Kristinn Haukur Skarphéðinsson

Kristinn Haukur Skarphéðinsson (18. febrúar 1956 - 16. nóvember 2024) var dýravistfræðingur og sat yfir fagsviði dýrafræði hjá Náttúrufræðistofnun (Áður Náttúrufræðistofnun Íslands).[1] Hann sérhæfði sig í rannsóknum á og verndun hafarnarstofnsins (Haliaeetus albicilla), og var einn fremsti talsmaður á almannavettvangi fyrir verndun og aðgætni í garð þeirra. Í grein hjá Morgunblaðinu frá 2023 var tekið viðtal við Kristinn Hauk varðandi sérstöðu hafarna á Íslandi þar sem Kristinn nefnir erfðafræðilegan og hegðunarbundinn aðskilnað hins íslenska hafarnarstofns við þann sem finnst á meginlandi Evrópu.[2]

Kristinn Haukur Skarphéðinsson
Fæddur18. febrúar 1956(1956-02-18)
Reykjavík, Ísland
Dáinn16. nóvember 2024 (68 ára)
StörfDýravistfræðingur
Þekktur fyrirRannsókir á og verndun hafarnarstofnsins
MakiUnnur Steina Björnsdóttir
Börn2

Menntun

breyta

Kristinn Haukur útskrifaðist úr Menntaskólanum við Hamrahlíð, og að stúdentsprófi loknu hélt í nám við Háskóla Íslands þar sem hann lærði líffræði. Á meðan á þessu námi stóð hóf hann einnig starfsævi sína hjá Náttúrufræðistofnun, starfsævi sem átti eftir að endast í rúma þrjá áratugi. Að bakkalár gráðu sinni lokinni hélt Kristinn erlendis í nám og útskrifaðist með meistarapróf í dýravistfræði frá Wisconsin-háskólanum í Madison í Bandaríkjunum.[1][3]

Störf

breyta

Kristinn var ötull og öflugur vísindamaður, og vann alla tíð að rannsóknum á dýrum, einna helst á fuglum, og sem hluti af störfum sínum við Náttúrufræðistofnun, í fyrstu undir leiðsögn dr. Finns Guðmundssonar, kom Kristinn Haukur að fjölmörgum rannsóknum og var mikils metinn af samstarfsfólki sínu hvort sem það var á Íslandi eða erlendis.[1]

Einkalíf

breyta

Foreldrar Kristins voru Kristín Guðmundsdóttir, híbýlafræðingur, og Skarphéðinn Jóhannsson, arkitekt.[1]

Kristinn var giftur Unni Steinu Björnsdóttur, lækni. Börn þeirra eru þau Kristín Helga Kristinsdóttir, þroskaþjálfi, og Björn Kristinsson (Bjössi sax), saxófónleikari.[1]

Heimildir

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 „Andlát: Kristinn Haukur Skarphéðinsson“. Morgunblaðið. 11 2024. Sótt 11 2024.
  2. Mist Þ. Grönvold (11 2024). „Haga sér eins og kóngar í ríki sínu“. Morgunblaðið. Sótt 11 2024.
  3. „Kristinn Haukur Skarphéðinsson látinn“. Náttúrufræðistofnun Íslands. 11 2024. Sótt 11 2024.

Tenglar

breyta