27. september
dagsetning
27. september er 270. dagur ársins (271. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 95 dagar eru eftir af árinu.
AtburðirBreyta
- 1264 - Þórður Andrésson, goðorðsmaður á Völlum á Rangárvöllum, var veginn af mönnum Gissurar Þorvaldssonar, jarls. Þórður var eftir dauða sinn nefndur síðasti Oddaverjinn.
- 1290 - Jarðskjálfti í Hebei-héraði í Kína; talið að um 100.000 manns hafi farist.
- 1529 - Umsátrið um Vínarborg hófst. Það var fyrsta tilraun Suleimans 1. til að ná borginni á sitt vald.
- 1540 - Jesúítareglan, sem Ignatius Loyola hafði stofnað 1534, fékk viðurkenningu páfa.
- 1590 - Úrbanus VII páfi dó aðeins 13 dögum eftir að hann var kjörinn páfi og hefur enginn páfi setið skemur í embætti.
- 1922 - Fyrsta íslenska myntin fór í dreifingu í Reykjavík. Voru það 10 aura og 25 aura peningar. Krónupeningur var ekki sleginn fyrr en 1925.
- 1922 - Konstantín 1. Grikklandskonungur sagði af sér og elsti sonur hans, Georg 2., tók við krúnunni.
- 1941 - Menningar- og minningarsjóður kvenna var stofnaður.
- 1945 - Alþjóðabankinn var stofnaður.
- 1958 - Í Hlíðarendakoti í Fljótshlíð var reist minnismerki um Þorstein Erlingsson á aldarafmæli hans. Þorsteinn ólst upp í Hlíðarendakoti.
- 1963 - Kona á leið frá Akureyri til Reykjavíkur varð milljónasti farþegi Flugfélags Íslands.
- 1964 - Warren-nefndin gaf út skýrslu sína um morðið á John F. Kennedy Bandaríkjaforseta og komst að þeirri niðurstöðu að Lee Harvey Oswald hefði verið einn að verki.
- 1966 - Rússneska skemmtiferðaskipið Baltika lagði upp í mjög umtalaða ferð frá Reykjavík til Svartahafs með 421 farþega. Áfengisneysla þótti keyra um þverbak í ferðinni.
- 1981 - Pétur Sigurgeirsson, 62 ára prestur og vígslubiskup var settur í embætti biskups yfir Íslandi.
- 1983 - Tilkynnt var um tilurð GNU-verkefnisins með skeyti sem sent var á Usenet-fréttahópa.
- 1996 - Talibanar í Afganistan náðu höfuðborginni Kabúl á sitt vald eftir að hafa hrakið forsetann Burhanuddin Rabbani úr landi og tekið leiðtogann Mohammad Najibullah af lífi.
FæddBreyta
- 1389 - Cosimo de Medici, ítalskur aðalsmaður og listvinur (d. 1464).
- 1601 - Loðvík 13. Frakkakonungur (d. 1643).
- 1856 - Bríet Bjarnhéðinsdóttir, íslenskur ritstjóri og kvenréttindafrömuður (d. 1940).
- 1871 - Grazia Deledda, ítalskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1936).
- 1947 - Jón Steinar Gunnlaugsson, íslenskur hæstaréttardómari.
- 1947 - Marvin Lee Aday, bandarískur söngvari (Meat Loaf).
- 1968 - Mari Kiviniemi, finnskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra.
- 1972 - Gwyneth Paltrow, bandarísk leikkona.
- 1976 - Francesco Totti, italskur knattspyrnuleikari.
- 1984 - Avril Lavigne, kanadisk söngkona.
- 1988 - Hjörtur Logi Valgarðsson, íslenskur knattspyrnumaður.
DáinBreyta
- 1249 - Raymond 8., greifi af Toulouse (f. 1197).
- 1264 - Þórður Andrésson, íslenskur goðorðsmaður.
- 1359 - Jóhann mildi, greifi af Holtsetalandi (f. um 1297).
- 1590 - Úrbanus 7. páfi (f. 1521).
- 1651 - Maximilían 1., kjörfursti af Bæjaralandi (f. 1573).
- 1700 - Innósentíus 12., páfi (f. 1615).
- 1917 - Edgar Degas, franskur listmálari (f. 1834).
- 1960 - Sylvia Pankhurst, ensk súffragetta (f. 1882).
- 1965 - Clara Bow, bandarisk leikkona (f. 1905).
- 1996 - Mohamad Najibullah, forseti Afganistan (f. 1947).