26. ágúst
dagsetning
Júl – Ágúst – Sep | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
2024 Allir dagar |
26. ágúst er 238. dagur ársins (239. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 127 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 55 f.Kr. - Júlíus Caesar hóf innrás í Bretlandseyjar.
- 1278 - Ottokar 2., konungur Bæheims og hertogi af Austurríki, féll í orrustu við Rúdolf 1., sem lagði síðan Austurríki undir sig og lagði þar með grunninn að erfðalandi Habsborgara.
- 1346 - Orrustan við Crécy: Englendingar unnu sigur á Frökkum.
- 1492 - Rodigo de Borja varð Alexander 6. páfi.
- 1501 - Basel og Schaffhausen urðu að kantónum í Sviss.
- 1619 - Öll þing Bæheimsku ríkjanna kusu Friðrik 5. kjörfursta í Pfalz sem konung Bæheims.
- 1652 - Fyrsta stríð Englands og Hollands: Orrustan við Plymouth.
- 1839 - Bandaríski sjóherinn náði skipinu Amistad undan strönd Long Island.
- 1883 - Eldfjallið Krakatá í Indónesíu sprakk í gríðarlega öflugu eldgosi.
- 1896 - Jarðskjálfti reið yfir Suðurland og féllu margir bæir í Rangárvallasýslu. Styrkur skjálftans hefur verið metinn 6,9 stig á Richter.
- 1929 - Vélbáturinn Gotta kom úr Grænlandsleiðangri með fimm sauðnautskálfa, sem enduðu síðar ævina austur í Gunnarsholti.
- 1970 - Women's Strike for Equality: Bandarískar konur lögðu niður vinnu til að knýja á um jafnrétti.
- 1970 - Tónlistarhátíðin Isle of Wight Festival 1970 hófst.
- 1972 - Sumarólympíuleikar settir í München í Vestur-Þýskalandi.
- 1975 - Furstinn af Barein leysti upp þing landsins og kom aftur á einræði.
- 1978 - Albino Luciani varð Jóhannes Páll 1. páfi.
- 1979 - Snorrahátíð var haldin í Reykholti til að minnast átta alda afmælis Snorra Sturlusonar.
- 1983 - 45 létust í miklum flóðum í Bilbao á Spáni.
- 1984 - Fyrsta Reykjavíkurmaraþon var haldið með 214 þátttakendum. Tíu árum síðar voru þeir á fjórða þúsund.
- 1988 - Íslenska kvikmyndin Foxtrot var frumsýnd.
- 1988 - „Flugstöðvarmaðurinn“ Mehran Karimi Nasseri settist að á Charles de Gaulle-flugvelli í París þar sem hann hélt sig til ársins 2006.
- 1990 - Mótmælendur kveiktu í höfuðstöðvum Búlgarska sósíalistaflokksins í Sófíu.
- 1991 - Ísland tók fyrst allra ríkja upp formlegt stjórnmálasamband við Eistland, Lettland og Litháen.
- 1996 - Fyrrum leiðtogi Suður-Kóreu, Chun Doo-hwan, var dæmdur til dauða fyrir uppreisn og landráð.
- 1997 - 60-100 manns voru myrt í Ben Ali-fjöldamorðunum í Alsír.
- 1997 - Sjálfstæða alþjóðlega afvopnunarnefndin var stofnuð sem hluti af friðarferlinu á Norður-Írlandi.
- 1998 - Tölvuvírusinn CIH fór í gang og réðist á Windows 9x-stýrikerfi.
- 1999 - Annað stríðið í Téténíu hófst.
- 2001 - Norska flutningaskipið Tampa bjargaði 438 flóttamönnum við Jólaeyju í Kyrrahafi.
- 2002 - Leiðtogafundur um sjálfbæra þróun hófst í Jóhannesarborg.
- 2008 - Dmítrí Medvedev, Rússlandsforseti, viðurkenndi sjálfstæði Suður-Ossetíu og Abkasíu.
- 2011 - Meðlimir glæpagengisins Los Zetas kveiktu í spilavíti í Monterrey með þeim afleiðingum að 53 létust.
- 2014 - Samið var um vopnahlé milli Ísraels og Palestínumanna eftir 7 vikna átök.
- 2019 - Lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson var dæmt til að greiða 572 milljónir dala í bætur vegna ópíóíðafaraldursins í Bandaríkjunum.
Fædd
breyta- 1540 - Magnús hertogi af Holtsetalandi og eini konungur Líflands, sonur Kristjáns 3. Danakonungs (d. 1583).
- 1676 - Robert Walpole, breskur stjórnmálamaður (d. 1745).
- 1819 - Albert prins af Saxe-Coburg-Gotha (d. 1861).
- 1879 - Steingrímur Arason, íslenskur kennari (d. 1951).
- 1880 - Guillaume Apollinaire, franskt skáld (d. 1918).
- 1892 - Ingi T. Lárusson, íslenskt tónskáld (d. 1946).
- 1910 - Móðir Teresa, albönsk nunna , mannréttindafrömuður og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1997).
- 1927 - Þorsteinn Thorarensen, íslenskur útgefandi og þýðandi (d. 2006).
- 1935 - Geraldine Ferraro, bandarískur stjórnmálamaður (d. 2011).
- 1936 - Benedict Anderson, bandarískur stjórnmálafræðingur (d. 2015).
- 1950 - Steinunn Sigurðardóttir, íslenskur rithöfundur.
- 1950 - Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri Kópavogs.
- 1963 - Gunnlaugur Helgason, íslenskur leikari og dagskrárgerðarmaður.
- 1965 - Mario Più, ítalskur plötusnúður.
- 1967 - Illugi Gunnarsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1969 - Melissa McCarthy, bandarísk leikkona.
- 1969 - Daníel Ágúst Haraldsson, íslenskur söngvari.
- 1976 - Valur Gunnarsson, íslenskur rithöfundur og ritstjóri.
- 1976 - Zemfira, rússnesk söngkona.
- 1980 - Macaulay Culkin, bandarískur leikari.
- 1980 - Chris Pine, bandarískur leikari.
- 1993 - Keke Palmer, bandarísk leikkona.
Dáin
breyta- 1551 - Margrét Leijonhufvud Svíadrottning (f. 1516).
- 1666 - Frans Hals, hollenskur listmálari (f. um 1580).
- 1723 - Antoni van Leeuwenhoek, hollenskur lífvísindamaður (f. 1632).
- 1850 - Loðvík Filippus Frakkakonungur (f. 1773).
- 1910 - William James, bandarískur sálfræðingur (f. 1842).
- 1945 - Franz Werfel, austurrískur rithöfundur (f. 1890).
- 1962 - Vilhjálmur Stefánsson, íslenskur landkönnuður (f. 1879).
- 1962 - Helga Sigurðardóttir, skólastjóri Húsmæðrakennaraskóla Íslands og matreiðslubókahöfundur (f. 1904).
- 1974 - Charles Augustus Lindbergh, bandarískur flugkappi.
- 1994 - Baldur Georgs Takács, íslenskur búktalari (f. 1927).
- 2009 - Ingvi Sigurður Ingvarsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri og sendiherra (f. 1924).
- 2019 - Prem Tinsulanonda, taílenskur stjórnmálamaður (f. 1920).