3. mars
dagsetning
3. mars er 62. dagur ársins (63. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 303 dagar eru eftir af árinu.
AtburðirBreyta
- 1200 - Bein Jóns Ögmundssonar Hólabiskups voru grafin úr jörðu og er Jónsmessa Hólabiskups á föstu til minningar um þann atburð.
- 1918 - Brest-Litovsk-samningurinn var undirritaður og Rússar drógu sig þar með út úr fyrri heimsstyrjöldinni.
- 1923 - Fréttatímaritið Time hefur göngu sína.
- 1938 - Olía fannst í Sádí-Arabíu.
- 1955 - Elvis Presley kom fram í sjónvarpi í fyrsta sinn.
- 1984 - Kristján Harðarson setti Íslandsmet í langstökki: 7,79 metrar. Eldra met var frá 1957. Met Kristjáns stóð í tíu ár.
- 1984 - Kvikmyndin Atómstöðin, sem byggð var á sögu Halldórs Laxness, var frumsýnd.
- 1986 - Ástralía fékk fullt sjálfstæði frá Bretlandi.
- 1991 - Upptaka náðist af því þegar nokkrir lögreglumenn í Los Angeles börðu á Rodney King sem var kveikjan að mestu óeirðum í sögu borgarinnar.
- 1993 - Flötur, samtök stærðfræðikennara á Íslandi, stofnuð.
- 1995 - Friðargæslu Sameinuðu þjóðanna í Sómalíu lauk.
- 2005 - Flutningaskip sigldi á Stórabeltisbrúna sem varð til þess að henni var lokað í fimm klukkustundir.
- 2005 - Margaret Wilson tók embætti sem forseti nýsjálenska löggjafarþingsins og þar með voru konur í öllum valdamestu embættum Nýja Sjálands (þar með talin Elísabet II, þjóðhöfðinginn).
- 2007 - Alexandra greifynja giftist Martin Jørgensen, ljósmyndara, og við það missti hún titilin prinsessa en varð þess í stað greifynja.
FæddBreyta
- 1847 - Alexander Graham Bell, bandarískur uppfinningamaður (d. 1922).
- 1877 - Jón Þorláksson, íslenskur stjórnmálamaður (d. 1935).
- 1919 - Peter Abrahams, suðurafrískur rithöfundur (d. 2017).
- 1930 - Ion Iliescu, rúmenskur stjórnmálamaður.
- 1933 - Lee Radziwill, bandarísk yfirstéttarkona.
- 1934 - Yasuo Takamori, japanskur knattspyrnuleikari.
- 1935 - Michael Walzer, bandarískur heimspekingur.
- 1937 - Tsukasa Hosaka, japanskur knattspyrnuleikari (d. 2018).
- 1949 - Árni B. Stefánsson, íslenskur hellarannsóknamaður.
- 1953 - Zico, brasílskur knattspyrnuleikari.
- 1965 - Tedros Adhanom, eþíópískur lýðheilsufræðingur og embættismaður.
- 1966 - Mikhaíl Misjústín, rússneskur stjórnmálamaður.
- 1973 - Ólafur Darri Ólafsson, íslenskur leikari.
- 1982 - Jessica Biel, bandarísk leikkona.
- 1989 - Shuichi Gonda, japanskur knattspyrnuleikari.
DáinBreyta
- 1605 - Klemens 8., páfi (f. 1536).
- 1703 - Robert Hooke, breskur eðlisfræðingur (f. 1635).
- 1961 - Paul Wittgenstein, austurrískur píanóleikari (f. 1887).
- 1973 - Freymóður Jóhannsson, íslenskur listmálari (f. 1895).
- 1983 - Hergé, belgískur myndasöguhöfundur (f. 1907).
- 2018 - David Ogden Stiers, bandariskur leikari (f. 1942).