Kristinn Haukur Skarphéðinsson
Kristinn Haukur Skarphéðinsson (18. febrúar 1956 - 16. nóvember 2024) var dýravistfræðingur og sat yfir fagsviði dýrafræði hjá Náttúrufræðistofnun (Áður Náttúrufræðistofnun Íslands).[1] Hann sérhæfði sig í rannsóknum á og verndun hafarnarstofnsins (Haliaeetus albicilla), og var einn fremsti talsmaður á almannavettvangi fyrir verndun og aðgætni í garð þeirra. Í grein hjá Morgunblaðinu frá 2023 var tekið viðtal við Kristinn Hauk varðandi sérstöðu hafarna á Íslandi þar sem Kristinn nefnir erfðafræðilegan og hegðunarbundinn aðskilnað hins íslenska hafarnarstofns við þann sem finnst á meginlandi Evrópu.[2]
Menntun
breytaKristinn Haukur útskrifaðist úr Menntaskólanum við Hamrahlíð, og að stúdentsprófi loknu hélt í nám við Háskóla Íslands þar sem hann lærði líffræði. Á meðan á þessu námi stóð hóf hann einnig starfsævi sína hjá Náttúrufræðistofnun, starfsævi sem átti eftir að endast í rúma þrjá áratugi. Að bakkalár gráðu sinni lokinni hélt Kristinn erlendis í nám og útskrifaðist með meistarapróf í dýravistfræði frá Wisconsin-háskólanum í Madison í Bandaríkjunum.[1][3]
Störf
breytaKristinn var ötull og öflugur vísindamaður, og vann alla tíð að rannsóknum á dýrum, einna helst á fuglum, og sem hluti af störfum sínum við Náttúrufræðistofnun, í fyrstu undir leiðsögn dr. Finns Guðmundssonar, kom Kristinn Haukur að fjölmörgum rannsóknum og var mikils metinn af samstarfsfólki sínu hvort sem það var á Íslandi eða erlendis.
Nánari upplýsingar um starfsævi Kristins Hauks má nálgast á síðum Náttúrufræðistofnunnar.[4]
Einkalíf
breytaForeldrar Kristins voru Kristín Guðmundsdóttir, híbýlafræðingur, og Skarphéðinn Jóhannsson, arkitekt.
Kristinn var giftur Unni Steinu Björnsdóttur, lækni. Börn þeirra eru þau Kristín Helga Kristinsdóttir, þroskaþjálfi, og Björn Kristinsson (Bjössi sax), saxófónleikari.
Heimildir
breyta- ↑ 1,0 1,1 „Andlát: Kristinn Haukur Skarphéðinsson“. Morgunblaðið. 11 2024. Sótt 11 2024.
- ↑ Mist Þ. Grönvold (11 2024). „Haga sér eins og kóngar í ríki sínu“. Morgunblaðið. Sótt 11 2024.
- ↑ „Kristinn Haukur Skarphéðinsson látinn“. Náttúrufræðistofnun Íslands. 11 2024. Sótt 11 2024.
- ↑ „Kristinn Haukur Skarphéðinsson“. Náttúrufræðistofnun. Sótt 11 2024.