1945
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1945 (MCMXLV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- 14. febrúar - Sýning opnuð á málverkum Jóhannesar Kjarvals í Listamannaskálanum í Reykjavík.
- 18. mars - Félag íslenskra rithöfunda var stofnað.
- Um vorið - Verzlunarskólinn útskrifar fyrstu stúdentana.
- 10. október - Sjómannaskólinn á Rauðarárholti vígður.
- Um haustið - Alþingi hafnar beiðni bandarískra stjórnvalda um að hafa áfram herstöðvar á Íslandi eftir stríðslok.
- 9. desember - Íþróttabandalag Siglufjarðar var stofnað.
- 21. desember - Ný Ölfusárbrú var opnuð.
- Bókaútgáfan Iðunn hóf útgáfu.
Fædd
- 9. mars - Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur og rithöfundur.
- 7. apríl - Magnús Þór Jónsson (Megas), tónlistarmaður.
- 13. apríl - Rúnar Júlíusson, tónlistarmaður (d. 2008).
- 11. apríl - Vilhjálmur Vilhjálmsson, tónlistarmaður og söngvari (d. 1978).
- 25. ágúst - Magnús Eiríksson, tónlistarmaður.
- 4. september - Hörður Torfason, íslenskur trúbadúr.
- 29. október - Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.
- 23. nóvember - Sturla Böðvarsson, íslenskur stjórnmálamaður og ráðherra.
- 1. desember - Ásta B. Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og alþingismaður (d. 1998).
- 8. desember - Páll Skúlason, heimspekingur og háskólarektor. (d. 2015)
Dáin
- 5. maí - Guðmundur Kamban, skáld, skotinn til bana í Kaupmannahöfn (f. 1888).
- 17. ágúst - Sigurður Thorlacius, skólastjóri og fyrsti formaður BSRB (f. 1900).
- 16. nóvember - Sigurður Eggerz, stjórnmálamaður og forsætisráðherra (f. 1875).
- 9. desember - Laufey Valdimarsdóttir, kvenréttindakona (f. 1890).
Erlendis
breyta- 14. janúar - Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu hófst.
- 20. janúar - Franklin D. Roosevelt varð forseti Bandaríkjanna í fjórða sinn.
- 23. janúar - Karl Dönitz herforingi nasista skipaði fyrir um Hannibal-aðgerðina; að rýma Þjóðverja, 900.000 borgara og 350.000 hermenn, frá austur-Prússlandi, landamærasvæðum Póllands og nærliggjandi svæðum í ljósi framrás sovéska hersins.
- 27. janúar - Sovéski herinn frelsaði Auschwitz-Birkenau-útrymingarbúðirnar.
- 30. janúar - Mannskæðasti skipsskaði sögunnar varð þegar sovéskur kafbátur sökkti þýska skipinu Wilhelm Gustloff á Eystrasalti og 9.343 fórust.
- 4. - 11. febrúar - Jaltaráðstefnan: Þjóðhöfðingjar Bandaríkjanna, Sovétríkjanna og Bretlands (Franklin D. Roosevelt, Jósef Stalín og Winston Churchill) hittust á Krímskaga til að ræða um skiptingu landsvæða eftir stríð.
- 14. febrúar - Borgin Dresden í Þýskalandi lögð nær algjörlega í rúst í loftárásum.
- 9. mars - Lotfárásir hófust á Tókíó.
- 22. mars - Arababandalagið var stofnað.
- 29. mars - Síðustu árásir Þjóðverja á England.
- 30. mars - Síðari heimsstyrjöldin: Sovétmenn réðust inn í Austurríki og hertaka Vín.
- 12. apríl - Harry S. Truman varð forseti Bandaríkjanna eftir Franklin D. Roosevelt lést í embætti.
- 28. apríl - Benito Mussolini og hjákona hans Clara Petacci voru drepin og hengd upp í Mílanó eftir að hafa reynt að flýja landið.
- 30. apríl - Adolf Hitler og Eva Braun frömdu sjálfsmorð.
- 4. maí - Danmörk og Holland eru frelsuð af bandamönnum.
- 8. maí - Síðari heimsstyrjöldinni lauk í Evrópu með uppgjöf Þjóðverja. Nefndur eftirleiðis sigurdagurinn í Evrópu.
- 17. júlí - Potsdamráðstefnan hófst. Bandamenn funduðu um framtíð Þýskalands.
- 26. júlí - Winston Churchill sagði af sér embætti forsætisráðherra Bretlands eftir ósigur Íhaldsflokksins í kosningum.
- 6. og 9. ágúst - Kjarnorkuárásirnar á Hiroshima og Nagasaki: Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengjum á tvær japanskar borgir. Um 300.000 létust eða særðust.
- 15. ágúst - Síðari heimsstyrjöldin: Japanar gáfust upp.
- 2. september -
- Síðari heimsstyrjöldin: Japanar skrifuðu formlega undir uppgjöf sína fyrir bandamönnum.
- Víetnam lýsti yfir sjálfstæði.
- 24. október -
- Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar.
- Vidkun Quisling, samverkamaður nasista var tekinn af lífi í Noregi.
- 29. október - Getúlio Vargas sagði af sér embætti forseta Brasilíu.
- 16. nóvember - Charles de Gaulle var kosinn forseti Frakklands.
- 20. nóvember - Nürnberg-réttarhöldin gegn stríðsglæpamönnum nasista hófust.
- 27. desember - Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Alþjóðabankinn voru stofnaðir.
- Dýrabær kom út eftir George Orwell.
- Billboard 200-tónlistarlistinn var fyrst birtur.
Fædd
- 10. janúar - Rod Stewart, breskur söngvari.
- 26. janúar - Jeremy Rifkin, bandarískur hagfræðingur og rithöfundur.
- 6. febrúar - Bob Marley, var jamaískur söngvari og tónlistarmaður (d. 1981).
- 8. febrúar - Kinza Clodumar, forseti Nárú.
- 28. mars - Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja.
- 30. mars - Eric Clapton, breskur tónlistarmaður, lagahöfundur og söngvari.
- 2. apríl - Linda Hunt, bandarísk leikkona.
- 2. maí - Judge Dread, enskur tónlistarmaður.
- 17. júní - Ken Livingstone, breskur stjórnmálamaður.
- 19. júní - Aung San Suu Kyi, mjanmarskur stjórnmálamaður og aðgerðasinni.
- 29. júní - Chandrika Kumaratunga, forseti Srí Lanka.
- 1. júlí - Debbie Harry, bandarískur rokktónlistarmaður, textahöfundur og leikkona.
- 26. júlí - Helen Mirren, bresk leikkona.
- 30. júlí - Patrick Modiano, franskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi.
- 14. ágúst - Steve Martin, bandarískur leikari.
- 31. ágúst - Van Morrison, norður-írskur söngvari og lagahöfundur.
- 1. september - Abdrabbuh Mansur Hadi, forseti Jemen.
- 11. september - Franz Beckenbauer, þýskur knattspyrnumaður.
- 13. september - Andres Küng, sænskur blaðamaður, rithöfundur og stjórnmálamaður (d. 2002).
- 21. september
- Bjarni Tryggvason, kanadískur geimfari.
- Jerry Bruckheimer, bandarískur kvikmyndaframleiðandi og sjónvarpsframleiðandi.
- 26. september - William Lycan, bandarískur heimspekingur.
- 30. september - Ehud Olmert, ísraelskur stjórmálamaður.
- 1. október - Ram Nath Kovind, forseti Indlands.
- 13. október - Desi Bouterse, forseti Súrínam.
- 23. október - Kim Larsen, danskur tónlistarmaður (d. 2018).
- 27. október - Luiz Inácio Lula da Silva, forseti Brasilíu.
- 11. nóvember - Daniel Ortega, forseti Níkaragva.
- 15. nóvember - Anni-Frid Lyngstad, sænsk söngkona.
- 3. desember - Božidar Dimitrov, búlgarskur stjórnmálamaður og ráðherra.
- 8. desember - John Banville, írskur rithöfundur.
- 9. desember - Michael Nouri, bandarískur leikari.
- 20. desember - Tom Tancredo, bandarískur stjórnmálamaður.
- 24. desember - Lemmy Kilmister, breskur tónlistarmaður (d. 2015).
- 28. desember - Birendra, konungur Nepals (d. 2001).
Dáin
- 31. mars - Anna Frank, dagbókarhöfundur (f. 1929).
- 12. apríl - Franklin D. Roosevelt, 32. forseti Bandaríkjanna (f. 1882).
- 28. apríl - Benito Mussolini, ítalskur stjórnmálamaður og einræðisherra (f. 1883).
- 30. apríl - Adolf Hitler, einræðisherra í Þýskalandi (f. 1889).
- 30. apríl - Eva Braun, ástkona og síðast eiginkona Adolfs Hitler (f. 1912).
- 1. maí - Joseph Goebbels, þýskur stjórnmálamaður og áróðursmálaráðherra (f. 1897).
- 23. maí - Heinrich Himmler, yfirmaður Gestapó og SS í Þýskalandi (f. 1900).
- 5. júlí - John Curtin, forsætisráðherra Ástralíu (f. 1885).
- 26. september - Bela Bartok, ungverskt tónskáld (f. 1881).
- 24. október - Vidkun Quisling, norskur stjórnmálamaður og landráðamaður (f. 1887).