Maia Sandu

Forseti Moldóvu

Maia Sandu (f. 24. maí 1972) er moldóvsk stjórnmálakona og núverandi forseti Moldóvu. Hún var kjörin forseti árið 2020 og hafði áður verið forsætisráðherra landsins árið 2019. Sandu var leiðtogi Aðgerða og samstöðu, mið-hægriflokks sem vill styrkja tengsl Moldóvu við Evrópusambandið.[1]

Maia Sandu
Sandu árið 2024.
Forseti Moldóvu
Núverandi
Tók við embætti
24. desember 2020
ForsætisráðherraIon Chicu
Aureliu Ciocoi (starfandi)
Natalia Gavrilița
Dorin Recean
ForveriIgor Dodon
Forsætisráðherra Moldóvu
Í embætti
8. júní 2019 – 14. nóvember 2019
ForsetiIgor Dodon
ForveriPavel Filip
EftirmaðurIon Chicu
Persónulegar upplýsingar
Fædd24. maí 1972 (1972-05-24) (52 ára)
Risipeni, moldavíska sovétlýðveldinu, Sovétríkjunum
ÞjóðerniMoldóvsk
StjórnmálaflokkurÓflokksbundin (frá 2020)
Aðgerðir og samstaða (2016–2020)
HáskóliHarvard-háskóli
StarfHagfræðingur

Sandu er fyrrverandi hagfræðingur hjá Alþjóðabankanum og hefur jafnframt gegnt embætti menntamálaráðherra Moldóvu. Í þingkosningum ársins 2019 leiddi Sandu kosningabandalagið ACUM og hafði það að yfirlýstri stefnu að vinna bug á spillingu í Moldóvu. Sandu vændi stjórnvöld um að hafa eitrað fyrir sér í kosningabaráttunni.[2]

Sandu var kjörin forseti í annarri umferð forsetakosninga Moldóvu árið 2020 með 57 prósentum atkvæða. Hún sigraði sitjandi forsetann Igor Dodon, sem hafði talað fyrir nánara samstarfi Moldóvu við Rússland og hafði verið opinberlega studdur af Vladímír Pútín Rússlandsforseta.[3] Eftir sigur sinn sagðist Sandu vilja stuðla að „raunverulegu jafnvægi“ Moldóvu milli Rússlands og Vesturlanda, vinna gegn landlægri spillingu og reyna að ná til fjárfesta til að bæta efnahag Moldóvu.[4]

Sandu rauf þing og kallaði til þingkosninga eftir að hún tók við forsetaembætti. Í kjölfari vann flokkur hennar, Aðgerðir og samstaða, meirihluta á moldóvska þinginu.[5]

Sandu vann endurkjör með naumum meirihluta atkvæða í seinni umferð forsetakosninganna þann 3. nóvember 2024. Hún vann sigur gegn Al­ex­andr Stoianoglo, sem var studdur af sósíalískum flokkum sem vildu halda nánara sambandi við Rússland frekar en að leita til vesturs.[6]

Tilvísanir

breyta
  1. Ævar Örn Jósepsson (15. nóvember 2020). „Evrópusinninn Maia Sandu með forskot í Moldóvu“. RÚV. Sótt 27. apríl 2022.
  2. „Moldóva: Tekist á um samstarfs við Rússa eða ESB“. Varðberg. 15. nóvember 2019. Sótt 27. apríl 2022.
  3. Ævar Örn Jósepsson (16. nóvember 2020). „Maia Sandu verður forseti Moldóvu“. RÚV. Sótt 27. apríl 2022.
  4. „Moldovía: Rússavinur tapar forsetaembættinu“. Varðberg. 17. nóvember 2020. Sótt 27. apríl 2022.
  5. Ævar Örn Jósepsson (15. nóvember 2021). „Sandu og Evrópusinnar á sigurbraut í Moldóvu“. RÚV. Sótt 27. apríl 2022.
  6. „Moldóvar horfa til Evrópu“. mbl.is. 3. nóvember 2024. Sótt 4. nóvember 2024.


Fyrirrennari:
Igor Dodon
Forseti Moldóvu
(24. desember 2020 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti
Fyrirrennari:
Pavel Filip
Forsætisráðherra Moldóvu
(8. júní 201914. nóvember 2019)
Eftirmaður:
Ion Chicu


   Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.