Emmanuel Macron
Emmanuel Jean-Michel Frédéric Macron (fæddur 21. desember 1977 í Amiens) er franskur stjórnmálamaður og núverandi forseti Frakklands.
Emmanuel Macron | |
---|---|
Forseti Frakklands | |
Núverandi | |
Tók við embætti 14. maí 2017 | |
Forsætisráðherra | Édouard Philippe Jean Castex Élisabeth Borne Gabriel Attal Michel Barnier François Bayrou |
Forveri | François Hollande |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 21. desember 1977 Amiens, Frakklandi |
Stjórnmálaflokkur | Endurreisn |
Maki | Brigitte Trogneux |
Bústaður | Élysée-höll, París |
Háskóli | Sciences Po École nationale d'administration |
Starf | Bankamaður, stjórnmálamaður |
Undirskrift |
Æviágrip
breytaMacron lærði heimspeki í Nanterre-háskóla í París og stjórnsýslu við skólanna Sciences Po og École nationale d'administration (ENA). Árin 2004 and 2008 vann hann í franska fjármálaráðuneytinu og gerðist síðar fjárfestir. Macron var meðlimur franska Sósíalistaflokksins 2006 til 2009 en varð síðar sjálfstæður frambjóðandi. Hann var skipaður efnahags- og fjármálaráðherra í annarri ríkisstjórn Manuel Valls árið 2014.
Macron stofnaði sinn eigin flokk En Marche! árið 2016. Hann er félagslega frjálslyndur og jákvæður gagnvart Evrópusamstarfi.
Árið 2017 bauð Macron sig fram í frönsku forsetakosningunum og komst í aðra umferð þar sem hann atti kappi við Marine Le Pen. Macron sigraði svo Le Pen í lokaumferðinni með um 65% atkvæða. Hann tók við embætti af François Hollande þann 14. maí, 2017.
Macron var endurkjörinn í forsetakosningum Frakklands árið 2022. Hann hlaut 58,2% atkvæðanna í seinni umferð kosninganna þann 24. apríl á móti Marine Le Pen.[1] Í þingkosningum þann 19. júní sama ár töpuðu stuðningsflokkar Macrons hins vegar meirihluta sínum á franska þinginu.[2]
Macron rauf þing og boðaði til þingkosninga í júní 2024 eftir að flokkur hans galt afhroð í Evrópuþingskosningum, þar sem franska Þjóðfylkingin lenti í fyrsta sæti.[3] Í seinni umferð þeirra kosninga tapaði flokkur Macrons fylgi og lenti í öðru sæti á eftir Nýju alþýðufylkingunni, kosningabandalagi vinstriflokka.[4]
Einkalíf
breytaMacron er giftur Brigitte Trogneux sem er 24 árum eldri en hann og var kennari hans í menntaskóla í Amiens.
Heimild
breytaFyrirmynd greinarinnar var „Emmanuel Macron“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 24. apríl 2017.
Tilvísanir
breyta- ↑ Ólöf Ragnarsdóttir (24. apríl 2022). „Emmanuel Macron hafði betur gegn Marine Le Pen“. RÚV. Sótt 24. apríl 2022.
- ↑ Ragnar Jón Hrólfsson (22. júní 2022). „Sögulegt afhroð Frakklandsforseta“. Fréttablaðið. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. september 2022. Sótt 25. júní 2022.
- ↑ Heimir Már Pétursson (10. júní 2024). „Macron veðjar á að Frakkar séu í áfalli“. Vísir. Sótt 19. júní 2024.
- ↑ Ólafur Björn Sverrisson (7. júlí 2024). „Attal segir af sér og Melénchon vill stjórnarmyndunarumboð“. Vísir. Sótt 8. júlí 2024.
Fyrirrennari François Hollande |
Forseti Frakklands 2017 — |
Eftirmaður Enn í embætti |