Starfsstjórn er stjórn sem situr til bráðabirgða þar til mynduð hefur verið stjórn til lengri tíma.[1]

Hugtakið getur verið notað yfir ríkisstjórn sem beðist hefur lausnar en situr þangað til að ný ríkisstjórn hefur verið mynduð.[2] Taki hins vegar annar við forsætisráðuneytinu þá sé um að ræða nýja ríkisstjórn en ekki starfsstjórn.[3] Eng­in sér­stök lög gildi um slík­ar stjórn­ir. Lengst hafa starfs­stjórn­ir á Íslandi setið í um fjóra mánuði, tvívegis á fimmta og sjötta ára­tug síðustu aldar. Í seinni tíð hafa þær yfirleitt setið 2-3 vik­ur[4] en í kjölfar alþingiskosninga 2016 sat starfsstjórn þó í 10 vikur.[5]

Heimildir

breyta
  1. „Starfsstjórn - Íslensk nútímamálsorðabók“. Árnastofnun. Sótt 15. október 2024.
  2. Hermann Nökkvi Gunnarsson (15. október 2024). „„Hugtakaruglingur" hjá Svandísi“. Morgunblaðið. Sótt 15. október 2024.
  3. Berghildur Erla Bernharðsdóttir (15. október 2024). „Reglan að for­seti fari fram á starfsstjórn - Vísir“. Vísir.is. Sótt 15. október 2024.
  4. „Starfsstjórn má gera hvað sem er“. Morgunblaðið. 8. maí 2013. Sótt 15. október 2024.
  5. Sigurður Ingi Jóhannsson baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt daginn eftir alþingiskosningar 2016, þ.e. 30. október 2016. („Erfið stjórnarkreppa í landinu“. Fréttablaðið. 14. desember 2016.) Ráðuneyti hans sat áfram sem starfsstjórn þar til ný stjórn tók við 11. janúar 2017.(„Nýir ráðherrar í sóknarhug“. Fréttablaðið. 12. janúar 2017.)