14. ágúst
dagsetning
Júl – Ágúst – Sep | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
2024 Allir dagar |
14. ágúst er 226. dagur ársins (227. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 139 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 1099 - Paskalis 2. varð páfi.
- 1385 - Orrustan við Aljubarrota: Jóhann af Avis vann sigur á Jóhanni 1. Kastilíukonungi og tryggði þar með sjálfstæði Portúgals. Hann var síðan krýndur konungur Portúgals sem Jóhann 1.
- 1784 - Jarðskjálftar riðu yfir Suðurland og aftur 16. ágúst. Eitt hundrað bæir hrundu til grunna, fjöldi manns grófst undir rústum og þrír fórust. Áætlað er að sterkasti skjálftinn hafi verið 7,5 stig.
- 1789 - Samkvæmt tilskipun konungs skyldu íslenskir biskupar eftirleiðis vígðir á Íslandi í sparnaðarskyni.
- 1790 - Friður var saminn í sænsk-rússneska stríðinu.
- 1874 - Þrír Íslendingar ásamt Englendingnum W.L. Watts komu úr fjögurra daga ferð á Vatnajökul, sem farin var til að kanna eldstöðvar og gefa fjöllum nöfn. Watts fór yfir Vatnajökul ári síðar.
- 1904 - Argentínska knattspyrnufélagið Argentinos Juniors stofnað.
- 1942 - Þýsk sprengjuflugvél, sem stefndi til Reykjavíkur var skotin niður. Þetta var fyrsta óvinaflugvél sem Bandaríkjamenn skutu niður yfir Evrópu í síðari heimsstyrjöld.
- 1942 - Golfsamband Íslands var stofnað og er það elsta sérsambandið innan ÍSÍ.
- 1946 - Félag íslenskra radíóamatöra stofnað á fundi í Tjarnarkaffi í Reykjavík.
- 1946 - Fyrsta landflugvélin lenti á Vestmannaeyjaflugvelli.
- 1947 - Pakistan fékk sjálfstæði frá Bretlandi.
- 1951 - Fyrsti Lionsklúbbur á Íslandi stofnaður, Lionsklúbbur Reykjavíkur.
- 1959 - Alþingi samþykkti breytingu á skipan kjördæma á Íslandi og var þeim fækkað úr 28 í 8 um leið og þingmönnum var fjölgað úr 42 í 60.
- 1972 - Austurþýsk Iljúsjin-farþegaþota fórst í grennd við Berlín; 156 létust.
- 1979 - Fimm skútur sukku og fimmtán siglingamenn létust þegar óvæntur stormur gekk yfir í Fastnet-keppninni sunnan við Bretland.
- 1982 - Rúvak, sem er Akureyrardeild Ríkisútvarpsins, tók til starfa.
- 1982 - Rainier 3. fursti af Mónakó og kona hans, Grace Kelly, komu í heimsókn til Íslands ásamt börnum sínum tveimur, Carolinu og Albert. Einum mánuði síðar lést Grace Kelly í bílslysi.
- 1982 - Íslenska kvikmyndin Okkar á milli var frumsýnd.
- 1985 - Accomarca-fjöldamorðin: Hermenn myrtu tugi óvopnaðra þorpsbúa í Ayacucho í Perú.
- 1994 - Sjakalinn Carlos var handtekinn í Súdan og framseldur til Frakklands.
- 1996 - Flugeldur varð til þess að háspennuvír féll á hóp af fólki í Arequipa í Perú með þeim afleiðingum að 35 létust.
- 1999 - Byggingu Eyrarsundsbrúarinnar lauk. Við það tækifæri hittust Friðrik Danakrónprins og Viktoría krónprinsessa með táknrænum hætti á miðri brúnni.
- 2000 - Nikulás 2. keisari var lýstur dýrlingur í rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni.
- 2005 - Farþegaþota með 121 um borð hrapaði á Grikklandi eftir að allir um borð misstu meðvitund vegna snarlækkaðs loftþrýstings.
- 2007 - 572 manns létu lífið í nokkrum sjálfsmorðsárásum í Qahtaniya í Írak.
- 2009 - Bretland tók upp beina stjórn yfir Turks- og Caicos-eyjum eftir rannsókn sem leiddi í ljós spillingu innan heimastjórnarinnar.
- 2013 - Ráðist var á mótmælabúðir stuðningsmanna Mohamed Morsi í Egyptalandi og 2.600 drepin. Samtökin Human Rights Watch lýstu atburðunum sem mestu fjöldamorðum á mótmælendum í sögu samtímans.
- 2017 - 312 fórust í skriðu í Síerra Leóne.
- 2018 - Morandi-brúin í Genúa á Ítalíu hrundi í stormi með þeim afleiðingum að 43 fórust.
- 2019 – Greta Thunberg sigldi af stað yfir Atlantshafið á skútunni Malizia II til að taka þátt í loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York. Hún kom þangað 2 vikum síðar.
- 2021 - Jarðskjálfti að stærð 7,2 skall á Haítí og olli að minnsta kosti 1.941 dauðsföllum.
Fædd
breyta- 1337 - Róbert 3., konungur Skotlands (d. 1406).
- 1464 - Píus 2. páfi.
- 1637 - Þórður Þorláksson, Skálholtsbiskup (d. 1697).
- 1642 - Cosimo 3. de'Medici erkihertogi í Toskana (d. 1723).
- 1688 - Friðrik Vilhjálmur 1., prússneskur konungur (d. 1740).
- 1742 - Píus 7. (Barnaba Niccolò Maria Luigi Chiaramonti), páfi (d. 1823).
- 1771 - Sir Walter Scott, skoskur rithöfundur (d. 1832).
- 1777 - Hans Christian Ørsted, danskur eðlis- og efnafræðingur (d. 1851).
- 1794 - Peter Fjeldsted Hoppe, danskur stiftamtmaður á Íslandi (d. 1848).
- 1867 - John Galsworthy, breskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1932)
- 1874 - Ágúst Jósefsson, íslenskur verkalýðsleiðtogi (d. 1968)
- 1902 - Einar Olgeirsson, íslenskur stjórnmálamaður (d. 1993).
- 1906 - Ásta Laufey Jóhannesdóttir, íslensk sundkona (d. 1991).
- 1909 - Juan Carreño, mexíkóskur knattspyrnumaður (d. 1940).
- 1911 - Helgi Hálfdanarson, íslenskur lyfsali og þýðandi (d. 2009).
- 1914 - Poul Hartling, danskur stjórnmálamaður (d. 2000).
- 1926 - René Goscinny, franskur myndasöguhöfundur (d. 1977).
- 1928 - Lina Wertmüller, ítalskur kvikmyndaleikstjóri.
- 1929 - Giacomo Capuzzi, biskup emerítus í Lodi á Ítalíu.
- 1934 - Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, íslensk forsetafrú (d. 1998).
- 1938 - Ragnar Stefánsson, íslenskur jarðfræðingur.
- 1940 - Jörmundur Ingi Hansen, íslenskur allsherjargoði Ásatrúarfélagsins.
- 1940 - Arthur Laffer, bandarískur hagfræðingur.
- 1945 - Steve Martin, bandarískur leikari.
- 1947 - Danielle Steel, bandarískur rithöfundur.
- 1950 - Gary Larson, bandarískur teiknimyndasöguhöfundur.
- 1959 - Magic Johnson, bandarískur körfuknattleiksmaður.
- 1961 - Satoshi Tsunami, japanskur knattspyrnumaður.
- 1966 - Halle Berry, bandarísk leikkona.
- 1983 - Mila Kunis, bandarísk leikkona.
Dáin
breyta- 330 f.Kr. - Kidinnu, kaldeskur stjörnufræðingur.
- 1237 - Magnús Gissurarson Skálholtsbiskup.
- 1315 - Margrét af Búrgund, drottning Frakklands (f. 1290).
- 1433 - Jóhann 1. Portúgalskonungur (f. 1367).
- 1951 - William Randolph Hearst, bandarískur blaðaútgefandi (f. 1863).
- 1956 - Bertolt Brecht, þýskur rithöfundur (f. 1898).
- 1988 - Enzo Ferrari, ítalskur bílahönnuður (f. 1898).
- 2004 - Czesław Miłosz, pólskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1911).
- 2012 - Svetozar Gligorić, serbneskur skákmeistari (f. 1923).