1949
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1949 (MCMXLIX í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- 12. janúar - Kópavogsskóli var stofnaður.
- 13. janúar - Milli fjalls og fjöru, fyrsta íslenska kvikmyndin í fullri lengd var frumsýnd.
- 30. mars - Óeirðir brutust út á Austurvelli er Alþingi kaus um þingsályktunartillögu um hvort Ísland ætti að ganga í NATO.
- 31. mars - Samtök rafverktaka voru stofnuð í Reykjavík.
- 5. júlí - Knattspyrnufélagið 1949 var stofnað í Reykjavík.
- 3. ágúst - Knattspyrnufélagið Þróttur var stofnað.
- 30. september - Stjörnubíó opnaði.
- 23. - 24. október - Alþingiskosningar voru haldnar.
- 6. desember - Þriðja ríkisstjórn Ólafs Thors settist að völdum og sat í rúma þrjá mánuði. Þetta var minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokks.
- Jimmy Youell varð fyrstur manna til að fljúga þyrlu á Íslandi er hann flaug þyrlunni TF-HET hér á landi um sumarið.
- Samtök rafverktaka voru stofnuð.
- Tímaritin Saga og Húsfreyjan kom fyrst út.
- Heimildamyndin Björgunarafrekið við Látrabjarg kom út um sjóslysið sem gerðist tveimur árum áður.
- Byggðasafnið í Skógum var stofnað.
Fædd
- 21. janúar - Kristín Marja Baldursdóttir, rithöfundur.
- 26. febrúar - Birna Þórðardóttir, félagsfræðingur og aðgerðarsinni.
- 6. apríl - Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Dáin
- 7. nóvember - Inga Lára Lárusdóttir, kennari, ritstjóri og baráttukona fyrir réttindum kvenna (f. 1883)
Erlendis
breyta- 1. janúar - Indland og Pakistan gerðu vopnahlé með aðstoð Sameinuðu þjóðanna. Þrátefli var um skiptingu Kasmír.
- 20. janúar - Harry S. Truman hóf annað kjörtímabil sitt sem forseti Bandaríkjanna.
- 25. janúar - Emmy-verðlaunin voru fyrst gefin.
- 25. mars - Priboi-áætlunin: Sovétríkin fluttu meira en 92.000 frá Eystrasaltslöndunum í vinnubúðir á afskekktum stöðum í landinu.
- 31. mars - Nýfundnaland varð 10. fylki Kanada.
- 3. apríl - Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu hófst.
- 18. apríl - Lýðveldið Írland var stofnað.
- 12. maí - Einangrun Berlínar var aflétt.
- 8. júní - Skáldsagan Nítján hundruð áttatíu og fjögur eftir George Orwell kom út.
- 29. júní - Aðskilnaðarstefnan í Suður-Afríku: Bann var lagt á blönduð hjónabönd.
- 20. júlí - Ísrael og Sýrland sömdu um vopnahlé.
- 24. júlí - Cumbre Vieja-eldfjallið gaus á La Palma, Kanaríeyjum.
- 12. ágúst - Fjórði Genfarsáttmálinn var samþykktur.
- 24. ágúst - Atlantshafsbandalagið (NATO) var stofnað.
- 29. ágúst - Evrópuráðið fundaði fyrst.
- 31. ágúst - Gríska borgarastríðið endaði.
- 7. september - Lýðveldið Þýskaland/ Vestur-Þýskaland var stofnað.
- 7. október - Lýðveldið Austur-Þýskaland var stofnað.
- 7. desember - Kuomintang, Þjóðernisflokkur Kína, lauk flótta til Taívan.
- Þrælahald var afnumið í Kúveit.
- COMECON var stofnað fyrir efnahagsaðstoð í kommúnistaríkjum.
- SOS-barnaþorpin voru stofnuð í Austurríki.
- Hollendingar lögðu niður Hollensku Austur-Indíur.
Fædd
- 12. janúar - Murakami Haruki, japanskur rithöfundur.
- 24. janúar - John Belushi, bandarískur leikari (d. 1982).
- 12. febrúar - Ashraf Ghani, forseti Afganistans.
- 11. apríl - Bernd Eichinger, þýskur leikstjóri (d. 2011).
- 9. maí - Billy Joel, bandarískur tónlistarmaður.
- 18. júní - Lech Kaczynski, forseti Póllands (d. 2010).
- 22. júní - Meryl Streep, bandarísk leikkona.
- 31. ágúst - Richard Gere, bandarískur leikari.
- 9. september - Susilo Bambang Yudhoyono, forseti Indónesíu.
- 23. september - Bruce Springsteen, bandarískur söngvari.
- 21. október - Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels.
- 7. desember - Tom Waits, bandarískur tónlistarmaður.
- 12. desember - Marc Ravalomanana, fyrrum forseti Madagaskar.
- 25. desember - Sissy Spacek, bandarísk leikkona.
Dáin
- 6. maí - Maurice Maeterlinck, belgískt leikskáld og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1862).