BRICS

Samtök Brasilíu, Rússlands, Indlands, Kína og Suður-Afríku

BRICS eru samtök nokkurra nývaxtarlanda. Aðilar að samtökunum eru Brasilía, Rússland, Indland, Kína, Suður-Afríka (frá 2010), Egyptaland, Eþíópía, Íran, Sádi-Arabía og Sameinuðu arabísku furstadæmin (frá 2024). Heitið er skammstöfun mynduð úr fyrsta staf landaheita fimm fyrstu aðildarlandanna á ensku. Upphaflega voru fyrstu fjögur löndin flokkuð sem „BRIC“ (eða „BRICs“) áður en Suður Afríka bættist við árið 2010.[1] BRICS-löndin eru þekkt fyrir að hafa mikil áhrif hvert í sínum heimshluta; Þau eru öll aðilar að G20. Frá 2009 hafa BRICS-löndin hist árlega á formlegum leiðtogafundum.

Kort sem sýnir BRICS-löndin.

Árið 2023 voru íbúar BRICS-landanna 3,67 milljarður, eða um 45% jarðarbúa.[2] Stofnríkin fjögur eru í hópi 10 fjölmennustu ríkja heimsins. Frá árinu 2018 höfðu aðildarríkin fimm samanlagða landsframleiðslu upp á 18,6 billjón bandaríkjadala að nafnvirði, eða um 23,2% af vergri heimsframleiðslu, og samanlagða landsframleiðsla (VSJ) upp á 40,55 billjón bandaríkjadala (32% af heimsframleiðslunni) og áætlaða 4,46 milljarða bandaríkjadala í samanlögðum gjaldeyrisforða. BRICS-samstarfið hefur fengið bæði lof og gagnrýni frá fjölmörgum álitsgjöfum.[3] Tvíhliða samskipti BRICS-þjóða eru aðallega á grundvelli afskiptaleysis, jafnræðis og gagnkvæms ávinnings.[4]

Tilvísanir

breyta
  1. „New era as South Africa joins BRICS“. . SouthAfrica.info. 11. apríl 2010. Skoðað 2. desember 2012.
  2. „Total Population – Both Sexes“. World Population Prospects, the 2019 Revision. United Nations Department of Economic and Social Affairs, Population Division, Population Estimates and Projections Section. júní 2019. Afrit af uppruna á 18. febrúar 2020. Sótt 17. júní 2019.
  3. Sumantra Maitra (18. apríl 2013). „BRICS - India is the biggest loser“.
  4. Lopes Jr, G. P. (2015). „The Sino-Brazilian principles in a Latin American and BRICS context: the case for comparative public budgeting legal research“ (PDF). Wis. Int'l LJ. 33 (1).