20. október
dagsetning
Sep – Október – Nóv | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 | ||
2024 Allir dagar |
20. október er 293. dagur ársins (294. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 72 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 1496 - Filippus fagri, hertogi af Búrgund, giftist Jóhönnu af Kastilíu, dóttur Ferdínands af Aragóníu og Ísabellu af Kastilíu.
- 1608 - Toskana vann sigur á Tyrkjaveldi í orrustunni við Celidonio-höfða.
- 1650 - Kristín Svíadrottning var krýnd.
- 1728 - Gífurlegur bruni hófst í Kaupmannahöfn og geysaði eldurinn í 3 daga. Fjöldi húsa brann til grunna. Hluti bókasafns Árna Magnússonar, fornfræðings og bókasafnara, fórst í eldinum en megninu af skinnhandritum tókst að bjarga.
- 1740 - María Teresa af Austurríki erfði lönd Habsborgara (Austurríki, Bæheim, Ungverjaland og Belgíu) en varð ekki keisari hins Heilaga rómverska keisaradæmis vegna þess að hún var kona. Hún fékk hins vegar mann sinn, Frans 1., kjörinn keisrara árið 1745.
- 1883 - Kyrrahafsstríðinu milli Chile, Perú og Bólivíu, lauk með friðarsamningu í Líma.
- 1905 - Svonefndur Landsdómur var stofnaður, en hlutverk hans er að taka fyrir og dæma í málum þar sem ráðherra brýtur af sér í stjórnarathöfnum.
- 1905 - Konungur undirritaði lög um stofnun Kleppsspítala í Reykjavík.
- 1946 - Sjálfstæðisflokkur Púertó Ríkó var stofnaður.
- 1951 - Stærsta varðskip, sem íslenska þjóðin hafði eignast, kom til landsins og hlaut nafnið Þór.
- 1973 - Óperuhúsið í Sydney var opnað.
- 1976 - George Prince-ferjuslysið: 78 manns létust þegar ferja á Mississippifljóti fórst eftir árekstur við norska olíuskipið SS Frosta.
- 1977 - Þrír meðlimir hljómsveitarinnar Lynyrd Skynyrd fórust í flugslysi aðeins þremur dögum eftir útgáfu hljómplötunnar Street Survivors.
- 1978 - Sydney Gay and Lesbian Mardi Gras fór fram í fyrsta sinn.
- 1984 - Ríkisstjórn Bettino Craxi á Ítalíu gaf út Berlusconi-reglugerðina svokölluðu sem heimilaði einkareknum sjónvarpsstöðvum útsendingar á landsvísu eftir að dómstólar höfðu dæmt þær ólöglegar.
- 1989 - Borgarleikhúsið í Reykjavík var vígt með mikilli viðhöfn. Húsið hafði verið 13 ár í byggingu.
- 1991 - Harareyfirlýsingin setti fram skilyrði fyrir aðild að Breska samveldinu.
- 1991 - Oakland-eldstormurinn hófst. 25 fórust í eldinum.
- 1993 - 292 fórust þegar suðurkóresku ferjunni Seohae hvolfdi við eyjuna Pusan.
- 1994 - Meðlimir glæpagengisins Militärligan í Svíþjóð voru dæmdir í 3 til 14 ára fangelsi.
- 1999 - SkjárEinn hóf sjónvarpsútsendingar.
- 1999 - Norrænu sendiráðin í Berlín voru formlega vígð.
- 2002 - A-bus-almenningsvagnaþjónustan hóf starfsemi í Kaupmannahöfn.
- 2004 - Fyrsta útgáfa stýrikerfisins Ubuntu, sem byggir á Linux, leit dagsins ljós.
- 2011 - Arabíska vorið: Muammar Gaddafi var drepinn í fæðingarbæ sínum Sirte og hersveitir Þjóðarráðs Líbíu náðu þar yfirráðum.
- 2011 - ETA, aðskilnaðarsamtök herskárra Baska sendu frá sér yfirlýsingu þess efnis að samtökin væru endanlega hætt vopnaðri baráttu.
- 2012 - Haldin var þjóðaratkvæðagreiðsla á Íslandi um tillögur stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá fyrir Ísland.
- 2014 - Joko Widodo tók við embætti sem forseti Indónesíu.
- 2018 - 700.000 mótmælendur í London kröfðust þess að Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslan yrði endurtekin.
- 2018 - Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að Bandaríkin myndu binda enda á Samning um meðaldrægar kjarnaeldflaugar frá 1987 vegna meintra brota Rússa.
- 2020 – Jarðskjálfti af stærðinni 5,6 reið yfir á Reykjanesskaga.
Fædd
breyta- 1616 - Thomas Bartholin, danskur læknir og stærðfræðingur (d. 1680).
- 1632 - Christopher Wren, enskur arkitekt (d. 1723).
- 1656 - Nicolas de Largillière, franskur listmálari (d. 1746).
- 1784 - Henry John Temple, vísigreifi af Palmerston, breskur stjórnmálamaður (d. 1865).
- 1819 - Bábinn, persneskur trúarleiðtogi (d. 1859).
- 1847 - Frits Thaulow, norskur listmálari (d. 1906).
- 1854 - Arthur Rimbaud, franskt skáld (d. 1891).
- 1859 - John Dewey, bandarískur heimspekingur (d. 1952).
- 1886 - Svafa Þórleifsdóttir, íslenskur ritstjóri og skólastjóri (d. 1978).
- 1902 - Tryggvi Emilsson, íslenskur rithöfundur (d. 1993).
- 1916 - Áskell Löve, íslenskur grasafræðingur (d. 1994).
- 1936 - Ingimar Eydal, íslenskur tónlistarmaður (d. 1993).
- 1938 - Tatsuya Shiji, japanskur knattspyrnumaður.
- 1939 - Kristín Halldórsdóttir, íslensk stjórnmálakona (d. 2016).
- 1946 - Elfriede Jelinek, austurrískur rithöfundur.
- 1950 - Tom Petty, bandarískur tónlistarmaður.
- 1951 - Claudio Ranieri, ítalskur knattspyrnustjóri.
- 1954 - María Sigurðardóttir, íslensk leikkona.
- 1956 - Danny Boyle, enskur kvikmyndaleikstjori.
- 1958 - Viggo Mortensen, bandarískur leikari.
- 1963 - Julie Payette, kanadískur geimfari og landstjóri.
- 1964 - Kamala Harris, bandarískur stjórnmálamaður.
- 1971 - Dannii Minogue, áströlsk söngkona.
- 1971 - Snoop Dogg, bandarískur rappari.
- 1977 - Sheeri Rappaport, bandarísk leikkona.
- 1979 - Guðmundur Steinarsson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 1983 - Alona Tal, ísraelsk leikkona.
Dáin
breyta- 460 - Aelía Evdokía austrómversk keisaraynja, ekkja Þeodósíusar 2. keisara.
- 1162 - Björn Gilsson, Hólabiskup.
- 1187 - Úrbanus 3. páfi.
- 1652 - Antonio Coello, spænskur rithöfundur (f. 1611).
- 1864 - Carl Christian Rafn, danskur fornfræðingur (f. 1795).
- 1911 - Sigfús Eymundsson, íslenskur ljósmyndari (f. 1837).
- 1911 - Þorsteinn Sveinbjörnsson Egilson, íslenskur kaupmaður (f. 1842).
- 1912 - Jón Borgfirðingur, íslenskur fræðimaður (f. 1826).
- 1935 - Arthur Henderson, breskur stjórnmálamaður (f. 1863).
- 1938 - Þorsteinn Gíslason, íslenskt skáld (f. 1867).
- 1959 - Jóhann Eyfirðingur, íslenskur kaupmaður (f. 1877).
- 1964 - Herbert Hoover, Bandaríkjaforseti (f. 1874).
- 1980 - Stefán Jóhann Stefánsson, íslenskur ráðherra (f. 1894).
- 1984 - Paul Dirac, nóbelsverðlaunahafi í eðlisfræði (f. 1902).
- 1987 - Andrej Kolmogorov, rússneskur stærðfræðingur (f. 1903).
- 1998 - Jón Óskar, íslenskt skáld (f. 1921).
- 2011 - Muammar Gaddafi, einræðisherra í Líbíu (f. 1942).