11. janúar
dagsetning
Des – Janúar – Feb | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | 31 | |||
2024 Allir dagar |
11. janúar er 11. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 354 dagar (355 á hlaupári) eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 532 - Nika-óeirðirnar í Konstantínópel áttu sér stað.
- 1571 - Austurrískum aðalsmönnum var veitt trúfrelsi.
- 1693 - Eldgos hófst í Etnu á Sikiley.
- 1787 - William Herschel uppgötvaði Títaníu og Oberon, tvö fyrstu tungl reikistjörnunnar Úranusar.
- 1897 - Leikfélag Reykjavíkur var stofnað.
- 1918 - Bjarndýr gekk á land í Núpasveit. Fjölmörg önnur slík fylgdu á eftir um veturinn.
- 1922 - Insúlín var notað í fyrsta sinn til að vinna á sykursýki í manni.
- 1923 - Franskar og belgískar hersveitir hernámu Ruhr-hérað til að þvinga Þjóðverja til að standa við greiðslu stríðsskaðabóta.
- 1935 - Amelia Earhart varð fyrst kvenna til að fljúga einmenningsflug frá Hawaii til Kalíforníu.
- 1942 - Japanir hertóku Kúala Lúmpúr í Malasíu.
- 1944 - Togarinn Max Pemberton frá Reykjavík fórst með allri áhöfn, 29 manns.
- 1960 - Tjad lýsti yfir sjálfstæði.
- 1964 - Bandaríski landlæknirinn Luther Leonidas Terry sendi frá sér yfirlýsingu um að reykingar væru skaðlegar heilsu manna en það var fyrsta yfirlýsingin af því tagi frá opinberum aðila í Bandaríkjunum.
- 1971 - Hugtakið Silicon Valley var fyrst notað af blaðamanninum Don Hoefler.
- 1972 - Austur-Pakistan varð Bangladess.
- 1974 - Fyrstu sexburar, sem lifðu af, fæddust í Höfðaborg í Suður-Afríku. Móðirin var Susan Rosenkowitz.
- 1975 - Sojús 11 lagði að geimstöðinni Saljút 4 þar sem áhafnarmeðlimir settu síðan met í lengd dvalar í geimnum.
- 1980 - Nigel Short varð yngsti skákmaðurinn til að hljóta titilinn alþjóðlegur skákmeistari, aðeins 14 ára gamall.
- 1986 - Gateway-brúin í Brisbane var opnuð. Hún var þá lengsta svifbitabrú heims.
- 1987 - Flugslysið við Arnarnes: Lítil flugvél fórst við mynni Skutulsfjarðar í Ísafjarðardjúpi. Einn lést.
- 1990 - Söngvabyltingin: 300.000 komu saman og mótmæltu í Litháen.
- 1992 - Sjónvarpsþáttur Spaugstofunnar 92 á stöðinni hóf göngu sína á RÚV.
- 1993 - 910-920 millibara lægð gekk norður með Austurlandi. Þetta var dýpsta lægð sem vitað var um yfir Norður-Atlantshafi.
- 1993 - Barentsráðið var stofnað með Kirkenes-yfirlýsingunni.
- 1994 - Hraðbrautarþingið til að ræða upplýsingahraðbrautina undir stjórn Al Gore var sett við Kaliforníuháskóla.
- 1997 - Sjónvarpsþáttur Spaugstofunnar Enn ein stöðin, önnur þáttaröðin hóf göngu sína á RÚV. Þættirnir urðu 16.
- 2002 - Fyrstu fangarnir komu í Fangabúðirnar við Guantanamo-flóa á Kúbu.
- 2007 - Víetnam gekk í Alþjóðaviðskiptastofnunina.
- 2011 - Flóð og aurskriður ollu yfir 800 dauðsföllum í Rio de Janeiro í Brasilíu.
- 2012 - Danska fjölmiðlafyrirtækið Berlingske Media ákvað að hætta útgáfu fríblaðsins Urban.
- 2013 - Borgarastyrjöldin í Malí: Franski herinn sendi liðsstyrk til stuðnings stjórninni í Malí.
- 2015 - Kolinda Grabar-Kitarović var kjörin forseti Króatíu.
- 2019 – Þing Lýðveldisins Makedóníu samþykkti að nafni landsins skyldi breytt í Lýðveldið Norður-Makedónía.
- 2020 – Þing- og forsetakosningar fóru fram í Lýðveldinu Kína á Taívan. Tsai Ing-wen, sitjandi forseti landsins, vann endurkjör og flokkur hennar, Lýðræðislegi framfaraflokkurinn, vann aukinn þingmeirihluta.
Fædd
breyta- 347 - Theodosius 1., keisari Rómar (d. 395).
- 1395 - Michele af Valois, hertogaynja af Búrgund, kona Filippusar góða (d. 1422).
- 1755 - Alexander Hamilton, fyrsti fjármálaráðherra Bandaríkjanna (d. 1804).
- 1815 - John A. Macdonald, fyrsti forsaetisradherra Kanada (d. 1891).
- 1842 - William James, læknir, einn af frumkvöðlum sálfræðinnar (d. 1910).
- 1852 - Constantin Fehrenbach, þýskur stjórnmálamaður (d. 1926).
- 1904 - Steinþór Sigurðsson, íslenskur náttúrufræðingur (d. 1947).
- 1906 - Albert Hofmann, svissneskur efnafræðingur (d. 2008).
- 1932 - Guðmundur Georgsson, íslenskur læknir og friðarsinni (d. 2010)
- 1934 - Jean Chrétien, forsætisráðherra Kanada.
- 1936 - Masashi Watanabe, japanskur knattspyrnumaður (d. 1995).
- 1940 - Örn Steinsen, íslenskur knattspyrnumaður og þjálfari (d. 2022).
- 1949 - Kristín Einarsdóttir, íslensk stjórnmálakona.
- 1954 - Kailash Satyarthi, indverskur aðgerðasinni.
- 1957 - Bryan Robson, enskur fótboltamaður og -stjóri.
- 1961 - Gunnar Smári Egilsson, íslenskur ritstjóri.
- 1971 - Mary J. Blige, bandarísk söngkona.
- 1972 - Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
- 1975 - Timbuktu, sænskur tónlistarmaður.
- 1975 - Matteo Renzi, ítalskur stjórnmálamaður.
- 1976 - Kristjana Friðbjörnsdóttir, íslenskur rithöfundur.
- 1978 - Emile Heskey, enskur knattspyrnumaður.
- 1979 - Kamilla Einarsdóttir, íslenskur rithöfundur.
- 1987 - Jamie Vardy, enskur knattspyrnumaður.
- 1988 - Kristján Þór Einarsson, íslenskur golfari.
- 1996 - Leroy Sané, þýskur knattspyrnumaður.
- 1999 - Christian Nodal, mexíkóskur söngvari.
Dáin
breyta- 1494 - Domenico Ghirlandaio, ítalskur myndlistarmaður (f. 1449).
- 1636 - Dodo zu Innhausen und Knyphausen, frísneskur herforingi í sænska hernum (f. 1583).
- 1923 - Konstantín 1. Grikklandskonungur (f. 1868).
- 1928 - Thomas Hardy, enskur rithöfundur (f. 1840).
- 1944 - Galeazzo Ciano, ítalskur stjórnmálamaður (f. 1903).
- 1965 - Thor Thors, íslenskur sendiherra (f. 1903).
- 1966 - Lal Bahadur Shastri, forsætisráðherra Indlands (f. 1904).
- 1966 - Alberto Giacometti, svissneskur myndhöggvari (f. 1901).
- 2008 - Edmund Hillary, nýsjálenskur fjallagarpur og landkönnuður (f. 1919).
- 2013 - Aaron Swartz, bandarískur forritari (f. 1986).
- 2014 - Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels (f. 1928).
- 2021 – Stacy Title, bandarísk leikkona, leikstjóri, og framleiðandi (f. 1964).