13. júlí
dagsetning
Jún – Júlí – Ágú | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | 31 | |||
2024 Allir dagar |
13. júlí er 194. dagur ársins (195. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. Dagur þessi er Margrétarmessa (eða Margrétarmessa fyrri) á Íslandi.[1] 171 dagur er eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 1009 - Sergíus 4. varð páfi.
- 1465 - Orrustan við Montlhéry: Her Loðvíks 11. Frakkakonungs beið næstum því ósigur fyrir her Karls af Búrgund.
- 1793 - Charlotte Corday myrti franska byltingarsinnann Jean-Paul Marat í baðinu hans. Hún var tekin af lífi með fallöxi fjórum dögum seinna.
- 1832 - Henry Rowe Schoolcraft kom að upptökum Mississippifljóts.
- 1837 - Viktoría Bretadrottning flutti inn í Buckinghamhöll, fyrst enskra þjóðhöfðingja.
- 1878 - Serbía fékk sjálfstæði frá Tyrkjaveldi með Berlínarsáttmálanum.
- 1885 - Ný bygging Rijksmuseum í Amsterdam var vígð.
- 1930 - Fyrsta heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu hófst í Úrúgvæ.
- 1971 - Her Jórdaníu hóf árásir á Palestínumenn í Jórdaníu.
- 1977 - Sómalía sagði Eþíópíu stríð á hendur.
- 1977 - 25 tíma rafmagnsleysi varð í New York-borg.
- 1978 - Græningjaflokkurinn var stofnaður í Vestur-Þýskalandi.
- 1985 - LiveAid tónleikarnir fóru fram á nokkrum stöðum um heiminn. Þeir áttu að vera mikilvægur liður í að styrkja stöðu bágstaddra í Afríku.
- 1985 - Ný útvarpslög voru samþykkt á Alþingi þar sem rekstur útvarps- og sjónvarpsstöðva var gefinn frjáls. Lögin tóku gildi 1. janúar árið eftir.
- 1985 - Sergei Bubka náði fyrstur manna að stökkva yfir 6 metra í stangarstökki.
- 1992 - Yitzhak Rabin varð forsætisráðherra Ísraels.
- 2000 - Ehud Barak og Yasser Arafat hittust í Camp David en tókst ekki að komast að samkomulagi.
- 2005 - Fyrrverandi forstjóri WorldCom, Bernard Ebbers, var dæmdur til 25 ára fangelsis fyrir þátt sinn í einu stærsta fjársvikamáli í sögu Bandaríkjanna.
- 2014 - Þýskaland vann heimsmeistaratitil í knattspyrnu karla eftir sigur gegn Argentínu.
- 2015 - Ungverjar hófu að reisa 4 metra háa og 170 km langa girðingu við landamærin að Serbíu til að hindra för flóttafólks.
- 2016 - Theresa May tók við embætti forsætisráðherra Bretlands eftir afsögn David Cameron í kjölfar Brexit.
Fædd
breyta- 100 f.Kr. - Júlíus Caesar, rómverskur herforingi (d. 44 f.Kr.).
- 1380 - Bertrand du Guesclin, franskur herforingi (f. um 1320).
- 1491 - Alfons, krónprins Portúgals (f. 1475).
- 1579 - Arthur Dee, enskur læknir og gullgerðarmaður (d. 1651).
- 1590 - Emilio Bonaventura Altieri, síðar Klemens 10. páfi (d. 1676).
- 1608 - Ferdinand 3. keisari hins Heilaga rómverska ríkis (d. 1657).
- 1734 - Magnús Einarsson, prestur og skáld á Tjörn í Svarfaðardal (d. 1794).
- 1781 - Hallgrímur Scheving, fræðimaður og kennari í Bessastaðaskóla (d. 1861).
- 1877 - Jón Hróbjartsson, íslenskur myndlistarmaður (d. 1946).
- 1877 - Erik Scavenius, danskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra (d. 1962).
- 1886 - Júlíus Havsteen, íslenskur sýslumaður (d. 1960).
- 1897 - Ólafur Túbals, íslenskur myndlistarmaður (d. 1964).
- 1909 - Souphanouvong, stjórnmálamaður í Laos (d. 1995).
- 1922 - Anker Jørgensen, danskur stjórnmálamaður (d. 2016).
- 1925 - Jón Sigurðsson (í bankanum), íslenskur textasmiður (d. 1992).
- 1927 - Simone Veil, frönsk stjórnmálakona (d. 2017).
- 1934 - Wole Soyinka, nígerískur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi.
- 1940 - Patrick Stewart, enskur leikari.
- 1941 - Luis Alberto Lacalle, forseti Úrúgvæ.
- 1942 - Harrison Ford, bandarískur leikari.
- 1946 - Cheech Marin, bandarískur leikari og uppistandari.
- 1955 - Harpa Björnsdóttir, íslensk myndlistarkona.
- 1957 - Cameron Crowe, bandarískur leikstjóri.
- 1963 - Kenny Johnson, bandarískur leikari.
- 1967 - Sóley Elíasdóttir, íslensk leikkona.
- 1969 - Ken Jeong, bandarískur leikari.
- 1971 - Bjarni Arason, söngvari og útvarpsmaður.
- 1979 - Craig Bellamy, velskur knattspyrnuleikari.
- 1994 - Ridge Canipe, bandarískur leikari.
Dáin
breyta- 574 - Jóhannes 3. páfi.
- 939 - Leó 7. páfi.
- 1189 - Matthildur hertogaynja af Saxlandi, dóttir Hinriks 2. Englandskonungs (f. 1156).
- 1299 - Eiríkur Magnússon prestahatari Noregskonungur (f. 1268).
- 1541 - Ögmundur Pálsson, Skálholtsbiskup.
- 1645 - Mikael Rómanov Rússakeisari (f. 1596).
- 1761 - Tokugawa Ieshige, japanskur herstjóri (f. 1712).
- 1793 - Jean-Paul Marat, franskur byltingarsinni (f. 1743).
- 1883 - Ranavalona 2., drottning Madagaskar (f. 1829).
- 1932 - Katrín Magnússon, íslensk stjórnmálakona (f. 1858).
- 1951 - Arnold Schoenberg, austurrískt tónskáld (f. 1874).
- 1951 - Steingrímur Arason, íslenskur kennari (f. 1879).
- 1954 - Frida Kahlo, mexíkósk listakona (f. 1907).
- 1987 - Sigurður Pálsson, íslenskur prestur (f. 1901).
- 2013 - Cory Monteith, kanadískur leikari (f. 1982).
- 2014 - Nadine Gordimer, suðurafrískur rithöfundur (f. 1923).
- 2015 - Martin West, enskur fornfræðingur (f. 1937).
- 2017 - Liu Xiaobo, kínverskur aðgerðasinni (f. 1955).
Tilvísanir
breyta- ↑ Árni Björnsson (1993). Saga daganna. Mál og menning. bls. 182.