28. desember
dagsetning
Nóv – Desember – Jan | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 | ||||
2024 Allir dagar |
28. desember er 362. dagur ársins (363. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 3 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 1393 - Jörundarkirkja á Hólum í Hjaltadal fauk í óveðri á fjórða dag jóla.
- 1478 - Orustan við Giornico: Svissneskir hermenn unnu sigur á Mílanó.
- 1612 - Galileo Galilei varð fyrstur til að taka eftir plánetunni Neptúnusi, en taldi hana ranglega vera fastastjörnu.
- 1836 - Spánverjar viðurkenndu sjálfstæði Mexíkó.
- 1846 - Iowa varð 29. fylki Bandaríkjanna.
- 1871 - Nýársnóttin, leikrit eftir Indriða Einarsson, var frumsýnt á skólalofti Lærða skólans í Reykjavík.
- 1894 - Mikið ofviðri á vestan gerði og olli talsverðum skaða í Reykjavík. Loftþrýstingur féll um 60 millibör á einum sólarhring og er slíkt fáheyrt.
- 1908 - 75.000 manns létu lífið í jarðskjálfta á Sikiley.
- 1908 - Aftakaveður stóð í meira en sólarhring á Austurlandi.
- 1927 - Karlakórinn Heimir var stofnaður.
- 1962 - Hvalbagöngin voru opnuð í Færeyjum.
- 1965 - Skammt frá Surtsey reis önnur eyja úr hafi og var nefnd Jólnir. Hún var með öllu horfin innan eins árs.
- 1967 - Borgarspítalinn í Fossvogi var formlega tekinn í notkun.
- 1970 - Þrír liðsmenn ETA voru dæmdir til dauða í Burgos-réttarhöldunum. Dómnum var síðar breytt vegna alþjóðlegs þrýstings.
- 1973 - Lög um tegundir í útrýmingarhættu voru samþykkt í Bandaríkjunum.
- 1975 - Þriðja þorskastríðið: Breska freigátan Andromeda sigldi á varðskipið Tý.
- 1981 - Fyrsta bandaríska glasabarnið fæddist.
- 1983 - Vogur, áfengismeðferðarstöð SÁÁ, tók til starfa.
- 1984 - Sovéskt flugskeyti hrapaði í Inarinjärvi-vatn í Finnlandi.
- 1998 - Eldgosi lauk í Grímsvötnum.
- 1999 - Saparmyrat Nyýazow lét gera sig að „lífstíðarforseta“ í Túrkmenistan.
- 2006 - Sveitir Eþíópíuhers og bráðabirgðastjórnarinnar í Sómalíu náðu Mógadisjú úr höndum íslamista.
- 2007 - Í þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá í Nepal var samþykkt að leggja konungsvaldið niður.
- 2013 - 25 létust þegar eldur kom upp í járnbrautarvagni í Andhra Pradesh á Indlandi.
- 2014 - Farþegaþotan Indonesia AirAsia flug 8501 fórst í Jövuhafi með 162 manns innanborðs.
- 2014 - Eldur kom upp í ferjunni Norman Atlantic á Adríahafi. 11 fórust í eldinum.
- 2014 - Atlantshafsbandalagið lýsti yfir formlegum endalokum aðgerða í Afganistan.
- 2017 - Mótmælin í Íran 2017-18: Mótmæli brutust út vegna efnahagsráðstafana ríkisstjórnar Írans.
Fædd
breyta- 1522 – Margrét af Parma, ríkisstjóri Niðurlanda (d. 1568).
- 1713 - Nicolas-Louis de Lacaille, franskur stjarnfræðingur (d. 1762).
- 1856 - Woodrow Wilson, Bandaríkjaforseti (d. 1924).
- 1882 - Lili Elbe, dönsk myndlistarkona (d. 1931).
- 1890 - Gösta Ekman, sænskur leikari (d. 1938).
- 1894 - Magnús Á. Árnason, íslenskur myndlistarmaður (d. 1980).
- 1903 - John von Neumann, ungverskur stærðfræðingur (d. 1957).
- 1922 - Stan Lee, bandarískur myndasöguhöfundur (d. 2018).
- 1925 - Milton Obote, forseti Úganda (d. 2005).
- 1930 - Franzl Lang, þýskur jóðlari (d. 2015).
- 1932 - Nichelle Nichols, bandarísk leikkona.
- 1934 - Maggie Smith, bresk leikkona.
- 1935 - Elly Vilhjálms, íslensk söngkona (d. 1995).
- 1938 - Lagumot Harris, forseti Nárú (d. 1999).
- 1945 - Birendra, konungur Nepals (d. 2001).
- 1952 - Edda Andrésdóttir, íslensk fjölmiðlakona og rithöfundur.
- 1954 - Denzel Washington, bandarískur leikari.
- 1955 - Liu Xiaobo, kínverskur mannréttindafrömuður (d. 2017).
- 1960 - Shinichi Morishita, japanskur knattspyrnumaður.
- 1961 - Boško Gjurovski, norðurmakedónskur knattspyrnumaður.
- 1965 - Kazuo Echigo, japanskur knattspyrnumaður.
- 1968 - Brian Steen Nielsen, danskur knattspyrnumaður.
- 1969 - Linus Torvalds, finnskur tölvunarfræðingur.
- 1972 - Oddný Eir Ævarsdóttir, íslenskur rithöfundur.
- 1978 - John Legend, bandarískur tónlistarmaður.
- 1978 - Jógvan Hansen, færeyskur söngvari.
- 1979 - Noomi Rapace, sænsk leikkona.
- 1980 - Vanessa Ferlito, bandarísk leikkona.
- 1981 - Sienna Miller, ensk leikkona.
- 1982 - Beau Garrett, bandarísk leikkona.
- 1985 - Hana Soukupová, tékknesk fyrirsæta.
Dáin
breyta- 1446 - Klemens 8. mótpáfi (f. um 1370).
- 1520 - Gottskálk Nikulásson, Hólabiskup (f. 1469).
- 1630 - Oddur Einarsson Skálholtsbiskup (f. 1559).
- 1663 - Francesco Maria Grimaldi, ítalskur stærðfræðingur (f. 1618).
- 1694 - María 2. Englandsdrottning lést úr bólusótt (f. 1662).
- 1706 - Pierre Bayle, franskur heimspekingur (f. 1647).
- 1734 - Rob Roy MacGregor, skosk þjóðhetja (f. 1671).
- 1937 - Maurice Ravel, franskt tónskáld (f. 1875).
- 1947 - Viktor Emmanúel 3., konungur Ítalíu (f. 1869).
- 1950 - Max Beckmann, þýskur listamaður (f. 1884).
- 1952 - Alexandrine af Mecklenburg-Schwerin, Danadrottning (f. 1879).
- 1961 - Edith Wilson, bandarísk forsetafrú (f. 1872).
- 1974 - Stefán Bjarman, íslenskur þýðandi (f. 1894).
- 2004 - Jerry Orbach, bandarískur leikari (f. 1935).
- 2004 - Susan Sontag, bandarískur rithöfundur (f. 1933).
- 2009 - James Owen Sullivan (The Rev), tónlistarmaður (f. 1981).
- 2011 - Steinn Guðmundsson, íslenskur knattspyrnumaður (f. 1932).
- 2012 - Arnór Hannibalsson, íslenskur heimspekingur (f. 1934).
- 2015 - Lemmy Kilmister, enskur tónlistarmaður. (f. 1945)
- 2017 - Rose Marie, bandarísk leikkona (f. 1923).
- 2019 - Vilhjálmur Einarsson, skólastjóri og frjálsíþróttamaður (f. 1934).