísleifsson (15. júní 2020). „Martin verður næsti forsætisráðherra Írlands“. Vísir. Sótt 15. júní 2020.
- ↑ Atli Ísleifsson (20. mars 2024). „Varadkar hættir sem forsætisráðherra“. Vísir. Sótt 21. mars 2024.
- ↑ Rafn Ágúst Ragnarsson (24. mars 2024). „Simon Harris nýr leiðtogi Fine Gael“. Vísir. Sótt 24. mars 2024.
Fyrirrennari: Enda Kenny |
|
Eftirmaður: Micheál Martin | |||
Fyrirrennari: Micheál Martin |
|
Eftirmaður: Simon Harris |