18. júní
dagsetning
Maí – Júní – Júl | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | ||||||
2024 Allir dagar |
18. júní er 169. dagur ársins (170. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 196 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 860 - Um 200 skipa floti frá Garðaríki sigldi inn Bospórus og hóf að herja á Konstantínópel.
- 1000 - Gissur hvíti Teitsson og Hjalti Skeggjason komu að landi í Vestmannaeyjum með kirkjuvið frá Ólafi konungi Tryggvasyni. Þaðan héldu þeir til Alþingis á Þingvöllum til þess að boða kristni.
- 1040 - Hörða-Knútur var krýndur Englandskonungur.
- 1155 - Friðrik barbarossa var krýndur keisari hins Heilaga rómverska ríkis í Róm.
- 1199 - Sverrir Sigurðsson Noregskonungur gersigraði bagla í orrustunni í Strindafirði.
- 1361 - Smiður Andrésson hirðstjóri lét taka Árna Þórðarson, fyrrverandi hirðstjóra, af lífi í Lambey í Fljótshlíð vegna aftöku Markúsar barkaðar og fjölskyldu hans á sama stað 1360.
- 1531 - Friðarsamningar voru undirritaðir í Nice milli Karls 5. keisara og Frans 1. Frakkakonungs.
- 1638 - Friðarsáttmálinn í Berwick batt endi á fyrsta biskupastríðið í Bretlandi.
- 1651 - Hannibal Sehested var tekinn fyrir fjárdrátt og gert að segja sig úr danska ríkisráðinu.
- 1698 - Patrick Gordon og Alexej Sjein börðu streltsíuppreisnina niður.
- 1767 - Enski skipstjórinn Samuel Wallis varð fyrstur Evrópubúa til að líta eyna Tahítí augum svo víst sé.
- 1777 - Skipað var kauptún í Flatey á Breiðafirði.
- 1800 - Jarðamatsnefndin fyrir Ísland var skipuð.
- 1812 - James Madison Bandaríkjaforseti lýsti yfir stríði á hendur Bretlandi.
- 1815 - Orrustan við Waterloo var háð milli Frakka og Breta í Belgíu.
- 1900 - Íslendingar áttu þess í fyrsta skiptið kost að setjast upp í vagn, sem flutti þá landleiðis milli staða. Voru það hinir svonefndu póstvagnar. Tekið var til að flytja póst og farþega með fjórhjóla yfirbyggðum vögnum með tveimur hestum fyrir, aðallega um Suðurlandið.
- 1928 - Amelia Earhart lagði af stað í fyrsta Atlantshafsflug sitt frá Halifax.
- 1928 - Flugvél Roalds Amundsen hvarf yfir Barentshafi.
- 1936 - Kristján 10. konungur Íslands og Danmerkur kom til landsins með föruneyti sínu og ferðaðist norður í land og víðar.
- 1937 - Hermann Jónasson og Ólafur Thors mættust á hólmgöngufundi í Hólmavík í aðdraganda þingkosninga.
- 1944 - Hátíðahöld voru í Reykjavík í tilefni af stofnun lýðveldisins.
- 1954 - Valdaránið í Gvatemala 1954 hófst með innrás liðs sem bandaríska leyniþjónustan hafði þjálfað og vopnað undir stjórn Carlos Castillo Armas.
- 1970 - Edward Heath varð forsætisráðherra Bretlands eftir kosningasigur Breska íhaldsflokksins.
- 1971 - Lággjaldaflugfélagið Southwest Airlines hóf starfsemi sína í Bandaríkjunum.
- 1972 - Mannbjörg varð þegar togarinn Hamranes fórst út af Snæfellsnesi. Mikil réttarhöld urðu vegna slyssins.
- 1974 - Rauðsokkahreyfingin á Íslandi var gerð að félagi og tók upp stefnuskrá í sósíalískum anda sem varð til þess að margar konur yfirgáfu hreyfinguna.
- 1979 - Leoníd Bresnjev og Jimmy Carter undirrituðu Salt II-samninginn í Vínarborg.
- 1981 - Alnæmissmit greindist í fyrsta skipti í Los Angeles.
- 1982 - Argentínski einræðisherrann Leopoldo Galtieri sagði af sér.
- 1983 - Tíu íranskar konur, þar á meðal táningurinn Mona Mahmudnizhad, voru hengdar fyrir að aðhyllast Baháítrú.
- 1983 - Sally Ride varð fyrsta bandaríska konan sem fór út í geim með geimskutlunni Challenger.
- 1984 - Bandaríski útvarpsmaðurinn Alan Berg var myrtur af meðlimum samtakanna The Order.
- 1985 - Alþjóðlegur samningur Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum tók gildi á Íslandi.
- 1989 - Búrma tók upp opinbera heitið Mjanmar.
- 1991 - Sænska símafyrirtækið Televerket breytti nafni sínu í Telia.
- 1998 - Kinza Clodumar var settur af sem forseti Nárú með vantrausti.
- 1999 - Mótmæli gegn hnattvæðingu voru skipulögð um allan heim.
- 2000 - Vigdís Finnbogadóttir ræsti keppendur í Skippers d'Islande-siglingakeppninni í Paimpol í Frakklandi.
- 2001 - Norska olíufyrirtækið Statoil var skráð í Kauphöllina í New York.
- 2003 - Forsætisráðherra Finnlands, Anneli Jäätteenmäki, neyddist til að segja af sér eftir að hafa logið að þinginu.
- 2009 - Geimferðastofnun Bandaríkjanna sendi geimkönnunarfarið Lunar Reconnaissance Orbiter á braut um Tunglið.
- 2012 - Kínverska geimfarið Shenzhou 9 lenti við geimstöðina Tiangong-1. Kínverjar urðu þannig þriðja land heims sem tekist hafði að lenda geimfari við geimstöð á eftir Bandaríkjunum og Rússlandi.
- 2017 - Íranski byltingarvörðurinn skaut fjórum flugskeytum að bækistöðvum Íslamska ríkisins í Deir ez-Zor-umdæmi í Sýrlandi.
- 2017 - 64 fórust í miklum skógareldum í Portúgal.
- 2021 – Ebrahim Raisi var kjörinn forseti Írans.
Fædd
breyta- 1332 - Jóhann 5. Palaíológos, keisari Austrómverska ríkisins (d. 1391).
- 1625 - Giovanni Domenico Cassini, ítalskur stjörnufræðingur og verkfræðingur (d. 1712).
- 1787 - Gísli Konráðsson, íslenskur alþýðufræðimaður (d. 1877).
- 1790 - Ehrenreich Christopher Ludvig Moltke, stiftamtmaður á Íslandi og sendiherra Dana í Svíþjóð og Frakklandi (d. 1864).
- 1799 - Prosper Ménière, franskur læknir (d. 1862).
- 1845 - Gustav Storm, norskur sagnfræðingur (d. 1903).
- 1868 - Miklós Horthy, ríkisstjóri Ungverjalands (d. 1957).
- 1886 - George Mallory, enskur fjallgöngumaður (d. 1924).
- 1890 - Þorbergur Þorleifsson, íslenskur stjórnmálamaður (d. 1939).
- 1895 - Harue Koga, japanskur myndlistarmaður (d. 1933).
- 1901 - Anastasia, dóttir Nikulásar 2. Rússakeisara (d. 1918).
- 1902 - Helgi P. Briem, íslenskur sendiherra (d. 1981).
- 1920 - Mario Beccaria, ítalskur stjórnmálamaður (d. 2003).
- 1928 - Alfreð Jolson, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi (d. 1994).
- 1929 - Jürgen Habermas, þýskur heimspekingur.
- 1931 - Fernando Henrique Cardoso, fyrrverandi forseti Brasilíu.
- 1935 - Kristbjörg Kjeld, íslensk leikkona.
- 1939 - Jack Herer, bandarískur baráttumaður fyrir lögðleiðingu kannabiss (d. 2010).
- 1942 - Paul McCartney, breskur tónlistarmaður.
- 1942 - Thabo Mbeki, forseti Suður-Afríku.
- 1944 - Stefán Baldursson, leikstjóri, leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur, Þjóðleikhússtjóri og óperustjóri.
- 1946 - Fabio Capello, ítalskur knattspyrnustjóri.
- 1949 - Lech Kaczynski, forseti Póllands (d. 2010).
- 1949 - Jaroslaw Kaczynski, pólskur þingmaður.
- 1954 - Tinna Gunnlaugsdóttir, leikkona og Þjóðleikhússtjóri.
- 1954 - Viðar Eggertsson, leikari, leikstjóri, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar og Útvarpsleikhússins.
- 1954 - Magnus Uggla, sænskur söngvari.
- 1957 - Vilborg Halldórsdóttir, íslensk leikkona.
- 1963 - Rumen Radev, forseti Búlgaríu.
- 1976 - Tatsuhiko Kubo, japanskur knattspyrnumaður.
- 1976 - Akinori Nishizawa, japanskur knattspyrnumaður.
- 1977 - Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands.
- 1986 - Shusaku Nishikawa, japanskur knattspyrnumaður.
- 1988 - Josh Dun, bandarískur tónlistarmaður.
- 1989 - Pierre-Emerick Aubameyang, gabonskur knattspyrnumaður.
- 1990 - Rúnar Már Sigurjónsson, íslenskur knattspyrnumaður.
Dáin
breyta- 1188 - Ari Þorgilsson sterki, íslenskur goðorðsmaður.
- 1291 - Alfons 3. af Aragóníu (f. 1265).
- 1361 - Árni Þórðarson, íslenskur hirðstjóri, tekinn af lífi.
- 1629 - Piet Heyn, hollenskur sjóliðsforingi (f. 1577).
- 1680 - Samuel Butler, enskt skáld (f. 1612).
- 1811 - Jón Ólafsson, íslenskur fornfræðingur (f. 1731).
- 1871 - George Grote, enskur fornfræðingur (f. 1794).
- 1928 - Roald Amundsen, norskur landkönnuður (f. 1872).
- 1936 - Maxim Gorkí, rússneskur rithöfundur (f. 1868).
- 1937 - Gaston Doumergue, forseti Frakklands (f. 1863).
- 1956 - Þorleifur Jónsson, íslenskur alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins (f. 1864).
- 1968 - Nína Tryggvadóttir, íslensk myndlistarkona (f. 1913).
- 1974 - Georgíj Zhúkov, sovéskur hershöfðingi (f. 1896).
- 1976 - Þórhallur Árnason, íslenskur sellóleikari (f. 1891).
- 1987 - Harold F. Cherniss, bandarískur fornfræðingur (f. 1904).
- 1987 - Alfreð Flóki, íslenskur myndlistarmaður (f. 1938).
- 1987 - Tryggvi Ófeigsson, íslenskur athafnamaður (f. 1896).
- 2010 - José Saramago, portúgalskur rithöfundur, (f. 1922).
- 2011 - Georg Guðni Hauksson, íslenskur listamaður, (f. 1961).
- 2011 - Frederick Chiluba, forseti Sambíu (f. 1943).
- 2011 - Clarence Clemons, bandarískur tónlistarmaður (f. 1942).