27. september
dagsetning
Ágú – September – Okt | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | |||||
2024 Allir dagar |
27. september er 270. dagur ársins (271. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 95 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 1264 - Þórður Andrésson, goðorðsmaður á Völlum á Rangárvöllum, var veginn af mönnum Gissurar Þorvaldssonar, jarls. Þórður var eftir dauða sinn nefndur síðasti Oddaverjinn.
- 1290 - Jarðskjálfti í Hebei-héraði í Kína; talið að um 100.000 manns hafi farist.
- 1529 - Umsátrið um Vínarborg hófst. Það var fyrsta tilraun Suleimans 1. til að ná borginni á sitt vald.
- 1540 - Jesúítareglan, sem Ignatius Loyola hafði stofnað 1534, fékk viðurkenningu páfa.
- 1590 - Úrbanus 7. páfi dó aðeins 13 dögum eftir að hann var kjörinn páfi og hefur enginn páfi setið skemur í embætti.
- 1633 - Svíar biðu ósigur í orrustunni við Steinau.
- 1821 - Mexíkó fékk sjálfstæði.
- 1922 - Fyrsta íslenska myntin fór í dreifingu í Reykjavík. Voru það 10 aura og 25 aura peningar. Krónupeningur var ekki sleginn fyrr en 1925.
- 1922 - Konstantín 1. Grikklandskonungur sagði af sér og elsti sonur hans, Georg 2., tók við krúnunni.
- 1941 - Menningar- og minningarsjóður kvenna var stofnaður á Íslandi.
- 1945 - Alþjóðabankinn var stofnaður.
- 1958 - Í Hlíðarendakoti í Fljótshlíð var reist minnismerki um Þorstein Erlingsson á aldarafmæli hans.
- 1963 - Kona á leið frá Akureyri til Reykjavíkur varð milljónasti farþegi Flugfélags Íslands.
- 1964 - Warren-nefndin gaf út skýrslu sína um morðið á John F. Kennedy Bandaríkjaforseta og komst að þeirri niðurstöðu að Lee Harvey Oswald hefði verið einn að verki.
- 1966 - Rússneska skemmtiferðaskipið Baltika lagði upp í mjög umtalaða ferð frá Reykjavík til Svartahafs með 421 farþega. Áfengisneysla þótti keyra um þverbak í ferðinni.
- 1970 - Richard Nixon fór í opinbera heimsókn til Evrópu og heimsótti Ítalíu, Júgóslavíu, Spán, Bretland og Írland.
- 1970 - Hussein Jórdaníukonungur neyddist til að undirrita samkomulag við Palestínumenn á fundi Arababandalagsins.
- 1973 - Sovétmenn sendu Sojús 12 á loft, fyrsta mannaða geimfarið frá Sojús 11-slysinu 1971.
- 1978 - August Sabbe, síðasti Skógarbróðirinn í Eistlandi, drukknaði á flótta undan KGB.
- 1981 - Pétur Sigurgeirsson, 62 ára prestur og vígslubiskup var settur í embætti biskups yfir Íslandi.
- 1981 - Háhraðalest TGV hóf ferðir milli Parísar og Lyon í Frakklandi.
- 1983 - Tilkynnt var um tilurð GNU-verkefnisins með skeyti sem sent var á Usenet-fréttahópa.
- 1987 - Þjóðernissinnaði íhaldsflokkurinn Magyar Demokrata Fórum var stofnaður í Ungverjalandi.
- 1993 - Blóðbaðið í Sukumi hófst þegar borgin féll í hendur abkasískra aðskilnaðarsinna.
- 1995 - Hópur málaliða undir stjórn Bob Denard framdi valdarán á Kómoreyjum og náðu forsetanum, Said Mohammed Djohor, á sitt vald.
- 1996 - Talíbanar í Afganistan náðu höfuðborginni Kabúl á sitt vald eftir að hafa hrakið forsetann Burhanuddin Rabbani úr landi og tekið leiðtogann Mohammad Najibullah af lífi.
- 1998 - Fyrirtækið Google var stofnað.
- 2001 - Blóðbaðið í Zug: Friedrich Leibacher myrti 14 og framdi síðan sjálfsmorð í Zug í Sviss.
- 2002 - Skálinn, viðbygging við Alþingishúsið, var vígður.
- 2002 - Austur-Tímor gerðist aðili að Sameinuðu þjóðunum.
- 2003 - Geimferðastofnun Evrópu skaut SMART-1-gervihnettinum á braut um Tunglið.
- 2008 - Kínverski geimfarinn Zhai Zhi Gang fór fyrstur Kínverja í geimgöngu.
- 2009 - Pólski leikstjórinn Roman Polański var handtekinn í Sviss.
- 2014 - 63 fórust þegar eldfjallið Ontake á Japan hóf að gjósa.
- 2017 - Ákveðið var að konur fengju leyfi til að aka bíl í Sádí-Arabíu.
- 2019 - 4 milljónir tóku þátt í loftslagsverkfalli um allan heim. Greta Thunberg og Justin Trudeau leiddu mótmælagöngu í Kanada með 400.000 þátttakendum.
Fædd
breyta- 1389 - Cosimo de Medici, ítalskur aðalsmaður og listvinur (d. 1464).
- 1601 - Loðvík 13. Frakkakonungur (d. 1643).
- 1722 - Samuel Adams, bandarískur stjórnmálamaður (d. 1803).
- 1748 - Carl Pontoppidan, norskur kaupmaður (d. 1822).
- 1856 - Bríet Bjarnhéðinsdóttir, íslenskur ritstjóri og kvenréttindafrömuður (d. 1940).
- 1840 - Thomas Nast, bandarískur skopmyndateiknari (d. 1902).
- 1871 - Grazia Deledda, ítalskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1936).
- 1934 - Wilford Brimley, bandarískur leikari (d. 2020).
- 1946 - Nikos Anastasiades, forseti Kýpur.
- 1947 - Marvin Lee Aday, bandarískur söngvari (Meat Loaf) (d. 2022).
- 1947 - Jón Steinar Gunnlaugsson, íslenskur hæstaréttardómari.
- 1960 - Guðrún Nordal, íslenskufræðingur.
- 1968 - Mari Kiviniemi, finnskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra.
- 1972 - Gwyneth Paltrow, bandarísk leikkona.
- 1976 - Francesco Totti, ítalskur knattspyrnumaður.
- 1979 - Shinji Ono, japanskur knattspyrnumaður.
- 1984 - Avril Lavigne, kanadisk söngkona.
- 1988 - Guðný Björk Óðinsdóttir, íslensk knattspyrnukona.
- 1988 - Hjörtur Logi Valgarðsson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 1992 - Granit Xhaka, svissneskur knattspyrnumaður.
Dáin
breyta- 1249 - Raymond 8., greifi af Toulouse (f. 1197).
- 1264 - Þórður Andrésson, íslenskur goðorðsmaður.
- 1359 - Jóhann mildi, greifi af Holtsetalandi (f. um 1297).
- 1590 - Úrbanus 7. páfi (f. 1521).
- 1651 - Maximilían 1., kjörfursti af Bæjaralandi (f. 1573).
- 1700 - Innósentíus 12., páfi (f. 1615).
- 1917 - Edgar Degas, franskur listmálari (f. 1834).
- 1960 - Sylvia Pankhurst, ensk súffragetta (f. 1882).
- 1960 - Karl Ísfeld, íslenskur þýðandi (f. 1906).
- 1965 - Clara Bow, bandarisk leikkona (f. 1905).
- 1996 - Mohammad Najibullah, forseti Afganistan (f. 1947).