Claudia Sheinbaum Pardo (f. 24. júní 1962) er mexíkósk vísinda- og stjórnmálakona og núverandi forseti Mexíkó. Hún tók við embætti þann 1. október 2024. Sheinbaum er meðlimur í vinstriflokknum Morena (Þjóðendurnýjunarhreyfing), flokki forvera síns í forsetaembætti, Andrés Manuel López Obrador. Hún er bæði fyrsta konan og fyrsti Gyðingurinn til að gegna forsetaembætti í Mexíkó.

Claudia Sheinbaum
Sheinbaum október 2024.
Forseti Mexíkó
Núverandi
Tók við embætti
1. október 2024
ForveriAndrés Manuel López Obrador
Persónulegar upplýsingar
Fædd24. júní 1962 (1962-06-24) (62 ára)
Mexíkóborg, Mexíkó
StjórnmálaflokkurMorena
MakiCarlos Ímaz Gispert (g. 1987; sk. 2016)
Jesús María Tarriba (g. 2023)
Börn2
Undirskrift

Sheinbaum var borgarstjóri Mexíkóborgar frá 2018 til 2023.[1] Hún er með doktorsgráðu í orkuverkfræði.[2]

Sheinbaum bauð sig fram í forsetakosningum Mexíkó árið 2024 með stuðningi fráfarandi forsetans Andrés Manuel López Obrador. Hún vann afgerandi sigur í kosningunum þann 3. júní með tæplega sextíu prósentum atkvæðannna.[3]

Tilvísanir

breyta
  1. „Sheinbaum fyrsti kvenforsetinn í Mexíkó“. mbl.is. 3. júní 2024. Sótt 3. júní 2024.
  2. Hólmfríður Gísladóttir (3. júní 2024). „Fyrsta konan og gyðingurinn til að verða for­seti Mexíkó“. Vísir. Sótt 3. júní 2024.
  3. Markús Þ. Þórhallsson (3. júní 2024). „Claudia Sheinbaum kjörin fyrsti kvenforsetinn í skugga mikils ofbeldis“. RÚV. Sótt 3. júlí 2024.


Fyrirrennari:
Andrés Manuel López Obrador
Forseti Mexíkó
(1. október 2024 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti


   Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.