Guðni Th. Jóhannesson

6. forseti Íslands og sagnfræðingur

Guðni Thorlacius Jóhannesson (fædd­ur í Reykjavík 26. júní 1968) er sjötti forseti Íslands og gegnir hann embættinnu frá 2016 til 2024. Guðni er sagnfræðingur að mennt og hefur stundað sagnfræði í áratugi. Hann var kjörinn forseti Íslands í forsetakosningunum þann 25. júní 2016 með 39,08% atkvæða og tók við embættinu 1. ágúst 2016. Hann gaf ekki kost á sér til endurkjörs í forsetakosningunum 2024.

Guðni Th. Jóhannesson
Guðni árið 2019.
Forseti Íslands
Núverandi
Tók við embætti
1. ágúst 2016
ForsætisráðherraSigurður Ingi Jóhannsson
Bjarni Benediktsson
Katrín Jakobsdóttir
Bjarni Benediktsson
ForveriÓlafur Ragnar Grímsson
EftirmaðurHalla Tómasdóttir (kjörin)
Persónulegar upplýsingar
Fæddur26. júní 1968 (1968-06-26) (56 ára)
Reykjavík, Ísland
Maki1. Elín Haraldsdóttir (skilin)
2. Eliza Jean Reid
Börn5
ForeldrarJó­hann­es­ Sæ­munds­son­
Mar­grét­ Thorlacius
BústaðurBessastaðir
HáskóliWarwick-há­skóli
Háskóli Íslands
Oxford-háskóli
StarfKennari
Sagnfræðingur
Forseti

Menntun

breyta

Guðni lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um í Reykja­vík árið 1987 og BA-gráðu í sögu og stjórnmálafræði við Warwick-há­skóla í Englandi 1991. Árið 1997 út­skrifaðist Guðni með meist­ara­gráðu í sagn­fræði frá HÍ. Tveim­ur árum síðar lauk hann MSt-gráðu í sögu frá Oxford-há­skóla í Englandi. Árið 2024 hlaut Guðni heiðursdoktorsnafnbót frá háskólanum í Oulu í Finnlandi.

Störf

breyta

Guðni hef­ur meðal ann­ars starfað sem kenn­ari við Há­skóla Íslands, Há­skól­ann í Reykja­vík, Há­skól­ann á Bif­röst og Uni­versity of London. Hann hefur starfað sem lektor í sagn­fræði við Há­skóla Íslands en hlaut ráðningu sem prófessor í júlí 2016. Eft­ir hann liggja rit­ á sviði sagn­fræði, meðal ann­ars um Þorskastríðin, efnahagshrunið 2008 og for­seta­embættið. Hann hefur ritað ævi­sögu Gunn­ars Thorodd­sens og um embætt­istíð Kristjáns Eld­járns. Hann hefur þýtt nokkrar bækur eftir Stephen King.

Lífsskoðanir

breyta

Guðni stend­ur utan trú­fé­laga en var alinn upp í kaþólskri trú. Hann yf­ir­gaf kaþólsku kirkj­una í kjöl­far frétta af glæp­um ým­issa kaþólskra presta. Hann heldur upp á mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna fremur en trú á einn guð: „Hver maður er bor­inn frjáls, jafn öðrum að virðingu og rétt­ind­um. Menn eru gædd­ir vits­mun­um og sam­visku og ber þeim að breyta bróður­lega hver við ann­an.“ Guðni hefur lýst því yfir að fullveldi þjóða sé teygjanlegt hugtak og háð aðstæðum á hverjum tíma.[1] Guðni er fyrsti forsetinn sem tilheyrir ekki Þjóðkirkjunni.

Fjölskylda

breyta

Guðni er son­ur hjón­anna Mar­grét­ar Thorlacius, kenn­ara og blaðamanns, og Jó­hann­es­ar Sæ­munds­son­ar, íþrótta­kenn­ara og íþrótta­full­trúa. Hann á tvo bræður, þá Pat­rek, íþrótta­fræðing og fyrr­ver­andi landsliðsmann í hand­bolta, og Jó­hann­es, kerf­is­fræðing. Faðir þeirra lést úr krabba­meini árið 1983, 42 ára að aldri, og sá móðir þeirra um upp­eldi þeirra bræðra. Guðni stundaði hand­bolta í æsku en faðir hans var meðal ann­ars hand­boltaþjálf­ari.

Eiginkona hans er Eliza Reid frá Kanada og eiga þau fjögur börn. Guðni á dóttur af fyrra hjónabandi.[2]

Forsetaferill

breyta

Guðni ákvað að bjóða sig fram til forseta Íslands í maí 2016 fyrir forsetakosningarnar 2016. Hann vildi meðal annars bæta þjóðaratkvæðagreiðsluákvæði í stjórnarskrána.[3] Guðni var kjörinn forseti með 39,0% atkvæða og er sá yngsti sem hefur tekið við embættinu.

Kjörtímabil 2016-2020

breyta
 
Guðni og Shinzo Abe forsætisráðherra Japans.
 
Guðni og Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Guðni braut blað í sögu forsetaembættisins þegar hann varð fyrsti forseti Íslands til að ávarpa gesti gleðigöngunnar. Hann stofnaði Facebook síðu fyrir embættið þar sem að hann svaraði spurningunum landsmanna.[4] Eftir tæpan mánuð í embætti lýstu 68% fólks sig ánægt með Guðna í embætti samkvæmt könnun MMR.[5] Í könnun í desember 2016 voru rúm 97% ánægð með Guðna.[6]

Guðni fór í sína fyrstu opinberu heimsókn í janúar 2017 til Danmerkur. Hann snæddi meðal annars hátíðarkvöldverð í Amalíuborg með Danadrottningu og fleirum.[7] Í könnun í sama mánuði sögðust 81,4% aðspurðra vera ánægðir með störf hans.[8] Í febrúar 2017 vakti Guðni heimsathygli eftir opinbera heimsókn í Menntaskólann á Akureyri, en þar sagði hann í gríni að hann myndi vilja banna ananas á pítsur.[9]

Í mars 2017 sagði Guðni í tímaritinu Lögréttu varðandi Landsdóm að: "það hafi verið feigðarflan eftir hrun að nýta forn og úrelt ákvæði í stjórnarskrá um landsdóm. Það hafi sýnt sig að niðurstaða dómsins hafi fremur sundrað en sameinað og það á versta tíma." Þá sagði hann um synjunarvald forsetaembættisins að sanngjarnara og lýðræðislegra væri að í stjórnarskrá væru ákvæði um að ákveðinn fjöldi kjósenda geti krafist þess að lögum verði synjað staðfestingar.[10] Í lok mars 2017 sótti Guðni ráðstefnu um málefni norðurslóða í Arkhangelsk í Rússlandi. Þar hitti hann meðal annars Vladímír Pútín. Hann talaði um málefni hafsins, aðgerðir gegn mengun, súrnun sjávar og fiskveiðar.[11] Hann fór einnig í opinbera heimsókn til Noregs, þar sem að hann hitti norsku konungsfjölskylduna, Ernu Solberg forsætisráðherra og heimsótti ýmsa staði.[12] Guðni fór í maí 2017 í heimsókn til Færeyja.[13]

Í nýársávarpi Guðna 1. janúar 2020 ákvað hann að bjóða sig fram til annars kjörtímabils forseta Íslands.

Kjörtímabil 2020-2024

breyta

Guðni sótti um endurkjör í forsetakosningunum 2020 og hlaut 92,1% á móti Guðmundi Franklín Jónssyni. Í maí 2021 hitti Guðni, Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna í opinberri heimsókn hans til landsins, þar sem að Guðni gaf Bliken bók eftir sjálfan sig.

Í könnunn árið 2021 sögðust 73% þjóðarinnar vera ánægð með störf hans. Í maí 2023 sóttu Guðni og Eliza krýningu Karls bretakonungs fyrir hönd Íslands.

Guðni tilkynnti í nýársávarpi sínu 1. janúar 2024 að bjóða sig ekki fram að nýju til embættis forseta Íslands.[14] Í febrúar 2024 sögðust 81% landsmanna vera ánægð með störf hans.[15] Guðni mun láta af embætti forseta þann 31. júlí 2024.

Bækur

breyta
 • Kári í jötunmóð. Saga Íslenskrar erfðagreiningar og Kára Stefánssonar (Reykjavík: Nýja bókafélagið, 1999).
 • Völundarhús valdsins. Stjórnarmyndanir, stjórnarslit og staða forseta Íslands í embættistíð Kristjáns Eldjárns, 1968–1980 (Reykjavík: Mál og menning, 2005).
 • Óvinir ríkisins. Ógnir og innra öryggi í kalda stríðinu á Íslandi (Reykjavík: Mál og menning, 2006).
 • Þorskastríðin þrjú. Saga landhelgismálsins 1948–1976 (Reykjavík: Hafréttarstofnun Íslands, 2006).
 • Hrunið. Ísland á barmi gjaldþrots og upplausnar (Reykjavík: JPV, 2009).
 • Gunnar Thoroddsen. Ævisaga. (Reykjavík: JPV, 2010).
 • Fyrstu forsetarnir. Embætti þjóðhöfðingja Íslands á 20. öld. (Reykjavík. Sögufélag, 2016).

Tenglar

breyta

Tilvísanir

breyta
 1. Hversu sjálfstæð þjóð eru Íslendingar ef litið er til sjálfstæðisbaráttu, inngöngu í EES og hugsanlegrar inngöngu í ESB? Evrópuvefurinn. Skoðað 15. maí 2016.
 2. Hver er þessi Guðni Th.? Mbl.is. Skoðað 5. maí 2016.
 3. Guðni lýsir yfir framboði Rúv. Skoðað 5. maí 2016.
 4. Forsetinn ætlar að svara almenningi á Facebook Rúv. Skoðað september 2017.
 5. 68% ánægð með nýjan forseta Rúv. Skoðað 5. september 2016.
 6. Vinsældir forseta í tölu sem sést eiginlega aldrei segir prófessor Vísir. Skoðað 31. desember 2016.
 7. Enginn bæklingur með þýðingu á ræðu forsetans í Amalíuborg Vísir. Skoðað 25. janúar 2017.
 8. Vinstri grænir ánægðasti með Guðna Viðskiptablaðið. Skoðað 25. janúar 2017.
 9. „Pítsuræða“ Guðna vekur athygli erlendra miðla Rúv. Skoðað 9. mars 2017.
 10. Feigðarflan að nýta ákvæði um landsdóm Rúv. Skoðað 9. mars 2017.
 11. Guðni hitti Pútín í Arkhangelsk Rúv. Skoðað 3. apríl 2017.
 12. Guðni og Elíza í opinberri heimsókn í Noregi Vísir. Skoðað 3. apríl 2017.
 13. Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja Vísir. Skoðað 19. maí 2017.
 14. Guðni býður sig ekki fram á ný Rúv, sótt 1/1 2024
 15. Ritstjórn (15. febrúar 2024). „Rúmlega átta af hverjum tíu landsmönnum ánægð með störf Guðna“. Heimildin. Sótt 5. júlí 2024.


Fyrirrennari:
Ólafur Ragnar Grímsson
Forseti Íslands
(2016 –)
Eftirmaður:
Halla Tómasdóttir
(kjörin)